Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 22
H öfuðstöðvar fjar- skipta- og upplýs- ingatæknifyrirtæk- isins Skipta í Ármúlanum láta ekki mikið yfir sér þegar rennt er upp að þeim að framanverðu. Þegar komið er inn úr anddyrinu blasa hins vegar við manni miklir salir enda teygja húsakynnin sig alla leið niður á Suð- urlandsbraut. Múgur og margmenni er á þönum og í ljós kemur að á sjö- unda hundrað manns eru þarna við störf á degi hverjum. Ef til vill má segja að þessi upplifun af húsnæðinu endurspegli starfsemina sjálfa enda leyna Skipti, sem stofnuð voru í fyrra til að halda utan um starfsemi Símans og fleiri fyrirtækja, á sér. Starfsemin er fjölbreyttari og um- fangsmeiri en maður gerir sér í fljótu bragði grein fyrir. „Síminn, sem er aðalfyrirtæki Skipta, er gjörbreyttur frá því sem áður var,“ útskýrir Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta, þegar ég er sestur inn á skrifstofu hjá hon- um stundarkorni síðar. „Árið 2004 kynntum við niðurstöður umfangs- mikillar stefnumótunar hjá Síman- um og breyttum um merki eftir að hafa lagt mikla vinnu í það að skil- greina Símann upp á nýtt og stað- setja hann á markaðnum. „Síminn auðgar líf“ var niðurstaðan en með því vorum við að segja að við ætl- uðum ekki bara að vera fjarskipta- fyrirtæki í framtíðinni. Síminn er gamalgróið fyrirtæki, 101 árs síðan í haust, og lagði á sínum tíma línur inn á hvert einasta heimili og fyrir- tæki í landinu. En þarna var tekin ákvörðun um að sjá ekki bara um að koma tali inn á heimilin og í fyrir- tækin heldur bjóða fram þjónustu af ýmsu öðru tagi. Árið 2005 varð til Sjónvarp Sím- ans. Við festum kaup á Skjánum og fórum meðvitað inn á afþreyingar- markaðinn. Við greindum líka upp- lýsingaveitu Símans frá starfsem- inni og bjuggum til fyrirtækið Já sem er með símaskrána, 118 og frek- ari þjónustu á sínum snærum. Árið 2006 eignuðumst við síðan tímabundið hlut í Kögun en það hef- ur verið yfirlýst stefna okkar að hasla okkur í auknum mæli völl á sviði upplýsingatækni enda eiga upplýsinga- og fjarskiptatækni um margt samleið. Við seldum hlutinn í Kögun skömmu síðar en höfum haldið áfram á braut upplýsinga- tækninnar.“ Fjarlækningar og fleiri nýjungar – Tilgangurinn er væntanlega að þjónusta áfram einstaklinga og fyr- irtæki? „Já, það er markmiðið. Þjónusta við einstaklinga snýst um farsíma, Netið, sjónvarp og annað þvíumlíkt. Við höfum líka farið út í ýmis önnur verkefni sem ekki eru eins augljós, sem dæmi um slíkt má nefna verk- efni í samstarfi við Landspítalann þar sem við erum að vinna að fjar- lækningum, þ.e. að tengja saman sérfræðinga á spítölunum og fólk í heimahúsum. Þetta er mjög spenn- andi þróunarverkefni og ágætt dæmi um þjónustuna sem við getum veitt. Á fyrirtækjasviðinu erum við með mjög mörg verkefni í gangi. Við bjóðum fyrirtækjum að hýsa sím- stöðvar þeirra og póstkerfi auk þess sem við bjóðum ráðgjöf við til dæmis uppsetningu og rekstur á netkerfum fyrirtækja. Í sjávarútvegi höfum við sem dæmi þróað tækni sem gerir okkur kleift að vera í sambandi við skip á sjó, þannig að útgerðin getur fengið að vita hver afli dagsins er jafnóðum, auk þess sem skipverjar geta setið við tölvuna og haft sam- band við fjölskyldur sínar gegnum Netið o.s.frv. Þetta eru allt dæmi um það sem við köllum virðisaukandi þjónustu.“ – Er þetta í takt við þróunina er- lendis? „Já, þetta er ekki séríslenskt fyr- irbæri. Gömlu símafyrirtækin í Evr- ópu hafa öll verið að fara í þessa átt. Það hefur orðið meiri samþætting milli upplýsingatækninnar og fjar- skiptatækninnar en það er misjafnt hvort þau hafa verið að fara inn í af- þreyingariðnaðinn líka.“ – Hafa nýir eigendur Símans hvatt til þessarar þróunar? „Þeir hafa gert það. Ekki bara innanlands heldur líka erlendis. Staða fyrirtækisins er sterk á inn- lendum markaði. Okkur hefur tekist að halda okkar hlut ágætlega þrátt fyrir aukna samkeppni en vegna smæðar markaðarins liggja vaxt- armöguleikarnir fyrst og fremst á erlendri grundu. Við erum sann- færðir um að við getum náð þar í við- bótarvöxt. Við byrjuðum á því að fylgja eftir okkar ágætu viðskipta- vinum sem eru í útrás og fórum að þjóna þeim með því að koma á fjar- skiptasamningum og öðru þvíum- líku. Annað stigið var að kaupa lítil fyrirtæki erlendis, einkum á Norð- urlöndunum og í Bretlandi, þar sem flest íslensk útrásarfyrirtæki eru, til að komast inn á netin í viðkomandi landi með það fyrir augum að bæta samningsstöðu okkar. Með kaupum á þessum fyrirtækjum tryggðum við okkur marga góða viðskiptavini. Einnig höfum við farið út á þá braut að þjóna íslenskum fyrirtækjum á starfsstöðum þeirra út um allan heim með því að gera samninga við fyrirtæki af ýmsu tagi. Það er spennandi að vinna með íslensku út- rásarfyrirtækjunum og spennandi fyrir okkar starfsfólk að takast á við þessi nýju verkefni erlendis. Það eykur fjölbreytnina í verkefnunum.“ 20% af tekjum koma erlendis frá – Þannig að þessi vegferð er rétt að hefjast? „Já, það er mikill hugur í okkur. Við ætlum okkur að vaxa. Við höfum verið að bæta í bæði á upplýsinga- tækni- og fjarskiptasviðinu erlendis og munum halda því áfram á kom- andi misserum. Í dag er svo komið að ríflega 20% af tekjum okkar koma frá starfsemi fyrirtækisins er- lendis. Og við ætlum okkur að auka það hlutfall.“ – Hvað setjið þið markið hátt í þeim efnum? „Við höfum ekki sett fram tölusett markmið hvað það varðar en þetta hlutfall mun aukast umtalsvert í samræmi við áherslur okkar um vöxt utan Íslands. Ég undirstrika samt að Ísland er og verður kjarn- inn í starfseminni. Það er ekki nokk- ur vafi.“ – Hvaða svæða horfið þið fyrst og fremst til? „Við lítum svo á að Norður- Evrópa sé það svæði sem við viljum helst vinna á. Það helgast af því að neysluvenjur eru ámóta og hér á landi. Við teljum okkur eiga fullt er- indi inn á þessa markaði þar sem við búum yfir mjög mikilli þekkingu sem er byggð upp á íslenska mark- aðnum. Íslendingar eru nýjunga- gjarnir að eðlisfari og fyrir vikið móttækilegir fyrir nýjum hug- myndum og tækni og það gefur okk- ur forskot á ýmsa aðra. Við Íslend- ingar erum með öðrum orðum komnir lengra en margir nágrannar okkar í þessum efnum.“ – Er tækniþekkingin í þessu fyrir- tæki með því besta sem gerist á byggðu bóli? „Ég myndi tvímælalaust segja það. Við Íslendingar höfum það líka fram yfir ýmsa aðra að við erum yf- irleitt snöggir til. Það eru til dæmis ekki mörg lönd sem hafa sett upp þriðju kynslóð farsíma á átta mán- uðum. Það má örugglega bæta því við hið merka heimsmetasafn þjóð- arinnar,“ segir Brynjólfur og hlær. „Annars lýsir þetta þjóðinni ágæt- lega. Við erum vön að taka hlutina með áhlaupi og teljum ekki eftir okkur að vinna 24 klukkutíma á sól- arhring til að ná settu marki.“ Harðnandi samkeppni – Þú vékst að samkeppninni hér heima áðan. Hún mun að líkindum fara harðnandi með hverju árinu? „Það má fastlega gera ráð fyrir því. Okkar aðalkeppinautur hefur verið Vodafone og við berum mikla virðingu fyrir því fyrirtæki. Við tök- umst á við þá á mjög mörgum svið- um. Á fjarskiptasviðinu er Hive komið til skjalanna en sem kunnugt er var Vodafone að kaupa það fyr- irtæki. Síðan kom Nova inn á mark- aðinn í lok síðasta árs. Þá liggur fyr- ir að úthlutað hefur verið gsm-leyfum til tveggja svissneskra fyrirtækja sem við eigum von á að komi hér inn á markaðinn áður en langt um líður. Það segir okkur hvað þetta er orðið opið. Við búum hér við alþjóðlegt umhverfi. Þannig á það líka að vera. Við erum að hasla okk- ur völl erlendis og það er bara eðli- leg þróun að erlend fyrirtæki vilji koma hingað.“ – Þetta hljóta að vera góðar fréttir fyrir neytendur? „Svo sannarlega. Aukin sam- keppni er alltaf almenningi til hags- bóta. Markaðurinn hér er líka spennandi að því leyti að hann er mjög fjölbreyttur. Við megum samt ekki gleyma því að hér búa aðeins um þrjú hundruð þúsund manns og það mun að líkindum draga úr áhuga erlendra fjarskipta- og upplýsinga- tæknifyrirtækja á því að láta hér til sín taka.“ – Þessi auknu umsvif Símans og tengdra fyrirtækja hljóta að hafa kallað á endurskipulagningu starf- seminnar? „Þau gerðu það og þess vegna fór- um við á síðasta ári út í það að stofna móðurfélag, Skipti, sem heldur utan um alla starfsemina. Við höfum skil- greint starfsemina nákvæmlega og öll kaup Skipta eru fyrir vikið mjög markviss. Við erum að kaupa fyr- irtæki sem passa inn í það sem við köllum virðiskeðju.“ Bjóða 30% hlutafjár til sölu – Nú liggur fyrir að útboð Skipta hefst á morgun, mánudag, og stend- ur til 13. mars. Bréfin fara svo á markað 19. þessa mánaðar. Með þessu er fyrirtækið að efna sam- komulag sem gert var við einkavæð- ingarnefnd á sínum tíma. „Það er rétt. Við einkavæðingu Landsímans gerðu þeir sem keyptu 98% hlut ríkisins samkomulag við einkavæðingarnefnd um að skrá fé- lagið í kauphöll og bjóða fram 30% af hlutafénu. Það kemur annars vegar fram í þessu samkomulagi að þetta eigi að gerast fyrir árslok 2007 og hins vegar að Kaupþing, sem er tæplega 30% hluthafi í Skiptum í dag, muni bjóða fram sína hluti og Exista það sem upp á vantar, verði eftirspurn mikil. Þannig að við erum ekki að auka hlutafé, heldur bjóða til sölu 30%. Þetta ferli er í gangi þessa dagana og ég var í Lúxemborg að kynna fyrirtækið í vikunni og hef fundað með fjölmörgum aðilum hér heima. Þessir kynningarfundir halda áfram í næstu viku.“ – Finniði fyrir miklum áhuga? „Það er allavega vel mætt á fund- ina,“ segir Brynjólfur og hlær. „Skipti er öflugt félag í traustum rekstri. Nú er það fjárfesta að meta félagið og taka sína ákvörðun.“ – Fram hefur komið að skráning Skipta í kauphöll dróst vegna tilboðs félagsins í slóvenska símafélagið Telekom Slovenije sem hafnað var á dögunum. „Við vorum búnir að leggja tölu- verða vinnu í skráninguna síðastliðið sumar og fram á haust og höfðum engin áform um annað en standa við sett tímamörk. Við réðum hins vegar ekki við þá töf sem varð á Telekom Slovenije-málinu. Upphaflega átti að leggja fram tilboð í september og klára málið fyrir áramótin en þetta dróst hjá þeim ytra. Við lögðum fram óskuldbindandi tilboð í október og því ferli átti að ljúka í byrjun des- ember en þá tók ríkisstjórn Slóveníu ákvörðun um að bindandi tilboð yrðu ekki lögð fram fyrr en í byrjun jan- úar. Í þessu ljósi fórum við fram á frest til að skrá Skipti í kauphöll og var hann veittur til loka fyrsta árs- fjórðungs 2008. Það var eðlileg nið- urstaða í ljósi aðstæðna enda var kauphöllin þeirrar skoðunar að með- Við ætlum okkur að vaxa Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Forstjórinn „Við teljum okkur eiga fullt erindi inn á þessa markaði þar sem við búum yfir mjög mikilli þekkingu sem er byggð upp á íslenska markaðnum. Íslendingar eru nýjungagjarnir að eðlisfari og fyrir vikið móttækilegir fyrir nýjum hugmyndum og tækni og það gefur okkur forskot á ýmsa aðra.“ „Skilaboðin eru skýr. Þetta er breyttur Sími. Við höfum fært út kvíarn- ar og bjóðum nú upp á fjölbreytta þjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Við höfum skilgreint okk- ur með markvissum hætti sem hefur skilað sér í auknum tekjum og miklum möguleikum til framtíðar,“ segir Brynj- ólfur Bjarnason, forstjóri Skipta, sem skráð verða í kauphöll 19. mars næst- komandi. Í samtali við Orra Pál Ormarsson ræðir Brynjólfur m.a. um breytta tíma á fjar- skiptamarkaði, vaxtar- möguleika á erlendri grundu, Telekom Slove- nije og lýsir afstöðu sinni til þess að fara með Skipti á markað við nú- verandi skilyrði í efna- hagslífinu. » Það eru til dæmis ekki mörg lönd sem hafa sett upp þriðju kynslóð farsíma á átta mánuðum. Það má örugglega bæta því við hið merka heims- metasafn þjóðarinnar. daglegtlíf |sunnudagur|9. 3. 2008| mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.