Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 37
Útvarp Reykjavík
Nemendaleikhús JSB 2008
Miðaverð 2.000 kr. 6 ára og yngri 1.500 kr.
Borgarleikhúsinu 10., 11. og 12. mars
Þema sýningar er byggt á íslenskri tónlist og er tilbrigði við
íslenska útvarpsþáttagerð
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is
Miða
sala e
r í
Borg
arleik
húsin
u og
á
www
.midi
.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 37
BRÉF TIL BLAÐSINS
Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali.
Borgartúni 22 • 105 Reykjavík • Fax 5 900 808
fasteign@fasteign.is • www.fasteign.is
5 900 800
Í sölu glæsileg & rúmgóð 101,8 fm, 3ja
herb. íbúð á 2.hæð í nýju lyftuhúsi á
rólegum stað í Grafarholti. Stæði í lok-
aðri bílageymslu fylgir íbúðinni, innan-
gengt í stigagang úr bílskýlinu. Tvenn-
ar svalir fylgja íbúðinni. ÍBÚÐ ER LAUS
FLJÓTLEGA. V. 26,5 M.
ÞORLÁKSGEISLI – LAUS
Vönduð og vel skipulögð 110 fm 3ja
herb. björt og rúmgóð íbúð á 3ju hæð
(2.hæðir upp) í litlu fjölbýli á þessum
vinsæla stað í Kópavogi. íbúð er: For-
stofa, eldhús, baðherb., borðstofa,
stofa, 2 herb., geymsla og þvottaherb..
Stutt í alla þjónustu og skóla. V. 30,5
M.
DYNSALIR – SNYRTILEG
Í sölu snyrtileg og vel skipulögð 3ja
herb. íbúð á 3ju hæð í nýju lyftuhúsi á
Völlunum í Hafnarfirði. Íbúð er 92,9 fm
og skiptist í:Forstofu, herb.gang, tvö
svefnherb., baðherbergi, eldhús,
stofu/borðstofu, geymslu innan íbúðar,
þvottahús & sérgeymslu í kjallara.
Rúmgóðar suð-vestur svalir með fal-
legu útsýni. V. 23,7 M.
ESKIVELLIR – HAFNARFIRÐI
Vorum að fá snyrtilega og bjarta 67,9
fm 2ja herb. íbúð á 2.hæð í litlu fjölbýli
á þessum vinsæla stað. Íbúð er:For-
stofa, hol, baðherb., svefnherb., eld-
hús, stofa/borðstofa, þvottahús innan
íbúðar & sérgeymsla í kjallara. Stutt í
alla þjónustu og skóla. V. 20,3 M.
LÆKJASMÁRI - VEL STAÐSETT
Snyrtileg 2ja herb íbúð á 3.hæð í litlu
fjölbýli á þessum vinsæla stað. Íbúðin
skiptist í: Forstofu, eldhús, borðstofu,
stofu, svefnherbergi og baðherbergi.
Sérgeymsla í kjallara og sameiginleg
vagna/hjólageymsla. Endurnýjað bað-
herbergi og öll gólfefni í íbúð. V. 18,6
M.
REKAGRANDI – LAUS FLJÓTLEGA
Um er að ræða 2ja herb. 56,7 fm íbúð
á 1.h.h á þessum vinsæla stað í Vest-
urbænum. Íbúð er: Forstofa, eldhús,
baðherb., svefnherb., stofa/borðstofa,
2 geymslur og sameigin í kjallara. Stutt
í alla skóla & þjónustu. V. 16,5. M.
HRINGBRAUT - VESTURBÆR
Í sölu snyrtilega innréttaðuð 2ja herb.
ósamþ. íbúð á 2. hæðum við Trönu-
hraun í Hfj. Íbúðin er 48,1 fm og er op-
ið rými með eldhúskrók, baðherb. er
innst í rýminu með sturtu, tengi fyrir
þvottavél, innrétting í kringum vask,
svefnherbergi á efri hæð. V. 13,1 M.
TRÖNUHRAUN - HAFNARFIRÐI
UPPLÝSINGAR VEITIR: Sveinn Eyland
sölumaður gsm: 6-900-820
SÝNISHORN
AF 2-3JA HERB. ÍBÚÐUM
ÚR SÖLUSKRÁ OKKAR
ÞAÐ er mikið rætt um loftmengun
við ýmis tækifæri. Meðal annars er
rætt um útblástur bifreiða og þau
skaðlegu áhrif sem hann hefur og
fólki bent á að velja sér ökutæki
sem lítið mengar. Sjálfsagt er sú
ábending rétt og hægt að hafa
áhrif á mengun lofts með vali á
bifreiðum. Á það má einnig benda
að hægt er að draga mikið úr
mengun bifreiða með því að nota
þær minna og ferðast gangandi
eða á hjóli eða með aukinni notkun
almenningssamgangna þar sem því
verður við komið. Hvað með svif-
ryk, má ekki draga úr því með
minni notkun einkabílsins?
Mengunarhugtakið virðist þó
gleymast hér algjörlega ef litið er
til áramóta. Á gamlárskvöldi er
skotið flugeldum upp í loftið í
þúsundavís. Mig minnir að ég hafi
séð það einhvers staðar á prenti að
400-500 tonnum hafi verið skotið á
loft um sl. áramót auk mengunar
af fjölda af brennum sem í var
kveikt víða um land. Ég veit ekki
hver loftmengunin af þessu er en
hún er örugglega mikil. Þá er ann-
að sem fylgir flugeldum og hefur
aukist mikið hin síðari ár, en það
er hávaðinn, sprengingar. Lætin
eru slík að það fer örugglega að
valda heyrnarskaða og er til mikils
ama, fyrir suma a.m.k.
Á þessa mengun virðist vera lit-
ið mildum augum af því að hún er
okkur mannfólki til skemmtunar.
Mig rámar í að loftmengun hafi
verið svo mikil t.d. í Reykjavík að
fólki með erfiðleika við öndun var
ráðlagt að halda sig inni. Er þá
ekki skemmtanagildið orðið lítið?
En hvað er þá til ráða með fjár-
öflun fyrir björgunarsveitir ef
dregið verður úr flugeldasölu?.
Það mætti hugsa sér að lagt yrði
gjald á gjaldendur til fjármögn-
unar þessari starfsemi. Nú er
greitt í byggingasjóð aldraðra
þannig að þetta gæti verið í svip-
uðu formi. Þá mætti hugsa sér að
gjald væri tekið af eldsneyti bif-
reiða. Þannig greiddu þeir meira
sem mikið ferðast og þá um leið
e.t.v þeir sem stunda fjallaferðir
og lenda í ógöngum. Sjálfsagt er
það ekki vinsæl leið nú þegar elds-
neytisverð er himinhátt, en leið til
að draga úr þeim kostnaði er að
ganga eða nota almennings-
samgöngur. Ég bendi aðeins á
þessar leiðir.
Þá hef ég ekki séð að bent sé á
loftmengun sem stafar af rekstri
hernaðartækja. Þar hlýtur að vera
veruleg loftmengun á ferðinni mið-
að við umfang þess hernaðar sem í
gangi er. Er ekki þar verið að búa
til ógn sem vinna þurfi gegn með
enn meira hernaðarbrölti þannig
að jafnvægi næst aldrei því sífellt
er aukning þar á?
Það væri fróðlegt að sjá tölur
yfir þá loftmengun sem þetta
hernaðarbrölt orsakar. Þær tölur
eru áreiðanlega stórar og hljóta að
vega þungt þegar litið til áhrifa á
lofthjúp jarðar og hnattræna hlýn-
un.
ÆVARR HJARTARSON,
Furulundi 33 Akureyri
Hlýnun jarðar
Frá Ævari Hjartarsyni