Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, J. SIGURÐUR GUNNSTEINSSON fyrrverandi starfsmaður Loftleiða/Flugleiða, sem bráðkvaddur varð á heimili sínu Vogatungu 45, Kópavogi, laugardaginn 1. mars, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju, Kópavogi, miðvikudaginn 12. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Margrét Anna Jónsdóttir, Gunnsteinn Sigurðsson, Dýrleif Egilsdóttir, Þorgerður Ester Sigurðardóttir, Einar Ólafsson, Jón Grétar Sigurðsson, Sveinbjörg Eggertsdóttir, Anna Sigríður Sigurðardóttir, Guðni Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÚLÍUS RAFNKELL EINARSSON, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju, 11. mars. kl. 11.00. María Guðrún Ögmundsdóttir, Ástríður Júlíusdóttir, Samúel Ingimarsson, Guðrún Júlíusdóttir, Ingibergur Þór Kristinsson, Einar Júlíusson, Lára Brynjarsdóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir, Rúnar Oddur Guðbrandsson, Ásdís Júlíusdóttir, Jónas Guðbjörn Þorsteinsson, Sigrún Júlíusdóttir, Sigurður I. Hreinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR, Hjallaseli 21, áður Réttarholtsvegi 57, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut, laugar- daginn 23. febrúar, verður jarðsungin frá Seljakirkju fimmtudaginn 13. mars kl. 13.00. Ásmundur Sigurðsson, Ruth Woodward, Sonja Sigurðardóttir, Svanhvít Sigurðardóttir, Gunnar Kr. Sigurðsson, Guðríður Jónsdóttir, Erla Hafdís Sigurðardóttir, Sigurður V. Magnússon, Jenný Sigurðardóttir, Ragnar Geirdal, Þorsteinn Sigurðsson, Laufey V. Hjaltalín, Stefnir Páll Sigurðsson, Ásdís Sigurðardóttir, Matthías Sigurðsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Sigurður G. Sigurðsson, Sigurveig Björgvinsdóttir, Kristín Ármannsdóttir, Birgir Ómarsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL ÞORSTEINSSON, Mánatúni 2, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju mánudaginn 10. mars kl. 15.00. Einar Pálsson, Eggert Pálsson, Valur Pálsson, Laura Marie Stephenson, barnabörn og barnabarnabörn. Kæri mágur og vinur. Varla hefði mig grunað það hér fyrir nokkru að ég ætti eftir að skrifa minningar- grein um þig svo ungan. En svona er lífið, allt breytingum háð og enginn veit hver er næstur. Þú varst góður maður og vildir öllum vel, talaðir oft um að þeir sem gerðu öðrum gott myndu fá viðurkenningu fyrir það á einhvern hátt þótt síðar yrði og þannig held ég að það sé. Börnin þín eru yndisleg, þér þótti mjög vænt um þau og þú varst stoltur af þeim þó svo þú hafir ekki getað gefið þeim það sem þú vildir. Þú áttir við veik- indi að stríða sem voru þér misþung og margir áttu erfitt með að skilja, þá þótti þér oft gott að koma til okk- ar á Dalvík til þess að hlaða batt- eríin og vera í rólegheitum. Síðustu mánuðina höfðum við örlítið fjar- lægst en það var kannski eðlilegt þar sem þú varst orðinn mikill ein- fari og treystir þér ekki til þess að taka þátt í amstri hversdagsleikans. Eitt af þínum áhugamálum var mat- ur, þér fannst gaman að borða góðan mat og oft borðaðir þú hjá okkur hér á Mímisveginum. Sérstaklega þóttu þér góðar brúnuðu kartöflurnar mínar, ég man hvað mamma þín var oft pirruð á þér þegar hún bauð upp á brúnaðar, því þú sagðir alltaf að þær væru ekki eins og hjá mér, al- veg sama hvað hún reyndi. Samband ykkar Óla var alveg ein- stakt, líklega fáir bræður sem voru jafn nánir og þið. Mér er það sér- staklega minnisstætt þegar við Óli Marinó Traustason ✝ Marinó Trausta-son fæddist í Vestmannaeyjum 10. maí 1963. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 20. jan- úar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Trausta Marinóssonar og Sjafnar Ólafsdóttur frá Vestmanna- eyjum en þau eru bæði látin. Bræður Marinós eru Birgir, f. 9. júní 1959, d. 4. ágúst 1982, Ómar, f. 16. desember 1961, og Ólafur, f. 29. október 1964. Börn Marinós eru Breki, f. 7. október 1991, Karl, f. 19. júní 1993, og Birta, f. 3. janúar 1995. Útför Marinós fór fram í Reykjavík 28. janúar. Jarðsett var í Vestmannaeyjum 30. janúar. byrjuðum saman, þá sagði vinnuveitandi okkar við mig: Matta mín, þarftu þá ekki að vera með þeim báð- um? Það var mikið til í þeim orðum þegar lit- ið er til baka. Eftir að þið Lilja slituð sam- vistum varstu einn af okkur í fjölskyldunni, stundum gekk vel og þá var gaman en oft voru líka brött fjöll sem þurfti að klífa og tóku þau sinn toll. Það er erfitt fyrir okkur öll sem stóðum þér næst, þá sérstaklega Óla, að sætta okkur við þitt hlut- skipti og það að þú sért farinn. En svona er lífið og því fær enginn breytt. Við eigum öll góðar minn- ingar um þig og það eru þær sem ylja okkur nú á kvöldin þegar við kveikjum á ljósinu þínu og hugsum til þín. Ég vona innilega að þú hafir fundið friðinn og birtuna þar sem þú ert núna og að vel hafi verið tekið á móti þér. Mér þykir alltaf vænt um þig Mari minn. Hinsta kveðja, Matthildur Matthíasdóttir. Elsku Mari frændi, nú ert þú far- inn, aðeins 45 ára gamall þegar Guð tók þig frá okkur. Ég veit þú átt eft- ir að fylgja okkur og hugsa vel um okkur hér sem eftir stöndum. Fyrstu minningar mínar um þig eru frá því við systkinin vorum lítil, þá fórum við saman í sumarbústað ásamt mömmu, pabba, Lilju og ykk- ar krökkum og það var mjög skemmtilegt frí. Við komum líka oft suður í heimsókn og þá gistum við alltaf hjá ykkur. Ég man sérstak- lega eftir því þegar við fórum í tív- olíið og í herminn með þér og pabba, ykkur fannst það jafnvel skemmti- legra en okkur krökkunum. Þú komst oft með okkur til Eyja og við fórum saman á þjóðhátíð. Mér er sérstaklega minnisstætt eitt kvöldið þegar við vorum að labba inn í dal og þú ákvaðst að stríða starfsfólkinu aðeins, vildir ekki sýna þeim að- gönguarmbandið þitt, heldur ákvaðst að reyna að klifra yfir grindverkið bara til að stríða staff- inu. Að lokum sagðirðu þeim auðvit- að sannleikann og fórst inn í gegn- um hliðið og við hlógum öll að þessu rugli í þér. Ég man líka þegar þú komst á Dalvík á „rauðu eldingunni“ eins og við kölluðum bílinn þinn og þú leyfðir okkur að keyra út um allt fjall með þér. Þú varst alltaf uppá- haldsfrændi okkar systkina og okk- ur þótti mjög gaman að fá þig í heimsókn til okkar á Dalvík þegar þú varst frískur en þá leyfði ég þér að gista í mínu herbergi. Þú varst alltaf sá fyrsti sem ég hringdi í til að segja frá einkunnunum mínum, það var svo gaman að tala við þig af því þú hlustaðir alltaf og sýndir þeim mikinn áhuga. Síðasta skiptið sem ég hitti þig var í ágúst 2007, þegar þú komst til Dalvíkur með Breka, Kalla og Birtu. Þið voruð á Dalvík í heila viku og það var mjög gaman hjá okkur. Strákarnir alltaf nið iá sandi á krossaranum eða að stökkva í sjóinn í flotgöllunum sínum. Þó svo þér hafi ekki fundist það mjög snið- ug hugmynd fórstu samt með Kalla og Sindra niður að höfn og leyfðir þeim að stökkva af bryggjunni og skipunum í höfninni. Það eru svo margar skemmtilegar sögur sem ég gæti sagt af þér. Þú sást alltaf það jákvæða hjá öllum og gast alltaf samglaðst öðrum þó svo þér sjálfum liði ekki vel. Síðustu árin þín voru því miður ekki eins og þú óskaðir, þú varst veikur og við hittumst ekki eins oft og áður. Þú elskaðir börnin þín af öllu hjarta og vildir allt fyrir þau gera, en því miður voru veikindi þín sterkari en viljinn. Elsku Mari frændi, ég vildi bara kveðja þig með þessum orðum og þakka þér fyrir allt. Vonandi líður þér betur á þeim stað sem þú ert á núna. Ég kveiki á kerti fyrir þig á kvöldin í herberginu mínu á heima- vistinni. Viltu kyssa afa og ömmu frá okkur öllum hér heima. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr) Sjöfn Ólafsdóttir. Elsku Mari, takk fyrir allt það sem þú gerðir fyrir okkur bræður. Þú varst alltaf góður við okkur og við gerðum margt skemmtilegt sam- an. Það var mjög gaman þegar þú varst frískur því þá vorum við oft að villingast. Við fórum stundum á rúntinn og þú leyfðir okkur að keyra og það fannst okkur langskemmti- legast. En nú ertu farinn, elsku frændi, við erum alveg vissir um að Biggi, amma og afi hafi tekið vel á móti þér og að nú líði þér vel. Guð geymi þig, Sæþór og Sindri. Sif Þórz var ein af fyrstu listdönsurum á Íslandi og ein af stofn- endum Félags ísl. list- dansara árið 1947. Hún var gerð að heiðursfélaga þess árið 1994. Sif fæddist árið 1924 og hóf dansnám aðeins fjögurra ára gömul. Hún þótti snemma mikið dansaraefni því á nemendasýningu árið 1930 dansaði hún sólódans en tók auk þess þátt í öðrum dönsum. Lagt var að foreldr- um hennar að koma henni í „alvöru“ listdansnám og með fjárhagslegri hjálp góðra manna fór hún til Kaup- mannahafnar og fékk inngöngu í ballettskóla Konunglega leikhússins þar, þá aðeins tólf ára gömul. Sam- nemendur hennar voru margir sem áttu eftir að verða stórstjörnur danska ballettsins má þar nefna Friðbjörn Björnsson og Inge Sand og Stanley Williams sem síðar fór til New York og er þekktur sem læri- Sif Þórz Þórðardóttir ✝ Sif Þórz Þórð-ardóttir fæddist í Reykjavík 16. júní 1924. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 20. febrúar síð- astliðinn og var jarðsungin frá Kópavogskirkju 29. febrúar. faðir margra færustu dansara nútímans, þ. á m. Helga Tómassonar. Ballettskóli Konung- lega danska leikhúss- ins var strangur skóli, balletttímar voru fyrir hádegi en á eftir voru nemendurnir í al- mennu grunnskóla- námi sem líka fór fram í leikhúsinu. Þarna var Sif í tvö ár en hélt síðan heim til Íslands aftur en þá var heimsstyrjöldin síðari skollin á og ekki þótti fært að senda stúlkuna aftur út í heim á þeim viðsjárverðu tímum. Hér heima kom Sif fram á fjölda skemmtana á næstu árum – í Reykjavík og víðar um landið. Einn af þeim bresku hermönnum sem hingað komu var Terry Haskell. Hann var dansmenntaður og hafði starfað sem slíkur á Bretlandi en bróðir hans Arnold Haskell er þekktur sem einn helsti fræðimaður á sviði listdans í Bretlandi á 20. öld- inni. Sif og Terry æfðu upp sýningu og sýndu nokkrum sinnum. Síðasta sýningin var í Iðnó fyrir sneisafullu húsi og hlaut mjög lofsamlega um- sögn í blöðunum. Auk þess að dansa sjálf samdi Sif dansa í margar leik- sýningar. En Sif hugði á frekara nám og árið 1943 fékk hún styrk frá Alþingi til námsdvalar á Englandi. Þar hóf hún nám í ballettskóla Sad- ler’s Wells óperu- og ballettflokks- ins í London. Sif sótti líka tíma í steppi og tók próf í listdanskennslu og samkvæmisdönsum. Eftir dvölina í London hélt Sif sýningu í Iðnó auk þess að koma fram á nokkrum stöð- um úti á landi. Mjög falleg ummæli um dans hennar birtust í blöðum. Sama má segja um dans hennar í leikritinu Álfhóll sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi í Iðnó árið 1944. Gagnrýnandi Morgunblaðsins segir m.a. að það sé „ofurlítil tunglskins- sónata sem líður yfir sviðið“. Fleiri gagnrýnendur lofuðu dans hennar í hástert. Listdanskennsla var þó annað helsta verksvið Sifjar. Hún rak sinn eigin ballettskóla frá 1944 til 1948 þá fékk hún fyrrverandi ballettmeist- ara konunglega ballettsins í Kaup- mannahöfn sem meðkennara eitt skólaárið. Sá hét Kaj Smith og hafði sagt upp stöðu sinni vegna ágrein- ings við yfirmenn leikhússins. Frá 1948 til 1951 rak Sif Dansskóla Fé- lags ísl. listdansara í félagi við Sig- ríði Ármann. Leiklistarnemar nutu einnig kennslu Sifjar á þessum ár- um. Að leiðarlokum þakkar Félag ís- lenskra listdansara fyrir brautryðj- endastarf Sifjar í bernsku listdans- ins á Íslandi. Börnum hennar og öðrum afkomendum flytjum við inni- legar samúðarkveðjur. Félag íslenskra listdansara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.