Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 29
gagnrýnt að í þýðingunni væru orð og hugtök sem ekki væru í frumtext- anum og segir nefndina hafa „skotið inn sérstöku ávarpi til kvenna“ þar sem Páll ávarpi bræður. Séra Geir er þarna að vísa til viðtals í 24 stundum 23. október 2007 þar sem haft var eftir honum um nýja biblíuþýðingu: „Ég mun aldrei nota hana“. Það verður séra Geir að eiga við sjálfan sig og sína kirkju. Löng hefð er fyrir því í íslensku máli að ávarpa bæði kynin í kirkju- legu máli með góð systkin. Í Ís- lensku hómilíubókinni, texta frá því um 1200, stendur í kaflanum „In pas- sione Domini“: „Góð systkin, virðið ér, fratres carissimi, hógværi Guðs“ en alls er þetta ávarp notað 25 sinn- um. Ávarpsorðin bræður og góðir bræður eru vissulega algengari eða koma fyrir 57 sinnum og fjórum sinnum er notað fratres carissimi. Rétt er að geta að latneska fleirtölu- myndin fratres ‘bræður’ getur merkt ‘systkin’ eins og adelphoi í grísku getur merkt ‘bræður’ en einnig ‘bræður og systur’ eða ‘systkin’. eingetinn – einkasonur Í nýju þýðingunni er orðinu ein- getinn breytt í einkasonur í Jóhann- esarguðspjalli 3.16. Í útgáfunni frá 1981 var eingetinn látið halda sér þótt því væri breytt í einkasonur annars staðar en neðanmáls var sett skýring á orðinu monogenes og merkingu þess. Illugi Jökulsson tók sterkt til orða þegar hann skrifaði í 24 stundir: „hið gríska hugtak sem notað er í frumtextanum getur EKKI alveg eins þýtt „einkasonur“. Það þýðir „eingetinn“ og ekkert ann- að.“ Gott er að vera viss í sinni sök! Einar Sigurbjörnsson prófessor og séra Sigurður Pálsson hafa báðir gert góða grein fyrir breytingunni á eingetinn í einkasonur, Einar á vef- síðunni www.trú.is og Sigurður í Morgunblaðinu 8. nóvember. Einar skrifaði: „Þrátt fyrir hina guðfræði- legu merkingu orðsins monogenes eða eingetinn fór fólk að skilja orðið eingetinn sem tilvísun til meyjar- fæðingarinnar. Ég held jafnvel að það hafi stundum í viðræðum fólks verið talinn frekari prófsteinn á rétt- trúnað hvort einhver tryði á meyjar- fæðinguna en að hann tryði á eilífan guðdóm Jesú Krists. Það er hins vegar frá fornu fari höfuðjátning kristinna manna að Jesús Kristur er annars vegar einkasonur Guðs, fæddur af honum frá eilífð, og hins vegar sannur maður, fæddur af Mar- íu mey.“ Sigurður Pálsson benti á í grein sinni að orðið monogenes væri í Nýja testamentinu ekki eingöngu notað um Jesú, son Guðs, heldur einnig um Ísak, son Abrahams í Heb 11.17, um son ekkjunnar frá Nain í Lúk 7.12 og síðan um dóttur Jairusar í Lúk 8.42. Oddur Gottskálksson þýddi Heb 11.17 „fram gaf hinn eingetna“, Lúk 7.12 „einkasonur sinnar mæður“, Lúk 8.42 „hann átti sér einkadóttur“. Oddur fylgdi Lúther sem notar í Lúk einziger Sohn, einzige Tochter en í Heb eingeborener. Í Viðeyjarbiblíu 1841 er í Heb 11.17 breytt í einkason og einbirni notað í báðum versum Lúkasarguðspjalls. Í þýðingunum 1866-2007 er í Lúkasartextunum fylgt orðalagi Odds. Monogenes vís- ar því ekki til meyjarfæðingarinnar heldur til einingar Guðs föður og Guðs sonar. Fæðing Jesú af Maríu mey vísar til annars trúaratriðis sem á sér rætur í frásögunni af því að hann hafi í lífi móður sinnar verið getinn af heilögum anda. Kynvillingar eða eitthvað annað Snúum okkur að deilunni um orðin malakoi og arsenokoites. Þegar eftir að kynningarheftið með textum Nýja testamentisins kom út 2005 birtust athugasemdir frá Jóni Axel Harð- arsyni í Lesbók Morgunblaðsins þar sem hann gagnrýndi harðlega tillögu þýðingarnefndar á 1Kor 6.9: „þeir sem leita á drengi eða eru í slagtogi við þá“ og taldi ranglega þýtt. Jón Sveinbjörnsson svaraði í sama blaði nokkru síðar og hrakti röksemda- færslu Jóns Axels sem aftur svaraði með nýrri grein. Enn kemur Jón Ax- el að þessu í Lesbókargrein 2008 og sömuleiðs Clarence Glad guðfræð- ingur. Auk þeirra Jóns Axels og Cla- rencar Glad má lesa um sama efni í grein eftir Gunnar Þorsteinsson í Krossinum í Morgunblaðinu 2005. Bent er á þessar greinar ef ein- hverjir skyldu hafa áhuga á þeim skoðanaskiptum. Merking grísku orðanna malakoi og arsenokoites hefur lengi vafist fyrir mönnum eins og m.a. kom fram í grein Clarencar Glad. Í íslenskum biblíuþýðingum hefur arsenokoites verið þýtt: 1747 þeir sem Skømm drygia med Karlmønnum, 1841/ 1859/1866 þeir, sem leggjast med karlmønnum, 1912 mannhórar, 1981 kynvillingar. Malakoi hefur aftur á móti verið þýtt: 1540/1747 sælgæt- ingar, 1841/1859/1866/1912 mann- bleyður,1981: kynvillingar. Nefna má að danska þýðingin frá 1993 hef- ur hér „ mænd, der ligger i med mænd“ og nýja sænska þýðingin frá 2000 „män som ligger med andra män“. Þýðingarnefndin kaus að hafa á þessum vandmeðfarna stað: „enginn karlaður sem lætur nota sig eða not- ar aðra til ólifnaðar“. Þessu hafa sumir tekið illa, aðrir eru glaðir og þakklátir en þetta viðkvæma vers er erfitt að þýða. Eins og skýrt kemur fram hjá Clarenci Glad er ekkert augljóst við þýðingu þessara hug- taka, sem Jón Axel gefur í þó skyn í sínum greinum, og þýðingin 2007 því ekki fráleitari en aðrar. þrælar og þjónar Illugi Jökulsson skrifaði pistil í 24stundir og kvartaði undan því að orðinu þræll hefði verið breytt í þjón og skrifaði: „Sama má segja um allar þær dæmisögur og aðra ritning- arstaði þar sem Jesúa frá Nasaret talar fyrirvaralaust og án þess að fordæma það um „þræla“. Það er víst búið að breyta því öllu í „þjóna“ af því að núna erum við á móti þrælahaldi og finnst að Jesúa hefði átt að vera það líka.“ Ef nýja þýð- ingin er borin saman við útgáfuna frá 1981, þá sem líklega er átt við, sést að þræli var hvergi í nýju þýð- ingunni breytt í þjón. Þræll kemur fyrir á 32 stöðum í Nýja testament- inu samkvæmt Biblíulyklinum að út- gáfunni 1981. En í þýðingarsögunni má benda á dæmi þess að þjóni hafi aftur á móti verið breytt í þræl. Gagnrýni Jóns G. Friðjónssonar Sá sem ötulastur hefur verið að gagnrýna nýja biblíuþýðingu og kasta rýrð á starf þýðingarnefnd- anna er Jón G. Friðjónsson prófess- or. Hann las fjögur af fimm fyrstu heftunum sem út komu á árunum 1993–1997 og gerði ýmsar athuga- semdir. Haustið 2000 sendi hann nefndinni samantekt af athuga- semdum sem byggðust á heftunum sem hann hafði lesið. Jón var hvatt- ur til að lesa fleiri hefti en hann taldi sig ekki hafa tíma til þess sakir ann- arra verkefna. Í janúar 2002 flutti hann fyrirlestur um þýðinguna og dreifði athugasemdum. Jóni var boð- ið að koma á fund þýðingarnefndar 25. október 2004 og sat biskup einn- ig þann fund ásamt framkvæmda- stjóra Hins íslenska biblíufélags. Nefndin hafði þá farið rækilega yfir allar athugasemdir Jóns og annarra og gert fjölmargar breytingar. Á fundinum lagði Jón fram minnis- atriði sem nefndin fór einnig ræki- lega yfir. Hann sendi engar athuga MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 29 Meistaranám við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík er fjölbreytt og krefjandi nám sem getur opnað þér dyr að margvíslegum starfstækifærum. Viðskiptadeild HR hefur á að skipa sérlega öflugum hópi kennara frá 23 löndum, sem allir búa yfir mikilli fræðilegri þekkingu og hafa fjölþætta reynslu úr atvinnulífinu. Að auki er Háskólinn í Reykjavík með samstarfssamninga við yfir 100 háskóla um allan heim sem gefur nemendum möguleika á því að víkka sjóndeildarhringinn með því að stunda hluta námsins erlendis. MEISTARANÁM Í VIÐSKIPTADEILD MSc í alþjóðaviðskiptum Námið byggir bæði á fræðilegum grunni og hagnýtri þekkingu á alþjóðaviðskiptum og fer kennsla fram á ensku. Uppbygging námsins miðar við reynslu margra bestu háskóla heims. Allir nemendur dvelja erlendis eina önn þar sem þeir starfa fyrir íslensk fyrirtæki eða stunda nám við samstarfsháskóla HR. Flestir nemendur læra annað tungumál en ensku og eru fjögur tungumál í boði: Kínverska, spænska, franska og þýska. Einnig er í boði að sérhæfa sig í alþjóðlegum markaðsfræðum. MSc í fjármálum Námið er sérsniðið að þörfum fjármálafyrirtækja og framsækinna alþjóðlegra fyrirtækja. Hægt er að velja á milli tveggja lína. Investment Management (MSIM): Ætlað þeim sem hyggjast starfa sem sérfræðingar á fjármálamarkaði, einkum við eignastýringu, markaðsviðskipti og fjárfestingar. Corporate Finance: Hentar þeim sem hafa áhuga á að starfa sem fjármálastjórar eða stjórnendur fyrirtækja. MSc í reikningshaldi og endurskoðun Námið er ætlað þeim sem vilja verða löggiltir endurskoðendur, eða hafa áhuga á að starfa sem sérfræðingar eða stjórnendur á sviði reikningshalds í fyrirtækjum. Útskrifaðir nemendur eru eftirsóttir til ýmissa stjórnunarstarfa í atvinnulífinu, einkum hjá stórfyrirtækjum í alþjóðlegri starfsemi. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 4 5 4 Tökum við umsóknum núna Kynntu þér námið á www.hr.is Námið er hægt að stunda sem fullt starf eða á minni hraða með annarri vinnu. Fyrri umsóknarfrestur er til 15. apríl, sá seinni 30 maí. Þeir sem sækja um fyrir fyrri frestinn eigi meiri möguleika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.