Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 23 an þetta mál væri óleyst værum við ekki hæfir til að fara inn á markað. Það væri einfaldlega of mikil óvissa uppi um framhaldið.“ Hjónavígslunni frestað? – Eru það vonbrigði að Slóvenar skyldu hafna tilboði ykkar? „Vissulega eru það vonbrigði vegna þess að við erum þeirrar skoð- unar að þetta hafi verið góður fjár- festingarkostur. Ástæðan er meðal annars sú að Telekom Slovenije er mjög áþekkt okkar eigin fyrirtæki. Tæknilega er það komið álíka langt og við, auk þess sem markaðs- hlutdeildin heima fyrir er svipuð og hjá okkur. Þá hefur fyrirtækið verið að þreifa fyrir sér erlendis og verið að fjárfesta í Suðaustur-Evrópu, þannig að við sáum fyrir okkur mjög farsælt hjónaband, ef svo má að orði komast. Við myndum vinna á okkar markaði og sækja á Norður-Evrópu og þeir vinna á sínum heimamarkaði og sækja á Suðaustur-Evrópu. Við vitum líka að þeir voru að leita að markvissum meðeiganda til lengri tíma, sem hentaði okkur.“ – Kom þessi töf á afgreiðslu máls- ins sér ekki illa fyrir ykkur? „Hún kom sér alltént ekki vel. Við lögðum líka áherslu á að niðurstaða fengist sem fyrst í málið og það er ekkert leyndarmál að við settum á þetta tímafrest. Það var engin ókurteisi fólgin í því. Það varð að eyða þessari óvissu.“ – Líturðu svo á að þessi kaup séu nú úr sögunni? „Úr því sem komið er á ég ekki von á því að ríkisstjórn Slóveníu selji fyrirtækið á þessu kjörtímabili en kosningar fara fram í landinu í haust. Það er fjögurra flokka rík- isstjórn við völd í Slóveníu og tveir af þeim flokkum höfðu látið í ljós efasemdir um söluna. Við vissum því alltaf að það væri pólitísk óvissa í málinu og brugðið gæti til beggja vona. Það má heldur ekki gleyma því að Landsími Íslands fór tvisvar í sölu. Það var hætt við árið 2001.“ – Svo þið hafið enn þá áhuga? „Já, við höfum það. Við höfum kynnt okkur þetta fyrirtæki mjög vel og sennilega má með góðum rök- um halda því fram að fáir ef nokkur þekki Telekom Slovenije betur en við hjá Skiptum ásamt stjórnendum félagsins. Ný ríkisstjórn tekur við í Slóveníu í haust og við skulum sjá hvað setur.“ Tíminn er afstæður – Það eru blikur á lofti í efnahags- lífinu. Einhver myndi segja að þetta væri ekki besti tíminn til að fara með fyrirtæki á markað. „Það er alveg rétt. En hvernig á maður á velja tímann? Þar fyrir utan erum við hér að uppfylla sam- komulag sem var gert á sínum tíma og höfum ekkert val. Samt hef ég engar sérstakar áhyggjur af þessu. Fjárfestar skoða rekstrarsögu fyr- irtækja, efnahag og framtíðarsýn þegar þeir meta kostina á mark- aðnum. Þar stöndum við í dag með sama hætti og með sömu upplýs- ingar og fyrir einhverjum mánuðum. Tíminn er líka svo afstæður, yrði eitthvað betra að gera þetta eftir þrjá mánuði eða sex? “ – Fyrst þetta dróst á annað borð hljótið þið samt að hafa vonað öðrum þræði að ástandið myndi skána í millitíðinni? „Það er ekki hægt að hugsa á þeim nótum. Við höfum mjög mikinn áhuga fyrir því að fyrirtækið fari á markað og höfum unnið markvisst að því.“ – Heldurðu að Skipti hafi tapað á því að hafa ekki náð að klára málið fyrir áramót? „Svarið við þessari spurningu er ekki til. Það er ekkert handfast í þessum efnum. Ég lít samt svo á að það þurfi ekki endilega að vera. Óró- inn á markaði var gríðarlegur fyrir áramót – allt var fast – og ef eitthvað er vita menn meira núna en þeir gerðu í desember. Bankarnir eru komnir út með sín uppgjör og mark- aðurinn fyrir vikið orðinn upplýstari. Það hefur myndast ákveðið viðnám og ástandið er að fletjast út. Ég er ekki að segja að allt sé á leiðinni upp en það er heldur ekki allt á leiðinni niður.“ Áhugi úr tveimur áttum – En segjum sem svo að þið hefð- uð ekki verið búnir að skuldbinda ykkur til að skrá fyrirtækið í kaup- höll núna. Hefðuð þið þá kosið að bíða? „Þá hefðum við sennilega metið stöðuna yfir einhvern tíma. Annars þýðir ekkert að velta þessu fyrir sér. Hér erum við og á leiðinni á mark- að.“ – Hvaðan reiknið þið með að áhugi á hlutabréfunum komi aðallega? „Ég myndi ætla að hann kæmi fyrst og fremst úr tveimur áttum. Annars vegar frá svokölluðum stofn- anafjárfestum og hins vegar frá al- menningi. Sagan er löng og fyr- irtækið kemur við sögu flestra Íslendinga á hverjum degi. Hlut- hafar eru þegar um eitt þúsund og margir af þeim eru starfsmenn sem keyptu í fyrirtækinu forðum daga. Það eru svo sem ekki stórir hlutir en góður kjarni og góður stuðningur.“ – Hvernig hefur rekstur Skipta gengið frá einkavæðingunni? „Fjárhagsstaða Skipta er góð. Okkur hefur tekist að skila af okkur ágætri framlegð í rekstri og halda sjóðstreyminu í fyrirtækinu með þeim hætti að við erum burðug til að greiða okkar vexti og greiða niður okkar lán en jafnframt að fjárfesta í nýjum tækifærum. Fyrirtækinu var ýtt ágætlega úr vör af nýjum eig- endum og stuðningur þeirra og hvatning hafa alla tíð verið mjög örvandi. Eigið fé var myndarlegt, þrjátíu milljarðar króna, og eigin- fjárstaða okkar í dag er 34% sem er mjög heilbrigt.“ Í gegnum öldurótið – Lægðin í efnahagslífinu snýr ekki bara að útboðinu nú. Eru ekki fyrirtæki á borð við Skipti dæmd til kyrrstöðu meðan ástandið varir? „Sveiflur í efnahagslífinu eru ekki nýjar af nálinni. Íslendingar hafa verið á mikilli og hraðri siglingu upp á við undanfarin ár og það kemur ekkert á óvart að það komi slaki á. Annars var ég átján ár í sjávar- útvegi og er alvanur sveiflum. Loðn- an var ekki að hverfa í fyrsta skipti núna. En vitaskuld þarf að taka tillit til ytri aðstæðna. Það segir sig sjálft að þegar kaupmáttur rýrnar minnkar eftirspurn og þá verða fyrirtæki eins og Skipti að bregðast hratt við. Það ríður á að kunna að stýra fleyinu gegnum slíkt öldurót. Aðalatriðið er samt að við höfum mikla trú á þessu fyrirtæki og sjáum ýmis tækifæri handan við hornið, ekki síst á upplýsingatæknimarkaði, þar sem hlutdeild okkar er enn til- tölulega lítil. Það má vel vera að efnahagslægðin hægi eitthvað á áformum okkar en ég er sannfærður um að við komumst þangað sem við ætlum okkur. Fyrr en síðar.“ – Hlutirnir gerast hratt í fjar- skipta- og upplýsingatæknigeir- anum. Þetta hlýtur að vera spenn- andi starfsvettvangur? „Hann er það. Í sjávarútvegnum lagði maður mikinn tíma og fé í nýja togara og legið var yfir hverju smá- atriði. Síðan fóru þessi gríðarlega stóru atvinnutæki út á sjó að vinna og maður óskaði þeim góðs gengis. Hér er þetta þannig að maður er upplýstur á fundi um eitthvað sem þarf að fjárfesta í til að geta boðið upp á bestu þjónustuna sem endar með því að maður ákveður að kaupa það. Þegar út af fundinum er komið stendur svo einhver maður á næsta horni og tilkynnir manni að það sem verið var að kaupa sé orðið úrelt. Svona hratt gerast hlutirnir í þessu fagi,“ segir Brynjólfur og hlær. „En að öllu gríni slepptu þá þurfti ég að laga mig að þessum aðstæðum. En þetta er svo sannarlega frábær starfsvettvangur – og aldrei logn- molla.“ » Íslendingar hafa verið á mikilli og hraðri sigl- ingu upp á við undanfarin ár og það kemur ekk- ert á óvart að það komi slaki á. Annars var ég átján ár í sjávarútvegi og er alvanur sveiflum. orri@mbl.is Síðumúla 3 · 108 Reykjavík · 553 7355 Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard. Hæðasmára 4 · 201 Kópavogur · 555 7355 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugard. Tvær verslanir fullar af nýjum vörum m bl 9 80 76 7 Lepel undirföt - sundföt - náttföt Lejaby, Charnos, Elixir undirföt N&N, Miraclesuit aðhaldsundirföt Peter Murray kvenfatnaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.