Morgunblaðið - 27.03.2008, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 27.03.2008, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR flugfelag.is Fundarfriður SNÆFELLSJÖKULL DRANGJÖKULL REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Markvissir fundir í friði og ró Upplýsingar: Sími 570 3075 hopadeild@flugfelag.is EKKI er fyrir lofthrædda að vinna jafnhátt uppi og á efstu hæð Turnsins sem verið er að leggja lokahönd á í Smáranum í Kópavogi. Í gær var unnið að því að koma skiltum fyrirtækisins Delo- sjö stiga frosti á hálendinu, en um eins stigs hita á Suðurlandi. Því er spáð að frost geti farið nið- ur í allt að þrjú stig á Norðurlandi og austan- og norðaustanátt verður ríkjandi. itte fyrir á tuttugustu – efstu – hæð háhýsisins. Eflaust næðir um mennina sem vinna þarna uppi, enda veður kalt þessa dagana. Í dag er áfram spáð kulda um allt land, mest Smiðshöggið rekið á Turninn í Kópavogi Morgunblaðið/RAX Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is MAGNÚS Gunnarsson, formaður stjórnar Þróun- arfélags Keflavíkurflugvallar ehf., segir að með stjórnsýsluúttekt sinni hafi Ríkisendurskoðun stað- fest að félagið hafi staðið í einu og öllu rétt að mál- um. Því sé hann mjög sáttur og hann fagnar útkomu skýrslunnar. Ríkisendurskoðun sendi í gær frá sér stjórn- sýsluúttektina Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. Þar kemur meðal annars fram að Þróunar- félaginu hafi verið fyllilega heimilt að selja eignir ríkisins á fyrrverandi varnarliðssvæði á Keflavík- urflugvelli án aðkomu Ríkiskaupa og því hafi ekki borið skylda til að bjóða þær út. Fasteignirnar hafi verið auglýstar með fullnægjandi hætti og hags- muna ríkisins verið gætt við ráðstöfun eigna á svæðinu. Magnús Gunnarsson segir að skýrslan undir- striki það að Þróunarfélagið hafi staðið í einu og öllu að málum eins og því hafi verið falið að gera. Það hafi haft fullt umboð til þess að selja eignirnar og tekið þeim tilboðum sem skynsamlegt hafi verið að taka. Í skýrslunni segir að í samþykktu kauptilboði Háskólavalla ehf. í fasteignir fyrir um 14 milljarða króna sé ákvæði þess efni að Þróunarfélagið greiði Háskólavöllum tæplega tvo milljarða fyrir að ann- ast nauðsynlegar breytingar á rafmagni fast- eignanna. „Ríkisendurskoðun telur að vegna um- fangs þessa verkefnis og útfærslu á endurgjaldi fyrir það hafi Þróunarfélaginu borið að efna til út- boðs um framkvæmd þess.“ Magnús segir að það sé sjónarmið hvernig meta eigi þennan þátt sem snúi að rafmagninu. Það hafi verið sjónarmið stjórnarinnar í samningnum við Háskólavelli að það hentaði hagsmunum ríkisins mun betur að væntanlegir eigendur félagsins sæju um þessar rafmagnsbreytingar. Með því hefði stjórnin jafnframt talið að verið væri að firra ríkið ákveðinni ábyrgð og áhættu á því hvernig hlutirnir myndu þróast. Í því sambandi mætti benda á að verulegar hækkanir hefðu orðið síðan, bæði launa- hækkanir og hækkanir vegna gengisbreytinga. „Ég er nú þeirrar skoðunar að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá okkur.“ Ríkisendurskoðun telur eðlilegt að stjórn Þróun- arfélagsins takmarki óvenju víðtækt umboð fram- kvæmdastjóra félagsins til að skuldbinda það og tryggi þannig að stjórnin komi að öllum meiri hátt- ar ákvörðunum. Magnús segir að þarna gæti örlítils misskilnings. Þess hafi sérstaklega verið gætt að fara mjög form- lega í þetta umboð og því hafi verið þinglýst eftir að það hafi verið samþykkt. Það hafi fyrst og fremst verið gert til þess að auðvelda starfið, því mikil vinna við skrásetningu og frágang allra pappíra hafi fylgt því að taka allar þessar eignir inn í hið form- lega íslenska kerfi. Stjórnin hafi staðið á bak við all- ar ákvarðanir félagsins, en framkvæmdastjóra hafi verið falið að ganga formlega frá skjölum tengdum þessum formlegu ákvörðunum stjórnarinnar. Hann hafi því ekki haft opna heimild til þess að skrifa und- ir hvað sem var og hafi alls ekki gert það heldur að- eins skrifað undir skjöl sem stjórnin hafi samþykkt. Sáttur og fagnar skýrslunni Magnús Gunnarsson, formaður stjórnar Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf., segir að Ríkisendurskoðun hafi staðfest að staðið hafi verið rétt að málum LÍTIÐ miðaði á fundi sem fulltrúar geislafræðinga, svæfinga- og skurðhjúkrunarfræðinga áttu með stjórn Landspítala í gær. Mikil óánægja ríkir hjá þessum hópum vegna breytinga sem nýlega voru kynntar á fyrirkomulagi vinnu og vakta. Hafa nær allir geislafræð- ingar og svæfinga- og skurðhjúkr- unarfræðingar við spítalann sagt upp störfum frá 1. maí. Erla Björk Birgisdóttir hefur verið fulltrúi skurðhjúkrunarfræð- inga í viðræðum við LSH og segir hún breytingarnar fela í sér að hjúkrunarfræðingarnir þurfi að vinna meira en fái lægra kaup. Stendur til að segja skilið við dag- vinnufyrirkomulag með viðbót- argreiðslum vegna vinnu um kvöld, nætur og helgar, og þess í stað taka upp vaktavinnufyrirkomulag. Auk þess að skerða verulega heild- arlaun hjúkrunarfræðinganna seg- ir Erla að breytingarnar muni gera mönnun erfiðari og vinnuskilyrði lakari. Katrín Sigurðardóttir geisla- fræðingur segir breytingarnar gera léleg kjör enn lakari, og vænt- anlegt fyrirkomulag vinnu einnig síður fjölskylduvænt en það skipu- lag sem nú er notað við spítalann. Segir Katrín geislafræðingum mikið niðri fyrir vegna fyrirhug- aðra breytinga og að þeim sé full al- vara með uppsögnum sínum. Lausn deilna á LSH miðar hægt „VIÐBRÖGÐIN hafa einkennst af óðagoti,“ segir Gylfi Arnbjörns- son, fram- kvæmdastjóri ASÍ, um verð- hækkanir und- anfarna daga vegna versnandi gengis krón- unnar. „Einnig bendir margt til þess að sumir nýti sér stöðuna til að auka framlegð og verja miklar verðhækkanir með skammtímasveiflum á gjaldeyr- ismarkaði. Þá virðist það skila sér mun fljótar út í verðlagið þegar til- efni er til hækkana, en þegar tilefni er til lækkana,“ bætir Gylfi við, en Alþýðusambandið sendi frá sér ályktun í gær um þróun síðustu daga. Gylfi segir fyrirtæki þurfa að axla ábyrgð og leggja sitt af mörkum til að ná markmiðum gerðra kjara- samninga: „Menn þurfa að halda aft- ur af sér og ganga ekki lengra í verðhækkunum en nauðsyn krefur. Þannig getum við vonandi komist í gegnum þetta ástand, og verðbólga gengið niður seinni hluta árs og í byrjun þess næsta.“ Markaðurinn talar sig inn í verðbólgu Gylfi segir ljóst að nýleg vaxtahækk- un hafi verið afleiðing af óvarlegri umræðu um vilja fyrirtækja til verð- hækkana: „Í stað þess að hafa verð- bólgumarkmið Seðlabankans sem viðmið, fer markaðurinn að taka mið af umræðu um 20% verðhækkanir. Þær verðbólguvæntingar sem þá verða skapa aðstæður þar sem Seðlabankinn telur óhjákvæmilegt að grípa inn í,“ segir Gylfi. „Menn tala sig inn í að það sé í lagi að hækka verð á vöru og þjónustu, sem síðan skapar afsökun fyrir suma að ganga langt. Verðbólgunni er þann- ig hleypt í gegn.“ Gylfi segir stjórn ASÍ mjög ósátta við aðgerðaleysi stjórnvalda, og þurfi án tafar að gera viðbragð- sáætlun þar sem aðilar vinna saman að því að greina vandann og finna sameiginlega lausn. Þurfum að finna sameig- inlega lausn Gylfi Arnbjörnsson HEIMILT er samkvæmt lögum að hækka verð á keyptum flugfargjöld- um vegna hækkunar eldsneytis- verðs, að sögn Hildigunnar Haf- steinsdóttur, lögfræðings hjá Neytendasamtökunum. Viðskiptavinir ferðaskrifstofunn- ar Terra Nova, sem greitt höfðu að fullu fyrir ferð í sumar, fengu á dög- unum aukareikning vegna eldsneyt- isgjalds. Í tilviki viðskiptavinar sem ætlar til Frakklands nam gjaldið um 850 kr. á fluglegg, samtals 6.800 kr. fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Hafði hann þegar greitt að fullu. Tómas Gestsson, framkvæmda- stjóri Terra Nova, bendir á að mögu- legra aukagreiðslna af þessu tagi sé getið í kaupskilmálum og hafi verið nauðsynlegt að leggja á þetta viðbót- argjald vegna mjög mikilla hækkana á flugvélaeldsneyti. Hafi ferðaskrif- stofan tekið á sig mikið af þeim auka- kostnaði sem skapast hefur vegna neikvæðrar þróunar á gengi og olíu- verði. Segir Tómas viðskiptavini hafa sýnt mikinn skilning og hafi ekki borið á kvörtunum vegna þessa. Hildigunnur tekur fram að um sé að ræða sérstaka hækkunarheimild sem tiltekur sérstaklega breytingar á eldsneytisverði. Heimild er einnig til að hækka verð vegna gengis- breytinga, en þá aðeins á þeim hluta kaupverðs sem ógreiddur er. Þó megi ekki breyta verði vegna geng- isbreytinga ef minna en 20 dagar eru í brottför, né heldur ef fullnaðar- greiðsla hefur þegar farið fram. Einnig geta ákvæði í lögum leyft viðskiptavini að rifta kaupum verði verulegar verðbreytingar. Eldsneytisgjald bætist við Viðbótargjald getur lagst á flugfargjöld

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.