Morgunblaðið - 27.03.2008, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
„ÞAÐ fyrirtæki er raunar efni í
pistil fyrir sig því öðrum eins lið-
legheitum og frábærri þjónustu og
þar var að fá hefur Víkverji sjald-
an kynnst.“
Svo komst Víkverji Morg-
unblaðsins að orði í gær – eftir að
hafa átt viðskipti við Skíðaþjón-
ustuna á Akureyri um páskana.
Víst er að margir kinkuðu kolli
þegar þeir lásu Víkverja með
morgunkaffinu, enda Viðar Garð-
arsson og hans fólk í Skíðaþjónust-
unni við Fjölnisgötu annáluð fyrir
að vilja þjóna viðskiptavininum
vel. Ef eitthvað vantar eftir lokun
er gjarnan hringt heim til eigand-
ans og hann bjargar málum.
„Þetta eru varahlutir í reið-
hjólin sem við fengum í gær-
kvöldi,“ segir Viðar þegar ofanrit-
aðan ber að garði í gærmorgun og
við blasa háar stæður af pappa-
kössum.
Vetur og sumar skarast í Skíða-
þjónustunni; fólk rennir sér enn í
snjónum eftir að hjólin eru dregin
fram.
Viðar er menntaður mjólk-
urfræðingur og starfaði við það
fag árum saman, en byrjaði sam-
hliða að höndla með notuð skíði í
bílskúrnum heima hjá sér, fyrir
nærri aldarfjórðungi.
„Ég keppti á skíðum í gamla
daga og var þjálfari í mörg ár og
sá að krakkana vantaði stundum
skíði. Byrjaði þess vegna. Svo fór
ég líka að gera við reiðhjól, til þess
að geta lifað af þessu.“
Hann selur allan búnað til skíða-
iðkunar, bæði notaðan og nýjan,
höndlar auk þess með reiðhjól og
gerir að auki við öll þessi far-
artæki. Og viðurkennir að eig-
inlega sé brjálað að gera allt árið.
„Það er helst á haustin, í sept-
ember og október, sem hægt er að
anda.“
Stór fjölskylda
Þau vinna fjögur í fyrirtækinu,
Viðar, sonur hans og nafni, dótt-
irin Bryndís og tengdadóttirin
Jaruek. „Svo eru fleiri úr fjölskyld-
unni kallaðir til þegar mest er að
gera. Þetta er stór fjölskylda,“
segir Viðar.
Oft hefur verið erilsamt í fyr-
irtækinu en aldrei sem um liðna
páska. Viðar eldri hristir höfuðið
þreytulega! „Við þurfum að taka
símann úr sambandi. Hér var fullt
af fólki nánast alla helgina og við
höfðum ekki tíma til þess að svara.
Ég hefði þurft að hafa símadömu.“
Þau höfðu opið frá kl. tíu til
fimm alla daga um páskahátíðina,
nema á páskadag. Þá var lokað
eins og stundum áður. „Þá nær
maður einum degi á skíðum,“ segir
Viðar eldri. „Já, eða einum degi
við eitthvað annað en skíði!“ segir
sá yngri.
„Þetta er auðvitað bindandi. Við
verðum að hafa opið þegar skíða-
svæðið er opið og þar er mest að
gera um helgar á öðrum frídögum.
En við getum oft verið latir á
mánudögum í staðinn,“ segir fað-
irinn.
Það er ekki síst kaup, sala og
leiga á notuðum skíðum og skíða-
skóm sem ber hróður þeirra Við-
ars víða. Enda veit hann ekki betur
en aðrir séu hættir því vafstri að
kaupa notaðan búnað og selja aft-
ur. „Þeir gáfust upp fyrir sunnan,
þar hefur verið svo lítill snjór í
mörg ár.“ En ekki kemur til greina
að hætta þeirri þjónustu. „Nei, það
hefur aldrei hvarflað að okkur,“
segir Viðar yngri og sá eldri botn-
ar: „Það er töluverð vinna sem
fylgir þessu notaða dóti en tekj-
urnar eru ekki miklar, en við verð-
um að bjóða upp á þetta til þess að
allir krakkar geti fengið skíði.“
Nokkurs konar hugsjónastarf,
segir blaðamaður.
„Já, það má segja það. Það er
ekkert spaug að kaupa ný skíði á
tvo, þrjá eða fjóra krakka á hverju
ári. Það geta ekki allir. Skíðin
verða fljótt of lítil fyrir krakkana
og við verðum að bjóða fólki upp á
að skipta.“
Snjóbyssur skipta miklu
Feðgarnir segja að viðskiptin
séu jafnari nú en áður. Snjó-
byssurnar í Hlíðarfjalli skipti þar
miklu máli. Áður hafi fólk lítið
hugað að skíðakaupum fyrr en í
febrúar og þá hafi verið snörp ver-
tíð hjá þeim, en nú hefjist slík við-
skipti löngu fyrir áramót vegna
þess að öruggt sé að snjór verði í
fjallinu, eftir að leikið var á mátt-
arvöldin með því að klæða brekk-
urnar heimatilbúnum snjó. Og við-
skiptin eru meiri en áður, m.a.
vegna þess hve aðkomufólk leitar
mikið til þeirra.
Viðar eldri segir töluvert um að
fólk af höfuðborgarsvæðinu komi í
skíðaferð norður yfir helgi og leigi
þá búnað eða kaupi notað handa
krökkunum. „Það liggur við að
hægt sé að kaupa búnað handa
þremur á sama verð og nýjan fyrir
einn. Það munar um minna.“
Kaupmaðurinn hefur stundum
heyrt að hann ekki sé ekki nógu
harður í bisness. „Sumum finnst ég
ekki taka nógu mikið fyrir þetta,
bæði kollegar mínir og vinir. Og
það kemur fyrir að menn vilja fá
að borga meira en ég set upp!“
Aðalatriðið er að þjóna við-
skiptavininum vel, segja feðgarnir.
Að vera gamaldags í bestu merk-
ingu þess orðs, m.a. því að svara
kallinu þó að hann sé ekki með op-
ið. „Það er reyndar minna um það
nú en áður – líklega vegna þess að
ég er nánast alltaf hérna,“ segir
Viðar Garðarsson og glottir.
Vilja vera „gamaldags“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Þjónusta Fær stundum að heyra að hann sé ekki nógu harður í bissness! Viðar Garðarsson í Skíðaþjónust-
unni á Akureyri ásamt dótturinni Bryndísi, syninum Viðari Frey og tengdadótturinni Jaruek.
Viðar í Skíðaþjónustunni segir að fyrirtækið eigi að standa undir nafni
TVÖ banaslys í umferð-
inni hérlendis á liðnu
sumri eru rakin til ölv-
unaraksturs og þess að
hvorugur ökumann-
anna var með bílbelti.
Þetta kemur fram í ný-
birtum skýrslum Rann-
sóknarnefndar umferð-
arslysa um umrædd
banaslys. Ennfremur að
ökumaður í öðru slysinu
hafi ekið á um 180–200 km hraða áður en
hann missti stjórn á bifreiðinni. Auk þess
er bent á að þrír ölvaðir ökumenn hafi lát-
ist í útafakstri árið 2007 og enginn þeirra
hafi verið í öryggisbelti.
Ekki í bílbelti
Nýju skýrslurnar eru um tvö slys. Annað
þeirra varð í Norðurárdal í Skagafirði 8.
júlí, en karlmaður á þrítugsaldri fórst eft-
ir útafakstur og veltu bifreiðarinnar. Öku-
maðurinn var ölvaður og ekki í bílbelti.
Seinna slysið varð á Laugarvatnsvegi
við Þóroddsstaði 6. ágúst. Ökumaðurinn
var ölvaður, notaði ekki bílbelti og ók á
ofsahraða áður en hann kastaðist út úr
bílnum að minnsta kosti 80 metra.
Í kynningu á skýrslunum ítrekar Rann-
sóknarnefnd umferðarslysa fyrri ábend-
ingar sínar um alvarleg áhrif ölvunar á
aksturshæfni. „Ökumenn sem setjast ölv-
aðir undir stýri skapa sjálfum sér og öðr-
um mikla hættu. Allt of mörg dæmi eru
um slys af þessum toga þar sem akstur eft-
ir áfengisdrykkju og vöku endar með út-
afakstri og brýnt að allir séu á varðbergi
gagnvart þessari hættu.“
Hvetur til umræðu
Rannsóknarnefndin hvetur til opinskárrar
umræðu um þá hættu sem því fylgir þegar
ökumenn rjúka af stað í andlegu ójafn-
vægi og undir áhrifum áfengis. Bent er á
að í gögnum rannsóknarnefndarinnar séu
nokkur dæmi til viðbótar um svipaða at-
burðarás. Deilur og andlegt uppnám í
bland við áfengi komi þannig við sögu sem
undanfari sumra umferðarslysa og þessa
hættu verði að ræða opinskátt.
Banaslys vegna
ölvunaraksturs
Banaslys Ekkert
er öruggt í umferð.
BRESKA rannsóknarfyrirtækið Jane’s
hefur birt niðurstöður úr rannsókn á stöð-
ugleika og hagsæld 235 landa en rann-
sóknin stóð yfir í ár. Ísland er í 16. sæti á
listanum en Páfagarður er í efsta sætinu,
Svíþjóð í 2. sæti og Lúxemborg í því þriðja.
Minnstur er stöðugleikinn að mati Ja-
ne’s á heimastjórnarsvæðum Palest-
ínumanna á Gasasvæðinu og Vesturbakk-
anum, í Sómalíu og Afganistan.
Hagsæld og
stöðugleiki
P
áskahátíðin, önnur megin-
hátíð kristinna manna og
tími fermingarveislanna, er
um garð gengin. Í huga
flestra eru páskarnir tími
fjölskyldunnar og hvíldar, hvort sem er
heima fyrir eða einhvers staðar á ferð
innanlands eða í útlöndum. Jólin hafa á
sér annan og annasamari blæ.
Páskarnir voru snemma á ferðinni í
ár en engu að síður notuðu margir tæki-
færið til ferðalaga um landið. Það er af
sem áður var, að fréttaflutningur ein-
skorðaðist við færð á vegum og umferð-
ina. Þessa páska bárust þó fréttir um al-
varleg umferðarslys þar sem líf
töpuðust. Einnig voru sífelldar fréttir af
ofbeldisverkum ýmis konar. Varla var
hægt að opna fyrir útvarpið án þess að
heyra slíkar fréttir. Árás með spraut-
unálum þar sem yngsti árásarmaðurinn
var aðeins 17 ára barn. Innrás á heimili
fólks. Barsmíðar eftir dansleiki. Slags-
mál með hnífum.
Það voru margir skelkaðir á dög-
unum þegar fréttir bárust af því að ráð-
ist hefði verið á óeinkennisklædda lög-
reglumenn að störfum í miðborg
Reykjavíkur. Þar voru harðsvíraðir
glæpamenn að verki. Við Íslendingar
höfum sem betur fer verið lausir við
grófa og skipulagða glæpastarfsemi.
Því miður virðast vera teikn á lofti um
að það sé að breytast. Umliðin páska-
helgi er kannski tímanna tákn, það voru
ítrekaðar árásir víða um landið og sú
hrottafengnasta var í Breiðholtinu í
Reykjavík.
Það verður að fara varlega þegar
fjallað er um vaxandi glæpi og þjóðerni
brotamanna en það er samt sem áður
svo, að glæpamönnum ef erlendum upp-
runa hefur fjölgað á Íslandi, og nokkuð
hratt á allra síðustu árum. Við höfum
búið svo um, að landið sé opið fyrir er-
lendum stefnum og straumum og hér á
landi hafa margir sest að og búið sér
gott líf og auðgað menningu okkar allra.
Hættan er sú, þegar stöðugt berast
fréttir af erlendum glæpamönnum hér,
að fordómar aukist gagnvart heiðarlegu
fólki sem býr og starfar í landinu. Þess
vegna verðum við öll að fara varlega
þegar um þessi mál er fjallað, en við
megum alls ekki horfa fram hjá því, ef
hætta er á að glæpaklíkur af einhverju
tagi skjóti rótum hér.
Það er með ólíkindum að hópur
manna vaði inn í hús og gangi í skrokk á
heimilismönnum. Auðvitað veit ég ekk-
ert um hver forsaga málsins er og það
er enn á rannsóknarstigi, en hvernig
sem hún er, eru það óhugguleg tíðindi
að heimili manna séu ekki griðastaður
þeirra sem þar búa. Lögreglan hefur
reynt að búa sig að megni undir þá ógn
sem stafar af skipulagðri glæpastarf-
semi og hrottafengnum glæpum. Þó er
ljóst að hún þarf stöðugt að leita nýrra
leiða og vera á varðbergi. Í opnum
heimi getur verið erfiðara um vik að
hafa hendur í hári brotamanna þótt
samvinna sé meiri en áður var og ætti
að því leyti til að skila betri upplýs-
ingum þegar haft er uppi á glæpamönn-
um. Þess vegna verðum við að standa
vörð um lögregluna í landinu með því að
halda áfram að tryggja framlag til lög-
gæslumála og eflingu lögreglunnar á
sem flestum sviðum.
Ekki þarf að fjölyrða um uppganginn
sem verið hefur hér á undanförnum ár-
um. Þótt nú séu greinileg merki um
samdrátt (sem einnig hefur valdið
mörgum verulegum áhyggjum um
páskahelgina) er Ísland enn ákjós-
anlegt land fyrir marga þá sem búa við
þrengri kost í heimalandi sínu. Og þá
kann íslenska réttarkerfið ekki endi-
lega að hljóma svo voðalegt í sam-
anburði við heimalandið.
Fangelsin hér heima hafa lagt metn-
að sinn í það að reyna að skila til baka út
í þjóðfélagið betri mönnum en fóru
þangað inn. Það hefur gengið misjafn-
lega, en markmiðið er skýrt og eftir því
er unnið. Erlendir brotamenn sem hér
koma í stutta stund, líta jafnvel sumir
hverjir íslensk fangelsi allt öðrum aug-
PISTILL » Við Íslendingar höfum
sem betur fer verið
lausir við grófa og skipu-
lagða glæpastarfsemi. Því
miður virðast vera teikn á
lofti um að það sé að
breytast.
Ólöf Nordal
Undirheimarnir …
um en fangelsi heimalandsins.
Þá er spurt: Væri ekki ágætt að þeir
sem dæmdir eru í fangelsi hér á landi
yrðu látnir afplána í heimalandi sínu? Á
dögunum var viðtal við Björn Bjarna-
son dómsmálaráðherra á Bylgjunni.
Þar greindi hann frá því að embætt-
ismenn í dómsmálaráðuneytinu hafi
rætt við innanlandsráðuneytið í Litháen
um slíkt fyrirkomulag hvað varðar rík-
isborgara frá Litháen. Taldi hann lík-
legt að það næði fram að ganga. Það
finnst mér vera jákvætt og vonandi vís-
ir að frekara samstarfi milli Íslands og
annarra þjóða á þessu sviði.
Hljóðpistlar Morgunblaðsins,
Ólöf Nordal les pistilinn
HLJÓÐVARP mbl.is