Morgunblaðið - 27.03.2008, Page 16

Morgunblaðið - 27.03.2008, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Í 160 ár höfðu listfræðingar ekki hugmynd um hvar eitt frægasta málverk flæmsk-franska málarans Jean- Antoine Watteau (1684-1721) var niður komið. Kópía af „La Surprise“ er í höll Englandsdrottningar og þá er til af verkinu æting, en ekkert hafði spurst til verksins sjálfs síðan það skipti um hendur árið 1848. Hefur verið talið að það hafi eyðilagst. Á síðasta ári var sérfræðingur fenginn til að meta innbú ensks herragarðs og þar fann hann verkið úti í horni einnar stofunnar, þar sem afar lítið fór fyrir því. „La Surprise“ er varla stærra en sem nemur A4 pappírsörk en sérfræðingurinn þótt- ist vita um hvaða verk væri að ræða. Hefur Christie’s uppboðshúsinu ver- ið falið að selja málverkið og er talið að allt að fimm til sjöhundruð millj- ónir króna fáist fyrir það - sem verð- ur met fyrir verk eftir Watteau. Árið 2000 seldist málverk eftir hann á um 350 milljónir króna. „La Surprise,“ frá árinu 1718, er innileg garðsena, þar sem á bekk sit- ur leikari, spilandi á gítar og horfir um leið á par sem situr við hlið hans í innilegum faðmlögum. Parið kópíer- aði Watteau úr málverki eftir Rub- ens og hundurinn sem fylgist með kemur einnig úr verki eftir Rubens. Watteau endurnýjaði myndlist barrokktímans og er jafnframt tal- inn til frumherja myndlistar ró- kokkó-stefnunnar. Nokkrir tugir málverka eru til eftir hann en fjöldi teikninga. Watteau glímdi við tær- ingu og lést 37 ára gamall, eftir að hafa leitað sér lækninga í Englandi. Fannst úti í horni Verk eftir Watteau kemur í leitirnar „La Surprise“, eftir Watteau. TILNEFNINGAR til Norrænu leikskáldaverðlaunanna 2008 hafa verið birtar. Þær eru; frá Finnlandi Fundamentalisten eftir Juha Jokela, frá Danmörku Om et øjeblik eftir Peter Asmussen, frá Svíþjóð, Valer- ie Jean Solanas ska bli president i Amerika eftir Söru Stridsberg auk Óhapps eftir Bjarna Jónsson sem er fulltrúi Íslands. Engar tilnefningar bárust frá Noregi og Færeyjum í ár. Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn á Norrænu leiklistardög- unum í Tampere í Finnlandi í ágúst. Verðlaunin eru fimm þúsund evrur. Óhapp er okkar verk GLEÐIGJAFAR er yfirskrift sýningar Erlu B. Axelsdóttur sem verður opnuð á laugardag- inn í Grafíksafni Íslands, Tryggvagötu 17. Sýningin samanstendur af verkum sem unnin eru með blandaðri tækni á pappír. Áhrifavaldar eru lóð og landslag. Minningabrot úr bernsku fléttast inn í myndflöt- inn og lóðin taka á sig persónu- legar myndir. Erla stundaði nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík 1975-82 og listadeild Skidmore, Saratoga Springs, N.Y., l984. Erla hefur haldið fjölmargar einkasýningar, en fyrst sýndi hún í Ásmundarsal 1983. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14–18. Myndlist Gleðigjafar í bernskuminningum Erla B. Axelsdóttir LEIKFÉLAG Reykjavíkur mun á næstu misserum heiðra ævistarf sex listamanna sinna sem allir hafa unnið ómet- anlegt starf að uppbyggingu og framþróun leikfélagsins og verið í framvarðarsveit þess um áratuga skeið. Í dag, á alþjóðaleiklistardag- inn, kl.17, verður opnuð heim- ildasýning um ævi og starf Steindórs Hjörleifssonar. Sýningin er í formi margmiðlunarskjás sem standa mun frammi í forsal leikhússins þar sem gestir og gangandi geta lesið sér til um ævi og starf Steindórs, skoðað viðtöl við hann og fleira. Efnið hefur Hafliði Arngrímsson tekið saman. Leiklist Steindór í sviðsljósi Leikfélagsins Steindór Hjörleifsson Í KVÖLD kl. 20 verður boðið upp á sófaspjall í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, um ritstörf Sigurðar Guðmunds- sonar myndlistarmanns. Þátttakendur í sófaspjallinu eru blaðamaðurinn og rithöf- undurinn Pétur Blöndal, sem gaf út bókina Sköpunarsögur fyrir síðustu jól, og Páll Vals- son bókmenntafræðingur sem komið hefur að útgáfu bóka Sigurðar. Hafþór Yngvason safnstjóri stýrir spjallinu. Sýning á verkum Sigurðar stendur nú yfir í safninu, Mállausir kjarnar, en Hafþór ritaði í sýningarskrá grein um verk Sigurðar. Spjallið stendur í um klukkustund. Bókmenntir Sófaspjall um ritstörf Sigurðar Sigurður Guðmundsson Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÉG hef verið heppin að fá að vera með í þessu stóra ferli, þessari miklu þróun tónlistarlífsins hérna heima. Það hefur ótrúlega margt breyst á þeim 34 árum sem liðin eru síðan ég kom heim úr námi.“ Guðný Guð- mundsdóttir konsertmeistari hefur orðið. Í vetur fagnaði hún 60 ára af- mæli sínu á tónleikum en nú er kom- ið að sérstakri afmælisveislu – hún verður í Salnum í kvöld kl. 20. Þar leikur Guðný með fyrrum nem- endum og tveimur núverandi nem- endum. „Þetta er hluti landsliðs fiðluleikara. Sigrún Eðvalds og Sif Tulinius starfa með mér sem kons- ertmeistarar í Sinfóníuhljómsveit- inni. Ari Vilhjálmsson hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum. Hann hefur meðal annars verið konsertmeistari í Orkester Norden. Það er erfitt að velja úr fríðum hópi nemenda minna. Þetta eru þó allt leiðandi fiðluleikarar í dag og hafa verið nánir samstarfsmenn mínir. Svo er ég með tvö ungmenni úr Listaháskólanum sem hafa tölu- verða reynslu af að koma fram á tón- leikum þótt þau séu kornung, Hulda Jónsdóttir og Bjarni Frímann Bjarnason, 16 og 18 ára.“ Þetta var ekki auðvelt Guðný segir músíklífið í dag gjör- ólíkt því sem var þegar hún var að stíga sín fyrstu skref. „Þetta var ekki auðvelt. Við vorum svo fá og maður varð að vera í öllu. Það voru varla nokkrir kammer-, nútíma- eða kórtónleikar að maður yrði ekki að vera með. Í óperunni líka. Maður varð bara að vera í öllu, það var ekki svo mörgum til að dreifa. Ég sá að ég yrði að vera dugleg að kenna til að fá nýtt fólk,“ segir Guðný og hlær, en kennslan hefur verið mik- ilvægur þáttur í störfum hennar sem fiðluleikara. „Ég er fegin því að ég hélt mig við kennsluna, því það er ótrúlegur munur að hafa allt þetta unga góða fólk með sér. Þetta átti ekki bara við um fiðluna. Það hefur komið mikið af góðum nemendum frá öllum þeim sem byrjuðu að kenna á þessum tíma og höfðu mik- inn áhuga á því og metnað.“ Elstu nemendurnir miðaldra „Þú sérð, að jafnvel fyrstu nem- endur mínir eru orðnir miðaldra,“ segir Guðný hlæjandi og víst er að hún þótti ung þegar hún tók við starfi konsertmeistara í Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Hún var líka kona og það þótti sérstakt því í þá daga var það enn afar sjaldgæft að konur fengju stöður konsertmeist- ara. „Það koma nýjar kynslóðir og það er yndislegt. Ég hugsa oft: „Oh, svona nemanda fæ ég aldrei aftur,“ svo líða eitt til tvö ár, og þá kemur hann. Kennsla er mikil sjálfskoðun. Maður þarf að horfa inn á við og sér galla sína mjög glöggt. En um leið og maður sér þetta sama hjá nem- andanum og getur hjálpað honum, er maður líka að stunda sjálfshjálp. Maður þróast sem tónlistarmaður við það að kenna, ef maður nennir að kafa ofan í hlutina. Þetta er tíma- frekt og orkufrekt og verður ekki gert á hlaupum en það er mjög þroskandi og lærdómsríkt.“ Guðný á að baki glæstan feril sem konsertmeistari Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands og einleikari og hún hefur alltaf spilað mikið af kamm- Ég sá að ég varð að kenna  Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari heldur afmælistónleika í Salnum með nemendum sínum  Hún segir tímana breytta eftir 34 ár á tónleikasviðinu Morgunblaðið/Golli Guðnýjargengið Guðný meðal spilafélaganna sem eru frá vinstri: Svava Bernharðsdóttir, Gunnar Kvaran, Shoshana Rudiakov, Hulda Jónsdóttir, Bjarni Frímann Bjarnason, Guðný, Ari Vilhjálmssson, Sigrún Eðvalds- dóttir og Hávarður Tryggvason. Á myndina vantar Sif Tulinius. Í HNOTSKURN » Guðný hóf fiðlunám 6 ára hjáErnu Másdóttur. » 8 ára fór hún til BjörnsÓlafssonar konsertmeistara og lauk einleikaraprófi 1967. » Guðný lauk meistaraprófifrá Juilliard-skólanum 1974. ermúsík. Manneskja með slíkan feril hlýtur að vera draumadís tónskáld- anna og þau hafa líka mörg samið fyrir Guðnýju. Þar má nefna G- sweet eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Teikn eftir Áskel Másson, In vultu solis, eftir Karólínu Eiríksdóttur. „Bæði austurrísku tónskáldin sem hafa starfað hér, Herbert H. Ágústs- son og Páll Pampichler Pálsson hafa samið konserta fyrir mig. Til þess að geta starfað sem konsertmeistari þarf maður að halda sér í formi sem sólisti,“ segir Guðný og áréttar: „ … það er númer eitt, tvö og þrjú.“ Frumflytur nýtt verk Það vill svo til að nýjasta verkið á efnisskrá tónleikanna í kvöld er samið sérstaklega fyrir Guðnýju og þessa tónleika en það heitir Eintal og er eftir Karólínu Eiríksdóttur. „Því var lokið núna 8. mars,“ segir afmælisbarnið. Efnisskráin spannar allt frá Vivaldi til líðandi stundar – í einleik og samspili. Meðal annarra tónskálda má nefna Dvorák, Rachmaninov, César Franck og Bartók. Auk nemendanna leika með Guðnýju píanistinn Shos- hana Rudiakov, Hávarður Tryggva- son bassaleikari, Svava Bernharðs- dóttir víóluleikari og loks eigin- maður hennar og samstarfsmaður, Gunnar Kvaran sellóleikari. langt inni í landi þrengir mosagróið landið að Markarfljóti. Jóhannes segir ljósmyndun ekki bara vera starf sitt heldur líka eitt af áhuga- málunum og því sé myndavélin oft- ast með í för. „Hér á sýningunni er úrval mynda frá nokkrum árum. Ég hef aldrei stefnt á að sýna landslagsmyndir – en þessar urðu samt til. Þær söfn- uðust í möppur í tölvunni hjá mér og sumar hafa staðist tímans tönn.“ Landslag varð að áhugamáli Jóhannes segist hafa haft sitt lifi- brauð af portrettmyndum og þjón- ustu við fyrirtæki, auk þess að hafa verið í auglýsingamyndum um tíma – en hann hafi elst upp úr því. „Engar af þessum myndum hafa þó tengst verkefnum. Þær hafa orðið til fyrir mig, oftast á ferðalögum. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is HVAÐ er þetta við landslagið? Það er birtan! Ljós og skuggar. Við eig- um bústað á bakka Hvítár í Árnes- sýslu, ein myndanna er einmitt út- sýnið þaðan. Í tuttugu ár hef ég myndað þar við ána, og hún er aldrei eins. Litirnir aldrei þeir sömu. Landið er síbreytilegt,“ segir Jó- hannes Long. Jóhannes er kunnur portrett- ljósmyndari og hefur í aldarfjórðung rekið ljósmyndafyrirtæki. Nú hefur hann opnað sýningu á landslags- og náttúruljósmyndum í Café Milanó í Faxafeni. Við jökulsporð safnast hópur ferðalanga saman á einum hrauki, eins og í hópefli; ský sleikja tind Eystra-Horns; kornakur glóir og Þegar ég byrjaði sem áhugamaður í ljósmyndun, var ég svo heppinn að faðir minn hafði þennan áhuga líka og hafði sett upp myrkraherbergi í niðurgröfnum kjallara á heimilinu. Þá var ég alltaf að mynda fólk; andlit og mannlíf. Ég tók aldrei myndir af landslagi, fyrr en ég var orðinn full- orðinn. Svo hefur það smám saman orðið áhugamálið. Ég hef afskaplega gaman af því að umgangast fólk, en um það snýst starfið á stofunni.“ Jóhannes segist hafa haft gaman af því að taka þátt í stafrænu bylt- ingunni í ljósmynduninni. Þegar þessi tækni fór að birtast á markaði hafi hann talið að þetta væri ekki fyrir sig en í dag sé raunin sú að hann taki mjög sjaldan fram filmu- vélarnar. „Þessi stafræni heimur er bara viðbót við heillandi heim ljós- myndunar,“ segir Jóhannes. Litirnir eru aldrei þeir sömu Morgunblaðið/Árni Sæberg Litaheimur „Ég hef aldrei stefnt á að sýna landslagsmyndir – en þessar urðu samt til,“ segir Jóhannes Long sem sýnir ljósmyndir í Café Milanó. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.