Morgunblaðið - 27.03.2008, Síða 23
daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 23
Tómas Leifsson, fyrrverandi Ól-
ympíufari á skíðum, hefur verið tíð-
ari gestur en margur í Hlíðarfjalli
árum saman. Sagan segir að hann
hafi t.d. rennt sér þar fleiri daga síð-
asta vetur en lyftur voru opnar.
Margir söknuðu Tomma því um
páskana og sögðu að hann hlyti að
vera lasinn fyrst hann væri ekki
mættur. Og það var auðvitað skýr-
ingin – hann lá heima í flensu. Að því
komst einhver sem hringdi þangað
til þess að athuga um hann …
Leikarinn góðkunni Guðjón Davíð
Karlsson, Gói, týndi símanum sínum
á dögunum, sem er svo sem ekki í
frásögur færandi, nema vegna þess
hvernig hann fann gripinn aftur.
Það var á tónleikum Guðjóns Davíðs
og Hallgríms Ólafssonar, félaga
hans hjá LA, þar sem þeir léku tón-
list úr leikhúsinu, að Gói lagði frá sér
símann um stund en þessi þarfasti
þjónn nútímamannsins var horfinn
þegar eigandinn ætlaði að grípa til
hans …
Félagarnir voru hættir að spila en
diskótekari tekinn við völdum. Því
var hávaði í salnum. Einn gesta
hússins lá undir grun og eftir að út-
sendari Góa fór eins nálægt hinum
grunaða og hægt var, hringdi annar
félaga hans í númerið og viti menn;
kunnugleg hringing ómaði.
Sæll, ertu með síma? var hinn grun-
aði spurður, eins og blasti við. Já,
þennan, svaraði hann og dró upp
eigin síma.
Ekki einhvern annan? var þá
spurt aftur.
Ertu að meina þennan? svaraði þá
símamaðurinn, og dró upp síma leik-
arans og afhenti.
Segið svo að þjófar geti ekki verið
góðhjartaðir …
Forláta Borgundarhólmsklukka úr
búi Sigurðar skólameistara prýðir
nú aftur húsakynni Menntaskólans á
Akureyri. Frá því segir á heimasíðu
skólans að í löngu frímínútum á dög-
unum hafi komið góðir gestir og fært
skólanum „hina miklu og fögru“
klukku.
Sigurður Guðmundsson var skóla-
meistari á árunum 1921-1948, en
veturinn 1927-28 gáfu nemendur og
kennarar skólans honum þessa
klukku í tilefni af fimmtugsafmæli
hans. „Um þetta leyti var einnig far-
ið að brautskrá stúdenta frá skól-
anum. Klukkan var á heimili þeirra
Sigurðar skólameistara og Halldóru
Ólafsdóttur, en kom við fráfall
þeirra í hlut sonar þeirra, Guð-
mundar Ingva Sigurðssonar og konu
hans Kristínar Þorbjarnardóttur.
Þau færa skólanum klukkuna að gjöf
til minningar um Sigurð og Hall-
dóru, og jafnframt silfurskjöld með
upphleyptri mynd af skólanum, sem
nemendur skólans gáfu Sigurði
skólameistara sjötugum síðasta
starfsár hans, veturinn 1947-1948,“
segir á heimasíðu MA.
Börn Guðmundar Ingva og Krist-
ínar, Þórunn, Þórður Ingvi og Sig-
urður afhentu gripina góðu og með
þeim í hópi var Sigurður Ólafsson
kennari, en þau eru bræðrabörn.
„Alnafni Sigurðar skólameistara,
Sigurður Guðmundsson landlæknir
hafði orð fyrir hópnum og vonaðist
til að þessi gamla en góða klukka
flytti skólanum góðan anda. Jón Már
skólameistari þakkaði góðar gjafir
og bað nemendur að finna klukkunni
stað þar sem hún myndi njóta sín
best,“ segir á MA-síðunni.
Ágúst Þór Árnason, aðjúnkt við Há-
skólann á Akureyri, flytur heim-
spekifyrirlestur dagsins í Amts-
bókasafninu kl. 17 í dag. Hann kallar
erindið Mynd mannsins – í fræðum
laga og réttar. Í erindinu veltir
Ágúst Þór því fyrir sér hvort hægt
sé að fá einhverja heildarmynd af
manninum sem viðfangsefni laga eða
hvort myndin sem við getum lesið út
úr lagaverkinu verði aldrei annað en
lítið brot af þeirri hugmynd sem við
höfum flest um fyrirbærið manninn.
Áhugaverður fyrirlestur er á dag-
skrá á morgun í Ketilhúsinu. Anna
Fjóla Gísladóttir ljósmyndari fjallar
þá um konur í ljósmyndasögunni og
sýnir myndir eftir einar tíu, m.a.
Julia Margaret Cameron, Lee Mill-
er, Mary Ellen Mark og Sally Man.
Fyrirlesturinn hefst kl. 14.50. Allir
eru velkomnir og aðgangur ókeypis.
AKUREYRI
Skapti Hallgrímsson
Klukkan í MA Sigurður Ólafsson, Þórður Ingvi Guðmundsson, Jón Már
Héðinsson, Þórunn Guðmundsdóttir og Sigurður Guðmundsson.
á sýningunni Bæ, bæ,
Ísland í Listasafni Ak-
ureyrar eru góðir
sprettir. Á Friðrik V.
og Krua Siam er síðan
boðið upp á ljúffeng-
ustu krásir, svo eitt-
hvað sé talið af veit-
ingastöðum. Og svo er
sundlaugin á Akureyri
með þeim betri á land-
inu.
x x x
Víkverji hélt ásamtfjölskyldu sinni
frá höfuðstað Norður-
lands seint að kvöldi
miðvikudags fyrir viku.
Fáir voru þá á leið suður, en stöð-
ugur straumur bíla var hins vegar á
norðurleið og í myrkrinu voru fram-
ljós þeirra nánast eins og ljósasería,
sem hlykkjaðist eftir landslaginu.
Þegar á leið fór þetta
að verða fremur þreyt-
andi, einkum og sér í
lagi þar sem ljós sumra
bíla stinga meira í
augu en annarra. Vík-
verji hefur sennilega
aldrei hugsað meira
um ljósastillingar en
þessa kvöldstund. Eru
ljós á stórum bílum
vísvitandi þannig stillt
að þau lýsi beint í aug-
un á þeim, sem eru á
fólksbílum? Er gert
ráð fyrir því að stórir
bílar mæti aðeins
stórum bílum? Hvað
gengur að bílstjórum,
sem aka með þokuljós, þótt ekki sé
þoka? Og hver er hugmyndin á bak
við skæru, bláu ljósin, með rándýru
perunum? Er þeim ætlað að blinda
undir öllum kringumstæðum?
Þegar hann blæs á suð-vestangetur verið blankalogn á Ak-
ureyri, þótt ekki sé stætt í Hlíð-
arfjalli og öllum skíðalyftum hafi
verið lokað. Í austanátt getur hins
vegar verið bál á eyrinni án þess að
fáni blakti í fjallinu. Víkverji hefur
ekki upplifað það síðarnefnda, en
dag einn fyrir páska varð hann vitni
að hinu fyrrnefnda. Vindurinn var
slíkur í fjallinu að fólk beinlínis fauk
um bílastæðið fyrir utan skíðahót-
elið, en þegar komið var til byggða
hreyfði vart vind.
x x x
Gríðarlegur straumur fólks var tilAkureyrar um páskana og var
víst erfitt fyrir þá sem ákváðu sig
seint að finna samastað. Þeir, sem
það tókst, gátu hins vegar haft nóg
fyrir stafni. Ekki þarf að nefna skíð-
in. Fló á skinni er bráðskemmtileg í
uppfærslu Leikfélags Akureyrar og
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
úr bæjarlífinu
Húsavík – GOTT ORÐSPOR – TRAUST VIÐSKIPTI
BORGARTÚN 29
Sími 510 3800
Fax 510 3801
www.husavik.net
REYNIR BJÖRNSSON
ELÍAS HARALDSSON
L Ö G G. FA S T E I G N A S A L A R
Álfheimar – Gott hús
Mjög björt og skemmtileg 103,8 fm 4ra herb. íbúð á
4. hæð (efstu) í fallegu fjölbýli. Eignin skiptist í and-
dyri, hol, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og
stofu. Glæsilegt nýstandsett baðherbergi með bað-
kari, hvítri innréttingu við vask og flísalagt gólf og
veggir. Lagt fyrir þvottavél og þurrkara. Gluggi á baði.
Eldhús með hvítri innréttingu, borðkrók og flísum á
gólfi. Verð 24,9 millj.
Sogavegur – Einbýli
Mjög fallegt og sjarmerandi einbýli á einni hæð
með stórum bílskúr á þessum eftirsótta stað.
Fjögur svefnherbergi, nýlegt glæsilegt eldhús
með sérsmíðaðri eikarinnréttingu, granít á borði
og gólfum. Tvö baðherbergi. Falleg stór sólstofa
með flísum og rennihurð út á sólpall sem er með
heitum potti. Laust strax.
Breiðavík – Bílskúr
Rúmgóð og falleg 5 herbergja 124,9 fm íbúð
með sérinngangi auk 25 fm bílskúr, eða samtals
149,9 fm. Íbúðin er fallega innréttuð með kirsu-
berjainnréttingum, fjórum svefnh. með skápum,
baðh. með baðkari, sturtu og glugga, þvottahúsi
innan íbúðar og tveimur útgöngum út á hellul.
verönd. Stutt í alla þjónustu. Verð 37,5 millj.
Beykihlíð – Suðurhlíðar –
Reykjavík
Um er að ræða mjög skemmtilega og sérstaka eign
sem samanstendur af tveimur íbúðarhúsum.
Stærra húsið er 200,1 fm á tveimur hæðum með inn-
byggðum bílskúr. Neðri hæðin skiptist í forstofu,
geymslu (inng. í bílskúr), gesta wc, hol, stofu, borð-
stofu og eldhús. Efri hæð. Fimm svefnherbergi og bað-
herbergi. Nýtt eikarparket á öllum gólfum fyrir utan
baðherbergi, gesta wc og geymslum.
Minna húsið er 82,0 fm á tveimur hæðum og er í útleigu í dag (130 þús. per/mán). Neðri hæðin skiptist í
anddyri, hol, baðherbergi, eldhús og stofu. Efri hæðin skiptist í hol, tvö svefnherbergi og geymslu. Frábært
útsýni. Sérbílastæði. Verð tilboð.
Fagrihjalli – Tvær íbúðir
Mjög fallegt og fráb. staðsett ca 330 fm einb.
m. tveimur íbúðum og tvöf. bílskúr. Húsið er
staðsett í suðurhl. Kópavogs og skiptist í 261,9
fm séreign á tveimur hæðum m. bílskúr og bjar-
ta 68 fm 2ja herb. íbúð með sér inng. Möguleiki
er að opna á milli eigna. Verð 84 millj.
Fálkagata – Endurnýjað
við Háskóla Íslands
Glæsilegt og ný endurnýjað 2ja herb. 55,4 fm
einbýlishús (bakhús) á frábærum stað í vestur-
bæ Reykjavíkur. Eignin skiptist í anddyri, svefnh.,
baðh. m. tengi f. þvottavél, geymslu, eldhús og
stofu með tvöfaldri vængjahurð út í garð. Verð
22,9 millj.
Aðalland – Fossvogur
Laust
Mjög vel byggt og í góðu ástandi 260 fm parhús á
tveimur hæðum með innb. bílskúr. Húsið er byggt ár-
ið 1982 og skiptist neðri hæð í forstofu, baðh. tvö
rúmgóð svefnh., sjónvarpsstofu, þvottahús og bílskúr.
Frá neðri hæð er gengið út á sólpall. Efri hæð skiptist
í 2 fallegar stofur, eldhús, búr, tvö svefnh.og baðh. Frá
stofu og hjónah. er gengið út á mjög stórar og flísa-
lagðar svalir til suður. Húsið er laust við kaupsamn.
Smárarimi
Einbýli á einni hæð
Frábærlega skipulagt 172 fm einb. á einni hæð
m. innb. bílskúr. Húsið skiptist í forstofu, hol,
eldhús, stofu, borðstofu, fjögur svefnh., sjón-
varpsh., baðh., þvottahús og bílskúr. Parket á
gólfum en flísar á forstofu, Góður sólpallur með
skjólveggjum. Verð 59,5 millj.
Sigluvogur
Glæsileg risíbúð
Mikið endurn. 105,6 4ra herb. risíbúð ásamt
bílskúr sem er innr. sem stúdíóíbúð. Fallegur
garður m/palli. Nýl. hvít eldhúsinnr. Nýtt parket,
björt stofa. 3 herb. og glæsilegt bað. Rólegri
botngata. Sjón er sögu ríkari!
Laufengi – Laus
Mjög góð og snyrtileg 4ra herb. 93,5 fm íbúð á
3. hæð (efstu). Fallegt og nýlegt parket á gólf-
um, snyrtilegt eldhús og björt stofa með útg. út
á suður svalir. Þrjú góð svefnh. og baðh. m.
glugga og tengi fyrir þvottavél. Sérinng. frá svöl-
um og opið bílskýli fylgir eigninni. Verð 25 millj.
Grandavegur – Laus
Falleg og björt 3ja herb. 89 fm íbúð á 3. hæð í
fallegu og nýviðg. húsi í Vesturbænum. Íbúðin
skiptist í bjarta og rúmg. stofu með útg. út á
suður svalir, eldhús, hol, tvö svefnh., baðh.,
þvottah. og geymslu. Parket á flestum gólfum.
Verð 27,4 millj.