Morgunblaðið - 27.03.2008, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Helgi Hallvarðs-son, fyrrverandi
skipherra, fæddist í
Reykjavík 12. júní
1931. Hann andaðist
á Landspítalanum
15. mars síðastlið-
inn. Foreldrar
Helga voru Guð-
finna Lýðsdóttir, f. í
Litla-Langadal á
Skógarströnd 4. maí
1904, d. 9. maí 1991,
og Hallvarður Hans
Rósinkarsson vél-
stjóri, f. á Breiðaból-
stað á Skógarströnd 14. maí 1904,
d. 6. mars 1975. Á bernskuárum
Helga bjó fjölskylda hans á Sel-
tjarnarnesi og í Skerjafirði en
fluttist 1943 að Hrísateig 37 í
Reykjavík. Helgi var næstelstur
sex bræðra. Elstur er Agnar vél-
fræðingur, f. 4. nóvember 1929,
kvæntur Magnúsínu Ólafsdóttur
frá Ísafirði, f. 30. júlí 1931, þau
eiga tvo syni, níu barnabörn og sjö
barnabarnabörn. Yngri bræður
Helga eru Birgir, fyrrverandi ræð-
ismaður og fulltrúi, f. 20. mars
1934, kvæntur Sigfríði Stellu
Ólafsdóttur, f. 26. júní 1941, þau
eiga son og dóttur og þrjú barna-
börn, Hilmar, fyrrverandi yf-
irverkstjóri hjá Vita- og hafna-
málastofnun, f. 3. júlí 1935, d. 9.
júlí 2000, kvæntur Hafdísi Ólafs-
dóttur, f. 22. maí 1936, þau eiga
þrjár dætur, níu barnabörn og
fjögur barnabarnabörn, Gylfi
tækjamaður í Reykjavík, f. 13.
ágúst 1937, d. 12. nóvember 2002,
kvæntur Öldu Björgu Bjarnadótt-
ur, f. 1. mars 1942, þau eiga tvær
dætur og þrjá syni og átta barna-
börn. Yngstur er Guðmundur,
Sigurgrímsdóttur, f. 29 febrúar
1968 og eiga þau Þuríði Erlu
menntaskólanema, f. 30. júlí 1991,
Sigurjón Pál, grunnskólanema, f.
16. desember 1993 og Lilju Lind
grunnskólanema, f. 31. ágúst 1996.
Sambýliskona hans er Brynja
Tómasdóttir, f. 25. júní 1958.
Helgi lauk farmannaprófi frá
Stýrimannaskólanum í Reykjavík
árið 1954 og varðskipaprófi frá
varðskipadeild skólans árið 1962.
Þá lauk hann flugumferðarstjóra-
prófi frá Flugmálastjórn árið 1956,
auk ýmissa námskeiða, m.a. hjá
bandarísku strandgæslunni og
danska sjóhernum, tengdum starf-
semi Landhelgisgæslunnar. Helgi
starfaði lengst hjá Landhelg-
isgæslunni. Hann byrjaði þar sem
viðvaningur sumarið 1946 en var
að loknu námi stýrimaður á öllum
varðskipum og flugvélum hennar
árin 1954 til 1963 og skipherra á
öllum varðskipum, flugvélum og í
stjórnstöð Landhelgisgæslunnar
frá 1964 til 1990. Helgi var oft í
fremstu víglínu þegar landhelgin
var færð út í 12, 50 og síðar 200
mílur og Íslendingar háðu sín
þorskastríð. Helgi tók virkan þátt í
stjórnmálastarfi, lengst af með
Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík
og Kópavogi, en síðar með Frjáls-
lynda flokknum. Hann skrifaði
fjölda greina í Morgunblaðið og
Sjómannablaðið Víking og flutti
einnig útvarpserindi um mál Land-
helgisgæslunnar og öryggismál
sjómanna. Endurminningar Helga,
Í kröppum sjó, sem Atli Magn-
ússon skráði, komu út 1992.
Helgi hlaut St. Olavsorðuna,
fyrstu gráðu, árið 1974, riddara-
kross Hinnar íslensku fálkaorðu
árið 1976 og heiðursmerki sjó-
mannadagsins árið 2003.
Útför Helga fer fram frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
fyrrverandi alþing-
ismaður, f. 7. desem-
ber 1942, kvæntur
Hólmfríði Maríu Óla-
dóttur, f. 19. sept-
ember 1946, þau eiga
tvo syni, eina dóttur
og fimm barnabörn.
Eiginkona Helga
er Þuríður Erla Er-
lingsdóttir íþrótta-
kennari, f. 3. mars
1930. Foreldrar
hennar voru Erlingur
Pálsson fyrrv. yf-
irlögregluþjónn og
Sigríður Sigurðardóttir húsmóðir
á Bjargi við Sundlaugarveg. Börn
þeirra eru a) Guðfinna viðskipta-
fræðingur, f. 5. mars 1954, gift
Guðna Einarssyni blaðamanni.
Þau eiga fjögur börn, þau eru: 1)
Lína, f. 13. júní 1979, gift Böðvari
Inga Guðbjartssyni pípulagn-
ingameistara, þau eiga Sölku Rut,
f. 26. janúar 2004, og Elísu Krist-
ínu, f. 17. maí 2006, auk þess sem
Böðvar á tvær eldri dætur. 2)
Helgi guðfræðingur, f. 30. júní
1982, kvæntur Kristínu Jónu Krist-
jónsdóttur, BA og háskólanema, f.
25. september 1983. 3) Guðný Erla
háskólanemi, f. 23. desember 1986.
4) Einar Jóhannes, grunn-
skólanemi, f. 14. júní 1994. b) Sig-
ríður bókari, f. 6. júlí 1957, gift
Birgi H. Sigurðssyni, sviðsstjóra
skipulags- og umhverfissviðs
Kópavogs. Sonur þeirra er Gunn-
laugur Hlynur grunnskólanemi, f.
4. júní 1995; fyrir átti Sigríður
Andra Jóhannesson, f. 17 febrúar
1983, og Birgir tvö börn og tvö
barnabörn c) Helgi stjórnmála-
fræðingur og háskólanemi, f. 30.
apríl 1964, var kvæntur Guðrúnu
Það eru ekki allir sem njóta þeirra
forréttinda að hafa átt góðan og
kærleiksríkan föður. Þegar ég minn-
ist föður míns rifjast upp hvað hann
var alltaf góður og sanngjarn. Ég
var alltaf mjög hreykinn af föður
mínum og þótti mikið til starfs hans
koma. Það var ekki ónýtt fyrir ungan
dreng að eiga föður sem klæddist
uniformi og stjórnaði vopnuðu skipi.
Við feðgar vorum nokkuð nánir.
Pabbi hafði mjög gaman af að segja
frá atburðum sem hann hafði lent í.
Og ég hafði alltaf jafngaman af að
hlusta. Frásagnalist var honum í
blóð borin. Reyndar er svo með alla
hans bræður að það er unun að
hlusta á þá segja sögur.
Pabbi var ákveðinn stjórnandi en
hann var líka sanngjarn. Honum
þótti vænt um þá sem sigldu með
honum. Þess vegna átti hann það til
að finna ástæðu til að skjótast í höfn
þegar hann fann að menn voru eirð-
arlausir og leyfa þeim hringja heim
eða jafnvel sletta úr klaufunum einn
dag. Þetta kunnu undirmenn hans að
meta.
Pabbi var heiðarlegur og þoldi illa
menn sem stálu hugmyndum ann-
arra eða fóru á bak við hann.
Um tólf ára aldur var ég þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá að fara með
honum einn túr á varðskipinu Ægi.
Þetta var í enda sumars. Íslendingar
og V-Þjóðverjar deildu á miðunum.
Mig minnir að hann hafi ætlað að
klippa á einn Þjóðverja án heimildar.
Bæta einum Þjóðverja í „klippu“-
safnið. Það var á stilltu ágústkvöldi
og farið að rökkva þegar pabbi kom
auga á þýska togara í ratsjánni. Tog-
ararnir héldu sig í hóp til að geta
varist betur íslensku varðskipunum.
Ég gleymi aldrei glampanum í aug-
unum á honum. Mannskapurinn var
hringdur út í bardagastöður. Allt í
einu var áhöfnin og skipið orðið hluti
af pabba. Vinnubrögðin voru fum-
laus. Klippurnar voru settar út í
hundrað og fimmtíu faðma. Svo lét
hann slökkva öll ljós nema eitt á
stefnismastrinu. Setti á togferð.
Þannig blekkti hann Þjóðverjana og
þeim sýndist þetta vera togari að
toga. Pabbi var alveg sallarólegur,
virtist skemmta sér við að velja fórn-
arlamb. Síðan kom hann varðskipinu
rólega fyrir á bak við fórnarlambið.
Nú fór einn kallinn á dekkinu um
borð í togaranum að rýna út í sort-
ann. Og þegar hann uppgvötvaði að
íslenskt varðskip hafði komið sér
makindalega fyrir svo til alveg uppi í
togrennunni hjá þeim og ætlaði að
klippa aftan úr þeim öskraði hann
upp yfir sig af öllum lífs og sálar
kröftum. Nú byrjaði Þjóðverjinn að
hífa í lifandis ofboði. Því miður slapp
trollið úr sjó án þess að varðskipið
næði að klippa.
Nú er pabbi genginn, búinn að
heilsa móður sinni og föður og situr
með þeim bræðrunum sem á undan
eru gengnir og þeir segja hverjir
öðrum sögur og hlæja dátt.
Guð blessi þig, elskulegur faðir
minn, og þakka þér fyrir kærleik-
ann, ástúðina og traustið sem þú
sýndir mér.
Helgi Helgason.
Helgi tengdafaðir minn var hetja.
Það sáum við sem fylgdumst með
baráttu hans við sjúkdómsraunirnar
sem á hann voru lagðar. Ég trúi að
þær hefðu lagt marga aðra fyrr að
velli en Helgi tók hverri raun af
stakri prýði og karlmennsku til síð-
asta dags.
Helgi var einnig í hópi þeirra þjóð-
hetja sem stóðu í víglínunni þegar
Íslendingar færðu út mörk fiskveiði-
landhelginnar, fyrst í 12, þá 50 og
loks 200 sjómílur. Þjóðin fylltist
stolti og aðdáun þegar íslensku varð-
skipsmennirnir á litlu varðskipunum
tókust á við útlenda bryndreka, víga-
lega dráttarbáta og viðskotailla tog-
arajaxla. Gæslumennirnir hafa ekki
síður vakið aðdáun vegna margvís-
legra björgunarafreka við hrikaleg-
ar aðstæður. Þar var Helgi oft í
fremstu röð og háði marga hildi á
öldum hafsins. Þjóðhetja og þjóðar-
eign.
Helgi var „Gæslumaður“ af lífi og
sál. Ungur fetaði hann í fótspor föð-
ur síns og var fyrst munstraður sem
viðvaningur á varðskipi. Hann aflaði
sér skipstjórnarréttinda á varðskip
og margvíslegrar annarrar þekking-
ar á sviði leitar- og björgunarstarfa,
eldvarna og fleira sem snerti starfs-
svið Landhelgisgæslunnar. Helgi
vann sig upp og lauk starfsferlinum
sem yfirmaður gæsluframkvæmda.
Þrátt fyrir frama í starfi var hann
alltaf alþýðlegur og heilsaði jafnt
messaguttum og aðmírálum ef svo
bar undir.
Helgi var löngum fjarri við
skyldustörf og í landi biðu ótal verk-
efni fjölskylduföðurins. Þegar um
hægðist gafst honum rúm til að
sinna betur áhugamálum sínum en
þar voru ferðir til framandi landa of-
arlega á blaði. Hann og Erla tengda-
móðir mín fengu að njóta þess að
fara í margar skemmtilegar ferðir
víða um heim. Helgi var einnig mjög
áhugasamur um þjóðmál og virkur í
stjórnmálastarfi alla tíð. Af samtöl-
um okkar að ráða var hann alltaf
sjálfstæðismaður af gamla skólan-
um. Gengnir stjórnmálaforingjar á
borð við Ólaf Thors og Bjarna Bene-
diktsson voru hans menn öðrum
fremur. Svo var áhuginn mikill að á
yngri árum setti Helgi upp kosn-
ingaskrifstofu á eigin vegum til að
vinna málstaðnum fylgi. Hann var
ekki sáttur við hvernig spilaðist úr
ávinningi þorskastríðanna og rann
til rifja misskipting fiskveiðiauðlind-
arinnar. Ég trúi að það hafi átt
drjúgan þátt í því að Helgi munstr-
aði sig í annað skiprúm í pólitíkinni
hin síðari ár.
Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir
samfylgdina og góð kynni í tæp 35
ár. Helgi var góður tengdapabbi og
síðar afi og langafi. Hans verður
lengi saknað og minnst að góðu einu.
Guð blessi minningu Helga Hall-
varðssonar.
Guðni Einarsson.
Nú þegar ég lít til baka og hugsa
um Helga afa minn þá rifjast upp svo
mikið af góðum og skemmtilegum
minningum. Þegar ég var lítil stúlka
þá vissi ég fátt meira spennandi en
að fá að fara og heimsækja afa í vinn-
una. Mér fannst það varla geta verið
að nokkur afi gæti verið í skemmti-
legri vinnu en minn afi eða að nokkur
afi gæti átt flottari vinnuföt en hann
– jakkaföt með gullhnöppum og
merkjum og fínan hatt. Afi vann á
stóru varðskipi með stórri fallbyssu.
Það var margt forvitnilegt og spenn-
andi fyrir krakka að skoða og spek-
úlera á skipinu. Mest þótti okkur
systkinunum gaman að fá að fara út
með afa á skipinu. En nokkrum sinn-
um var fjölskyldum skipverja boðið
að fara í siglingu rétt út fyrir
Reykjavíkurhöfn. Þá sigu kafarar
niður í gúmmíbátum og við fengum
að fylgjast með þeim kafa á góðum
Helgi Hallvarðsson✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÓLAFUR BRANDSSON
fv. húsvörður Sólvangi Hafnarfirði,
lést að Sólvangi á páskadag, sunnudaginn
23. mars.
Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 11. apríl kl. 15.00.
Fanney Magnúsdóttir,
Anna Magnea Ólafsdóttir, Þórarinn Sigvaldi Magnússon,
Tryggvi Ólafsson, Teodóra Gunnlaugsdóttir,
Lára Ólafsdóttir, Sveinn Andri Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ANNA GUÐRÚN ANTONSDÓTTIR,
Álfaskeiði 64,
sem lést af slysförum miðvikudaginn 19. mars,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
þriðjudaginn 1. apríl kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Bjarnheiður Ásgrímsdóttir, Gunnar Þórðarson,
Aðalsteinn Sigurður Ásgrímsson, Herborg Berndsen,
Ómar Anton Ásgrímsson, Valborg Erna Ingólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
RÓSA VILHJÁLMSDÓTTIR
frá Hesjuvöllum,
áður Hamarsstíg 37,
Akureyri,
sem andaðist á dvalarheimilinu Hlíð 14. mars,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn
31. mars kl. 13.30.
Sigríður Höskuldsdóttir, Gunnar Valdimarsson,
Anna Höskuldsdóttir, Gylfi Snorrason,
Bergur Höskuldsson, Sesselja Antonsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Bróðir minn,
JÓN ÓLAFUR TÓMASSON
frá Uppsölum,
lést á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli
föstudaginn 21. mars.
Jarðarförin fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð
föstudaginn 28. mars kl. 14.00.
Guðmundur Tómasson.
✝
Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR JÓNSSON,
Furugrund 30,
andaðist miðvikudaginn 26. mars.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær uppeldismóðir mín, tengdamóðir og amma,
JENNÝ CLAUSEN WARD,
Hraunbæ 91,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn
21. mars.
Útförin fer fram frá Kristskirkju, Landakoti,
mánudaginn 31. mars kl. 13.00.
Eva Lísa Ward Crawford, Peter Crawford,
Stefán Laurence Stefánsson,
Sigríður Jenný Svansdóttir,
Patrick Herbert Svansson.