Morgunblaðið - 27.03.2008, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 31
sumardegi ásamt fleira skemmtilegu
sem í boði var.
Það var alltaf gaman að hitta afa
því að hann var svo kátur og hress.
Afi og amma hafa ætíð verið svo góð
í því að vera afi og amma og bæði
kunnað og viljað gleðja barnabörnin
sín og langafa- og langömmu-stelp-
urnar sínar. Hvort sem það var í
formi gjafa, ís með dýfu eða með því
að mæta á skólaskemmtanir, skutla
okkur til og frá eða jafnvel kaupa alls
konar dót til styrktar ýmsu æsku-
lýðsstarfi sem við vorum í sem börn.
Alltaf voru þau til staðar og boðin og
búin að taka þátt með bros á vör.
Maður gat verið viss um það að þau
segðu „já“. Mér þótti mjög vænt um
það.
Það er víst eitt öruggt í þessu lífi
og það er að einn daginn þurfum við
að kveðja. Ég er bæði þakklát og
stolt fyrir að hafa átt Helga að afa,
hann var sannarlega góður maður og
hans verður alltaf sárt saknað.
Guð blessi minningu hans.
Lína Guðnadóttir.
Kveðja frá Landhelgisgæslu
Íslands
Helgi Hallvarðsson, fyrrverandi
skipherra, hóf farsælan feril sinn
fimmtán ára gamall hjá Landhelg-
isgæslu Íslands sumarið 1946. Hon-
um var þá róið frá Blönduósi út á
Húnaflóa þar sem varðskipið Óðinn
lá. Helgi var munstraður sem við-
vaningur hjá Eiríki Kristóferssyni,
hinum nafnkunna skipherra. Þar
með var kúrsinn tekinn.
Ferill Helga hjá Landhelgisgæsl-
unni varð reyndar dálítið hlykkjótt-
ur til að byrja með því fyrstu sjó-
mennskuár sín var hann líka á
skipum Skipaútgerðar ríkisins og
víðar, en Landhelgisgæslan dró
hann stöðugt til sín.
Mikil gróska og ljómi var þá yfir
Stýrimannaskólanum og Helgi dreif
sig í skólann og lauk þaðan far-
mannaprófi og nokkrum árum síðar
prófi frá varðskipadeild. Hann lét
ekki þar við sitja heldur jók við
menntun sína með námskeiðum,
lengri og skemmri, bæði austan og
vestan Atlantshafsins.
Helgi var framsýnn maður og
hugumstór fyrir hönd Landhelgis-
gæslunnar. Honum varð því fljótt
ljóst að flugið yrði brátt snar þáttur í
gæslu landhelginnar, og varð það til
þess að hann réðst í að læra flug-
umferðarstjórn í kvöldskóla í frí-
stundum sínum.
Þegar hér er komið sögu á æviferli
Helga er hann endanlega kominn inn
á kúrsinn sinn og orðinn rótfastur
hjá Gæslunni. En samt taldi hann sig
þurfa að bæta við sig í þekkingu og
námi og má segja að þetta hafi ein-
kennt allan starfsferil hans til hinstu
stundar. M.a. má nefna námstíma
hjá bandarísku strandgæslunni og
systurstofnunum Landhelgisgæsl-
unnar á hinum Norðurlöndunum.
Snemma vaknaði áhugi Helga á að
Landhelgisgæslan eignaðist þyrlu til
björgunar- og landhelgisstarfa
ásamt þjónustu hennar við vita og
vitaverði landsins. En Helgi var
kappsfullur og skjóthuga og því
fannst honum þessi hugmynd drag-
ast úr hömlu og ákvað því að hann
skyldi sjálfur kaupa sína þyrlu. En í
stuttu máli má segja að þessi ein-
beitti áhugi eldhugans hafi m.a. orð-
ið þess valdandi að Landhelgisgæsl-
an og Slysavarnarfélagið flýttu
ákvörðun sinni og réðust í þyrlukaup
í apríl 1965, og fannst þá mörgum
landhelgisbrjótnum fokið í flest
skjól, og brátt sáu allir að nú voru
komnir nýir tímar með gjörbreytt-
um tækjum og farkostum bæði á sjó
og landi.
Helgi Hallvarðsson var hug-
myndaríkur og góður gæslumaður
landhelginnar og gætti í hvívetna
hagsmuna og virðingar Gæslunnar.
Hann var fljótur að koma auga á það
sem til hagræðingar og framfara
horfði. Helgi markaði spor í þróun-
arsögu Gæslunnar sem eftir er tekið.
Fyrir störf hans þakka ég og bið
góðan Guð að styðja og styrkja alla
eftirlifandi ástvini.
Georg Kr. Lárusson.
Mig langar í fáum orðum að minn-
ast Helga Hallvarðssonar, fyrrver-
andi skipherra og samstarfsfélaga til
margra ára hjá Landhelgisgæslunni,
sem fallinn er frá eftir erfið veikindi.
Það er margs að minnast þegar litið
er til baka en það er ekki ætlun mín
að rifja hér upp allt hans lífshlaup,
ég veit að aðrir gera því góð skil og
einnig hefur Helgi gefið út æviminn-
ingar sínar.
Þegar ég kynntist Helga fyrst sem
ungur háseti á varðskipunum er mér
minnisstætt hvað Helgi var ávallt
vinsæll og ákaflega vel liðinn af öll-
um þeim sem voru undir hans stjórn.
Helgi hafði þann eiginleika að
stjórna þannig að hann hreif alla
með sér, var drífandi í öllu sem hann
gerði, röggsamur og ákveðinn og það
var útilokað annað en að hafa gaman
af vinnunni. Menn í hans stöðu urðu
einfaldlega að hafa þessa mannkosti
á viðsjárveðrum tímum og þá er ég
að tala um hildarleik þorskastríðs-
áranna. Einnig var allt viðmót Helga
þannig að þegar gaf á bátinn stóðu
allir sem einn með honum í hverju
sem á gekk.
Eitt atvik er mér mjög minnis-
stætt frá þeim tíma er ég var rétt ný-
byrjaður á varðskipunum og held að
lýsi Helga vel og hans mannkostum.
Það mun hafa verið á milli stríða eins
og við köllum það í dag eða frá samn-
ingunum við Breta um 50 mílurnar
og þar til við færðum fiskveiðilög-
söguna út í 200 sjómílur 15. október
1975.
Bresk freigáta lá við akkeri á ytri
höfn Reykjavíkur og ég vissi að yf-
irmönnum á Þór hafði verið boðið um
borð í freigátuna seinnipart dags.
Sjálfur var ég fullur áhuga á þessu
skipi og hafði mikla löngun til að
komast í návígi við vígdrekann,
skoða og mynda og vitanlega var ég
ekki á gestalistnaum, nýbyrjaður há-
setinn. Ég var lengi að velta þessu
fyrir mér, safna kjarki hvort mögu-
legt væri að fá léttbát Þórs lánaðan.
Að lokum mannaði ég mig upp og
bankaði upp á hjá skipherranum og
spurði hvort þetta væri mögulegt.
Frá því er skemmst að segja að
Helgi tók mér vel og sagði það sjálf-
sagt mál en spurði jafnframt hvort
ég vildi ekki heldur koma með um
borð sem ég þáði vitanlega, reyndar
mjög undrandi og komst því í návígi
við freigátuna og gott betur.
Segja má að Helgi hafi tekið öllum
um borð eða þeim sem störfuðu und-
ir hans stjórn sem jafningjum, því
kynntist ég fljótlega, hann bar jafn
mikla virðingu fyrir lágum sem
háum eins og sagt er, það er mikill
kostur stjórnanda en þó tókst hon-
um ávallt að halda uppi þeim aga
sem þurfti.
Ástvinum sendi ég öllum innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Helga.
Halldór B. Nellett.
Lítil þjóð eins og Íslendingar sem
ætlar að halda sjálfstæði sínu þarf
jafnan að gæta þess að standa vörð
um auðlindir sínar. Helgi Hallvarðs-
son, skipherra hjá Landhelgisgæslu
Íslands, sem lést þann 15. mars sl.,
var einn af þeim dugmiklu mönnum,
sem fremstir fóru í sókn okkar til
þess að ráða yfir öllum fiskimiðum
við landið.
Útfærsla landhelginnar í þeim
áföngum sem stjórnvöld ákváðu
hverju sinni kostaði jafnan átök við
erlendar þjóðir, sem lengi höfðu
stundað hér fiskveiðar og vildu við-
halda hefðarrétti sínum til veiða hér
við land. Við Íslendingar kölluðum
þessar deilur allar „þorskastríðin“
og þjóðin var einhuga um að sækja
rétt sinn, stöðva veiðar útlendinga
með botnvörpu í flóum og fjörðum
innan 4 sjómílna, 12 sjómílna, 50 sjó-
mílna og að lokum innan 200 sjó-
mílna. Þó stjórnmálamenn og lands-
menn væru einhuga þá þurfti að
fylgja stefnunni fram. Fjarlægðar-
línur frá strönd landsins þurfti að
verja og þá voru landhelgisgæslu-
skipin sett í þá vörn og skipherrum
og áhöfnum varðskipanna fengið það
verk að sækja okkar rétt í hvert sinn
til þeirrar helgi fiskimiðanna sem við
Íslendingar vildum fá að nýta ein.
Baráttan fyrir auðlindum fiskimið-
anna var ekki auðveld og þjóðin á
mikið að þakka þeim mönnum sem
stríðin háðu og sigruðu.
Helgi Hallvarðsson skipherra var
góður skipstjórnandi og vel liðinn af
áhöfn sinni og samstarfsmönnum.
Ég kynntist Helga Hallvarðssyni
fyrst eftir að ég tók við störfum í
stjórn Farmanna- og fiskimanna-
sambands Íslands og þá enn frekar
eftir 1983 þegar ég varð forseti
F.F.S.Í. Hann var dagfarsprúður
maður sem færði rök fyrir sínu máli,
ákveðinn og fastur fyrir þegar því
var að skipta og gaf ekki rétt sinn
baráttulaust. Það gekk stundum á
ýmsu í kjaradeilum við ríkið og for-
stjóra Landhelgisgæslunnar á þess-
um árum. Hlutverk Landhelgisgæsl-
unnar var að þróast meira í átt til
björgunar, aðstoðar, viðvarana, eft-
irlits og leitar á sístækkandi eftirlits-
svæði sem og aukinnar öryggis- og
sjúkraþjónustu þyrluflugsins við
landsmenn alla frá fjöru til fjalls.
Hetjurnar sem unnu þorskastríðin
fyrir þjóð sína voru leiðar á deilum
við forstjóra og samningamenn rík-
isins. Fannst sumum það leitt og lítið
verk og skapraun að slíku þrasi.
Leiðir okkar Helga Hallvarðssonar
lágu síðan aftur saman í stjórnmál-
um innan Frjálslynda flokksins.
Hann hafði þá skoðun að fiskimiðin
sem hann barðist fyrir að þjóðin
ætti, auðlindin, væri þjóðareign sem
Íslendingar ættu forgang að til veiða
og nýtingar en jafnframt auðlind
sem ekki yrði seld öðrum. Þannig að
einstaklingur gæti ekki ráðið þeim
atvinnu- og afkomurétti sem sú sam-
eiginlega auðlind skapaði, sjósókn-
arrétturinn til fiskveiða væri til við-
halds og atvinnu fólks í
sjávarbyggðum Íslands.
Ég þakka Helga Hallvarðssyni
skipherra heilindi og baráttu fyrir
þjóð sína og stuðning við okkur í
Frjálslynda flokknum. Ég færi eft-
irlifandi eiginkonu, börnum, tengda-
börnum og barnabörnum, systkinum
og öðrum ættingjum og vinum inni-
legar samúðarkveðjur við andlát
þessa góða sæmdarmanns, Helga
Hallvarðssonar.
Guðjón A. Kristjánsson.
Árið 2000 kynntist ég Helga og
Erlu þegar ég kvæntist konu minni
Línu Guðnadóttir, barnabarni Helga
og Erlu. Kynni mín af þeim hjónum
voru mjög góð og innileg. Enn og aft-
ur erum við minnt á það spakmæli að
,,enginn veit hvað átt hefur, fyrr en
misst hefur.“ Þannig er það svo oft
þegar fólk kveður að minningarnar
verða svo sterkar. Minning mín um
Helga er að hann var mjög indæll
maður. Hann unni sínu fólki vel og
það var mjög gaman að fá Helga og
Erlu í heimsókn. Hann náði vel til
dætra okkar og þær höfðu gaman af
langafa. Það var einnig mjög gaman
að koma til þeirra hjóna í heimsókn.
Það var alltaf gaman að tala við
Helga og sérstaklega að ræða um
pólitík við hann. Þar kom maður ekki
að tómum kofanum. Ég vann oft fyr-
ir Helga þegar þurfti að gera eitt-
hvað í sambandi við pípulagnir, þar
sem ég er pípari. Það var alltaf
ánægjulegt að vinna fyrir hann, þar
sem oft gafst tími til samræðna.
Mánuði fyrir andlát Helga
dreymdi mig draum um hann.
Ég stóð niðri á bryggju við
Reykjavíkurhöfn. Það var sumar og
komið kvöld, kvöldsólin á lofti. Ég
stóð þar ásamt konu minni. Við vor-
um að kveðja Helga ásamt fleira
fólki. Helgi stóð uppi í brú á skipi
Gæslunnar og var hann í fullum
skrúða með „kaskeitið“ á kollinum.
Þegar ég leit út á hafið sá ég hvað
hafið var spegilslétt og sólin að setj-
ast við sjóndeildarhringinn. Síðan
var mér litið upp í brú til Helga þar
sem hann var að veifa fólkinu sínu.
Við hlið hans var sjópokinn hans,
hvítur sem mjöll. Helgi var glaður á
að líta því hann var sáttur. Ég fann
að þetta var sérstök kveðjustund því
henni fylgdi mikill friður og sátt. Síð-
an sáum við hann sigla út á haf og
hverfa inn í sólarlagið.
Böðvar Ingi Guðbjartsson.
Helgi Hallvarðsson skipherra.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORKELL ÞRÁNDARSON
á Hvoli,
andaðist á Landspítalanum á skírdag, fimmtudaginn 20. mars.
Útför hans fer fram frá Grenjaðarstaðakirkju laugardaginn
29. mars kl. 14.00.
Börn hins látna.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURBJÖRN SIGURPÁLSSON,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn
18. mars.
Útför hans verður gerð frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 31. mars kl. 11.00.
Hafdís Sigurbjörnsdóttir, Kristján Tómasson,
Hafsteinn Garðarsson, Hildur Pálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
KRISTJÁN PÁLL SIGFÚSSON
fyrrverandi kaupmaður,
Kleppsvegi 2,
Reykjavík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut
föstudaginn 14. mars, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 28. mars
kl.13.00.
Guðbjörg Lilja Guðmundsdóttir,
Bragi G. Kristjánsson, Erna Eiríksdóttir,
María Anna Kristjánsdóttir, Jesús S.H. Potenciano,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, dóttir, tengdamóðir
og amma,
HÓLMFRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR,
Smáragrund 1,
Sauðárkróki,
lést á heimili sínu mánudaginn 24. mars.
Útförin fer fram í Sauðárkrókskirkju laugardaginn
29. mars kl. 14.00.
Björn Jónasson og aðrir aðstandendur.