Morgunblaðið - 27.03.2008, Síða 32

Morgunblaðið - 27.03.2008, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ HólmfríðurDavíðsdóttir fæddist í Reykjavík 5. júlí 1952. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi þriðjudaginn 18. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Davíð Óskar Grímsson hús- gagnasmíðameist- ari, f. í Langeyj- arnesi í Dalasýslu 12. apríl 1904, d. 16. mars 1985, og Sig- ríður Geirlaug Kristinsdóttir hús- freyja, f. í Reykjavík 5. sept. 1911, d. 3. mars 1988. Hólmfríður var yngst 6 systkina. Hin eru Sigríður Kristín, f. 25. okt. 1930, Grímur, f. 22. des. 1933, Jóhann Þorlákur, f. 20. ágúst 1937, Hjördís, f. 13. apr- íl 1946, og Ósk, f. 1. jan. 1948. Hólmfríður giftist 11. ágúst 1973 Guðmundi Ringsted járn- smíðameistara, f. 3. júní 1949. Þau slitu samvistum. Sonur þeirra er Davíð Guðmundsson rafvirki, f. 12. maí 1973, kvæntur Hulddísi Guðbrandsdóttur hár- snyrtimeistara, f. 10. okt. 1974, börn þeirra eru Kolbrún Marín Wolfram, f. 6. mars 1998, og Ró- bert Dagur Dav- íðsson, f. 9. nóv. 2005. Hólmfríður giftist 10. nóv. 1979 Sig- urði Eiríkssyni húsasmíðameistara, f. 10. nóv. 1948, þau slitu samvistum. Sonur þeirra er Ás- geir Sigurðsson málari, f. 20. maí 1981, unnusta Arndís Kristjánsdóttir hársnyrtir, f. 31. maí 1984. Sambýlismaður Hólmfríðar er Gunnar Ásmundsson verkstjóri, f. 14. júlí 1954. Hólmfríður vann skrif- stofustörf mestan hluta ævinnar. Hjá Tollstjóra í Reykjavík, Sveini bakara og síðust ár ævi sinnar vann Hólmfríður í móttöku hjá Sláturfélagi Suðurlands. Útför Hólmfríðar verður gerð frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku mamma mín, það er mér sárt og erfitt að þurfa að kveðja þig svona fljótt, sakna þín svo mikið. Þú sem varst svo yndisleg og góð móðir. Þú kenndir mér svo mikið þegar ég var barn, eins og að koma fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig. Og ef einhver slær þig á vangann réttu honum þá hinn vangann. Svo baðstu fyrir mér á hverju kvöldi sem ég veit að hefur verndað mig mikið í lífinu. Þú gafst mér þann grunn út í lífið sem ég mun alltaf geta notað mér þegar erfiðleik- ar steðja að.Svo varst þú líka svo skemmtileg móðir, eins og þegar hresst lag kom í útvarpinu í stofunni heima þá áttir þú það til að fara að dansa eins og á balli um miðjan dag skælbrosandi. Þú háðir hetjulega baráttu við illskeyttan sjúkdóm þín síðustu ár þar sem þú sýndir ein- stakan lífsvilja. Allt fram á þín síð- ustu andartök faðmaðir þú okkur og kysstir, þá sérstaklega barnabörnin þín, Kolbrúnu Marín og Róbert Dag þótt að þú hefðir nær ekkert þrek, Það eru vandfundnar ömmurnar sem eru jafn stoltar af barnabörn- unum og þú. Ég vil þakka þér, elsku besta mamma mín fyrir það sem þú gafst mér í lífinu. Ég mun kenna börnum mínum það sem þú kenndir mér, og vera duglegur að segja þeim frá þér alla tíð. Þinn sonur Davíð. Elsku mamma mín. Það var mér mikill missir að sjá þig fara svona fjótt frá okkur, aðeins 55 ára. Þú sem sagðir alltaf að þú ætlaðir að verða svo gömul. Það var ekki hægt að hugsa sér betri móður en þig, mamma mín, svo góðhjörtuð, indæl og hjálpsöm. En svo þegar þú veiktist þá sýndir þú svo mikinn kjark og þú gafst aldrei upp. Þú varst alltaf svo ungleg og falleg og þrátt fyrir veikindin hélstu þér alltaf svo vel við. Í uppeldinu sýndir þú mér aga en varst samt alltaf blíð og góð, og við náðum alltaf svo vel sam- an. Það eru svo margar góðar minn- ingar sem koma upp í huga minn, t.d. öll ferðalögin sem við fórum í saman um landið. Ég kveð í bili en ég veit að þú verð- ur alltaf hjá mér, elsku mamma mín. Þinn sonur, Ásgeir Sigurðsson. Það er erfitt að þurfa að kveðja jafn-yndislega konu og þig og það alltof fljótt. Þú þráðir svo heitt að vera hjá okkur en sjúkdómurinn sem þú hefur barist svo hetjulega við undanfarin ár hafði betur. Þú varst svo sterk og nú er komið að okkur að vera sterk og leyfa minningunum um yndislega konu að lifa. Þú varst svo hjartahlý og góð- mennska þín og kærleikur gerðu öll- um svo auðvelt að þykja vænt um þig. Ég kom inn í fjöldskylduna fyrir nokkrum árum þegar ég kynntist syni þínum og brosi ég nú stundum út í annað þegar ég sé hvað þið eruð lík. Þegar ég kom fyrst til þín þá var ég nú með smá-hnút í maganum en sá hnútur var fljótur að fara, þú tókst utan um mig og kysstir og bauðst mig velkomna og þar með var ísinn brotinn og við urðum fljótt mjög nánar og gátum rætt um allt og ekkert og leituðum við oft hvor til annarrar ef eitthvað bjátaði á. Það hefði ekki verið hægt að hugsa sér betri tengdamömmu. Þú elskaðir náttúruna og eru mér eftirminnilegar sumabústaðaferðir og Þingvallaferðir og síðasta sumar þegar þú komst, þá orðin mjög veik, til okkar í fellihýsið með honum Gunna þínum og það þótti þér svo gaman. Þú varst svo mikil blóma- kona og blómstraðir einhvern veginn með öllum blómunum og reyndir þú oft að gefa mér pottablóm en þrátt fyrir leiðbeiningar um vökvun lifðu þau ekki lengi hjá mér; á endanum gafstu mér gerviblóm sem er mjög fallegt og ég kalla það Fríðublóm. Mér er minnistæð ferð okkar á kaffi- hús í nóvember sl., þá varstu mjög veik en vildir fara á ítalska kaffihúsið í Hamraborginni og fá þér döðlu- tertu og kaffi og þar sátum við í tvo tíma og ræddum saman ég held að það hafi gert mikið fyrir okkur báð- ar. Það er ekki hægt að skrifa um þig án þess að minnast á barnabörnin, þau voru þér svo mikils virði, alltaf þegar þú sást þau kom fallega brosið þitt í ljós, ég man hvað þú varst glöð þegar þú vissir að ég ætti dóttur og þið náðuð strax mjög vel saman, kannski af því að hún er viðkvæmt blóm eins og þú og þú varst svo spennt og glöð þegar þú vissir að von væri á dreng, og alltaf varstu tilbúin að koma að passa og hafðir mjög gaman af að labba með kerruna í Hafnarfirðinum og þótt sjúkdómur- inn væri orðin þér erfiður á þessum tíma varstu alltaf tilbúin að koma og passa gullmolana þína. Það var svo yndislegt að sjá þig í brúðkaupinu okkar Davíðs þú varst svo glæsileg, nýlega komin úr erfiðum meðferð- um, þú fluttir svo fallega ræðu og sagðir hvað þú værir lánsöm að eiga okkur. Við eigum eftir að sakna þín sárt en þú lifir áfram í hjörtum okk- ar, við munum ylja okkur við minn- ingarnar og kveikja á kertum eins og þú gerðir svo mikið. Ég bið góðan Guð að gefa okkur styrk á þessum erfiða tíma, elsku Gunni, Davíð og Ásgeir, þið hafið misst mikið en við vitum að hún vakir yfir ykkur og okkur öllum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín tengdadóttir Hulddís. Elsku Fríða, þú tókst mér opnum örmum alveg frá þeim degi er við hittumst fyrst. Þú varst svo hlý og góð manneskja og vildir allt fyrir alla gera. Ég vildi að við hefðum geta átt lengri tíma saman og kynnst ennþá betur. Það leyndi sér ekki gegnum öll þín erfiðu veikindi hvað þú varst stórkostleg kona, þú misstir aldrei trúna, kjark- inn og lífsgleðina. Það var mikil hamingja þegar við Ásgeir sonur þinn kynntumst og mikið vildum við fá að hafa þig með okkur núna þegar við erum að hefja okkar líf saman. Minningin um þig mun alltaf lifa með okkur. Arndís Kristjánsdóttir. Elsku amma, það verður einmana- legt án þín, það var mjög erfitt að kveðja þig. Allt sem þú gerðir fyrir okkur var svo frábært og gott og all- ur tíminn sem við áttum með þér var svo frábær að við munum aldrei gleyma því. Það er frekar skrítin til- finning að sitja og skrifa minning- argrein um þig þú sem varst svo ung. Við munum aldrei gleyma þér, þú varst svo yndisleg kona og alltaf svo gott að koma til þín og Gunna í Hlíð- arhjallanum við fengum alltaf stórt og gott knús frá þér. Við erum búin að setja mynd af þér í herbergin hjá okkur báðum og vitum að þú munt passa okkur áfram, en nú ertu farin til englanna og þér er batnað en við söknum þín samt svo mikið, elsku amma. Þín barnabörn Kolbrún Marín Wolfram og Róbert Dagur. Það er dapurlegt að setjast niður og skrifa nokkur orð um okkar elskulegu Fríðu, kærustuna hans Gunna bróður. Við vissum hvert stefndi en var samt brugðið þegar kallið kom. Yndisleg og glæsileg kona fellur frá í blóma lífsins og fær ekki að njóta þeirra ára sem lífið gef- ur oft svo ríkulega uppskeru. Fríða var búin að vera hluti af fjöl- skyldu okkar síðastliðin ár. Hún hafði afskaplega góða nærveru, allt- af svo hlý og ljúf í viðmóti. Hún kom inn í stóra tengdafjölskyldu og á stundum mjög hávaðasama. Það er kannski ekki auðvelt fyrir suma að blanda geði við slíkan frændgarð, a.m.k. ef þeir hafa ekki raddstyrkinn til. En Fríða þurfti ekki hávaðann, hún kom til okkar á sínum forsend- um sem voru ljúfmennskan og æðru- leysið. Alltaf var stutt í brosið og oft sló hún á létta strengi. Það var ynd- islegt að sjá hana og bróður okkar ástfangin og framtíðin blasti við. Þau voru einnig sérstaklega nánir og góðir vinir. Því miður varð þeirra tími saman allt of stuttur. Hnútur í handlegg Fríðu reyndist illkynja krabbamein. Það má segja að æðruleysið hafi ætíð einkennt baráttu Fríðu við að fá að lifa lífinu til fulls þrátt fyrir vá- gestinn. Alltaf var hún jákvæð og vongóð um meðferð og horfur. Hún gerði reyndar svo lítið úr veikindum sínum að kannski kom á óvart hversu fljótt þetta tók af. Síðustu jól komum við saman öll stórfjölskyldan að venju á jóladag. Fríða lét sig ekki vanta og mætti í jólaskapi þó að það hafi ekki farið á milli mála hversu langt hún var leidd af veikindum sínum. Þegar þreytan sagði til sín þá lagði hún sig inn í rúm húsráðenda og safnaði kröftum um stund, kom svo fram á ný og tók þátt í jólagleðinni. Þetta er gott dæmi um baráttuþrek hennar. Hún reyndi að láta veikindin víkja og njóta þess sem lífið bauð til hinstu stundar. Við viljum þakka Fríðu fyrir sam- fylgdina sem við hefðum svo gjarnan viljað hafa miklu lengri. Elsku Gunni og aðrir aðstandend- ur, innilegar samúðarkveðjur send- um við ykkur. Elsku Fríða, bestu þakkir fyrir allt. Minning þín lifir, kæra mág- kona. Friður Guðs þig blessi. Tengdafjölskylda. Á sorgar- og saknaðarstundu tog- ast margt á í huga mínum. Það er komið að kveðjustund, eftir langt og erfitt veikindastríð hefur Fríða litla systir mín fengið hvíld og fæðst inn í annað eilíft líf hjá guði föður sínum þar sem ástvinir munu hittast á ný. Minningarbrotin koma fram í huga mínum þegar Fríða systir fæddist, var ég þá 4½ árs, ég man greinilega eftir þeirri stund heima á Hjallaveginum, ég hékk á hurðar- húninum til að vera fyrst til að sjá hana, það var gaman að fá litla fal- lega systur með fallegt bros og spé- koppa. Fríða var hvers manns hug- ljúfi alla tíð, mjög rólegt barn, stundum of róleg fannst mér. Stund- um gleymdist hún bara, allir sestir við matarborðið og í miðjum matar- tíma sagði einhver, hvar er Fríða? Þá var hún að dunda sér upp á lofti í dúkkuleik talandi við dúkkurnar sín- ar. Hún var mjög þæg, fór ekki út um hliðið á lóðinni nema biðja um leyfi, meðan ég fór bara. Hún var miklu meira að passa mig þegar hún hafði aldur til, passa upp á mig í sundlauginni á stóra brettinu. Þegar hún hélt að öskukarlarnir hefðu hent mér í öskubílinn óvart kallaði hún á mömmu. Skemmtilegar fjöruferðir niðri í Vatnagörðum að tína kuð- unga, skeljar og blóm sem við not- uðum til að skreyta sandkökurnar okkar. Mamma okkar reyndi að hafa okkur í fallegum kjólum, það gekk vel með Fríðu, hún var svo mikil dama, mínir rifnuðu á girðingum svo ég var höfð í gallabuxum. Það var svo flott hárið á henni sem náði niður á rass og alltaf gaman að horfa á mömmu greiða henni við fallega snyrtiborðið hennar sem pabbi smíð- aði og setti svo fallega slaufu í hárið á henni, en hún lét klippa sig fyrst 10 ára. Hún var alltaf með langar fal- legar neglur sem ég öfundaði hana af. Hún uppgötvaði sína listrænu hæfileika í Ljósinu þegar hún skap- aði fallega hluti, eins og engla, hús og fleira, mikil englakona var hún eins og ég, átti aldrei nóg af þeim og gaf hún mér marga fallega og alltaf var kertaljós hjá henni. Hún hefur alltaf átt fallegt heimili og gat gert mikið úr litlu. Takk fyrir skemmtilegu göngutúrana og hjólaferðir okkar sem enduðu nú stundum á kaffihús- um, þá fannst henni gott að fá hnetu- vínarbrauð og döðlutertu á kaffihús- inu í Hamraborg. Gott var að koma á fallegt heimili hennar, börnum mín- um og mér var hún alltaf góð og gaf öllum barnabörnum fæðingargjafir, Fríða mín var mjög gjafmild. Mikið var hún hrifin að vera amma og þráði að lifa og eignast fleiri barnabörn. Hvíl í friði, elsku systir. Elsku Davíð, Ásgeir, Gunnar og fjölskyldur, megi guðs englar vernda ykkur og styrkja. Ósk systir. Í dag er til moldar borin okkar yndislega æskuvinkona, hún Fríða. Það er þungbært að standa frammi fyrir þeirri staðreynd að hún sé ekki lengur á meðal okkar. Hún veiktist fyrir 4 árum og full bjartsýni tókst hún á við veikindin. Allt virtist ganga vel, en fljótt skipast veður í lofti. Veikindin tóku sig upp og við tóku strangar lyfjameðferðir og skurðað- gerðir. Hún sýndi aðdáunarverðan styrk allan þennan erfiða tíma. Í nóvember var vitað að baráttunni væri að ljúka. Þetta hefur verið sér- staklega erfiður tími fyrir Fríðu, fjölskyldu hennar og vini. Nú fer að vora. Vorið var Fríðu sérstaklega kært og hafði hún oft orð á því hve fallegur tími það væri, enda sólargeislarnir hennar báðir fæddir að vori. Við trúum því að kærri vinkonu líði nú vel og að þrautum hennar sé lokið. Nú á skilnaðarstundu viljum við þakka fyrir góða samfylgd og trygga vináttu. Hugur okkar er hjá ykkur, elsku Gunni, Davíð, Hulddís, Ásgeir, og Arndís og barnabörnunum Kol- brúnu Marin og Róberti Degi. Megi Guð vera með ykkur á þessari erfiðu stundu. Að síðustu viljum við þakka hjúkrunarfólkinu góða á líknardeild Lsp. í Kópavogi sem hjúkraði henni af alúð. Oft er það ef illa fer að einhver hulinn kraftur Guð á himnum gefi ykkur gleði og trúna aftur (El. Jóh.) Þínar vinkonur Elín Skarphéðinsdóttir, Hjördís Hafsteinsdóttir. Í dag verður til moldar borin langt um aldur fram mín kæra vinkona Fríða. Fríða var búin að berjast við illvígan óvin á fjórða ár. Hennar heit- asta ósk var að ná tökum á meininu sem hún greindist með fyrir tæpum fjórum árum. Þessi fjögur ár erum við búnar að vera mikið saman fyrir utan þessi 36 ár sem við erum búnar að þekkjast. Við áttum ánægjulegar stundir saman síðastliðið sumar og fram að jólum, þegar hún gat puntað sig upp og farið með mér á kaffihús. Hún átti dásamleg jól í faðmi fjöl- skyldunnar sem hún mat mikils. Síð- ustu mánuði dvaldi hún á líknar- deildinni í Kópavogi. Henni leið ekki alltaf vel þegar ég kom til hennar, en ávallt gat ég hresst hana við með því að mála hana og setja hana í fín föt. Fríða vildi ekki láta vorkenna sér og var mjög hörð af sér. Fríða eignaðist tvo drengi, Davíð og Ásgeir, sem voru stolt móður sinnar. Fríða og Sigurður, hennar fyrrverandi mað- ur, urðu strax miklir vinir okkar hjóna, Elínar og Kára. Mér þykir sérstaklega dýrmætt að hafa getað átt með henni síðasta kvöldið fyrir andlát hennar, hvíslað í eyrað á henni og haldið utan um hana. Daginn eftir fór ég til Kaup- mannahafnar ásamt eiginmanni mín- um Kára og fyrrverandi manni henn- ar Sigurði. Bið ég algóðan guð um að styrkja ástvini hennar þá Davíð og Ásgeir, syni hennar, og fjölskyldur og Gunn- ar sambýlismann hennar. Elín Sæunn Ingimundardóttir, Kári Jakobsson, Sigurður Eiríksson,Viðar Kárason og fjölskylda, Ingimundur Kárason og fjölskylda. Hólmfríður Davíðsdóttir Elsku amma, þú hefur alltaf verið svo góð við mig, þú ert besta amma sem ég hef fengið. Þú ert það sem hjarta mitt þráir mest. Það verður einmanalegt án þín, amma, ég segi Róbert hvað þú ert góð amma. Þetta var fyrir þig, amma, ég elska þig. Kær kveðj, Kolbrún Marín. HINSTA KVEÐJA Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.