Morgunblaðið - 27.03.2008, Síða 34

Morgunblaðið - 27.03.2008, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Steindór Zóp-hóníasson, fyrr- verandi bóndi og organisti, fæddist í Glóru í Gnúpverja- hreppi 9. júlí 1923. Hann andaðist á Hjúkrunar- og dval- arheimilinu Kumb- aravogi á Stokks- eyri aðfaranótt hins 17. mars síðastlið- ins. Foreldrar hans voru hjónin Ingv- eldur Guðjóns- dóttir, f. á Eyr- arbakka 28.6. 1898, d. 16.1. 1972, og Zóphónías Sveinsson, f. í Bakkakoti á Seltjarnarnesi 3.3. 1891, d. 15.12. 1960. Þau gengu í hjónaband 18.5. 1922 og settust að í Glóru í Gnúpverjahreppi. Þau keyptu jörðina árið 1945 og hlaut hún árið eftir nafnið Ásbrekka. Systkini Steindórs eru: 1) Grétar, f. 4.6. 1925, á heima í Frakklandi, kvæntur Béatrice von Bodenhau- sen, þau eiga einn son; 2) Guðrún vík og starfar við leikskóla. Steindór gekk í Barnaskólann í Ásum í Gnúpverjahreppi. Hann nam við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal veturna 1944 til 1946 og varð búfræðingur með hárri ein- kunn. Hann lærði á orgel hjá Jóni Eiríkssyni í Steinsholti og Kjart- ani Jóhannessyni á Stóra-Núpi. Ungur hóf hann að leysa af sem organisti í Hrepphólakirkju og varð síðar organisti og söngstjóri í Stóra-Núpskirkju 1971 til 1992. Steindór bjó í Ásbrekku með for- eldrum sínum og að föður hans sínum látnum áfram með móður sinni uns þau Bjarney gengu í hjónaband 1967. Eftir það tóku þau hjónin við búi í Ásbrekku og bjuggu þar fram til ársins 1992, er þau fluttu á Selfoss. Steindór og Bjarney skildu 1996. Eftir það bjó hann einn í Heimahaga 6 á Selfossi. Hann vistaðist á Hjúkr- unar- og dvalarheimilinu Kumb- aravogi á Stokkseyri í byrjun júní 2007. Útför Steindórs fer fram frá Selfosskirkju í dag, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í kirkjugarð- inum á Stóra-Núpi. Jóna, f. 18.3. 1927, á heima í Kópavogi, gift Ingimar Rósari Sigurtryggvasyni, hann er látinn; börn þeirra eru fjögur; 3) Ragnheiður, f. 26.8. 1930, búsett á Sel- fossi, gift Stefáni Hauki Jóhannssyni, þau eiga fjögur börn, 4) Unnur, f. 20.3. 1940, gift Hákoni Halldórssyni, þau eiga þrjú börn. Hinn 28.10. 1967 gekk Steindór að eiga Bjarneyju Guðrúnu Björgvinsdóttur, f. 16.1. 1945, dóttur Björgvins Bjarnason- ar og Sigríðar Einarsdóttur, sem bæði voru Rangæingar, en bjuggu í Reykjavík. Bjarney ólst upp í Króktúni í Landsveit hjá hjón- unum þar, Magnúsi Andréssyni og Hafliðínu Hafliðadóttur. Dóttir Steindórs og Bjarneyjar er Ingv- eldur Sigrún Steindórsdóttir, f. 30.8. 1975; hún á heima í Reykja- Ertu búin með gátuna? (Gáta vikunnar í Dagskránni). Þannig hófust samtöl okkar gjarnan í seinni tíð. Stundum var ég búin–og spurði hvort hann vildi vita svarið. Nei, það vildi hann ekki. Vildi glíma lengur og hljóp kapp í kinn – og líkt var með mig ef hann var búinn á undan mér. Steini var bóndi. Hann unni jörð foreldra sinna og var umhugað um að stunda þar búskap. Þau voru mjög samrýmd hann og amma og samstarf þeirra byggðist á trausti og væntumþykju. Ég man hann í fjósinu, úti á túni við slátt, í smalamennsku, í sauð- burði, á hestbaki, við tamningar, við viðgerðir sem oft enduðu hjá Kolla í Hamarsholti og ég fékk að fara með. Steini var skemmtilegur. Hann hafði gott skopskyn og mörg tilsvör hans og orðatiltæki hafa varðveist. Hann var barngóður, hafði gaman af börnum. Við heimilisstörfin var hann lítt liðtækur, enda þess ekki krafist á þeim tíma, en hann átti sér áhugamál sem hélt honum inn- andyra, en það var orgelleikur. Ungur að árum stundaði hann orgelnám hjá Jóni Eiríkssyni í Steinsholti og Kjartani Jóhannes- syni á Stóra-Núpi. Ein af mínum helgustu bernskuminningum er af því þegar hann situr við orgelið og amma syngur með. Árið 1967 verða þáttaskil í lífi hans. Það sumar var eitthvað skemmtilegt að gerast í lífi frænda míns. Hann hvarf stundum á kvöld- in á Willis-jeppanum og kom seint heim. Um haustið giftist hann Eyju sem kom að Ásbrekku og tók til við búskapinn í samstarfi við ömmu. Árið 1992 kjósa þau að bregða búi og setjast að á Selfossi en slíta síð- an samvistum 1996 og mæðgurnar fluttust til Reykjavíkur. Steini bjó áfram í húsi þeirra á Selfossi, keypti sér hesthús og hélt hesta í húsi allt til ársins 2003. Hann eign- aðist marga góða vini sem tengdust hestamennskunni. Hann reið mikið út og má segja að samskiptin við hestana hafi verið hans áfallahjálp í þeim breytingum sem flutningurinn frá Ásbrekku ollu hjá honum. Það veitti honum mikla gleði að hitta fólk á förnum vegi því hann var fé- lagslyndur og margir munu minn- ast hans þar sem hann sat í and- dyrinu í Nóatúni hér á Selfossi á spjalli við fólk. Fyrir u.þ.b. ári síðan lagðist Steini inn á sjúkrahúsið hér á Sel- fossi, náði þó nokkurri heilsu og út- skrifaðist þaðan í júníbyrjun á sl. ári og fluttist á dvalar- og hjúkr- unarheimilið á Kumbaravogi. Þar varð hann frískari með degi hverj- um og fór daglega í gönguferðir. Ég var svo lánsöm að eiga hann að góðum vini. Ef hann vissi að ég var einhvers staðar á ferðinni fylgdist hann með því hvort ég væri ekki örugglega komin heim og var ekki í rónni fyrr en hann hafði full- vissað sig um það. Hann hafði gaman af því að ég skyldi erfa hestadelluna. Svo mikið hafði hann hresst frá því hann kom að Kumbaravogi að hann hafði áhuga á að komast með mér á hest- bak í vor. Við vorum farin að hlakka til en sá reiðtúr verður að bíða til einhvers annars vors í ann- arri veröld. Ég er þakklát fyrir að síðasti kaflinn í lífsbók Steina frænda míns fékk þann endi sem hann hafði ósk- að sér. Vertu sæll. Þú hafðir litla trú á einhverju öðru lífi, en hvar sem þú ert, þar er gaman. Ég vona að ég rati. Ingibjörg Stefánsdóttir. Við andlát Steindórs Zóphónías- sonar, bónda í Ásbrekku, móður- bróður okkar, rifjast upp ýmsar myndir og minningar frá bernsku og unglingsárum okkar sem vel hafa verið geymdar en ekki gleymdar. Við tvö eldri systkinin vorum svo heppin að fá að vera í sveitinni hjá Steina hvert sumar frá því við vorum ung börn. Þá var ekki um sveitaheimsókn að ræða eins og þekkist í dag heldur vorum við komin í sveitina um sauðburð og dvöldum fram yfir réttir. Steini var bóndi af gamla skólanum og bjó með móður sinni sem var amma okkar, Ingveldur Guðjónsdóttir. Steini hafði gengið í bændaskóla á Hólum og átti margar minningar þaðan sem komu fram í frásögnum hans. Það var alla tíð gott að vera í ná- lægð við Steina. Hann var glaðvær og gerði oft að gamni sínu og stríddi okkur góðlátlega en hafði mest gaman af því sjálfur. Hann var afskaplega þægilegur í allri umgengni og aldrei munum við eft- ir að hann hafi skammað okkur eða atyrt fyrir krakkalæti eða prakk- araskap. Hann kom fram við okkur sem jafningja, kenndi okkur að vinna og vildi að við ynnum verk okkar vel. Margar myndir frá þessum bernskuárum koma upp í hugann sem allar tengjast sól og sumri en einnig vakna minningar úr stofunni í Ásbrekku þar sem fólk safnaðist saman á kvöldin til bóka- eða blaðalesturs fyrir tíma sjónvarpsins og hlustaði á útvarp og þá helst á framhaldssögur og framhaldsleik- rit. Kvöldin liðu yfir spilum og spjalli, kaffisopa og einhverju sætu með sem amma galdraði fram. Sterkasta minningin er þó þegar Steini settist við orgelið og amma stóð hjá, hélt sér í hljóðfærið og við sungum. Steini spilaði þá sálma og lög úr „Fjárlögunum“ og amma söng með. Steini var bóndi allt sitt líf en tónlistin átti sterk ítök í hon- um og veitti honum mikla lífsfyll- ingu. Hann hafði tónlistarhæfileika sem hann nýtti þegar færi gafst. Hann varð síðar organisti í Stóra- Núpskirkju og spilaði einnig í öðr- um kirkjum eins og Hrepphóla- kirkju. Við eigum margs að minnast frá bernskuárunum í Ásbrekku og Steina eigum við jafnframt margt að þakka. Það er ómetanlegt að hafa sem barn fengið að alast upp og læra til verka af fullorðnum manni eins og Steina. Að fá að ganga til daglegra starfa í sveitinni við heyskap, smalamennsku eða girðingavinnu eða að fara með hon- um í útreiðartúra um sveitina þar sem þegið var kaffi á nágrannabæj- um. Hann kenndi okkur að vinna og umgangast landið og skepnurn- ar. Hann kenndi okkur nýtni og nægjusemi sem var honum og hans kynslóð í blóð borin. Steini var van- ur að kalla það „bríarí“ og leik- araskap sem ekki gat talist brýn- asta nauðsyn. Þetta eru þau lífsgildi sem hafa mótað okkur í lífi og starfi, sá grunnur sem við byggjum á og leitum til í uppeldi barna okkar í dag. Við kveðjum Steina frænda okk- ar í Ásbrekku með virðingu og þökkum fyrir okkur. Við vottum Ingveldi Sigrúnu dóttur hans samúð okkar. Hvíl þú í friði. Heiðrún, Sverrir og Hörður Hákonarbörn. Ég kynntist Steina frá Ásbrekku þegar hann var kominn yfir sjö- tugt, þá nýlega fluttur á Selfoss. Það var árið 1995. Mamma og pabbi höfðu kynnst honum rétt áð- ur og hann var farinn að kíkja til þeirra í heimsókn. Sá vinskapur átti eftir að vinda upp á sig og varð hann mikill og velkominn heima- gangur hjá foreldrum mínum. Steini var rólegur maður. Hann flutti úr sveitinni á mölina og fannst hlutskipti sitt ekki mjög já- kvætt. Fannst hann ekkert sjá frá sér „… fyrir helvítis skógi!“ og var þá að vitna til trjánna í garðinum sínum. Hann sat gjarnan í Kaup- félaginu og fylgdist með fólkinu sem kom þar inn. Oft hitti hann einhverja sem hann þekkti, gömlu sveitungana eða aðra kunningja sem settust hjá honum og færðu honum fréttir eða ræddu um mál- efni sem hann hafði gaman af. Mig grunar að þar hafi hann og faðir minn hist fyrst og fundið félaga og vin hvor í öðrum. Mamma var mikil hestakona og það leið ekki á löngu áður en Steini fór að fara með henni á hestbak. Þá fyrst lifnaði nú yfir karli. Við gát- um útvegað honum hest sem hent- aði honum og hann fór að ríða út sér til skemmtunar oft í viku. Áður en langt um leið var hann búinn að eignast þrjá hesta, kaupa sér hest- hús og farinn að ríða á milli bæja. Þetta stundaði hann af mikilli ánægju í nokkur ár og hann fór í mjög merkilegt ferðalag eitt sum- arið þegar hann reið með þjóðvegi 1 frá Selfossi austur fyrir Kirkju- bæjarklaustur án þess að vera með nesti eða hafa útvegað sér gistingu nokkurs staðar á leiðinni. Því miður get ég ekki nefnt bæina sem hann bankaði upp á og bað um gistingu eða kaffisopa. En honum var alls staðar vel tekið og fyrir það ber að þakka. Gestrisni íslenskra sveita- heimila er enn til staðar. Okkur leist ekki vel á þetta ferðalag hans Steina og löttum hann á allan hátt. En hann glotti bara í kampinn og sagði: „Nú ég drepst þá bara!“ Það var mjög stoltur Steini sem kom til baka eftir 10 daga ferð og gaf okk- ur öllum langt nef. Við Guðlaugur sonur minn hjálp- uðum Steina að slá garðinn hans í nokkur sumur. Alltaf var Steini kominn út að raka með okkur og hjálpa til við „heyskapinn“. Og mik- ið varð hann ánægður ef við þáðum hjá honum kaffi og með því á eftir. Steini var skarpgreindur og stál- minnugur. Hægt var að fletta upp í honum eins og alfræðiriti. Hann var ættfróður og mikill húmoristi auk þess að hafa góða tónlistar- hæfileika og hafði verið organleik- ari kirkju sinnar í mörg ár. Átti hann orgel sem hann spilaði oft á sjálfum sér og öðru fólki til skemmtunar. Það var gaman að tala við hann og hann tók vel gríni. Ég held að vinátta foreldra minna við Steina og hestarnir sem hann eignaðist hafi fært gleði inn í líf hans, ekki síður en að vinátta hans hafi glatt þau. Ég veit að hestarnir færðu honum margar gleðistundir. Það var líka glatt á hjalla þegar Steini kom í heimsókn, hann var góður vinur og ég er ánægð og stolt yfir að hafa fengið að kynnast honum. Það er með mikilli virðingu sem ég kveð Steina frá Ásbrekku og þakka honum fyrir samfylgdina. Hvíl í friði. Hulda Brynjólfsdóttir. Steindór Zóphóníasson ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR ÞORVARÐARSONAR, Fannafold 127a, Reykjavík. Hólmfríður Gísladóttir, Rósa Magnúsdóttir, Pétur Eysteinsson, Þ. Hjalti Magnússon, Sigríður María Sverrisdóttir, Steinunn Magnúsdóttir, Georg Eggertsson og afabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur, tengda- sonur, bróðir og mágur, SIGURÐUR SVEINN MÁSSON, síðast til heimilis í Vilnius í Litháen, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju föstudaginn 28. mars kl. 13.00. Vaida, Samúel Másson og fjölskylda, Fanný Guðbjörg Guðmannsdóttir, Jón Guðmann Jónsson, Halldóra Elín Magnúsdóttir og Guðmundur Sæmundsson, Valdís Magnúsdóttir og Unnsteinn Hermannsson, Sólveig Fanný Magnúsdóttir og Hallgrímur H. Gröndal og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og kær vinkona, SIGURJÓNA SIGURJÓNSDÓTTIR, áður til heimilis að Smáratúni í Þykkvabæ, sem lést á heimili sínu, Hólavangi 9, Hellu, laugardaginn 15. mars, verður jarðsungin frá Þykkvabæjarkirkju föstudaginn 28. mars kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Heimir Hafsteinsson, Særún Sæmundsdóttir, Friðsemd Hafsteinsdóttir, Jón Thorarensen, Sighvatur Borgar Hafsteinsson, Una Aðalbjörg Sölvadóttir, Kristborg Hafsteinsdóttir, Nói Sigurðsson, Sigrún Linda Hafsteinsdóttir, Steinar Sigurgeirsson, Bryndís Ásta Hafsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn, Pálmi Viðar Samúelsson. ✝ Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, MÓEIÐUR HELGADÓTTIR frá Selfossi, sem lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu miðvikudaginn 12. mars, verður jarðsungin frá Selfosskirkju föstudaginn 28. mars kl. 13.30. Helgi Garðarsson, Kristín Ólafsdóttir, Haukur Garðarsson, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, Þorvarður Örnólfsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.