Morgunblaðið - 27.03.2008, Page 36

Morgunblaðið - 27.03.2008, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Orð geta aldrei lýst því sem rann í gegnum huga minn þegar ég fékk fréttirnar að elsku Ásta væri látin. Það voru for- réttindi að hafa fengið að kynnast Ástu og Binna og þeirra fjölskyldu þegar ég var 19 ára gömul og hóf störf á VSÓ. Heimili þeirra stóð mér strax opið og fljótt fannst mér ég vera ein af fjölskyldunni enda farin að kalla Ástu stundum varamömmu mína. Þegar við Inga Lillý urðum góðar vinkonur varð ég enn ríkari því þar átti ég orðið varasystur líka eins og við grínuðumst svo oft með. Minnisstætt er þegar fjölskyldan bauð mér og systur minni fyrir mörgum árum í páskamat þar sem foreldrar okkar voru erlendis. Það var ekki að ástæðulausu sem manni fannst maður vera einn af fjölskyld- unni. Það er svo margt sem brýst fram í hugann á þessari stundu en að reyna að koma því öllu á blað er held- ur erfiðara. Þær eru óteljandi stund- irnar sem við áttum þar sem við unn- um náið saman og svo allt þar fyrir utan. Geislandi og jákvæð, sönn og traust, þannig var Ásta. Alltaf hægt að leita til hennar ef eitthvað bjátaði á og alltaf tókst henni að sjá jákvæðu hliðarnar á öllu. Ég er henni óend- anlega þakklát fyrir allt sem ég lærði af henni, og fyrir einstaka vináttu. Minningarnar sitja eftir, um ein- staka konu sem gaf svo mikið af sér og sýndi svo mikið æðruleysi að ekki var annað hægt en að hrífast með. Með sáran söknuð í hjarta og þakk- læti fyrir allar yndislegu stundirnar okkar kveð ég yndislega konu sem verður ávallt í hjarta mér. Elsku Binni, Inga Lillý, Auður, Bjarni, tengdabörn, foreldar og systkini, megi algóður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Guð blessi ykkur öll. Ester Ottesen. Í dag kveð ég með söknuði góða vinkonu mína og fyrrverandi sam- starfsfélaga. Ég kynntist Ástu fyrir 25 árum þegar ég byrjaði á VSÓ, þá 16 ára gömul. Ásta varð strax mín stoð og stytta og gat ég alltaf leitað til hennar, hún leiðbeindi mér og gaf mér góð ráð. Eftirminnileg er fyrsta árshátíðin okkar hjóna með Ástu og Binna í Luxemborg, þar tóku þau okkur undir sinn verndarvæng og kenndu okkur margt um mat og vín sem við búum enn að. Í miklu uppá- haldi hjá okkur Ástu voru hvít- lauksristaðir sniglar sem varð síðan forrétturinn okkar Ástu. Í einni árshátíðarferðinni vorum við að skoða dýrt ljós þegar Ásta sagði „Takið bara lán, þetta redd- ast“. Þessa setningu höfum við hjón- in oft notað í gegnum árin. Á síðustu árum var sushi orðið mjög vinsælt hjá okkur vinkonunum og sátum við löngum stundum saman, spjölluðum og borðuðum sushi út í eitt. Ég á margar skemmtilegar og ljúfar minningar um Ástu og var hún alltaf hress, glöð og jákvæð og er ég þakk- lát fyrir þær góðu samverustundir sem ég átti með henni í gegnum árin. Elsku Binni, Auður, Inga Lillý, Bjarni, tengdabörn og fjölskylda, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðrún og Jón. Elskuleg vinkona okkar Ásta Ingvarsdóttir er látin eftir langvar- andi og erfið veikindi. Við kynntumst fyrst Ástu og Brynjólfi í kringum 1980 þegar dæt- ur okkar Auður og Dagný voru sam- an í leikskólanum Kvistaborg og Ásta Ingvarsdóttir ✝ Ásta Ingv-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 4. nóvember 1955. Hún andaðist á heimili sínu í Reykjavík 13. mars síðastliðinn og var jarðsungin frá Bústaðakirkju 25. mars. voru þar bestu vinkon- ur. Fljótlega urðu kynni okkar við Ástu og Brynjólf að góðum vinskap sem staðið hefur óslitinn síðan. Þau eru orðin ótelj- andi skiptin sem við höfum átt saman ánægjulegar stundir með þeim hjónum og börnum þeirra á heim- ilum okkar, í ógleym- anlegum veiðiferðum og á ferðalögum inn- anlands og erlendis. Ávallt hafa þetta verið ánægjulegar stundir og minnisstæðar. Gestrisni þeirra hjóna hefur alltaf verið einstök og það var sérstaklega á heimili sínu sem Ásta naut sín best við að gleðja og skemmta vinum og ættingjum. Oftar en ekki var það Ásta sem átti frumkvæðið að því að kalla fólk saman og skipuleggja hin- ar ýmsu uppákomur. Alltaf hafa þessar samverustundir verið skemmtilegar og minnisstæðar með Ástu í broddi fylkingar með sitt fal- lega bros og léttu lund. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum Ástu. Við þökkum henni fyrir öll árin sem við höfum fengið að njóta vináttu hennar og sendum þér elsku Binni, börnum og öðrum að- staðendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Elínborg og Franklín. Fallin er frá Ásta Ingvarsdóttir. Ástu og Brynjólfi eiginmanni hennar kynntumst við fyrir um 25 árum síð- an. Það var fljótlega ljóst að þar fóru samhent hjón. Hjá þeim var alltaf stutt í gleðina og kærleikan. Fyrir þeim var lífið ekki vandamál heldur til þess að njóta. Þau voru ófá mat- arboðin og veislurnar sem þau héldu fyrir vini og vandamenn og þá var ætíð galdrað fram það besta. Við hjónin minnumst sérstaklega skemmtilegra ferða með þeim hjón- um og öðrum vinum í Andakílsá þar sem gist var í litla veiðihúsinu. Þó pláss væri ekki mikið komust allir að sem vildu og alltaf var glatt á hjalla. Ásta var einstaklega ljúf kona og hafði góða nærveru. Þrátt fyrir erfið veikindi var alltaf stutt í bjarta bros- ið hennar. Þannig lét hún veikindin ekki stjórna lífi sínu heldur naut þess á sinn hátt með aðstoð Brynj- ólfs og fjölskyldu sinnar sem var henni mikils virði. Við viljum með þessum fátæklegu orðum þakka samfylgdina og vottum Brynjólfi, börnum þeirra hjóna, for- eldrum og systkinum okkar innileg- ustu samúð. Guðni Á. Haraldsson og Stefanía Jónsdóttir. Stórt skarð hefur verið sorfið í ís- lensku þjóðina við fráfall hennar Ástu stóru, eins og krakkarnir köll- uðu hana, því ófáar stúlkur voru skírðar eftir henni. Betra viðurnefni átti vart við því allt sem Ásta gerði bar vott um smekkvísi og glæsileika. Veislurnar, veiðiferðirnar, utan- landsferðirnar, svo ekki sé minnst á hlutina sem skiptu mestu máli, þ.e.a.s. fjölskylduna, heimilið og vinnustaðinn þar sem hún var á öll- um vígstöðvum hrókur alls fagnaðar. Ung kynntist hún eiginmanni sínum, Binna, og samheldnari hjón fyrir- finnast hvergi á byggðu bóli. Sam- band þeirra bar glæstan ávöxt í börnum þeirra, Auði, Ingu Lillý, og Bjarna, sem sýnt hafa einstakan styrk og þrautseigju í öllu þessu erf- iða ferli. Þau hafa, ásamt Binna, staðið við hlið Ástu eins og klettar í þessum átakanlegu veikindum. Minning um einstaka konu mun lifa með okkur um ókomna tíð og sú vissa að systurnar Ásta og Rebekka munu umvefja litlu frænku sína, Em- ilíu Líf, með hlýju og kærleika í Himnaríki styrkir okkur öll. Kæra stórfjölskylda, ég votta ykk- ur mína dýpstu samúð. Pétur Óli Pétursson. Elsku Ásta, þetta er nokkuð sem ég hafði aldrei hugsað um að ég yrði að gera, það er að skrifa kveðjubréf til þín. Við hjónin sitjum hér og erum að rifja upp vinskap okkar en við höfum verið samrýnd í 35 ár. Margt höfum við gert saman í gegnum tíðina og eigum við fullt af góðum minningum, ég gæti haldið endalaust áfram ef ég ætlaði að rifja þær allar upp þannig að hér ætla ég bara að stikla á stóru. Við fórum í ófáar útilegurnar og sumarbústaðaferðirnar saman, leiðir okkar lágu vestur, austur, norður og suður en yfirleitt þurfti nú samt að vera á eða vatn nálægt því aldrei var veiðistöngin langt frá. Fyrst vorum það bara við hjónin en síðan fjölgaði í hópnum þegar börnin okkar komu og þar vorum við samstiga eins og í svo mörgu öðru, fyrst komu stelpurnar okkar ’76 síð- an miðbörnin ’79-’80 og síðan yngstu börnin ’85. Ég hef ekki tölu á öllum spilakvöldunum okkar en man samt þegar við tvær ákváðum að setja þúsund krónur á borðið í hvert sinn sem við spiluðum og að þeir sem töp- uðu þurftu að borga og yfirleitt voru það nú strákarnir sem borguðu og úr þessu bjuggum við til ferðasjóð og já, við getum sagt að það hafi verið farið í margar utanlandsferðir fyrir þenn- an sjóð. Við getum sagt að það hafi verið ákveðin verkaskipting í öllum okkar ferðum, Binni var kokkurinn en Ásta var verkstjórinn, sósur, salat og meðlæti sá Ásta um, með sinn ein- kæru snilld. Allar matarveislurnar á heimili þeirra hjóna voru snilldarlega fram- kvæmdar og það var hrein unun að fylgjast með þeim hjónum saman í eldhúsinu. Og allan okkar vinskap bjuggum við yfirleitt í göngufæri hvor við aðra, fyrst í Kvistalandinu, síðan Breiðholtinu og nú síðast í Hamra- hverfinu. Aldrei sá ég hana Ástu skipta skapi eða nöldra um nokkurn skap- aðan hlut, alltaf var hún jafn hress, kát og yndisleg. Þetta ár, sem er rétt byrjað er bú- ið að vera erfitt fyrir alla fjölskyld- una, því Rebekka systir Ástu lést hinn 12. febrúar og síðan Ásta, núna hinn 13. mars síðastliðinn. Við kveðjum þig nú, elsku vin- kona, þú munt ávallt lifa í hjarta okk- ar Elsku Binni, Auður, Inga Lilly, Bjarni, Ingvar, Steinunn og aðrir ástvinir, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Unnur og Gísli. Ég kynntist henni Ástu gegnum Unni móður mína. Mín kynni af Ástu voru að hún var mjög góðhjörtuð kona, alltaf þegar að maður hitti hana ljómaði hún af gleði. Ég á margar minningar um Ástu og fjölskyldu hennar. Það var alltaf líf og fjör þegar að fjölskyldan mín og hennar fórum í sumarbústaði og útilegur. Ásta var mín sterkasta hetja, hún barðist lengi við veikindi sín og hún gerði það alltaf á sínum jákvæðu nótunum. Það var svo gott að fá að knúsa hana og tala við hana. Hún var líka alltaf til í að gefa manni ráð og var alltaf tilbúin að hlusta á mann. Ég kveð hana Ástu baráttu- konu. Elsku Binni, Auður, Inga Lillý, Bjarni, Steinunn, Ingvar og aðrir ástvinir, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Ragnhildur. Besta Ásta mín. Þú varst svo góð að leyfa öllum að koma heim til þín, alltaf. Í heita pottinn hjá ykkur afa Binna og grilla kjúkling og halda veislur. Þú og Rebekka amma fóruð með mér að gefa öndunum brauð, það var sko skemmtilegt. Ég sakna ykk- ar, þið voruð svo góðar auka- ömmur. Ég hugsa svo mikið um ykkur báðar, gott að þið eruð saman. Við hittumst í himnaríki seinna. Ég elska þig endalaust, Ásta amma, Markús Sólon (litli frændi). HINSTA KVEÐJA Hann Hjalli vinur minn lést í síðustu viku 87 ára gamall eftir löng og erfið veikindi. Kynni okkar hófust á mínum fyrstu ævidög- um vestur á Bíldudal. Þar bjuggum við með eitt hús á milli. Hann í Ásgarði og ég og foreldrar mínum í Arnarhóli. Hjálmar var gift- ur föðursystur minni Svandísi og bjó með henni og börnum þeirra þeim Jakobi, Mörtu og Heru í reisulegu hvítu húsi sínu sem stóð efst við Mar- íubrekkuna á Bíldudal. Frá þeim tíma er ég fór að muna eftir mér minnist ég þess að hafa verið heimagangur á því heimili. Þar átti ég í raun nokkurs konar annað heimili öll þau ár er fjölskylda mín bjó á Bíldu- dal. Við Hjalli urðum strax vinir enda var það létt verk að vingast við hann. Hjálmar var sérlega glaðlyndur mað- ur, barngóður og hafði lag á að tala með sínum glaðlega svolítið stríðnis- lega tón við okkur strákana. Gott var fyrir lítinn stubb að koma til þeirra Hjalla og Svandísar og finna þeirra hlýju og vinarhug þegar hann þurfti á að halda. Hjálmar vann lengst af sem verk- stjóri í frystihúsi bæjarins þann tíma er við bjuggum fyrir vestan og fórst það vel úr hendi. Þar nýttist honum hans góða geðslag og hæfileiki til að umgangast og sinna fólki. Alltaf var litlum fjörulalla vel tekið ef hann ráf- aði inn á kontór til Hjalla í frystihús- inu og stundum kvaddur með túkall í hönd þótt síðar meir hafi mig grunað að það hafi verið til að kaupa vinnu- frið. Mikil og náin samskipti voru og eru milli fjölskyldna Hjalla og Svandísar frænku og minnar. Um tíma að sum- arlagi bjó ég hjá þeim í Ásgarði meðan foreldrar mínir ferðuðust og á ég það- an margar mínar bestu æskuminning- ar. Síðustu árin fór heilsu Hjalla hrak- andi með ýmsum áföllum. Glaðlyndi hans og æðruleysi í þeim erfiðleikum sem og þrautseigja þurfti ekki að koma okkur hinum sem þekktum hann að óvörum. Hans er sárt saknað. Blessuð sé minning hans. Ásmundur Jónasson. Látinn er móðurbróðir minn, Hjálmar Ágústsson. Þegar Jakob hringdi í mig að morgni 14. mars og tjáði mér að pabbi hans væri allur leit ég út og sá sólina glampa á Bíldudals- vog, komu mér þá þessar ljóðlínur Hafliða í hug, Bíldudalur, Bíldudalur stöðum ertu flestum fegri. Friðsælli og yndislegri, ástkær ertu mér. Þegar þau Hjalli frændi og Svandís fluttu héðan frá Bíldudal snemma á 8. áratugnum sagði móðir mín við mig: Nú slitnaði einn strengur í viðbót. Ég sá blika á tár, en hún mamma var ekki mikið fyrir að flíka tilfinningum sín- um. Henni þótti undurvænt um Hjalla bróður sinn. Þegar vélskipið Þormóð- ur fórst með manni og mús 17. febrúar 1943 fórust foreldrar Hjalla og mágur hans, Gísli Guðmundsson, faðir minn. Með skipinu fórst 31. Þetta hörmu- lega slys hafði mjög afdrifaríkar af- leiðingar fyrir Bíldudal. Kannski má segja að staðurinn hafi aldrei náð sér á strik eftir þetta. Vorið 1943 fluttu Valhallarsystkinin í Arnarhól, en það hús hafði faðir minn verið að byggja er hann lést. Húsið var langt komið og tókst að ljúka því með hjálp góðra manna. Eins og áður sagði fórst faðir minn með skipinu og vorum við Ági bróðir því föðurlausir en þeir bræður Hjalli, Palli og Jakob tóku við því hlut- verki og má því segja með sanni að þeir bræður hafi gengið okkur í föð- urstað. Hjalli var smiður og teiknari góður og eru til eftir hann margir fal- Hjálmar Ágústsson ✝ Hjálmar Ágústs-son fæddist á Bíldudal 30. maí 1920. Hann lést 14. mars síl. og var útför hans gerð frá Grens- áskirkju 25. mars. legir smíðisgripir ásamt myndum frá æskuslóð- unum. Mér er það í bernskuminni að hann smíðaði skip fyrir okkur bræður í hlíðinni fyrir of- an Ásgarð, húsið sem hann byggði fyrir hana Svandísi sína. Í skipi þessu áttum við bræður ásamt vinum okkar margar ánægjustundir, hafðu bestu þakkir fyrir það Hjalli minn. Ég minnist með þakklæti sagnanna sem þú sagðir okkur Diddý frænku. Við sátum á baðgólfinu í Arn- arhól og hlustuðum hugfangin á þig, sögurnar samdir þú sjálfur en þú varst sögumaður af Guðs náð. Ég þakka líka fyrir allar ferðirnar á Ými, bátnum sem Gústi afi hafði átt og þú keyptir norðan af strönd og gerðir upp. Þá eru þér þökkuð störf þín við félagsmál hér á Bíldudal. Þú varst mikil félagsvera og hafðir gaman af því að vera þátttakandi í félagsstörf- um og var enginn svikinn af vinnu þinni þar. Þær stundir sem þú áttir á kirkjuloftinu með kórnum veittu þér mikla ánægju, Bíldudalskirkja var ykkur Svandísi mjög kær eins og gjöf ykkar sýndi sem þið senduð á 100 ára afmæli hennar. Ég gæti talið upp svo ótalmargt sem þú afrekaðir hér á sviði félagsmála en það yrði alltof langur lestur. Ég vil þakka þér fyrir störf þín að leiklistarmálum hér á Bíldudal en ég var svo heppinn að fá að leika með þér í einu stykki. Elsku Hjalli, ég veit að þú varst Bílddælingur fram í fing- urgóma og varst með hugann hér hjá okkur allar stundir. Mig langar til að ljúka þessu með orðum Hafliða: Í höfn er bátur bundinn hljóður brátt mun hafinn næsti róður. Lifnar bær til lífs að nýju í ljósi morguns hlýju. Ég og fjölskylda mín kveðjum þig með þakklæti fyrir allar ánægju- stundirnar. Svandísi, börnum ykkar og fjölskyldum þeirra sendum við samúðarkveðjur. Örn. Þau bjuggu á fjórðu hæðinni, Svan- dís og Hjálmar, að Unufelli 31. Fluttu þangað í sumarbyrjun árið 1972 ásamt dætrum sínum Mörtu og Heru. Ásmundur faðir Svandísar kom svo síðar til þeirra í Unufellið. Þetta sumar hófu sjö fjölskyldur búsetu á þessum stað og kom fólkið hvað úr sinni áttinni, einsog sagt er. Tilviljun ein réð því að þessi hópur kynntist á þessum stað. Það hefur oft verið talað um það af fólkinu, sem þarna flutti inn 1972, hversu vel tókst til að framkvæma það sem sneri að sameiginlegum hagsmunum heildar- innar. Svo sem viðhald og umgengni í stigahúsi og viðhald utanhúss. En, til þess að svo megi verða er öllum sam- félögum, stórum og smáum það nauð- synlegt, að hafa styrka forystu. Það skipti ekki máli hvort Hjalli og Svan- dís voru í stjórn húseiningarinnar eða ekki. Það er óumdeilt, þau voru kjöl- festan, hin styrka, en hógværa hönd sem hverju slíku samfélagi er nauð- synlegt. Og nú er komið að kveðjustund. Hann Hjalli vinur okkar er farinn yfir móðuna miklu og við viljum trúa því, að hann muni hitta þá 9 íbúa sem farn- ir eru á undan honum. Þegar ég hugsa til baka og rifja upp samskipti Hjalla við íbúana af yngri kynslóðinni þá sá maður gæskuna og góðvildina um- vefja viðkomandi. Annað sem mér er mjög minnisstætt er, þessi yndislega frásagnargáfa sem hann bjó yfir. Sög- urnar sem hann sagði voru líka fyndn- ar, sumar rosalega fyndnar svo við- staddir voru með verkjum lengi á eftir. Já, stund hánæturinnar er runn- in upp og verkfærin úr hendi fallin. Hinn hæsti höfuðsmiður gefi honum pláss á sínum grænu grundum, þar sem hann má næðis njóta. Við kveðjum hann Hjalla og þökk- um samfylgdina. Elsku Svandís. Þér, börnum þínum og fjölskyldum þeirra sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ragnar, Guðlaug, Sigrún, Atli Bent, Magnús Páll, Guðrún og Þuríður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.