Morgunblaðið - 27.03.2008, Side 37

Morgunblaðið - 27.03.2008, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 37 Vegna mistaka birtist þessi minningargrein með greinum um Helgu Önnu Pálsdóttur laugardag- inn 23. febrúar. Hlutaðeigendur eru beðnir vel- virðingar. Í dag kveð ég ömmu mína með söknuði en einnig gleði yfir því að hún hafi fengið að enda sitt langa lífshlaup á þann hátt sem hún sjálf hafði kosið. Að kveldi dags sofnaði hún svefninum langa, umvafin ást- vinum og kærleik. Ég minnist ömmu minnar með Helga Laufey Júníusdóttir ✝ Helga LaufeyJúníusdóttir fæddist á Rúts- stöðum í Gaulverja- bæjarhreppi í Ár- nessýslu 22. september 1914. Hún lést á Dval- arheimili aldraðra Hrafnistu í Reykja- vík þriðjudaginn 29. janúar síðastliðinn og var jarðsungin frá Fossvogskirkju 7. febrúar. gleði. Hún var mikill húmoristi og sögu- maður. Alltaf var gam- an að sitja hjá henni og heyra sögurnar frá því í gamla daga. Oft sat ég hjá henni og fékk að heyra sögur úr sveitinni hennar og einnig sögur frá því þegar hún flutti til borgarinnar um miðja síðustu öld. Á meðan amma hafði heilsu til fórum við ófáar bæjarferð- irnar saman. Alltaf fannst mér jafn- gaman að fara með ömmu í þessar ferðir, hvort sem var í matvörubúð eða fataverslanir, og enduðum við þá gjarnan á því að fá okkur kaffisopa, hvort sem var á kaffihúsi eða heima hjá ömmu á meðan hún hélt ennþá heimili. Síðustu árin var amma orðin þreytt í líkama sínum en hugurinn og húmorinn var alltaf á sínum stað. Þær eru margar setningarnar sem amma sagði við mig sem ylja mér um hjartarætur þegar ég hugsa til baka og minnist samtala okkar. Hún kall- aði mig ávallt litlu hjálparhelluna sína og lét mig vita oft og iðulega að ég ætti greiðan aðgang í himnaríki. Ég brosi jafnan út í annað þegar ég hugsa til þessara orða því amma var mjög trúrækin og lifði lífinu á þann hátt að hún fengi nú örugglega inn- göngu hjá Lykla-Pétri. Þegar ég eignaðist dætur mínar tvær var mik- ið rætt um hvað þær ættu að heita. Það eina sem hún bað um var að þær myndu heita fallegum nöfnum og kom hún með nokkrar frambærileg- ar tillögur. Stundum sagði hún við mig: „Arna mín. Ekki skíra svo í höf- uðið á einhverju gömlu fólki.“ Þegar dæturnar fengu nöfn, og önnur var skírð í höfuðið á dóttur hennar og hin fékk nafnið hennar, var gaman að sjá brosið sem færðist yfir andlit ömmu. Þá var þetta með að nefna í höfuðið á einhverju gömlu fólki algjörlega gleymt og grafið. Mér fannst svo gaman að geta glatt hana ömmu. Það var alveg sama hversu lítið maður gerði fyrir hana, hún var manni ævinlega þakk- lát. Nú þegar kallið er komið og leiðir skilur get ég ekki annað en kvatt sátt og þakklát fyrir allan þann tíma sem ég átti með ömmu. Í dag kveðjum við frábæra konu sem var bæði falleg að utan sem innan. En eitt er víst að þegar kallið mitt kemur mun amma taka á móti mér við hliðið, því allt sem amma sagði stóðst. Kveðja, þín Arna. ✝ Margrét Auð-unsdóttir fædd- ist í Eystri-Dalbæ í Landbroti í Vestur- Skaftafellssýslu 20. júní 1906. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund 17. mars síð- astliðinn. Hún var dóttir hjónanna Auðunar Þórarins- sonar, bónda í Eystri-Dalbæ, f. á Eystra-Hrauni í Landbroti 11.5. 1858, d. 13.3. 1938, og Agnesar Þorláksdóttur hús- freyju, f. í Þykkvabæ í Landbroti 21.3. 1875, d. 21.1. 1964. Hálf- systkini Margrétar, börn Auð- unar, voru Magnús, f. 6.9. 1882, d. 4.4. 1977, Sigurður, f. 14.8. 1884, d. 16.7. 1956, Guðríður, f. 31.8. 1887, d. 31.1. 1975, Valgerður, f. 12.3. 1889, d. 4.7. 1921, Þórarinn, f. 1890, d. 1891, Þórarinn, f. 15.5. 1892, d. 24.6. 1957, Magnús, f. og Haukur Borg Þórisson, f. 4.4. 1996. Margrét fór til náms í hússtjórn- ardeild Kvennaskólans í Reykja- vík um tvítugt. Hún vann síðan á ýmsum stöðum á landinu sem mat- ráðskona, m.a. á Hótelinu í Borg- arnesi, á heilsuhælinu á Reykjum í Ölfusi, við Reykholtsskóla, á Laugarvatni, við Flensborg- arskóla í Hafnarfirði, Hótelinu á Kirkjubæjarklaustri, Kaffi Höll í Austurstræti og Matstofu Austur- bæjar. Árið 1951 réðst hún í eld- hús Landspítalans og vann þar til stafsloka. Margrét var formaður Starfsstúlknafélagsins Sóknar á árunum 1956 til 1972 eða í sam- fellt 16 ár og tók virkan þátt í bar- áttu verkalýðshreyfingarinnar. Þá sat hún í miðstjórn Alþýðu- sambands Íslands um langt skeið sem og í stjórn Sósíalistafélagsins. Hún vann einnig sjálfboðastörf hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í mörg ár. Margrét var gerð heið- ursfélagi í Menningar- og friðar- samtökum MFÍK 18. okt. 2006. Útför Margrétar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. 1.12. 1893, d. 5.3. 1966, Guðrún, f. 9.8. 1895, d. 3.6. 1973, Guðríður, f. 9.8. 1895, d. 4.1. 1941. Al- systkini Margrétar voru Auðunn, f. 13.11. 1895, d. 22.7. 1990, Steinunn, f. 24.3. 1902, d. 29.6. 1991, og Sigurður, f. 21.12. 1912, d. 13.12. 1999. Sonur Margrétar og Bergsteins Krist- jónssonar, kennara að Laugarvatni, f. 22.3. 1907, d. 20.1. 1996, er Haukur Berg- steinsson, f. 5.5. 1936, kvæntur Rögnu Guðvarðardóttur, f. 17.11. 1934. Börn Hauks og fyrrverandi eiginkonu hans, Málfríðar Steins- dóttur, f. 14.6. 1943, eru Margrét, f. 17.4. 1964, og Agnes, f. 17.4. 1966, gift Þóri Borg Gunnarssyni, f. 29.12. 1968, börn Agnesar eru Sara Indriðadóttir, f. 26.9. 1989, Margrét föðursystir okkar hefur kvatt þennan heim eftir rúmlega ald- ar dvöl. Við kveðjum hana og um leið síðasta meiðinn af kynslóð foreldra okkar. Margrét var fædd árið 1906 austur í Skaftafellssýslu og sleit þar barnsskónum, næst yngst í stórum systkinahópi, sem flest fóru að heim- an mjög ung til að vinna fyrir sér. Sem börn (einnig í Skaftafells- sýslu) minnumst við hennar frænk- unnar í Reykjavík, sem kom og vitj- aði foreldra sinna og æskustöðva. Seinna kom hún með einkasoninn, Hauk til stuttrar sumardvalar, til foreldra okkar, sem þá voru flutt í Mosfellssveit. Margrét gerðist hót- elstýra á ýmsum stöðum sunnan- lands en mörg síðustu ár starfsæv- innar vann hún við Landspítalann. Það gustaði stundum af frænku. Hún tók virkan þátt í félagsmálum og var þar til forustu kjörin. Mörgum rétti hún hjálparhönd, en lét þess aldrei getið. Móðir Margrétar átti hjá henni samastað sín síðustu æviár. Öllum sem heimsóttu þær var tek- ið með mikilli hlýju og gestrisni. Margrét var mikil frænka og hélt góðum tengslum við okkur öll, fylgd- ist með lífshlaupi hvers og eins, til hins síðasta. Við þökkum Margréti langa trygga samfylgd og gleðjumst yfir því að hún þurfti ekki að bíða lengur eftir velkominni hvíld. Blessuð sé minning hennar. Alúð- arkveðjur til Hauks og fjölskyldu. Börn Þórarins Auðunssonar. Magga frænka, eins og hún var nefnd í minni fjölskyldu, var systir Steinunnar móðurömmu minnar. Hún studdi við móður mína og fjöl- skyldu með ýmsum hætti og meðal annars fyrir það naut hún mikillar virðingar hjá mínu fólki. Kannski vegna þessa var ég, strákurinn, hvatt- ur til að koma við hjá Möggu með grænmeti úr skólagörðunum í Vatns- mýrinni. Þetta hafa varla verið meira en fáeinar gulrætur eða þá radísur en Magga tók alltaf vel á móti mér og vorum við góðir vinir upp frá því. Síð- ar meir átti ég eftir að kaupa íbúð í sama stigagangi og Magga á Baróns- stíg 63. Ég kynntist Guðrúnu, konunni minni, þegar ég bjó á Barónsstígnum og fljótlega eftir það fluttum við út á land og síðan í bæinn aftur. Við höfum farið víða eftir þetta en alltaf haldið góðu sambandi við Möggu. Síðastlið- inn vetur bjuggum við austur á landi og ef við áttum leið um Landbrotið á „kristilegum“ tíma hringdum við gjarnan í Möggu og lýstum fyrir henni því sem fyrir augu bar og feng- um sögur af því fólki sem tengdist þessum stöðum. Magga lifði í nútímanum. Þetta má þó ekki skilja sem svo að hún hafi ekki viljað ræða um „gömlu dagana“, hún einfaldlega hafði meiri áhuga á mál- efnum líðandi stundar og hvað hennar fólk var að fást við. Eitt sinn fórum við um næsta nágrenni hennar á Hring- brautinni og skoðuðum verka- mannabústaðina. Það getur verið erf- itt fyrir okkur sem lifum í þessari velmegun sem nú er að skilja hversu mikið framfaraspor þessi fram- kvæmd var. Magga lifði hins vegar þessa tíma og því voru þessar bygg- ingar í hennar huga miklu, miklu meira en gott dæmi um byggingarstíl fjórða áratugarins. Hún fylgdist mjög vel með fréttum og umræðunni í þjóðfélaginu allt fram á síðasta dag. Okkur datt eitt sinn í hug að taka saman sögu hennar, enda vissum við að hennar upplifun á liðnum atburð- um var ekki endilega í samræmi við það sem stóð í skólabókunum. Þetta hugnaðist Möggu ekki og því varð ekki af því. Þrátt fyrir að heyrn og sjón væri farin að gefa sig síðustu ár- in þá kunni hún vel við sig á Grund. Þar naut hún góðrar umönnunar og færum við starfsfólki Grundar og Litlu-Grundar þakkir fyrir gott starf. Við kveðjum Möggu frænku með söknuði og virðingu. Hún lifði og tók virkan þátt í þjóðfélaginu á mestu umróta- og breytingatímum þessa lands. Það eru forréttindi að hafa kynnst henni og fengið að deila með henni hluta ævinnar. Sigurður Sigurðsson, Guðrún Reykdal. Margrét Auðunsdóttir er látin en hún var 101 árs. Hún var Skaftfell- ingur að uppruna og stolt af því. Mín kynni af Margréti hófust þegar ég var kjörin formaður Sóknar árið 1987 en hún hafði verið formaður Sóknar á tímabilinu 1956–1972, lengst allra sem það starf tóku að sér, í 16 ár. Margrét var alla tíð mjög hlynnt Sókn og kynntumst við þegar hún sótti nokkra fundi og kom í ferðir og 1. maí kaffið. Hún hafði unnið á Landspítalanum og kom þar til starfa í eldhúsinu. Þar vantaði að- stoðarráðskonu. Hún hafði mikla reynslu á því sviði, hafði unnið á hót- elum og heimavistum og segir sjálf í viðtali í Afmælisriti Sóknar 1994: „Þegar ég var ung stúlka fór ég í hús- stjórn Kvennaskólans í Reykjavík og vann mikið við matreiðslu, en þannig vildi til að í september 1951, er ég hafði unnið á ýmsum veitingahúsum í Reykjavík, lenti ég í millibilsástandi. Á Landspítalann vantaði aðstoðar- ráðskonu en þar gekk eitthvað illa að halda í aðstoðarráðskonur. Ég var aðallega að hugsa um launin en í þá daga voru ráðskonur nokkuð vel launaðar enda voru þær sem kunnu að laga mat eftirsóttar til vinnu. Ég lagaði almenna fæðið, fékk mín laun en velti því ekki fyrir mér hvar ég var skráð í verkalýðsfélag.“ En af- skipti Margrétar hefjast í alvöru af félaginu árið 1952. Í desember það ár var langt og strangt verkfall sem leystist ekki fyrr en rétt fyrir jól. Sókn hafði ekki farið í verkfall á sjúkrahúsunum en þegar upp var staðið eftir verkfallið sat fólk uppi með að launahækkunin var uppurin í hækkun á fæðisgjaldi. Það varð við það mikil sprenging og úr varð mikil deila. Þegar lítið gekk að leysa hana beitti Margrét sér fyrir harðorðri ályktun á félagsfundi 1953 og svo aft- ur síðar þegar málamiðlunartillaga kom fram og hvatti til að málinu yrði vísað í Félagsdóm. Var það sam- þykkt. Hún hvatti einnig starfsstúlk- ur á Kleppi til að segja upp fæðinu til að skapa þrýsting en sá til að þær fengju fæði annars staðar. Eftir þessi átök var Margrét kosin í samn- inganefnd og varð meðstjórnandi 1953 þó það hafi ekki verið meiningin með því að una ekki óréttlætinu. Margrét var svo kjörin formaður 1956 og í hennar forystu urðu miklar breytingar á félaginu og tók hún til að mynda þátt í að stofna Lífeyris- sjóð Sóknar sem var mikið gæfuspor fyrir félaga en á fyrstu árum sjóðsins sá fólkið ekki hinn raunverulega til- gang að til yrðu eftirlaun í framtíð- inni en þar var horft til langrar fram- tíðar sem fólk er nú að uppskera sem er að fara á eftirlaun. Í upphafi sjóðs- ins sá fólkið hins vegar lánamögu- leika sem var mikil nýjung en fólk átti enga lánamöguleika í gamla bankakerfinu. Margrét hefur notið einstakrar heilsu og höfum við oft hittst í sundi á árum áður, en hún var fastagestur í Sundhöllinni árum saman og taldi það vera allra meina bót að synda en því hélt hún áfram eftir að hún flutti á Grund í lauginni þar. Minnisstætt er ferðalag sem hún fór í með Sókn til Færeyja sumarið sem hún varð 85 ára en afmælið var í ferðinni sem hún naut afar vel. Horfin er mætur félagi. Hafðu þökk fyrir þín mikilvægu störf. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fyrrverandi formaður Sóknar. Elsku Magga frænka. Nú ertu búin að fá hvíldina sem þú varst farin að bíða eftir. Okkur lang- ar til að þakka þér fyrir örlætið og hjálpsemina í gegnum árin og þá sér- staklega við hann bróður þinn Sigga Auðuns, afa okkar. Þú varst honum ómetanleg stoð og hjálp eftir að amma dó 1973. Komst austur í Hveragerði ár eftir ár og tókst til hendinni og þá sérstaklega er sauðburður, réttir og sláturtíð var. Þú bakaðir, eldaðir, stjórnaðir sláturgerð, en það voru tekin ansi mörg slátur í skúrnum og í eldhúsinu heima undir þinni stjórn. Þér féll aldrei verk úr hendi, varst iðin eins og lúsin. Það var gaman að horfa á þig vinna og lærdómsríkt og lifum við á því í dag. Heitar stjórmálaumræður sköp- uðust mjög oft við eldhúsborðið og þú hafðir svo sannarlega þínar skoð- anir á hlutum alveg fram að því síð- asta. Þú gast æst upp mann og annan og svo hlóst þú er þér tókst það. 102 ár eru löng ævi. Þú varst einn af síð- ustu fulltrúum þinnar kynslóðar sem dugnaður og æðruleysi einkenndi og þú varst líka einn af fánaberum hennar. Við söknum öll þessarar kynslóðar. Undir það síðasta varstu orðin hálfþreytt á þessum háa aldri og sagðir í alvöruþrungnu gríni sem þér var einni lagið: „Ég veit ekki hvað ég hef gert af mér til að herrann þarna uppi hafi gleymt mér því ég er orðin allt of gömul.“ Eitt viljum við segja að skilnaði, það var gott að fá að hafa þig allan þennan tíma. Vegir guðs eru órannsakanlegir. Með innilegu þakklæti til þín, Magga mín. Guð geymi þig . Sigrún Birna Dagbjartsdóttir og fjölskylda, Sigurður V. Dagbjartsson. Margrét Auðunsdóttir Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Sveinfríður S. Jóhannesdóttir ✝ Sveinfríður S.Jóhannesdóttir fæddist á Ísafirði 7. júní 1947. Hún lést á gjörgæslu Landspít- alans í Fossvogi 5. mars síðastliðinn. Útför Sveinfríðar fór fram frá Dóm- kirkjunni 13. mars sl. Jarðsett var í kirkjugarðinum við Garðakirkju. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Hinrik, Matti, Sigrún, Kristín og fjölskyldur. Á raunastund send- um við ykkur innilegar samúðarkveðjur. Minning um yndislega konu mun lifa í hjört- um okkar allra um ókomna tíð. Guðrún Kvaran og Hulda Björk Finnsdóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.