Morgunblaðið - 27.03.2008, Síða 41

Morgunblaðið - 27.03.2008, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 41 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9- 16.30, jóga kl. 9, boccia kl. 10, út- skurður og myndlist kl. 13-16.30, Grandabíó kl. 13.30-15. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15, opin smíðastofa og handavinnustofa kl. 9-16.30, boccia kl. 9.30, helgistund kl. 10.30, leikfimi kl. 11, myndlist kl. 13.30. Uppl. í síma 535-2700. Bólstaðarhlíð 43 | Bingó kl. 13.30, hárgreiðsla, böðun, lífsorkuleikfimi, handavinna, myndlist, morgunkaffi/ dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður, bókband, kaffi. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids spilað kl. 13. Félag kennara á eftirlaunum | EKKÓ-kórinn æfir í KHÍ kl. 17-19. Nýj- ar raddir velkomnar, bókmennta- klúbbur á neðstu hæð í Kennarahúsi kl. 14-16. Félagsheimilið Gjábakki | Ramma- vefnaður, almenn leikfimi og málm- og silfursmíði fyrir hádegi, bókband og róleg leikfimi kl. 13, myndlist- arhópur að störfum kl. 16.30 og dönskukennsla kl. 16-18, 2 hópar. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handavinna kl. 9, ganga kl. 10 og síðan hádegisverður, handavinna og brids kl. 13, jóga kl. 18.15. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Bókband kl. 10, gönguhópur kl. 11, vatnsleikfimi kl. 12.40, karlaleikfimi messan einkennist af kyrrð og ein- faldleika. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun, málsverður í safnaðarsal eftir stundina. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Vinafundur er í Setrinu kl. 14-16. Rifjaðar upp gamlar minningar, við- horf og skoðanir, rætt um hversdag- inn og trúna, reynt að koma auga á hið heilaga í því hversdagslega, Kristín sér um kaffið. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bænastund í kaffisal kirkjunnar kl.20 og á sama tima er einnig grunn- fræðsla um kristna trú. Þar er farið í grunnspurningar um hvað kristnin snýst, báðar stundir eru opnar öll- um. KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUM kl. 20. Heimsókn í Grens- áskirkju. Umsjón hafa Sr. Ólafur Jó- hannsson og Willy Petersen. Allir karlmenn eru velkomnir. Neskirkja | Foreldramorgunn kl. 10, kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lár- usdóttir. Foreldramorgnar eru alla fimmtudaga kl. 10-12. Vídalínskirkja Garðasókn | Bibl- íulestur kl. 21, opin öllum. Verið er að lesa Rómverjabréfið, kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 22, bæn er lífs- leikni. Tekið er við bænarefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fóta- aðgerðir kl. 9-10, boccia kl. 9.15-14, aðstoð v/böðun kl. 9.15-15.30, handavinna kl. 10-12, spænska framh. kl. 11.45, hádegisverður, kór- æfing kl. 13, leikfimi kl. 14.30, kaffi- veitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bókband, glervinnsla, morgunstund, boccia, handavinnustofan opin, hár- greiðslu og fótaaðgerðastofan opin allan daginn, upplestur kl. 12.30, frjáls spilamenska kl. 13. Uppl. í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Bænastund og samvera kl. 10, salurinn opinn kl. 13, leikfimi kl. 13.15, bingó kl. 14. kaffi- veitingar. Kirkjustarf Dómkirkjan | Kvöldkirkjan er opin kl. 20-22. Bænastundir kl. 20.30 og 21.30. Prestur á staðnum. Hægt er að kveikja á bænarkerti og eiga kyrrláta stund. Opið hús í safn- aðarheimilinu Lækjargötu 14a kl. 14- 16, kaffi og spjall. Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar kl. 10-12, samverustund og fyr- irlestrar, kaffi, djús og brauð. TTT fyrir 10-12 ára kl. 15-16 í Víkurskóla. Grensáskirkja | Hversdagsmessa með Þorvaldi Halldórssyni kl. 18-19. Bænin, orð Guðs og altarisganga eru uppistaða messunnar, hversdags- kl. 13, boccía kl. 14, handavinnuhorn og námskeið í bútasaumi kl. 13, smiðja gler og leir kl. 13. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9- 16.30, postulínsmálun kl. 9 16, boccia kl. 10-11, leikfimi kl. 11-12, há- degismatur kl. 12, félagsvist kl. 14- 16.30, kaffi kl. 15-15.30. Hvassaleiti 56-58 | Hannyrðir hjá Jóhönnu kl. 9-16, boccia kl. 10, fé- lagsvist kl. 13.30, kaffiveitingar. Böð- un fyrir hádegi, hádegisverður, hár- snyrting. Hæðargarður 31 | Vorferðin á vit skálda til Akureyrar er 14.-16. maí. Dagskrá í Leikhúsinu Möðruvöllum 15. maí kl. 20. Gist á KEA. Hjördís Geirs og hljómsveit spilar á morgun kl. 13.30 í tilefni 5 ára afmælis Draumadísa og prinsa. Sími 568- 3132. Korpúlfar Grafarvogi | Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug á morgun kl. 9.30 og listasmiðjan á Korpúlfs- stöðum er opin kl. 13-16. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu- stund og spjall kl. 9.45, boccia, karlaklúbbur kl. 10.30, handverks og bókastofa opin, postulínsmálun nám- skeið, kl. 13, boccia kvennaklúbbur kl. 13.30, kaffiveitingar kl. 14.30. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höf- uðborgarsvæðinu | Skák kl. 19 í fé- lagsheimili Sjálfsbjargar á höf- uðborgarsvæðinu, Hátúni 12. 80ára afmæli. Í dag 27.mars verður Alda Guð- mundsdóttir frá Ytri-Skál í Köldukinn áttræð. Alda held- ur upp á afmælið sunnudaginn 30. mars, með veislu í sal Hvamms á Húsavík frá kl. 13. Allir vinir, kunningjar og vandamenn eru velkomnir. dagbók Í dag er fimmtudagur 27. mars, 87. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Hvern þann sem kannast við mig fyrir mönnum, mun og ég við kannast fyrir föður mínum á himnum. (Mt. 10, 32.) Samtökin ’78 hafa, í samstarfi viðHáskóla Íslands, staðið fyrirröð fyrirlestra á vorönn í til-efni af 30 ára afmæli samtak- anna. Á morgun, föstudag, ætlar dr. Oliver Phillips kennari við lagadeild West- minsterháskóla að flytja erindi um mannréttindi og lagaumhverfi samkyn- hneigðra í Zimbabwe og Suður-Afríku: Sexual rights – from marginal to main- stream and to what end? What can we learn from Zimbabwe and South Af- rica? „Von er á mikilli ólgu í Zimbabwe í lok marsmánuðar þegar gengið verður til atkvæða, og Robert Mugabe ann- aðhvort kjörinn sem forseti enn eina ferðina eða loksins velt úr sessi af kjós- endum,“ segir Oliver. „Ef umræðan í landinu er skoðuð ber þó nokkuð á orð- ræðu sem beinist gegn fyrrum nýlendu- veldum og áhrifum þeirra, sér í lagi frá herbúðum Mugabes. Vakti það athygli samkynhneigðra á Vesturlöndum þegar Mugabe lét hafa eftir sér fyrir um ára- tug að „samkynhneigðir væru verri en svín og hundar“, auk þess að hann hélt því fram að samkynhneigð fyrirfyndist ekki í Afríku, og væri sjúkdómur hvíta mannsins, sem borist hefði til álfunnar með spilltum nýlenduherrum.“ Ganga fram fyrir skjöldu Oliver segir yfirlýsingum Mugabes m.a. hafa verið ætlað að storka vest- rænum hugmyndum um mannréttindi, en innan Zimbabwe hafi þessi yfirlýsing haft ógnvænlegar afleiðingar, og ein- staklingar sem ekki voru gagnkyn- hneigðir gátu orðið fyrir barðinu á of- beldi, og hommahatri: „Um leið gerðist það að nýr kraftur hljóp í hreyfingu homma og lesbía í landinu,“ útskýrir Oliver. „Samtök samkynhneigðra í Zim- babwe höfðu áður fyrst og fremst verið félagslegur vettvangur, en komust nú ekki hjá því að láta til sín taka í póli- tískri og lagalegri umræðu.“ Fyrirlesturinn á föstudag fer fram í stofu 101 í Odda og hefst kl. 12.15. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Heimasíða Samtakanna ’78 er á slóð- inni www.samtokin78.is Jafnrétti | Fyrirlestur á föstudag í Odda um samkynhneigð í Afríku Ósiður nýlenduherra?  Oliver Charles Phillips fæddist í Colchester á Eng- landi 1964. Hann lauk BA-gráðu frá lagadeild Háskól- ans í Höfðaborg 1985, diplóma í frönsku frá Há- skólanum í Nice 1986, BA í afbrotafræði í Höfðaborg 1988, M.Phil í afbrotafræði 1989 frá Cambridgeháskóla og doktorsgráðu frá sama skóla 1999. Oliver hefur starfað við rannsóknir og kennslu frá 1990 í Zimbabwe, Lundúnum og Nýju Jórvík. Hann starfar nú við lagadeild Westminsterháskóla í Lundúnum. Maki Olivers er Dan Cochran og eiga þeir eina dóttur. Fyrirlestrar og fundir Árnagarður | Terry Gunnell fjallar um tengsl norrænna gyðja við mýri og vötn, af hverju mýrarfórnir í Skandinavíu virðast hafa horf- ið um 500 eftir Krist og af hverju svo fá ör- nefni eru eftir sem styðja slík tengsl. Hefst kl. 17.15. Fyrirlesturinn verður á ensku. Landakot | Fræðslunefnd Rannsóknastofu kynnir fræðslufyrirlestur kl. 12.15, í kennslu- salnum á 7. hæð á Landakoti. Ólafur Sam- úelsson, öldrunarlæknir, fjallar um lyf og aldraða. Sent út með fjarfundabúnaði. Nýsköpunarmiðstöð Íslands | Impra á Ný- sköpunarmiðstöð Íslands stendur fyrir kynningarfundi um gildi samþættingar í ný- sköpun (converging technology) kl. 11-12.30. Fyrirlesarar verða Leif Jakobsen og Peter Bjorn Larsen frá Danish Technological Insti- tute. Skráning á osk@nmi.is Sögufélag, Fischersundi 3 | Rannsókn- arkvöld á vegum Félags ísl. fræða, er kl. 20. Ragnhildur Richter, Sigríður Stefánsdóttir og Steingrímur Þórðarson kynna tvær kennslubækur. Þau gera m.a. grein fyrir því hvernig ritin endurspegla hugmyndir um heildstæða móðurmálskennslu í framhalds- skólum. Ættfræðifélagið | Næsti félagsfundur Ætt- fræðifélagsins, verður haldinn kl. 20.30 í húsi Þjóðskjalasafnsins að Laugaveg 162, 2 hæð. Starfsmenn Þjóðskjalasafnsins kynna helstu ættfræðiheimildir safnsins og sýnd verða gömul handrit. Frístundir og námskeið Mímir símenntun ehf | Ensku- og spænsk- unámskeið hefjast í byrjun apríl hjá Mími sí- menntun, upplýsingar og skráning í síma 580-1808 og á www.mimir.is SVISSLENDINGURINN Rosa Rein hélt upp á 111 ára afmæli sitt á dvalarheimili fyrir aldraða í Losano í fyrradag. Rein átti reyndar afmæli degi fyrr, fædd 24. mars 1897. Það má því segja að Rein muni tímana tvenna. Rein er elsta kona Sviss og enn nógu hress til að skála. Reuters Elsta kona Sviss skálar fyrir árunum 111 MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyr- irvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dags- og mánudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að senda á netfangið dag- bok@mbl.is. FRÉTTIR Rangt nafn Rangt var farið með nafn Sigur- laugar Guðjónsdóttur í frétt um þrjú systkin á tíræðisaldri sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT INGIBJÖRG Lilja Ómars- dóttir fé- lagsfræðingur heldur fyr- irlestur heldur á vegum Rann- sóknastofu í vinnuvernd á morgun, föstu- daginn 28. mars 101 kl. 12.15– 13.15, í Háskóla Íslands, Odda. Fyr- irlesturinn nefnist Jafnvægi vinnu og einkalífs – hvernig upplifa starfsmenn samþættingu fjöl- skyldulífs og atvinnu í tengslum við sveigjanleika í starfi? Sveigjanleiki hefur töluvert verið í umræðunni undanfarin ár og í dag gefst starfsfólki ýmissa fyrirtækja og stofnana hérlendis kostur á sveigjanlegum vinnutíma og fjar- vinnu svo eitthvað sé nefnt. Greint er frá rannsókn þar sem markmið var að kanna sveigjanlegt vinnufyr- irkomulag og mikilvægi þess fyrir jafnvægi á milli vinnu og fjöl- skyldulífs. Rannsóknin byggist á eigindlegri aðferðafræði. Því er ekki hægt að alhæfa út frá henni um íslenskan vinnumarkað en hins vegar ættu niðurstöðurnar að geta gefið ágætar vísbendingar um ýmsa þætti varðandi sveigjanleika í starfi, segir í fréttatilkynninu. Rannsóknina vann Ingibjörg Lilja sem lokaverkefni í meist- aranámi í atvinnulífsfélagsfræði frá Gautaborgarháskóla. Vinnan og einkalífið Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir VEGNA fjölda fyrirspurna sem Vodafone hafa borist á und- anförnum dögum, vegna notkunar vefsíðunnar www.thevikingbay.org á vörumerki Vodafone vill fyr- irtækið koma eftirfarandi á fram- færi: Umrædd notkun á vörumerki Vodafone er í óþökk fyrirtækisins. Vodafone hefur ítrekað óskað eftir því að vörumerkið verði fjarlægt af vefsíðunni en án árangurs. Verði ekki orðið við þeim óskum mun Vodafone kæra stjórnendur síð- unnar til lögreglu fyrir athæfið, segir í fréttatilkynningu. Í óþökk Vodafone

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.