Morgunblaðið - 27.03.2008, Side 44
…nauðsynlegt að
hafa konu í leiknu
atriðunum til þess að
minnka táfýluna af þessu
pínulítið… 46
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„HANN var með bókina og hand-
ritið í skoðun,“ segir Snorri Þórisson
hjá kvikmyndafyrirtækinu Pegasus,
en breski kvikmyndagerðarmað-
urinn Anthony Minghella sem lést í
síðustu viku hafði mikinn áhuga á að
gera kvikmynd eftir Sjálfstæðu fólki
Halldórs Laxness.
„Þetta var bara núna fyrir ára-
mótin, og hefur verið í skoðun síðan.
Hann var ekki búinn að taka ákvörð-
un um að gera myndina, en ég taldi
að hann hefði hug á því þar sem
hann var ekki búinn að ýta þessu frá
sér,“ segir Snorri sem hefur kvik-
myndaréttinn að Sjálfstæðu fólki á
leigu. En telur Snorri að Minghella
hefði látið verða af verkefninu?
„Ég þori ekkert að segja neitt til
um það, enda er hann ekki til frá-
sagnar um málið. En þetta var alla-
vega í skoðun á milli okkar.“
Anthony Minghella er hvað þekkt-
astur fyrir The English Patient, en
fyrir þá mynd hlaut hann Ósk-
arsverðlaun sem besti leikstjórinn.
Hann átti einnig að baki myndir á
borð við The Talented Mr. Ripley og
Cold Mountain.
Aðspurður segist Snorri ekki vera
farinn að ræða við fleiri um verk-
efnið. „Maður talar bara við einn í
einu. Þetta er lítill bransi þótt hann
sé stór og fólk fréttir alltaf hvað er í
gangi. Þannig að maður er ekki að
bjóða nema einum í einu að leikstýra
svona mynd,“ segir hann, og bætir
því við að jafnlíklegt sé að innlendir
og erlendir aðilar muni gera kvik-
mynd eftir Sjálfstæðu fólki.
„En ég hef hug á að framleiða
mynd sem fær alþjóðadreifingu, sem
okkar myndir hafa því miður ekki
enn fengið.“
Vildi gera Sjálfstætt fólk
Leikstjórinn Anthony Minghella.
Snorri ÞórissonHalldór Laxness
Hvað gerir Björk á
tónleikunum í Ísrael?
Eins og greint var frá í gær mun
Björk Guðmundsdóttir halda tón-
leika í Ísrael hinn 31. júlí í sumar.
Tónleikar Bjarkar í Sjanghæ í byrj-
un þessa mánaðar vöktu mikla at-
hygli, en þar tileinkaði hún Tíbetum
lagið „Declare Independence“ við
litlar vinsældir kínverskra yfirvalda.
Þá notaði hún sama lag á tónleikum í
Tókýó í febrúar til að lýsa yfir stuðn-
ingi við sjálfstæðisyfirlýsingu Kos-
ovo. Nú er spurning hvort Björk
haldi uppteknum hætti og segi sína
skoðun á hatrammri deilu Ísraela og
Palestínumanna á tónleikunum í Ísr-
ael, en slíkt myndi án efa vekja mikil
viðbrögð víða um heim.
Gunnar Lárus
Hjálmarsson, bet-
ur þekktur sem Dr.
Gunni, virðist ekki
par sáttur við
lagavalið í mat-
vöruverslun Krón-
unnar ef marka
má færslu á bloggsíðu kappans.
„Í Krónunni í gær var verið að
spila Ísland er land þitt í kerfinu.
Álíka viðeigandi og Wonderful life í
gasklefa. Mig langaði mest til að
rífa mig úr fötunum, rífa upp kjúk-
lingabringupakka á 3.000 kr. kílóið,
maka bringum á bringuna á mér og
hlaupa æpandi og gólandi út,“ segir
meðal annars í færslunni.
Yndislegt líf í gasklefa
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
NAFN Morðingjanna gefur í skyn
argandi, bölmóðsríkt pönk og þann-
ig tætti tríóið í gegnum fyrstu plötu
sína, Í götunni minni, árið 2006.
Keyrslunni hefur síst linnt á nýjasta
grip sveitarinnar sem ber nafnið
Áfram Ísland! Pönkrokkið er sem
áður hresst, útúrrokkað, frísklegt
og stuðvænt og textarnir kjarn-
yrtir, gráglettnir og gagnrýnir.
Aukið melódíunæmi er kannski
helsta breytingin. „Hann Haukur er
orðinn alltof góður á gítarinn,“ seg-
ir Atli bassaleikari um félaga sinn
og dæsir, enda lítið pönk í því að
vera virtúós á hljóðfærið sitt.
B-hliðar lag með Pixies
„Þetta má alltént ekki verða of
gott,“ samsinna félagarnir sem búa
yfir einkar heilbrigðu viðhorfi til
listarinnar, bera með sér velkomna
blöndu af alvarlegheitum og væru-
kærð.
„Við erum að þessu fyrst og síð-
ast af því að þetta er skemmtilegt,“
segir Atli. „Við erum ekki nógu
góðir til að spila tónlist en kannski
nógu góðir til að spila pönk. Við
spilum pönk en hlustum kannski
ekkert sérstaklega mikið á það og
erum síst einhverjar alfræðiorða-
bækur um tónlistina. Pönkið lá vel
við þegar við byrjuðum í þessu. Það
stóð til á tímabili að gera þessa
plötu að ska-plötu en þær áætlanir
duttu fljótlega upp fyrir.“
Sveitin á rætur sínar í hipp-hopp-
sveitinni Dáðadrengjum sem sigr-
aði í Músíktilraunum árið 2003. Atli
var þar rappari, Haukur bassaleik-
ari (leysti þar Sindra Eldon af) og
Helgi, trymbill Morðingjanna, barði
einnig bumbur með Dáðadrengjum.
Plötusnúður þeirrar sveitar, Eirík-
ur, eða DJ Gummo, tók þá Áfram
Ísland! upp en um hljóðblöndun sá
Axel „Flex“ Árnason.
Haukur segir að nýja platan sé
soldið „sellát“. „Það eru „lin“ lög
þarna, vænleg til vinsælda en svo
eru reyndar lög þarna sem eru mun
harðari og þyngri en gömlu lögin.
Þetta er svona yin og yang og við
erum líkt og Kurt Cobain að
ströggla við þessa nýtilkomnu
smellasmíði. Við vitum ekki alveg
hvað við eigum að gera við þetta en
röðuðum útvarpshitturunum að
sjálfsögðu fremst á plötuna.“
Þeir félagar hlæja við og Atli lýs-
ir því sem svo að honum hafi fundist
lagið „Ekki í dag“, sem lafir nú efst
á myspace-svæði sveitarinnar, vera
eins og b-hliðar lag með Pixies áður
en hann tók það í sátt.
Stungið á kýlum
Þeir félagar viðurkenna að plat-
an hafi óvart orðið að konseptplötu.
„Eins og nafnið gefur til kynna eru
þetta vangaveltur um ástand Ís-
lands í dag,“ heldur Haukur áfram.
„Þegar maður hlustar langar mann
til að mála sig í framan eins og
handboltabrjálæðingur og setja
upp víkingahjálm.“
Í skondnum textum stinga þeir á
ýmsum kýlum; hin alíslensku og
heimsfrægu fyllerí eru tekin fyrir,
doði og dáðaleysi x-kynslóðarinnar
er sett undir mæliker og Airwaves
hátíðin fær þjóðsöng, lag sem var
lýst sem lélegasta lagi sem samið
hefur verið – í þessu blaði. Strák-
arnir láta sér fátt um finnast og
taka allri umfjöllun fagnandi.
„Mér fannst þetta besta lag árs-
ins 2007 þegar ég var nýbúinn að
semja það,“ segir Haukur og hlær.
„Það er Evróvisjónhækkun og allt.
Vonandi verður Airwaveslagið not-
að á sem flestum þannig hátíðum í
framtíðinni – þetta er eins og að
semja jólalag, örugg spilun á ári
hverju.“
Áfram Ísland! er komin í búðir en
boðið er upp á ýmsar aðrar inn-
kaupaleiðir, og þar hentar verðið
vel í yfirvofandi kreppunni.
Hægt er að hlaða plötunni niður
fyrir litlar 990 krónur og fyrir 1799
krónur er hægt að verða sér út um
plötuna rafrænt og fá gripinn efn-
islega í pósti nokkrum dögum síðar.
Meira morðingja-pönk
Hljómsveitin Morðingjarnir sendir frá sér nýja plötu sem nefnist Áfram Ísland!
Pönkarar Félagarnir Atli, Helgi og Haukur mynda Morðingjana.
-myspace.com/mordingjarnir
-kimirecords.net
■ Lau. 29. mars kl. 14.00
Maxímús Músíkús - Tónsprotatónleikar
Músin Maxímús Músíkus villist inn á æfingu og tónleika hljómsveitar-
innar. Tónleikar í tilefni af útkomu samnefndrar barnabókar Hallfríðar
Ólafsdóttur flautuleikara með myndum eftir Þórarin Má Baldursson
víóluleikara. Valur Freyr Einarsson leikari segir söguna af Maxímúsi,
trúðurinn Barbara lítur við og Maxímús sjálfur kemur í heimsókn. Á
efnisskránni eru m.a. Bolero eftir Ravel og fyrsti kaflinn úr fimmtu
sinfóníu Beethovens. Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson
■ Fim. 3. apríl kl. 19.30
Einstakur gestur
Robert Levin er einhver merkasti tónlistarhugsuður okkar tíma. Hann
leikur píanókonsert nr. 3 eftir Beethoven og spinnur sína eigin
kadensur.
■ Fös. 4. apríl kl. 21.00
Heyrðu mig nú!
Öðruvísi upplifun af sinfóníutónleikum. Stuttir tónleikar þar sem lista-
mennirnir kynna verkin og partí í anddyri Háskólabíós á eftir. Róbert
Levin leikur píanókonsert eftir Beethoven og spinnur út frá lögum sem
tónleikagestir leggja til. Heppnir tónleikagestir vinna iPod í boði FL
Group.
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is