Morgunblaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁKVÖRÐUN dóms- málaráðherra um að skipta upp embætti lögreglu- stjórans á Suð- urnesjum kom starfsmönnum þess í opna skjöldu og síð- an hefur verið mikill titr- ingur meðal þeirra. Í gær kom síðan í ljós að Jó- hann R. Benediktsson hefði ekki lengur áhuga á starfi lög- reglustjóra því hann óskaði eftir viðræðum um starfslok við settan dómsmálaráðherra, Einar Kristin Guðfinnsson sjávarútvegs- ráðherra. „Ég mun ekki taka þátt í að leysa í sundur það viðkvæma gangverk sem tók langan tíma að setja saman og hefur skilað met- árangri. Ég mun ekki taka þátt í því,“ sagði Jóhann við Morg- unblaðið í gær. Jóhann R. Benediktsson var skipaður sýslumaður á Keflavík- urflugvelli árið 1999 og var síðan gerður að lögreglustjóra á Suð- urnesjum árið 2007. Vill hætta sem lög- reglustjóri Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is E YJÓLFUR Kristjáns- son, yfirlögfræðingur lögreglustjórans á Suð- urnesjum, telur útilok- að að með skiptingu lögregluembættisins í þrennt verði hægt að spara fjármuni eða auka skil- virkni, heldur muni útgjöld vegna tollgæslu og löggæslu þvert á móti aukast. Dómsmálaráðuneytið hafi vit- að að fjárheimildir dygðu ekki fyrir útgjöldum embættisins árið 2008 og því hefði ekki átt að koma á óvart að embættið óskaði eftir 210 milljónum í aukið rekstrarfé. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti um skipulagsbreytingarnar hinn 19. mars, daginn fyrir skírdag. Sam- kvæmt ákvörðun ráðherra verður tollgæsla á forræði fjármálaráðherra, öryggisgæsla á forræði samgöngu- ráðherra en löggæsla og landamæra- gæsla áfram á forræði lögreglustjór- ans og dómsmálaráðuneytisins. Vildu 210 milljónir í viðbót Embætti lögreglustjórans lagði fram rekstraráætlun fyrir árið 2008 hinn 11. febrúar eftir langa og stranga meðgöngu. Í bréfi frá ráðu- neytinu 4. mars segist ráðuneytið ekki fallast á rekstraráætlunina og benti sérstaklega á að þær forsendur sem embættið gæfi sér fyrir viðbót- arfjárveitingum væru ekki til staðar. Embætti lögreglustjórans óskaði annars vegar eftir 86,4 milljónum vegna tekjutaps í kjölfar brotthvarfs hersins og hins vegar eftir 123,5 millj- óna viðbótarfjárveitingu vegna vísi- töluhækkunar öryggisgjalds. Ráðu- neytið sagði að þannig mætti gera ráð fyrir að fjárveitingum að fjárhæð 210 milljónir væri ofaukið í rekstraráætl- uninni. Þar að auki væri gert ráð fyrir fjölgun lögreglumanna, tollvarða og öryggisvarða frá því sem nú er o.fl. Ráðuneytið gaf embættinu frest til 10. mars, sex daga, til að koma með nýja áætlun. Þann dag áttu Jóhann R. Benediktsson lögreglustjóri og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fund um málið ásamt starfsmönnum sínum en engin lausn náðist þar því níu dög- um síðar tilkynnti dómsmálaráðu- neytið að embættinu yrði skipt upp. Björn Bjarnason er í opinberum erindagjörðum í Chile og hafði ekki tök á því að svara spurningum Morg- unblaðsins í gær, samkvæmt upplýs- ingum frá ráðuneytinu. Jóhann vildi ekki ræða málefni embættisins við Morgunblaðið í gær og því varð Eyj- ólfur Kristjánsson yfirlögfræðingur fyrir svörum. Í samvinnu við ráðuneytið Eyjólfur tók skýrt fram að fjár- hagsáætlun fyrir árið 2008 hefði verið unnin í náinni samvinnu við dóms- málaráðuneytið og ráðuneytinu hefði, á upphafsstigum málsins, verið gerð grein fyrir því að embættið þyrfti við- bótarfjárveitingu upp á 210 milljónir króna. Þá hefði verið skilningur innan ráðuneytisins á að rekstraráætlunin yrði lögð fram með þessum forsend- um. Starfsmenn embættisins hefðu búist við að ráðuneytið myndi styðja lögreglustjóraembættið við að sækja sér þetta fé og leiðrétta þar með skekkju sem væri í fjárhagsgrunni embættisins. „En þeir taka síðan þann pól í hæðina að láta eins og þetta komi þeim á óvart. Við vorum undir það búnir að ráðuneytið myndi gera einhverjar athugasemdir við þetta. En ekki með þessum hætti,“ sagði Eyjólfur. Miklar tafir á áætlun Þegar ljóst varð að embættið fengi ekki aukafjármuni hefði það lagt til samdrátt, m.a. að fresta sumarleyf- um, ráða ekki til sumarafleysinga og að segja upp 10-15 lögreglumönnum eða tollvörðum. Um 85% af útgjöld- um væru laun og því hlyti sparnaður að koma niður á starfsfólki, að sögn Eyjólfs. Þá benti hann á að embættið væri þegar undirmannað vegna skorts á menntuðum lögreglumönn- um en hefðu þeir fengist til starfa, hefði hallinn árið 2007 verið enn meiri. Árið 2008 hefði eingöngu átt að fullmanna liðið þannig að það yrðu álíka margir og fyrir sameiningu. Ekki hefði verið gert ráð fyrir að þeim myndi fjölga umfram það. Þegar embætti sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli og lögreglan í Keflavík sameinuðust var uppsafnað- ur halli sýslumannsembættisins þurrkaður út með aukafjárveitingu upp á tæplega 160 milljónir króna. Í skýrslum Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga 2005 og 2006 kemur m.a. fram að hluti af ástæð- unni fyrir hallarekstri væri að verk- efnum hefði verið bætt á embættið án þess að fjárheimildir kæmu í staðinn. Í skýrslu fyrir árið 2005 segir að auk- in umsvif hafi verið með „fullri vitund og vilja“ utanríkisráðuneytisins.Eyj- ólfur sagði að vandinn hefði ekki horf- ið þegar hallinn var gerður upp, kjarni málsins væri sá að verkefnin hefðu aukist án þess að fjármagn kæmi í staðinn. Á hinn bóginn hefðu hagræðingaraðgerðir skilað sífellt aukinni framlegð á hvern starfsmann. Þá yrði að horfa til þess að öryggis- gjald sem lagt er á hvern farþega hefði ekkert hækkað frá árinu 2004 en laun og kostnaður hins vegar hækkað mikið. Hefði gjaldið haldið í við vísitölu, hefðu tekjur embættisins verið 123,5 milljónum hærri í ár. Ef embættinu hefði verið bættur tekju- missir vegna brottfarar varnarliðsins, hefðu bæst við 86,4 milljónir. Á þessu byggðust fyrrnefndar forsendur fyrir óskum um viðbótarfjármagn. Telur að útgjöld muni aukast við skiptingu embættisins Víkurfréttir/Páll Ketilsson Óánægja Starfsmenn lögreglustjóraembættisins á Suðurnesjum komu saman til fundar í gær til að ræða ákfvörðun dómsmálaráðherra. EFTIRFARANDI tilkynning barst frá dómsmálaráðuneytinu í gær: „Í tilefni af fyrirspurnum frá fjöl- miðlum varðandi breytingar á skip- an löggæslu- og tollgæslumála á Suðurnesjum tekur dóms- og kirkjumálaráðuneytið fram eft- irfarandi. Rökin fyrir breyting- unum eru alveg skýr; hagræðing, bætt stjórnsýsla og skýr ábyrgð. Undanfarin ár hefur rekstur emb- ættisins farið fram úr fjárheim- ildum og með þessum aðgerðum er verið að leggja traustari grunn að skilvirkari stjórnsýslu og betra rekstrarumhverfi. Það að lögreglu- og tollstjórinn á Suðurnesjum hafi haft á einni hendi lög-, öryggis- og tollgæslumál er arfur frá þeim tíma er utanríkisráðuneytið fór með yf- irstjórn mála á Keflavíkurflugvelli fyrir hönd allra ráðuneyta meðan á dvöl varnarliðsins stóð. Með breyt- ingunni er verið að færa stjórn- sýslulega skipan mála í það horf sem almennt er í landinu. Skipulagsbreytingarnar miða að því að saman fari stjórnsýsluleg og rekstrarleg ábyrgð og eru þær ekki settar fram í sparnaðarskyni. Þær miðast að því að færa verkefnin undir forsjá þess ráðuneytis sem ber ábyrgð á hverjum málaflokki; tollgæslan heyrir undir fjár- málaráðuneytið, öryggismál eru á forræði samgönguráðuneytis og löggæsla og landamæragæsla áfram á forræði dóms- og kirkju- málaráðherra. Breytingarnar munu ekki hafa í för með sér minni samvinnu lög- reglu, landamæragæslu, tollgæslu og öryggisgæslu á Keflavík- urflugvelli og eiga því á engan hátt að draga úr þeim árangri sem náðst hefur. Hér eftir sem hingað til munu tollverðir, lögreglumenn og öryggisverðir ákveða og skipu- leggja samstarfið sín á milli þannig að það verði sem árangursríkast. Markmiðið er að styrkja hverja ein- ingu en um leið að halda í heiðri og efla samstarfið á milli þeirra. Tekið skal sérstaklega fram að ekki stendur til að færa landa- mæragæslu frá lögreglustjóraemb- ættinu. Ráðuneytinu hefur ekki borist uppsögn frá Jóhanni R. Benedikts- syni.“ Segir rökin skýr Jóhann R. Benediktsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.