Morgunblaðið - 29.03.2008, Síða 22

Morgunblaðið - 29.03.2008, Síða 22
Þægilegt í skólann Carhartt-buxur er málið í dag! Þær kosta 14.990 og fást í Smash og líka Carhartt- hettupeysan sem er á 10.990 kr. Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is Það er óskastund hjá tveimur unglingsstelpum. Eftir langan skóla-dag með samræmdu prófin í kollinum er ætlunin að leika lausumhala í Kringlunni í uppáhaldsbúðunum og setja í poka það sem þærlangar í og finnst vanta í fataskápinn sinn, allt með hjálp blaða- manns Morgunblaðsins. Hann á fullt í fangi með að fylgja þessum tíundu- bekkingum eftir, þeim Ingibjörgu Karen Þorsteinsdóttur og Veru Hilm- arsdóttur, og kannski má benda á, blaðamanni til málsbóta, að hann er hlaðinn pokum – rétt eins og eftirlát ungamamma. Vinkonurnar úr Mosfellsbæ, Ingibjörg og Vera, vita alveg hvað þær vilja. Þær hafa fengið takmarkaðan tíma til að velja sér föt fyrir myndatöku og fram undan er fróðleg ferð um ganga verslunarmiðstöðvarinnar þar sem þessir „atvinnubúðaráparar“ ganga fumlaust til verka. Ekki svo að skilja að þær séu einhver „fatafrík“, þær eru venjulegir íslenskir unglingar sem fylgj- ast vel með tískunni og þykir fátt skemmtilegra en að kíkja í búðirnar, án þess þó að eiga heima þar eins og sagt er. Þær segja mjög misjafnt hvað krakkar á þeirra á aldri eyði miklu í fata- kaup á hverjum mánuði. „Sumir eyða mjög miklu! Jafnvel fyrir meira en 20 þúsund kr. á mánuði,“ segir Ingibjörg og bætir því við að hjá sumum fari launin af vinnu með skólanum í fatakaup. Þær benda hins vegar á að maður sé fljótt kominn upp í dágóða upphæð við það að kaupa einar gallabuxur. „Arty“-týpur – frjálsar – steríótýpur – hiphop/rapp-týpur „Það er rosalega margt í tísku,“ segir Vera og Ingibjörg bendir einmitt á að tískan hjá þeirra aldurshópi sé mjög frjáls í dag. Þær segja ólíka hópa myndast og þeir séu augljósir í grunnskólunum; það er „arty“-hópur en þar klæðast margir eldri fötum, frjálslegur hópur sem fer í föt sem henta hverju sinni, t.d. eru bæði Levi’s-buxur og íþróttaföt leyfileg, og svo hópur sem fer í ster- íótýpu-föt sem þær kalla, þar sem allt er útpælt og engin tilviljun að vera t.d. í Levi’s-buxum. Fjórða hópinn segja þær orðinn svolítið áberandi en þar fara hiphop/rapp-týpur í pokabuxum og láta gjarna sjást í magann. Stelpunum finnst svo hver stíll verða miklu ýktari í framhaldsskólum. Ingibjörg segist vera þessi „frjálslega“ týpa hvað fataval varðar og gengur oft í þægilegum fötum en henni finnst líka gaman að klæða sig upp. Uppá- haldsbúðirnar hennar eru Vero Moda, Sautján, Retro, Smash og inn á milli fer hún í Zöru, Warehouse o.fl. Vera segist vera kölluð blómabarnið því hún sé hrifin af skærum litum en um leið sé fataval hennar frjálslegt. Búðirnar hennar eru Warehouse, Topshop, Zara, Sparkz og Vero Moda og hún segist líka hrifin af Hollister-merkinu sem hún kaupir stundum á netinu (hollis- terco.com). Annars segjast þær ekki oft kaupa föt í gegnum netið en segja margar stelpur versla á heimasíðu Victoria’s Secret (victoriassecret.com). Vinkonurnar segja strákana spá næstum jafnmikið í tískuna og stelp- urnar. „Strákar fara reglulega niður í bæ að kíkja á föt,“ minnir Ingibjörg á. „Það er einhver munur á milli kynjanna en þeir spá sko í hárið á sér!“ segir Vera. Þær stöllur eru sammála um að hreint ótrúlegt sé hvað strákar þurfi að blása á sér hárið eftir leikfimi. – Nei, íslenskir strákar láta ekki að sér hæða, ekki frekar en stelpurnar. Þau eru sko alls engar gungur. Glæsilegar Kannski of fínar fyrir samræmdu prófin …? Ingibjörg í sætum kjól frá Warehouse, 12.990 kr., og skóm keyptum í Aldo. Vera er í nýlegum kjól frá Jane Norman, skórnir eru úr Bianco, 12.000 kr. Stelpurnar fengu það bráðskemmtilega verkefni að velja það sem þær vantaði í fatabúðunum. Skemmtileg samsetning Töff Moss-kjóll úr Sautján, 6.990 kr., stígvél úr Bianco, 14.500 kr. Svart- ar gallabuxur úr Retro úr klæða- skáp Ingibjargar. Flott innkoma Skærrauður jakki úr Sautján, 12.990 kr., rauður hlýrabolur úr Sautján, 1.990 kr., Diesel-gallabuxur, Sautján, 16.990 kr., spöng úr Sautján með pallíettublómi, 4.500 kr. Bæði flott og hlýtt Piparmyntu- grænn kemur sterkur inn um þess- ar mundir. Peysa frá Vero Moda, 4.990 kr., prjónaðar leggings með smellum, Vero Moda, 2.990 kr. Skært og klassískt Það þarf ekki alltaf að kosta mikið að hressa upp á tilveruna. Rauður hlýrabolur frá Sautján, 1.990 kr., klútur frá Vero Moda, 790 kr. Hressar vinkonur Í góðum og þægilegum gír. Ingibjörg í skyrtu frá H&M og Diesel-gallabuxum úr Sautján, 13.990 kr. Vera klæðist eigin bolum og Hollister-hettupeysu, bux- ur frá Vero Moda, 3.590 kr. Morgunblaðið/Valdís Thor Á hlaupum eftir unglingafötum |laugardagur|29. 3. 2008| mbl.is daglegtlíf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.