Morgunblaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Keisarinn lét það boð út ganga að allir þegnar ríkisins skyldu gefa blóð: Næsti gjörið svo vel. VEÐUR Í stórfróðlegu erindi á málþingi ís-lenskrar málnefndar og Alþjóða- húss í gær sagði Tatjana Latinovic, formaður Samtaka kvenna af er- lendum uppruna á Íslandi, að ís- lenskan hefði þróast og breyst mik- ið á þeim 13 árum sem liðin væru síðan hún flutti til landsins.     Eftir því sem ís-lenskan yrði fjölbreytilegri stækkaði hring- urinn um „eitt land, eina þjóð, eina tungu“. Áð- ur hefði hún ekki litið á sig sem hluta af því mengi, en nú væri það breytt. Það kallaði ekki á „íslensku með afslætti“, heldur að fólk talaði tungumálið á sinn hátt. Og því fleiri sem töluðu með hreim, þeim mun sjálfsagðara yrði að aðrir fylgdu í kjölfarið.     Það sýnir breyttan tíðaranda aðþarna talaði Tatjana, sem er frá Serbíu, á málþingi um íslensk- una í Alþjóðahúsinu og í salnum voru margir sem töluðu íslensku með hreim – en án afsláttar. Ef fólk af erlendum uppruna leggur það á sig að læra og tala íslensku – hvern- ig getur verið afsláttur af því?     Umræðurnar voru líflegar oglýsti Jóhanna V. Schalkwyk, sem situr í bæjarstjórn Grund- arfjarðar, því að hún hefði tekið mestum framförum í íslensku er hún lærði að meta saltfisk vegna þess að hún hafði góðan kennara.     Við erum öll íslenskukennarar,“klykkti Guðrún Ögmundsdóttir út með. „Það er á okkar ábyrgð að fólk tileinki sér tungumálið. Skipt- um ekki alltaf yfir í ensku og minnkum hrokann gagnvart ís- lensku sem öðru máli.“     Erum við góðir íslenskukennarar? STAKSTEINAR Tatjana Latinovic Þjóðin, kennslan og íslenskan SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                  *(!  + ,- .  & / 0    + -                                 12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                            :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? !     !!   !!  ! !  !! !      !                           *$BC                               !                 " *! $$ B *! "# $%  # %&   '% ( ' <2 <! <2 <! <2 " %$  )  * +,- ' .  CD                  6 2   # $ %"  &  $"  '   B      ((   )   %           %  ' *  *(    $   +(                !               # " /0 '11 '% 2&' -')  * Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Anna Karen | 28. mars 2008 Í makaleit … hef ég nú ákveðið að taka af skarið og hefja makaleit. Og það sem meira er, þið, mínir ást- kæru bloggvinir og aðrir bloggneytendur, fáið að eiga risastórt hlutverk í að ákveða hvar og hvernig ég leita að hinum fyrirheitna maka. Ef ykkur þykir vænt um mig þá takiði þetta verkefni sem ég fel ykkur mjög alvarlega. … Og hvað segiði, er ekki bara best að byrja að leita strax? Það er engin ástæða að tefja. Meira: halkatla.blog.is Sveinn Ingi Lýðsson | 28. mars 2008 Vanhugsað Ótrúlega vanhugsað. Það eru ekki íslensk stjórnvöld sem hafa staðið að hækkunum á eldsneyti. ... Þessir fjár- munir, þ.e. olíugjald fer óskert til vegafram- kvæmda. Vilja þessir bílstjórar minnka framlagið til þeirra? Hvar ætli þeir mótmæli þá? Hvernig væri að skoða þessi mál í heild, þessir menn hættu að velja sér bíla eftir hestaflafjölda heldur orku- eyðslu per flutt tonn/km. Meira: sveinni.blog.is Einar Sveinbjörnsson | 28. mars 2008 Hitabakslagið í lok mars Ég hef tekið eftir því að svo virðist vera að um og upp úr jafndægri á vori, eða um 21. mars er eins og það verði mjög ákveðið bakslag í hitastiginu hér á landi, a.m.k. sum árin. … Tók mig til og gerði dálitla athugun. … Hið merkilega kemur í ljós að áður en hitastigið fer markvisst hækkandi að jafnaði er eins og það falli dálítið dagana eftir 20. mars. Meira: esv.blog.is Jakob Björnsson | 24. mars 2008 Áliðnaðurinn á Íslandi eftir Kyoto Hvaða tillögur eiga ís- lensk stjórnvöld að gera um meðferð áliðnaðar- ins í því samkomulagi sem við tekur eftir að Kyoto-bókunin rennur út árið 2012? Að mínu mati ættu íslensk stjórn- völd að leita eftir samvinnu við ríki þar sem áliðnaðurinn fær orku sína að mestu eða öllu leyti úr öðrum orku- lindum en eldsneyti, um þá tillögu að áliðnaðurinn sjálfur, þ.e. framleiðsla áls í álverum, sé algerlega utan los- unarbókhaldsins á koltvísýringi og öðrum gróðurhúslofttegundum. Rökin fyrir því eru eftirfarandi: Framleiðslu á hverju kg áls í ný- tískuálverum fylgir losun á um 1,7 kg af gróðurhúsalofttegundum að CO2- ígildi. Hvert kg af áli sem notað er í bíla í stað þyngri málma sparar á hinn bóginn losun á 20 kg af CO2 yfir end- ingartíma hans, sem er stuttur í sam- anburði við meðaldvalartíma koltvísýr- ings í andrúmsloftinu. Þetta þýðir að ef 8,5% eða meira af hráálinu er not- að í bílasmíði nægir það til að vega upp losunina frá framleiðslu alls áls- ins. Í reynd fer nú þegar miklu stærra hlutfall hráálsins í bílasmíði og það hlutfall fer vaxandi. Af þessu leiðir að álframleiðsla er starfsemi sem dregur úr losun gróð- urhúsalofttegunda í heiminum. Og það er heimslosunin ein sem skiptir máli fyrir loftslagsbreytingar. Slík framleiðsla á því ekkert erindi í það sem tekur við af Kyoto-bókuninni eftir 2012. Um raforkuna til álvinnslunnar gegnir öðru máli. Hún er aðkeyptur framleiðsluþáttur í álvinnslu eins og önnur aðföng. Losun vegna fram- leiðslu hennar á því heima í arftaka Kyoto með sama hætti og losun vegna framleiðslu á öðrum aðföngum álvinnslu. Ef raforkan er framleidd úr endurnýjanlegum orkulindum eins og vatnsorku, jarðhita, vindorku o.s.frv., eða úr kjarnorku, fylgir vinnslu hennar að heita má engin losun gróðurhúsa- lofttegunda. Ef hún er framleidd úr eldsneyti á losun vegna framleiðslu rafmagnsins að teljast með í los- unarbókhaldinu. En sanngjarnt sýnist að við mat á þeirri losun sé tekið tillit til þess að notkun á hluta álsins í far- artæki gerir betur en að vega upp los- unina sem fylgdi framleiðslu þess alls í álverinu. … Meira: jakobbjornsson.blog.is BLOG.IS AÐ undanförnu hefur talsvert verið fjallað um hækkun á verði á ýmsum tegundum af vöru og þjónustu og í fréttatilkynningu Samkeppniseftir- litsins kemur fram að af þessu til- efni vilji það árétta að umfjöllun og upplýsingaskipti milli keppinauta um verð, væntingar um verðlag eða fyrirætlanir um breytingar á verði geta raskað samkeppni og skaðað hagsmuni neytenda. „Hið sama getur átt við um um- fjöllun á opinberum vettvangi ef fyrirsvarsmenn fyrirtækja gefa t.d. nákvæmar upplýsingar um fyrir- hugaðar verðhækkanir eða lýsa yfir vilja til verðhækkana. Þannig getur slík umfjöllun verið til þess fallin að hvetja keppinauta á markaði til verðhækkana og stuðlað að ólög- mætu samráði. Sömuleiðis getur umfjöllun af þessu tagi á vettvangi samtaka fyr- irtækja varðað við samkeppnislög, sem banna samtökum fyrirtækja að ákveða samkeppnishömlur eða hvetja til hindrana sem bannaðar eru samkvæmt lögunum. Í banni samkeppnislaga við samráði felst að fyrirtæki ákveði að öllu leyti sjálfstætt hvernig þau hegði sér á markaði og hvernig þau verðleggi vörur sínar og þjónustu. Mega samtök fyrirtækja með engu móti vinna gegn þessu sjálfstæði fé- lagsmanna sinna með því t.d. að hvetja til eða réttlæta verðhækk- anir. Í þessu ljósi telur Samkeppnis- eftirlitið afar mikilvægt að for- svarsmenn fyrirtækja og samtaka fyrirtækja gæti þess sérstaklega að opinber umfjöllun af þeirra hálfu feli ekki í sér beina eða óbeina hvatningu til verðhækkana á mark- aði. Slík háttsemi er til þess fallin að valda neytendum og atvinnulíf- inu tjóni.“ Kemur fram að Samkeppniseft- irlitið muni fylgjast náið með op- inberri umfjöllun fyrirtækja og samtaka fyrirtækja um hækkun á vöruverði. Bent er á að fyrirtæki og einstaklingar geti komið ábending- um um þetta á framfæri í gegnum heimasíðu Samkeppniseftirlitsins. Fylgist náið með umræðu um hækk- un á vöruverði Samkeppniseftirlitið varar fyrirtæki við FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.