Morgunblaðið - 29.03.2008, Síða 38

Morgunblaðið - 29.03.2008, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðni Karlssonfæddist á Gunn- fríðarstöðum í Svínavatnshreppi 9. maí 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 21. mars síð- astliðinn. Hann var sonur hjónanna Karls Jónssonar, bónda frá Gunnfríð- arstöðum, og Guð- rúnar Sigurð- ardóttur frá Hamri í Svínavatnshreppi. Guðni var þriðji yngsti af 10 systkina hópi en hin voru: Halldóra, f. 15. okt. 1906, lát- in, Anna, f. 23. febr. 1908, búsett á Blönduósi, Katrín, f. 6. ágúst 1909, látin, Jón, f. 18. ágúst 1912, látinn, Herdís Gróa, f. 23. júlí 1915, látin, Björn, f. 23. mars 1917, látinn, Ingi- björg, f. 16. apríl 1919, búsett á Blönduósi, Jón Pálmi, f. 9. jan. 1922, látinn, Júlíus, f. 20. okt. 1923, látinn. Guðni kvæntist 28. des. 1948 Helgu Þorsteinsdóttur frá Lang- holti í Hraungerðishreppi, f. 3. nóv. 1917, d. 10. febr. 1994. Þau eign- uðust 4 börn, þau eru: 1) Guðrún, f. 16. sept. 1948, gift Jóni Dagbjarts- syni, f. 27. júlí 1941, synir þeirra dóttir Drífu er Þórdís Anna, dóttir Harðar er Hafrún. Börn Drífu og Harðar: Sigurjón Daði og Andrea Katrín. Börn Katrínar og Sigurðar eru a) Magnús, f. 14. feb. 1982, sam- býliskona Gerður Skúladóttir, son- ur þeirra Sigurður Darri, b) Anna Linda, f. 26. apríl 1988, og c) Eyþór Almar, f. 28. febr. 1989. Guðni ólst upp í Austur-Húna- vatnssýslu og vann við hefðbundin sveitastörf. Guðni og Helga stofn- uði heimili á Selfossi og fluttu síðan í Þingborg í Hraungerðishreppi og þaðan í Þorleifskot í sömu sveit en lengst af bjuggu þau í Þorlákshöfn. Þangað fluttu þau 1957 þegar Þor- lákshöfn var að byggjast upp og myndast þar þéttbýliskjarni. Guðni fór í vélstjóranám á fyrstu árum sínum í Þorlákshöfn og var síðan á sjó sem vélstjóri á bátum þar, en vann síðan við ýmis störf í landi þegar hann hætti sjómennskunni og endaði sinn starfsferil hjá Olíu- félaginu Esso sem afgreiðslumað- ur. Guðni hafði mikið dálæti á hest- um og var einn af frumkvöðlum og stofnendum hestamannafélagsins Háfeta í Þorlákshöfn og fyrsti for- maður þess félags. Hann var einnig einn af stofnendum Félags eldri borgara í Þorlákshöfn og fyrsti for- maður þess. Útför Guðna fer fram frá Þor- lákskirkju í Þorlákshöfn í dag og hefst athöfnin klukkan 14. eru a) Guðni, f. 29. júlí 1968, kvæntur Haf- rúnu Ástu Grét- arsdóttir, börn þeirra: Ingvi Már og Guðrún Petra, og b) Dag- bjartur, f. 13. mars 1973. 2) Helga, f. 4. maí 1951, gift Páli Bergssyni, f. 4. júlí 1945, d. 1. maí 1992, synir þeirra eru a) Karl, f. 8. ágúst 1972, sambýliskona Ásrún Björgvinsdóttir; börn Karls eru Aron Páll og Sigrún Þóra og börn Ásrúnar eru Selma og Íris. b) Sveinn, f. 24. mars 1978, sambýliskona Theodóra Frið- björnsdóttir, dóttir þeirra Birgitta. Sambýlismaður Helgu er Sæmund- ur Gunnarsson, f. 6. mars 1947. 3) Þorsteinn, f. 21. maí 1953, kvæntur Lovísu Rúnu Sigurðardóttur, f. 20. des. 1955, börn þeirra eru a) Sig- urður, f. 1. okt. 1975, kvæntur Helgu Helgadóttur, synir þeirra eru Þorsteinn Helgi og Þorkell Hugi. b) Helga Rúna, f. 27. okt. 1982, sam- býlismaður Bjarni Gunnarsson. 4) Katrín, f. 17. maí 1959, gift Sigurði Magnússyni, f. 9. nóv. 1955. Dóttir Katrínar er Drífa Heimisdóttir, f. 6. sept. 1974, gift Herði Sigurjónssyni; Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Við erum öll áhorfendur að hinu ei- lífa tifi tímans, lífi og dauða. En þegar ástvinur deyr þá erum við samt alltaf óviðbúin að taka missinum og sorg- inni, jafnvel þótt ljóst sé að hverju stefni. Elsku besti afi, nú ert þú farinn frá okkur. Það er svo skrýtið að hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að sjá þig aftur því þú hefur alltaf verið til stað- ar fyrir mig. Þín verður sárt saknað enda varst þú alltaf svo hress og kát- ur. Þegar ég sest niður og hugsa um þig get ég ekki annað en brosað, það eru svo margar góðar minningar sem ég á um þig, elsku afi. Ein minning sem mér dettur í hug er þegar ég var í grunnskóla og var að fara í skólann á morgnana, þá kom það oftar en ekki fyrir að ég sá afa hjóla í sund á stutterma skyrtu með sundtöskuna á bögglaberanum. Afi lét kuldann ekki hafa áhrif á sig og sagði að þá hjólaði hann bara hraðar; þetta er ekta afi. Alltaf á fleygiferð. Enda held ég að allir sem þekktu afa sjái hann fyrir sér hoppandi og skoppandi út um allt enda var hann mikill fjörkálfur. Afi skemmti sér alltaf vel þegar það var mikið af fólki í kringum hann og þá sérstaklega ef við fjölskyldan vorum saman komin til að syngja og tralla eins og við gerum alltaf um áramótin. Áramótin áttu sérstakan stað í hjarta afa eins og hjá okkur öll- um í fjölskyldunni, þá komum við saman allir afkomendur afa og skemmtum okkur langt fram á morg- un. Afi var allt tíð mikill hestamaður, hann var meðal annars einn af stofn- endum hestamannafélagsins Háfeta í Þorlákshöfn og var formaður þess félags fyrstu árin. Afi átti marga góða hesta sem honum þótti vænt um og var með stórar myndir af þeim uppi á vegg hjá sér. Afi hafði gaman af því þegar við fjölskyldan komum við hjá honum. Þegar við vorum á hestbaki, þá kom afi alltaf til dyra með brauð handa hestunum, enda voru hestarnir farn- ir að rata heim til hans. Þó það sé alltaf erfitt að sjá á eftir þeim sem maður elskar þá hugga ég mig við það að núna líður þér betur, elsku afi, og ert kominn til ömmu Helgu. Og eins og með ömmu þá mun minningin um þig lifa svo lengi sem ég lifi. Hvíl í friði, elsku afi. Þín afastelpa Helga Rúna. Elsku besti afi minn. Í stærsta hólfi hjarta míns hef ég ávallt mynd af þér. Erfið var stundin er ég horfði á þig, elsku afi minn, fara frá mér. En ég veit að þú varst búinn að eiga góða ævi og tilbúinn að fara. Þegar ég hugsa til þín, elsku afi minn, þá fer ég alltaf að brosa.Þú varst svo lífsglaður, jákvæður og með eindæmum skemmtilegur og alltaf til í grín og glens. Ég er þakklát fyrir stundirnar sem ég átti með þér, og voru þær bæði margar og mjög skemmtilegar. Ég minnist þín, elsku afi minn, með gleði í hjarta. Þú komst í hlaðið á hvítum hesti, þú komst með vor í augum þér. Ég söng og fagnaði góðum gesti og gaf þér hjartað í brjósti mér. Ég heyri álengdar hófadyninn, ég horfi langt á eftir þér. Og bjart er alltaf um besta vininn og blítt er nafn hans á vörum mér. Þó líði dagar og líði nætur, má lengi rekja gömul spor. Þó kuldinn næði um daladætur, þá dreymir allar um sól og vor. (Davíð Stefánsson.) Drífa. Ein af mínum fyrstu minningum er að ég var að taka á móti pabba, sem var að koma að landi á Frikk- anum. Og þá sá ég kall einn sem snaraði sér upp á dekk og tók húfuna ofan og bauð mér góðan daginn með bros á vör. Þar var kominn mótorist- inn á bátnum, Guðni Karlsson, er við kveðjum hér í dag. Þessi framganga einkenndi Guðna, ávallt léttur á fæti og léttur í lund og fór hratt yfir ef sá gállinn var á honum. Skömmu síðar var ég var við að íbúum hafði fjölgað að A-götu 2 en þangað höfðu þá Guðni og Helga flutt ásamt þremur börnum sínum, þeim Guðrúnu, Helgu og nafna mínum. Upp frá því var oft mikið líf í tusk- unum og stóðu leikar langt fram á kvöld. Nokkru síðar festu þau kaup á A-götu 12 og stóð heimili þeirra æ síðan þar. Þar fjölgaði enn í fjöl- skyldunni því fjórða barn þeirra, Katrín, leit þar dagsins ljós. Seinna meir komst ég að því að Guðni var Húnvetningur að uppruna, eins og mitt föðurfólk, og því kom ekki á óvart að faðir minn og hann áttu gott skap saman og ávallt var mikið og gott samband á milli þeirra. Er byggðin tók að myndast í Höfn- inni streymdi að fólk úr ýmsum átt- um. Mér verður oft hugsað til þess að þetta var ein af gæfum Þorlákshafn- ar, því þetta fólk bar með sér ólíka strauma og verklag. Og sem dæmi um það má nefna, að þeir sem komu frá Stokkseyri og Eyrarbakka voru skipstjórarnir. Þeir sem komu frá Selvogi voru verkstjórar, Flóamenn voru góðir bílstjórar og iðnaðarmenn, Rang- æingar komu með tónlistina og Hún- vetningar komu með léttleikann og dugnaðinn. Þessir eðlisþættir, léttleikinn og Guðni Karlsson ✝ Ingibjörg EbbaJósafatsdóttir fæddist í Efra- Vatnshorni í Húna- vatnssýslu 6. des- ember 1919. Hún lést á Heilbrigð- isstofnuninni á Blönduósi 20. mars síðastliðinn. Hún var elsta barn for- eldra sinna, sem voru Jósafat Hans- son, f. 1870, d. 1930 og Guðrún Ebenezersdóttur, f. 1890, d. 1955. Systkini Ebbu eru Friðbjörn, látinn, Sesselja, látin, Grímur, býr í Reykjavík, Hann- es, látinn, Náttfríður, býr á Hvammstanga, Ragnhildur, sem lést á fermingaraldri, og Jósafat býr á Hvammstanga. Eftir föðurmissinn, fór Ebba ung að Þóreyjarnúpi og réð sig síðar í vist á heimili á Akureyri, þar sem hún var um árabil á barnmörgu heimili og sinnti öll- um heimilisstörfum ásamt barnapössun. Lét hún vel af þeirri vist og taldi sig hafa lært mikið þar. Eftir það fór hún til Hvamms- tanga, kynntist eiginmanni sínum Haraldi Jónssyni frá Húsavík, f. 25. apríl 1916, d. 1992, sem hún giftist 18. ágúst 1949. Þá var hann skrif- stofumaður í Kaup- félaginu á Hvammstanga en síðan fluttu þau til Borðeyrar, þar sem hann réð sig til vinnu á Póst- og símstöð- ina á Borðeyri. Sú starfsemi fluttist síðan í Brú Hrútafirði sem var mikið mannvirki og miðstöð Landsímans í þá tíð. Ebba og Halli, eins og flestir töluðu um í samhengi, voru barnlaus samhent hjón og áttu sameiginlegt áhugamál, skóg- rækt. Útför Ebbu fer fram frá Blönduósskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Frá Brú er mín fyrsta minning um Ebbu frænku mína í nýrri íbúð, mér fannst rosalega flott hjá þeim, rósótt- ar gardínur í sólríkri íbúð í alfaraleið með útsýni á Holtavörðuheiði. Ég man umferðargnýinn, árniðinn og allt vegarykið sem þá var, fullt af kátu fólki og hún átti KLAKA í ísskápnum. Þegar Félag íslenskra símamanna eignaðist lóð til að gera að sumardval- arstað fyrir sitt fólk að Apavatni voru Ebba og Halli þar í tjöldum ásamt fé- lagsmönnum að planta trjám, sem eru hin mesta prýði þar í dag. 1957 flutt- ust þau til Blönduóss þar sem þau áttu heima síðan, og unnu bæði hjá Pósti og síma Lögðu þau sitt af mörk- um fyrir Skógræktarfélagið á Blönduósi. Ebba var víkingur, dug- leg, lítil og lipur og vann vel og hratt. Hún vissi margt, kunni alla þá handa- vinnu sem er í dag kölluð LIST. Eftir dvölina á Borðeyri og í Brú kynntust þau afar mörgum og á heimili þeirra var mikill gestagangur, þótti gott að heimsækja þau, enda virðingin fyrir öllum í hávegum höfð. Þau áttu heil- brigð áhugamál, útivist, veiði, göngu- ferðir og skoðuðu náttúru Íslands í sumarfríum. Eins og svo ótal margir aðrir, naut ég sennilega góðs af barnleysi Ebbu og Halla. Á meðan þau voru í Brú komu þau stundum í sunnudagsbíltúr til Hvammstanga. Oft var eitthvað með handa mér, ég man eftir dúkku, full- um kassa af sprengdu poppkorni og ógleymanlegu tyggjóinu svarta sem Halli keypti á Stað, af því mitt tyggjó varð svo skítugt að honum fannst betra að ég notaði svart. Þegar þau voru flutt til Blönduóss var ég unglingur til heimilis hjá þeim og algjörlega ofdekruð. Ég gat keypt efni á þriðjudegi og pantað flík fyrir næstu helgi, sem Ebba saumaði. Eitt sinn man ég eftir að hún hafði ekki nægan tíma þannig að hún saumaði tölurnar fastar í blússuna en saumaði hnappagötin seinna. Það voru margar flíkur sem hún saumaði handa mér og ekki bara það, ég þurfti ekki einu sinni að þvo þær eða strauja, ég gat bara vitað að þær væru hreinar inni í skáp. Á Blönduósi, á bökkum Blöndu með allri sinni stórbrotnu náttúru, bjuggu þau aftur við árnið, en síðustu árin uppi á brekku með hafið að út- sýni. Ebba og Halli voru framsýn, tíma- ritin á heimilinu voru Times, Hjem- met og Familie Journalen, Ebba las dönsku framhaldssögurnar, fylgdist með matargerð, bakstri og tísku. Halli hvatti mig til að læra blindskrift á gömlu ritvélina, límdi yfir stafina og kom með upp í íbúð til að ég gæti æft mig, sagði að ritmál væri framtíðin. Ebba hafði líka svo margt að segja af þeim sem hún kynntist ung á Sím- stöðinni í Brú. Seinna þegar ég fór að vinna á Ritsímanum í Reykjavík, voru þær persónur þar, mér leið eins og ég hefði þekkt þetta fólk alla ævi. Síðasta heimsókn mín til Ebbu á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi var í janúar. Þá var verulega af henni dregið. Ebba mín hefur staðið sig eins og hetja, einnig í öll þau ár sem hún hef- ur verið ein, passað upp á alla hluti og meira að segja lét hún mála húsið sitt að utan fyrir stuttu, þó svo að hún vissi að þangað flytti hún aldrei aftur. Með virðingu og þökk. Ragnhildur Valgeirsdóttir. Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Ég kem á eftir, kannski’ í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. (Hjálmar Jónsson frá Bólu.) Kæra, góða vinkona. Það eru orðin rúm 50 ár síðan ég kynntist þér og Halla, en þá kom ég ung að sunnan til starfa við símstöð- ina Brú í Hrútafirði, það skemmtilega og samstillta samfélag. Þið hjónin tókuð mér svo sannarlega opnum örmum og vináttan við mig og fjöl- skyldu mína hefur ekki rofnað síðan. Hjálpsemin og góðvildin var alla tíð með ólíkindum og seint hægt að þakka. Eftir að þú varst orðin ekkja fannst mér ég vanmáttug að geta ekki aðstoðað þig eins og ég vildi hafa gert, en vík var milli vina, ásamt heilsu- leysi, og við því var ekkert að gera. Að leiðarlokum þakka ég fyrir þá gæfu að hafa átt ykkur hjónin að vinum sem alltaf stóðuð við bakið á mér og studduð með ráðum og kærleika. Megir þú hvíla í friði. Moldin er þín. Moldin er trygg við börnin sín, sefar allan söknuð og harm og svæfir þig við sinn móðurbarm. (Davíð Stefánsson.) Unnur Jóhannsdóttir frá Laxárdal. Bernskuminningarnar streyma fram. Góðar minningar um gott fólk sem alltaf var tilbúið að taka á móti vinum og ferðalöngum með hlýju og gestrisni. Ebba og Halli voru mikið og gott vinafólk móðurömmu minnar og afa, Hrefnu Ásgeirsdóttur og Daníels Markússonar. Þau voru Húnvetning- ar og eftir búferlaflutning til Reykja- víkur sóttu þau norður í sumarfríum og hvenær sem færi gafst. Þá lá leiðin alltaf til Halla og Ebbu á Blönduósi. Fleiri klukkustunda akstur frá Reykjavík með samviskusamlegu stoppi hjá góðu fólki á Hvammstanga, Laugarbakka og sveitabæjum í Húnaþingi. Þetta var heilmikið fyr- irtæki hjá bílveikri stelpuskottu, enda mikið ferðalag hér áður fyrr á mal- arvegum, rykugum og ófærum. Samt gaman, ógleymanlegt og dýrmætt í minningunni. Það var einhvern veginn svo óskap- lega langt til Blönduóss eftir síðasta stopp, sem var á Lækjarmóti. Aldrei ætlaði Blönduós að birtast en svo vor- um við allt í einu komin. Brekkan var brött niður í þorpið og þar blasti við hótelið og húsið þeirra Ebbu og Halla, gamla símstöðvarhúsið. Þau tóku okkur fagnandi í hlaði og leiddu okkur að dekkuðu borði af kræsingum. Oft vorum við seint á ferð og þá var gott að hátta í hreint rúm með útiþurrk- uðum, straujuðum rúmfötum. Ilmur- inn af þeim var ógleymanlegur. Eftir að ég hafði fengið hressingu var ég háttuð oní rúm og þaðan var notalegt að heyra kliðinn frá vinunum í stof- unni meðan ég fletti í gegnum Familie Journal og National Geographic. Gestrisni Ebbu og Halla var að göml- um og góðum íslenskum sið og gengið var úr rúmi fyrir ferðalangana. Næstu daga var gjarnan ferðast um nágrennið, veitt í Blöndu, farið í fjör- una milli Blönduóss og Skagastrand- ar, kaupfélagið skoðað í út ystu æsar og ekki má gleyma folaldahófunum sem buðu upp á að farið væri í hesta- leik. Þegar svo brölti dagsins lauk tóku við kræsingar þegar heim var komið. Kvöldinu var eytt heima í stofu. Þar var notalegt að vera því heimili Ebbu og Halla var alltaf jafn skínandi hreint og allt bar þar vitni góðri smekkvísi. Ebba og amma flettu dönsku blöðunum á kvöldin og sinntu handavinnu en Halli og afi settust að tali og reyktu pípurnar sín- ar. Á meðan gat ég endalaust virt fyr- ir mér steinasafnið og kuðungana hans Halla. Mér er það í barnsminni hve fín Ebba Jósafatsdóttir Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.