Morgunblaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 25
ástæðum, t.d. vegna útlitsins.“ Og svo er það ljósakrónan sem hangir yfir marmaraborðinu. Ítalsk- ur hönnuður hannaði hana og smíð- aði fyrir Birgittu. Krónan er úr járni, gleri og perlum. „Hún hefur alltaf hangið uppi þar sem ég hef bú- ið. Stundum hefur hún verið í tísku og stundum ekki, en ég læt það ekki hafa áhrif á mig.“ Gæti séð einhvern í speglinum Stórir speglar hallast upp að stofuveggjunum og er öðruvísi fyrir komið en almennt gerist. Birgitta segir að stundum finnist henni hún ekki vera ein í stofunni sinni og með því að hafa speglana vonist hún til að geta kannski séð bregða fyrir skugga þess sem þarna er með henni, þótt ekki sé annað. „Spegl- arnir stækka líka rýmið sjónrænt og mér finnst gaman að hafa þá. Það vantar þó eiginlega einn enn,“ segir hún og bendir á autt bil á stofu- veggnum þar sem áreiðanlega verð- ur kominn spegill áður en langt um líður. Birgitta segir að þegar vinnudeg- inum ljúki haldi hún heim til sín og njóti þess að vera innan veggja heimilisins með hundinum sínum Je- rome, sem er svartur, fjörugur Labrador-blendingur. Jerome leyfir Birgittu reyndar ekki að setjast nið- ur þegar hún kemur heim, fyrst verður hún að fara með hann í gönguferð og svo vill hann gjarnan láta leika við sig um stund. Það er greinilega náið samband milli Birg- ittu og Jerome og vart hægt að sjá hvort er hrifnara af hinu. Fallega dekkað Það er gaman að setjast til borðs í borðstofu Birgittu. Til skrifta Í einu horni stofunnar stendur fallegt dömuskrifborð sem er frá 1890. Þetta er vönduð og glæsileg smíð sem er úr góðum viði. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 25 t.a.m. vöngum yfir því hvað sé svo „ekta“ við bragð sem á tilvist sína undir samansulli af gerviefnum – líkt og raunin er með Coca cola zero, sem auglýst er grimmt undir slag- orðinu: „Ekta bragð – enginn sykur.“ Dömubindaauglýs- ingar eru kapítuli út af fyrir sig þar sem iðu- lega er klifað á því hversu hreina og frjálsa tilfinningu bindið veitir, líkt og kona sem hafi á klæðum sé óhrein á ein- hvern hátt. Satt best að segja eru slík viðhorf svo forneskjuleg að þau geta varla höfðað til þeirra nútíma- kvenna, sem auglýsingarnar eru ætlaðar. Eitt það vitlausasta sem Víkverji heyrir er þó hið langlífa slagorð: „Brimborg – öruggur staður til að vera á!“ Er hér verið að meina að húsa- kynni bílaumboðsins séu sérlega traust? Sem í sjálfu sér er ágætt fyrir neytandann að vita, ef sú er raunin. Hins vegar læðist að Vík- verja sá grunur að umboðið sé ekki að vísa til bygginga sinna, heldur bílanna sem það selur og þá vill Víkverji síður kyngja því að bíll geti verið staður. Í huga hans hafa bifreiðar nefnilega hingað til verið farartæki, smíðuð í þeim tilgangi að koma fólki á milli staða. Víkverji hefur iðulega á tilfinn- ingunni að slík slagorð eigi uppruna sinn að rekja til annarra tungumála og að einfaldlega hafi ekki lánast betur við þýðingu þeirra. Gríptu tækifærið –lifðu núna!“ gall í viðtækinu í bílnum þar sem Víkverji var á leið- inni til vinnu í gær- morgun. „Núnú!“ hugs- aði Víkverji forviða. „Hefur ekki alltaf verið tækifæri til þess? Og hvenær ætti ég annars að lifa?“ Tilmælin at- arna voru frá Vodafone en ef marka má fyr- irtækið þýðir það að lifa að spranga út í næstu verslun og kaupa sér símtæki með „fullt af aukabúnaði.“ Vodafone er ekki eina fyrirtækið sem sér sig knúið til að steypa slíkri steypu yfir landslýð með reglulegu millibili. Víkverji veltir         víkverji skrifar | vikverji@mbl.is - kemur þér við Neikvæð viðhorf til útlendinga á Suðurlandi Var hræddari við löggurnar en þjófinn Þekktir Íslendingar gefa góð sparnaðarráð Linda Ásgeirsdóttir opnar myndaalbúmið Viðtal Kolbrúnar við Vilhjálm Egilsson Kaupa miða á Dylan, Clapton og fleiri fyrir 200 milljónir Hvað ætlar þú að lesa í dag?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.