Morgunblaðið - 29.03.2008, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 31
að kynnast lífi Carol á Hawaii.
Ég kveð Carol vinkonu mína að
leiðarlokum með þakklæti fyrir
trausta vináttu í aldarfjórðung. Ég
sendi börnum hennar innilegar sam-
úðarkveðjur.
Gerður G. Óskarsdóttir.
Carol Pazandak átti bíl með einka-
númerinu ,,Áfram“. Það skildist
kannski ekki á götum í Minnesota en
hún flutti bílinn líka með sér til Ís-
lands og hér sá fólk að þetta orð átti
vel við persónuleika hennar. Carol
var nefnilega ekki með neinar vöflur
á hlutunum; hún framkvæmdi, hlust-
aði ekki á úrtölur, hélt sínu striki og
kom mörgu áfram. ,,Listen“ sagði
hún gjarna þegar hún kom eins og
farfuglinn til lengri eða skemmri
dvalar á Íslandi og beið spennt eftir
að segja okkur frá nýjustu áætlun
sinni til að styrkja tengsl Háskóla Ís-
lands og Minnesotaháskóla, „Ég
fékk þessa hugmynd ...“ Og áður en
maður vissi var hún búin að tala við
rétta fólkið og hrinda hlutunum í
framkvæmd.
Og hún smitaði frá sér áhuga og
orku en líka umhyggju gagnvart öðr-
um og fyrir því sem hún tók sér fyrir
hendur. Það var æðimargt. Hún átti
stóran þátt í að koma á og halda lif-
andi nemendaskiptum og öðru sam-
starfi milli Háskóla Íslands og Min-
nesotaháskóla en á síðasta ári var því
fagnað að 25 ár voru liðin frá upphafi
þess. Carol vann að uppbyggingu
námsráðgjafar hér á landi auk ým-
issa annarra framfaraverkefna.
Ætíð var hún boðin og búin að að-
stoða íslenska nemendur í Minne-
sota og greiddi veg þeirra sem
flækst höfðu í framandi stjórnkerfi í
nýju landi.
Gestrisin var Carol og örlát og oft
hóaði hún saman Íslendingum til
veislu hvort sem var hér á landi eða í
Minnesota. Carol sýndi Íslendingum
mikla vinsemd, hafði áhuga á því sem
fram fór á Íslandi og naut þess að
vera hér. Á Íslandi giftist hún síðari
manni sínum, Joe, og átti hér margar
góðar stundir. Eftir að hann féll frá
og heilsu hennar fór að hraka hélt
hún ótrauð áfram og lét ekkert aftra
sér frá því að koma reglulega til Ís-
lands. Við minnumst hennar með
hlýju og þakklæti og fögnum hennar
gjöfula lífi.
Minningin um Carol Pazandak lif-
ir áfram.
Arnór og Helga og
Kristín Jónasdóttir.
Ég baka enn oft eftir uppskriftinni
hennar Carol Pazandak að rabarb-
aratertunni góðu sem hún kom með
færandi hendi í skírnarveislu yngri
dóttur minnar á stúdentagörðum
Minnesota-háskóla vorið 1988.
Bragðið minnir mig á Carol og á
tengsl Íslands og Minnesota – það
eru sjálfsagt ekki mörg svæði í heim-
inum þar sem rabarbari er fáanlegur
og vinsæll til átu. Í rabarbaratert-
unni blandast saman á óviðjafnan-
legan hátt súrt og sætt, svipað og var
um árin sem ég átti í Minnesota við
nám og störf. En þar kynntist ég Ca-
rol fljótlega eftir að ég flutti þangað
ásamt eiginmanni og fimm ára dótt-
ur sumarið 1986. Nemandahópurinn
íslenski og fjölskyldur þeirra komust
fljótt að raun um að í Tvíborgunum
(Twin Cities) bjó hópur af afar góðu
fólki sem lagði sig fram um að styðja
okkur félagslega ekki síður en náms-
lega. Þau léttu okkur mjög dvölina
þar – fyrir daga Netsins og ódýrra
síma- og flugfargjalda á tímum sem
samskipti við fjölskyldur og vini
heima á Íslandi voru mjög af skorn-
um skammti. Var Íslandsvinurinn
Carol Pazandak þar ætíð með þeim
fremstu í flokki. Hún var á við besta
foreldri: góð fyrirmynd, afar metn-
aðarfull fyrir okkar hönd, um-
hyggjusöm og umburðarlynd. En
það veitti stundum ekki af vænum
skammti af umburðarlyndi, til að
mynda þegar hún, fyrir hönd Ice-
landic Student Association, fékk
leigðan eða lánaðan sal fyrir þorra-
blót þar sem veitt var ómælt af há-
karli. Skipta þurfti um teppi eftir
veisluna vegna dularfulls ódauns
sem ekki tókst að losna við með öðr-
um hætti. Fengum við aldrei að vita
hvort Carol hefði sjálf þurft að bera
kostnað sem hlaust af þessu.
Carol hélt þó áfram ótrauð veislur
fyrir Íslendingana (líklega þó ekki
þorrablót) og gaf eða lánaði sitt af
hverju þegar á þurfti að halda. Síðast
en ekki síst reri hún öllum árum að
því að styrkja samband Minnesota-
háskóla og Háskóla Íslands. Hún
gerði allt sem í hennar valdi stóð til
þess að viðhalda þeim tengslum.
Hennar var sérstaklega minnst á 25
ára samstarfsafmæli skólanna síð-
astliðið sumar. Það var sætur áfangi,
en súrt í brotið var að hún gat sjálf
ekki heilsunnar vegna verið við-
stödd. Við í Hollvinafélagi Minneso-
taháskóla tregum mjög að fá ekki
lengur að umgangast Carol og sökn-
um hennar sárt. En við minnumst
hennar með mikilli væntumþykju og
virðingu og munum reyna að halda
merki hennar á lofti og efla og
styrkja samband Minnesota og Ís-
lands í framtíðinni. Við vottum fjöl-
skyldu hennar innilega samúð.
Sólveig Jakobsdóttir.
tíma verður allt að taka enda.
Fríða amma skipaði stóran sess í
mínu lífi þar sem ég var með annan
fótinn öll mín uppvaxtarár hjá henni
og afa í Efstabæ og á ég henni
margt að þakka. Ég minnist heim-
sókna á jólum, sem einhvern veginn
urðu aldrei söm eftir að amma og afi
hættu að koma, sendiferða í búðina,
sápukúlna, bolsíu, baksturs, ferða-
laga, ótal samtala sem áttu sér stað
við eldhúsborðið þar sem hin ýmsu
mál voru tekin fyrir.
Alltaf var hún að og var mikið í
mun að halda heimilinu hreinu og
snyrtilegu og hafa veitingar á borð-
um fyrir alla þá sem áttu leið hjá og
þegar ég hugsa til baka mátti líkja
Efstabæ við stoppistöð, einfaldlega
ekki hægt annað en að koma við ef
þú áttir leið framhjá.
Aldrei man ég eftir að hún kvart-
aði eða bæði um aðstoð, ekki einu
sinni þessi síðustu skipti sem ég
hitti hana. Ég man ekki eftir einu
skipti þar sem hún settist með okk-
ur til borðs í Efstabæ, hún stóð allt-
af og bar í okkur veitingarnar og
settist svo niður þegar allir höfðu
lokið sér af. En einhvern veginn
fannst mér þetta sjálfsagt, svona
var hún amma mín og geri ég mér
grein fyrir í dag hversu mikill dugn-
aðarforkur hún var. Hjá ömmu og
afa hef ég átt margar af mínum
bestu stundum og það er eitthvað
sem ég bý alltaf að og tek með mér
út í lífið.
Við Stefán, Sigurlaug og Matt-
hildur kveðjum en vitum að þú elsku
amma hefur fengið frið og eins og
Matthildur segir þá er amma engill
núna og það veitir okkur huggun.
Ástar- og saknaðarkveðjur,
Ólína Rakel.
Í dag hefði faðir
minn, Björn Guðmundsson frá Vík-
ingavatni, orðið níræður, en hann
lést hinn 14. apríl 2006. Af því tilefni
langar mig að minnast hans með
þeim hætti, sem glatt hefði hann
hvað mest.
Endurminning, arfleifð þín,
ei til fjár skal metin.
Sem viti hún í villum skín
og vísar okkur fetin.
Um veröld fagra fræddir þú,
fornar dyggðir, barnatrú.
Þú ert farinn, þín er nú
þófta ei lengur setin.
Áfram þó um úfinn sæ
öll við megum róa.
Arfleifð köstum ekki á glæ.
Engu munum sóa.
Betri tíð með bættum hag
bíða kann oss næsta dag.
Iðkar hver sitt áralag
út um sund og flóa
Björn Guðmundsson
✝ Björn Guð-mundsson fædd-
ist á Víkingavatni í
Kelduhverfi á föstu-
daginn langa 29.
mars 1918. Hann lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli á föstu-
daginn langa 14.
apríl 2006 og var út-
för hans gerð frá
Langholtskirkju 24.
apríl 2006.
Af alúð vannstu öll þín verk
einlægur og góður.
Ættarböndin strengdir
sterk,
studdir niðjagróður.
Litla hönd þú leiddir títt
um landið okkar fagurt,
frítt.
Öruggt handtak, undurblítt,
ást og hugur fróður.
Þú yrkja kunnir lipur ljóð,
ljúf, sem hugann fanga.
Í þeim tindrar andans glóð
enn um daga langa.
Við ylinn frá þeim eldi dvel.
Ei mig hrella koldimm él.
Hlýtt þitt kenni hugarþel,
er hljótt minn strýkur vanga.
Í vísum glettni gægist fram
og gaman er að minnast,
er andans léstu geisa gamm,
gullkorn mörg þar finnast.
Ég apa reyni eftir þér.
Það örðugt tíðum reynist mér.
Erfiði stundum ávöxt ber.
Orðin saman tvinnast.
Ég flyt þér kveðju faðir kær.
Við finnast munum síðar,
þar sem ljós og lindin tær
leika um fjallahlíðar.
Kátt þá skulum kveðast á.
Kankvís mun þín hýrna brá.
Það veit sá er alheim á
og eilífðina smíðar.
Guðmundur Björnsson.
Alvöru blómabúð
Allar skreytingar unnar af fagfólki
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499
Heimasíða: www.blomabud.is
Netfang: blomabud@blomabud.is
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ÓLAFUR RAGNARSSON
bókaútgefandi,
Bjarmalandi 16,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 27. mars.
Elín Bergs,
Ragnar Helgi Ólafsson, Margrét Sigurðardóttir,
Kjartan Örn Ólafsson, Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir,
Diljá, Ólafur Kári og Una Ragnarsbörn,
Valtýr Örn, Elín Halla og Ólafur Helgi Kjartansbörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
BJARNI JÓNSSON
frá Skeiðháholti á Skeiðum,
lést að kvöldi fimmtudagsins 27. mars.
Kristín Skaftadóttir,
Anna Fríða Bjarnadóttir, Gunnar Jónsson,
Bjarni Gunnlaugur Bjarnason,
Björgvin Skafti Bjarnason, Camilla Maria Fors,
Jón Bjarnason, Margrét Lilliendahl
og barnabörn.
✝
Kær mágur minn,
GUÐJÓN KRISTINN EINARSSON
frá Minni-Völlum,
Landsveit,
andaðist þriðjudaginn 11. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Innileg þökk starfsfólki dvalarheimilis Grundar fyrir góða umönnun
hin síðustu ár.
F.h. aðstandenda,
Hreinn Bjarnason.
✝
LÁRUS KONRÁÐSSON
frá Brúsastöðum
í Vatnsdal,
er látinn.
Útför auglýst síðar.
Ragnheiður Blöndal.
✝
Ástkær sonur minn og faðir okkar,
VILHJÁLMUR RÚNAR VILHJÁLMSSON,
lést laugardaginn 22. mars.
Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju, mánudaginn
31. mars kl. 14.00.
Fyrir hönd bræðranna og annarra aðstandenda,
Oddrún Sigurðardóttir,
Vilhjálmur Rúnar Vilhjálmsson,
Emil Dan Vilhjálmsson.
✝
Elskuleg móðir mín og dóttir okkar,
ÞÓRA U. JÓNSDÓTTIR,
sem andaðist á heimili sínu laugardaginn 22. mars,
verður jarðsett frá Neskirkju miðvikudaginn 2. apríl
kl. 15.00.
Egill Þór Jóhannsson,
Unnur Sveinsdóttir, Jón Þór Karlsson
og aðrir vandamenn og vinir.
✝
Ástkær uppeldismóðir mín, tengdamóðir og amma,
JENNÝ CLAUSEN WARD,
Hraunbæ 91,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn
21. mars.
Útförin fer fram frá Kristskirkju, Landakoti,
mánudaginn 31. mars kl. 13.00.
Eva Lísa Ward Crawford, Peter Crawford,
Stefán Laurence Stefánsson,
Sigríður Jenný Svansdóttir,
Patrick Herbert Svansson.