Morgunblaðið - 29.03.2008, Síða 16

Morgunblaðið - 29.03.2008, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Rannsóknum vegna ákæru á hendur græn- lenska stjórn- málamanninum Jonathan Motz- feldt var hætt í gær að því er kom fram í dag- blaðinu Berl- ingske tidende. Grænlensk kona er starfaði á skrifstofu grænlenska landsþingsins kærði Motzfeldt fyrir kynferðislega áreitni sem að sögn konunnar átti sér stað er hún var gestur á heimili Motzfeldts. Rannsókn lögreglu þótti ekki sýna fram á að umrætt afbrot hefði átt sér stað „kæran hefur verið felld niður meðal annars vegna þess að ákærandi gat ekki gert grein fyr- ir því í hverju brotið hefði falist,“ sagði Steen Silberg Thomsen, lög- reglustjóri á Grænlandi. Motzfeldt hætti störfum sem for- maður grænlenska landsþingsins fyrr á árinu og þótti sú ákvörðun tengjast ákærunni. Hann hefur setið áfram á grænlenska landsþinginu og haldið öðrum stöðum sínum. Motz- feldt, sem er 69 ára, hefur verið í forystusveit grænlenskra stjórn- málamanna frá því á áttunda áratug síðustu aldar. Ákæra á hendur Jonathan Motzfeldt var felld niður Jonathan Motzfeldt Havana. AP. | YFIRVÖLD á Kúbu til- kynntu í gær að landsmönnum yrði heimilt að eignast farsíma, nokkuð sem hingað til var aðeins mögulegt lykilmönnum ríkisins eða starfs- mönnum erlendra fyrirtækja. Hingað til hafa Kúbumenn þurft að beita klækjabrögðum og fengið þjónustusamninga í gegnum þriðja aðila. Símarnir verða þó líklega of dýr- ir fyrir almenna borgara, en rík- issímafyrirtækið ETECSA hyggst bjóða almenningi fyrirframgreidda samninga sem jafnast á við 24-föld laun kúbverskra launþega. Farsímaeign heimiluð á Kúbu Nýr forseti Vonir standa til að Raúl Castro muni aflétta fleiri bönnum. LÖNGUNIN í kökur, ís eða súkkulaði hefur samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn ekkert með skynjun bragðlaukanna að gera. Vísindamenn við Duke-háskóla segja það heilann sem skynji að slíkur matur sé hitaein- ingaríkur. Við neyslu vilji heilinn „verðlauna“ fólk með því að senda út hormón er geri það hamingjusamt. Þessi vitneskja gæti hjálpað til í baráttu við offitu ef unnt verður að skrúfa fyrir hamingjuna sem fylgir sætum mat. Heilinn skynjar sætabrauðið STUTT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is RÍKISFJÖLMIÐLARNIR í Sim- babve spáðu því í gær að Robert Mugabe yrði endurkjörinn forseti landsins í kosningum sem fram fara í dag. Tveir keppinautar hans sök- uðu stjórnvöld í Harare um stórfelld kosningasvik til að tryggja að Mu- gabe héldi völdunum. Dagblaðið Herald, málgagn stjórnarinnar, sagði skoðanakann- anir Simbabve-háskóla benda til þess að 56-57% myndu kjósa Mug- abe, 26-27% Morgan Tsvangirai, leiðtoga Lýðræðishreyfingarinnar (MDC), og aðeins 13-14% Simba Makoni, óháðan frambjóðanda og fyrrverandi fjármálaráðherra. Nokkrar skoðanakannanir voru gerðar í aðdraganda kosninganna en erfitt er að meta trúverðugleika þeirra vegna þess að margir kjós- endanna vildu ekki segja frá því hvern þeir hygðust kjósa. Fái enginn rúm 50% atkvæðanna þarf að kjósa á milli tveggja efstu frambjóðendanna innan þriggja vikna og nokkrir stjórnmálaskýr- endur sögðu að ekki væri víst að Mugabe fengi svo mikið fylgi. „Flest bendir til þess að enginn pólitísku keppinautanna þriggja fái hreinan meirihluta atkvæða,“ sagði Eldred Masungure, lektor í stjórnmálafræði við Simbabve-háskóla í Harare. „Simbabvemenn ættu að búa sig undir aðra lotu.“ Framliðnir kjósendur Stjórnarandstæðingar í Simbabve segja ráðamennina beita ýmsum brögðum til að tryggja Mugabe sig- ur. Þeir hafi til að mynda látið prenta alltof marga kjörseðla og á kjörskránum séu tugir þúsunda nafna sem ekki eigi að vera þar, svo sem fólk sem er löngu látið eða hef- ur aldrei verið til. Margir stuðnings- manna Mugabe eru sagðir vera skráðir í fleiri en einu kjördæmi, þannig að þeir geti kosið hann oftar en einu sinni. Stjórnarandstaðan sakar einnig ráðamennina um að veita aðeins stuðningsmönnum stjórnarflokksins matvælaaðstoð og hindra að keppi- nautar forsetans fái sanngjarnan að- gang að ríkisfjölmiðlunum. Stjórnmálaskýrendur segja að óeining stjórnarandstöðunnar sé vatn á myllu forsetans. „Líkurnar á að stjórnarandstöðunni tækist að sigra Mugabe væru miklu meiri ef hún hefði náð samkomulagi um einn framjóðanda,“ sagði Steven Gruzd, fræðimaður við suður-afrísku al- þjóðamálastofnunina í Jóhannesar- borg. Um 80% atvinnuleysi Mugabe er orðinn 84 ára, er elsti þjóðhöfðingi Afríku og hefur verið við völd í 28 ár, eða frá því að Sim- babve fékk sjálfstæði. Simbabve var þá lýst sem matar- kistu Afríku vegna mjög blómlegs landbúnaðar en nú er svo komið að helmingur landsmanna þjáist af van- næringu þrátt fyrir matvælaaðstoð hjálparstofnana Sameinuðu þjóð- anna. Er þetta einkum rakið til þeirrar ákvörðunar Mugabes á síð- asta áratug að taka búgarða hvítra bænda eignarnámi. Flestum bú- jarðanna var úthlutað til stuðnings- manna forsetans sem höfðu enga þekkingu á landbúnaði, þannig að framleiðslan snarminnkaði. Verðbólgan í Simbabve er rúm 100.000% samkvæmt síðustu hagtöl- um, miklu meiri en í Weimar-lýð- veldinu þegar Þjóðverjar fylltu hjól- börur af peningaseðlum til að geta keypt í matinn. Um 70 milljónir Sim- babve-dollara (ZWD) fást nú fyrir einn Bandaríkjadollar, ekki 0,68 ZWD eins og þegar gjaldmiðillinn var tekinn upp árið 1980. Margir Afríkubúar líta á Mugabe sem frelsishetju og dást að honum fyrir að bjóða gömlu nýlenduveld- unum birginn. Hann gat lengi stært sig af umbótum í heilbrigðis- og menntamálum en félagslegri þjón- ustu ríkisins hefur hnignað síðustu árin og heilbrigðiskerfið er hrunið. Áætlað er að um fimmtungur allra fullorðinna íbúa landsins hafi smit- ast af alnæmisveirunni og lífslíkur landsmanna eru nú aðeins 37 ár í stað nær 60 ára á níunda áratugn- um. Um 80% vinnufærra landsmanna eru án atvinnu. Áætlað er að allt að 70% Simbabvemanna á aldrinum 18- 60 ára hafi flúið land og hefur land- flóttanum verið líkt við straum írskra innflytjenda til Bandaríkj- anna vegna hungursneyðarinnar á Írlandi á árunu 1845-1852. Flestir læknar og hjúkrunarfræðingar Sim- babve hafa flust þaðan til landa á borð við Bretland og skortur er á nánast öllu í sjúkrahúsunum, jafnvel sáraumbúðum og verkjalyfjum.                          !"  #$$%&           ! " #$ %&#'         !"#  () $  % * $(  $+%$$* ,- +%. %$   $  .  /.*%  /  0$/ $   & 0$ 0 0 12,34$    5..%  % 6    & %     &  %((((%(( '  ($)*+ ($% ((((%(((% ) 13367,3 *  886919 *  169,1 *  72,+:7 ( :+3 (( -9+1 );<=>?$@    + ,  -./*0 1 "   1 13 133 9  6A 23 3 3      :3  6A 129-,4 56 !73  8 5 .+ ,9   77 ,4:  7 1271,;5  5< = 5$ ,> :  77 , 7 1281,+  5 . ?  @ A B CD -.AD0 128B,3  + .AD35: '>55 5 7. ?  @5  D -.D0 128-,$5  1 B: 5   5    E3 8   3   12:-,F 157 <   35: '>55  133 7BB 8 7 + 5 .D 12:8,G  53 .D   5.AD3< +  5 :   7 .D,A= 12,3,F  9  7 5 > 58 3 !73 +   85  >  12,:,H E    5  7 E  ((((3 (<CD EC 122,, 3 BB  5 : 37  57 3+  5E +  I 9 37   157 ! 3J+3   1222,FI 8  1 3 -!*K05 77  157J+3   9333,=  7 !73  3   ' 3  37  7 7   3+  6    87 !73  5: 7'>55  > 58  >557  E377  3I + 5  83E37'>  3 '7: E3 3 9331,5 :   '1 5    I 1 75  3 > 3 3'+ " 5 587 5 7   5 + 7 857 >< E 7  9339,!73  3  J+3     37  5 5 E 771 +E 7   3+   + + < "   +  7 933B, ' :3   1  :7  : 37  +  + <  :7 + 33      7  + 3  3<  +  7 933:,J+3   '1 5  3   5  1 5 '>55  :5 8 3E37 1 +E  E 7 L &L L L Óeining andstæðinga vatn á myllu Mugabes Stjórnarandstaðan sakar ráðamennina um kosningasvik Í HNOTSKURN » Morgan Tsvangirai hefurverið helsti leiðtogi stjórn- arandstöðunnar frá 1999 og sætt gagnrýni í flokki sínum fyrir að vera of ráðríkur. Sú ákvörðun hans að sniðganga þingkosn- ingar árið 2005 varð til þess að hann missti stuðning helmings þingmanna flokksins. » Simba Makoni, annað for-setaefni, sagði af sér embætti fjármálaráðherra árið 2002 eftir að Mugabe forseti hafnaði tillögu hans um gengisfellingu. Kynning á n‡ju vorvörunum frá Oroblu í Lyfjum og heilsu, Kringlunni laugardaginn 29. mars kl. 13-17. Kaupauki fylgir vöru frá Oroblu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.