Morgunblaðið - 29.03.2008, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
S
Ú ATLAGA sem þessa
dagana er gerð að ís-
lenskum bönkum og ís-
lenska ríkinu lyktar
óþægilega af því að
óprúttnir miðlarar hafi ákveðið að
gera úrslitatilraun til að brjóta niður
íslenska fjármálakerfið, að mati Dav-
íðs Oddssonar, formanns banka-
stjórnar Seðlabankans, en hann
ávarpaði í gær ársfund bankans.
„Þeim mun ekki takast það. En til
álita hlýtur að koma að gera al-
þjóðlega opinbera rannsókn á slíku
tilræði við heilbrigð fjármálakerfi,“
sagði Davíð og vísaði einnig til þess
að síðustu mánuði hefði borið á vafa-
samri hegðun á alþjóðlegum mörk-
uðum. Nýleg dæmi væru rógsherferð
gegn breska HBOS bankanum sem
skaðaði hann mikið, þótt tímabundið
væri, en það mál væri nú í rannsókn.
Þá benti dæmi frá Írlandi í sömu átt.
Spara til mögru áranna
Í ávarpi sínu lagði Davíð áherslu á
mikilvægi þess að halda verðbólgu í
skefjum. „Margföld reynsla er fyrir
því, bæði hér á landi og nánast hvar-
vetna, að verðbólga er til óþæginda
ef hún hverfur úr hóflegu fari. Hún
verður vandamál, ef það frávik
stendur um nokkurn tíma, og verð-
bólga verður stórlegur skaðvaldur ef
hún vex enn og ekki tekst á nokkrum
misserum að hemja hana með hefð-
bundnum úrræðum Seðlabankans.“
Sagði Davíð að afar þýðingarmikið
væri að þeir sem mestu réðu um þró-
un fjármála- og efnahagslífs í landinu
toguðu allir í sömu átt á móti vexti
verðbólgu og létu skammtímahags-
muni og sjónarmið víkja í þeim átök-
um.
Sagði hann að ríkissjóður hefði
verið rekinn með bærilegum afgangi
og væri vel aflögufær og því væri
mikill þrýstingur á hann um aukin
útgjöld, sem hvorki atvinnuástand né
önnur efnahagsleg skilyrði hefðu enn
sem komið er þó kallað á. „Það þarf
staðfestu til að standa af sér kröfur
um aukin útgjöld, þegar ekki er hægt
að segja með trúverðugum hætti að
peningarnir séu ekki til, en þá stað-
festu verður þó að sýna, því fullyrða
má með öruggri vissu, að það verður
vaxandi og raunverulegri þörf fyrir
peningana innan tíðar og því mikill
skaði og fyrirhyggjuleysi, ef menn
gleyma sér svo í góðærinu, að þeir
eigi ekki nóg til mögru áranna, sem
mæta örugglega og það nokkuð
stundvíslega.“
Davíð sagði að fátt benti til þess að
efnahagslegt vor væri í vændum og
rétt væri að ganga út frá því sem
vísu, að ástandið á fjármálamörk-
uðum mundi lítið lagast í bráð. Þótt
það kunni að lagast fari því fjarri að
allt verði eins og áður.
„Hafi menn ekki þegar tekið sér
tak er ekki lengur neins að bíða.
Leita þarf allra leiða til að styrkja
lausafjárstöðu fyrirtækjanna, ekki
síst fjármálafyrirtækjanna og sam-
hliða þarf að skoða markaðsmódelin
rækilega upp á nýtt. Það má segja að
á knattspyrnumáli myndi þetta þýða,
að nú sé rétt að pakka í vörn og láta
sér nægja marksvon með hraðaupp-
hlaupi ef tækifæri bjóðast þrátt fyrir
allt. Þótt ýkt bölsýni sé auðvitað til
óþurftar er jafnvont eða verra að
gylla stöðuna fyrir sjálfum sér og al-
menningi og gefa til kynna að ein-
hvers konar töfraleið sé til út úr
þessum vanda. „Að ljúga að öðrum er
ljótur vani, að ljúga að sjálfum sér
hvers manns bani,“ sagði þar,“ sagði
Davíð.
Hann sagði þó að þrátt fyrir það
andstreymi sem víða sjáist sé ekki
endilega líklegt að íslenska þjóðin sé
að sigla inn í kreppu. „Miklu líklegra
er að nú hægi nokkuð á og í versta
falli tökum við nokkra dýfu, sem ætti
þó ekki að þurfa að standa lengi.“
Sagði hann nokkuð ljóst að jafnvægi
yrði ekki komið á nema með sam-
drætti í eftirspurn.
Hæfustu sérfræðingar fengnir
Senn verður tímabært að gera
fræðilega úttekt á peninga-
málastjórn Íslands, m.a. til að svara
þeirri spurningu hvort Seðlabankinn
hafi við núverandi aðstæður öll þau
tæki í vopnabúri sínu sem hugsanleg
séu til að sinna hlutverki sínu. Kom
þetta fram í máli Geirs H. Haarde
forsætisráðherra á ársfundi Seðla-
bankans í gær. Sagði hann að slík út-
tekt yrði gerð í góðu samstarfi við
Seðlabankann, en nauðsynlegt væri
að svara þeim spurningum sem upp
hefði komið, meta reynsluna af fram-
kvæmd seðlabankalaganna frá 2001
og hvort allar þær viðmiðanir sem
stuðst væri við væru þær heppileg-
ustu til framtíðar litið. „Til slíks
verks þarf, þegar að kemur, að fá
hæfustu sérfræðinga, erlenda og inn-
lenda, líkt og gert hefur verið annars
staðar. Í þessu felst ekki gagnrýni á
peningamálastefnu Seðlabankans,
heldur viðleitni til að gera honum
betur kleift að rækja skyldur sínar.“
Nefndi Geir í þessu sambandi m.a.
vangaveltur um að tilteknar sér-
aðstæður hér á landi valdi því að pen-
ingamálastefnan virki illa eða jafnvel
alls ekki. Þá væri því haldið fram að
forsendur hagstjórnar hefðu breyst
verulega vegna aukinna fjármagns-
flutninga og alþjóðavæðingar og
dregið máttinn úr peningamálastefn-
unni.
Geir ítrekaði í ávarpi sínu að ís-
lenskt bankakerfi og íslensk efna-
hagsmál stæðu traustum fótum þótt
á móti blési um þessar mundir. Hins
vegar benti allt til þess, að lokið sé að
sinni mikilli uppsveiflu í íslensku
efnahagslífi. Versnandi ytri að-
stæður þjóðarbúskapar Íslendinga
auk þess sem nú sæi fyrir endann á
stóriðjuframkvæmdum á Austur-
landi mundi valda því að um hægðist
í íslensku efnahagslífi. „Gangi spár
eftir mun því augljóslega slá veru-
lega á þenslu í efnahagslífinu og hag-
kerfið leita jafnvægis á ný eftir ár
mikillar uppbyggingar.“ Sagði Geir
að ríkisstjórnin hefði búið sig undir
þá atburðarás sem fyrir hafi legið við
gerð fjárlaga auk þess sem ákveðnar
hefðu verið sérstakar ráðstafanir í
tengslum við nýgerða kjarasamn-
inga. „Nú er unnið að útfærslu þeirra
og er tímasetningum hagað með
þeim hætti að þær stríði ekki gegn
viðleitni Seðlabankans gagnvart
verðbólgumarkmiðinu.“
Halldór Blöndal, formaður banka-
ráðs Seðlabankans, fór í stuttu máli
yfir ársreikninga Seðlabankans, en
1,2 milljarða króna tap varð á rekstri
hans í fyrra samanborið við 11,9
milljarða króna hagnað árið áður.
Sagði Halldór að skýringa væri helst
að leita í breytingu á gengismun. Ár-
ið 2007 hefði orðið 5,9 milljarða króna
gengistap miðað við 11,8 milljarða
gengishagnað árið 2006. Hreinar
vaxtatekjur hefðu hins vegar aukist
úr 1,7 milljörðum í sex milli ára.
Uppsveiflu í íslensku
efnahagslífi lokið að sinni
Öllu dimmari tónn var
yfir ársfundi Seðla-
bankans í gær en fyrir
ári, enda hefur ástand á
fjármálamörkuðum hér
heima og erlendis
versnað til muna frá því
sem var vorið 2007.
Morgunblaðið/Ómar
Vel mennt Ársfundur Seðlabanka Íslands í gær var vel sóttur, sem fyrr, og meðal gesta voru fyrrverandi bankastjórar og bankaráðsmenn bankans.
Morgunblaðið/Ómar
Skaðvaldur Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, lagði áherslu á mikilvægi þess að koma bönd-
um á verðbólguna og sagði hana verða að stórlegum skaðvaldi tækist ekki að hemja hana á nokkrum misserum.
VIÐSKIPTARÁÐ Íslands fagnar ákvörðun Geirs H.
Haarde, forsætisráðherra Íslands, um að leita álits hjá
óháðum, erlendum fræðimanni á fyrirkomulagi og
framkvæmd peningastefnu Seðlabanka Íslands. Í til-
kynningu frá Viðskiptaráði segir að undanfarið hafi ís-
lenska krónan reynst fyrirtækjum og einstaklingum
fjötur um fót, enda hafi verðbólga verið viðvarandi,
gengissveiflur miklar og vaxtastig hátt. „Á síðustu
misserum hefur Seðlabankinn mátt sæta tíðri gagnrýni
fyrir framkvæmd peningamálastefnunnar, mismál-
efnalegri þó. Trúverðugleiki er verðmætasta eign
hvers seðlabanka, sérstaklega þegar hann vinnur eftir
verðbólgumarkmiði. Það er því mikilvægt að bankinn
njóti stuðnings í aðgerðum sínum og ekki sé grafið
undan trúverðugleika hans með gagnrýni sem er ekki á
rökum reist. Ein besta leiðin til að svo megi verða er að
fá erlenda, óháða sérfræðinga til að meta árangur og
gæði peningamálastefnu bankans.“
Fjölda spurninga um málefni og störf Seðlabanka Ís-
land sé ósvarað, sérstaklega í ljósi þess að hér hafi ekki
tekist að hemja verðbólgu á þeim sjö árum sem liðin
séu frá upptöku verðbólgumarkmiðs. Úttekt af þessu
tagi sé því þarft innlegg í umræðuna og muni fela í sér
uppbyggilega gagnrýni á fyrirkomulag og framkvæmd
peningastefnu Seðlabanka Íslands og gagnast þannig
bæði Seðlabankanum og íslensku hagkerfi.
Fagnar ákvörðun forsætisráðherra
Í HNOTSKURN
» Verðbólga í marsmánuðimældist 1,47% og telst tólf
mánaða verðbólga því 8,7%.
» Markmið Seðlabankans er aðverðbólga sé sem næst 2,5%
og því ljóst að nokkuð ber í milli.
» Helsta vopn Seðlabankans íbaráttunni við verðbólguna
eru stýrivextir hans, en nýlega
hækkaði bankinn stýrivexti um
1,25% og eru þeir nú 15%.