Morgunblaðið - 29.03.2008, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 29.03.2008, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 21 LANDIÐ Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Kveðjustund Systir Mirjam, systir Renée, systir Petra og systir Elíse hafa átt langan og farsælan starfstíma á St. Franciskusspítalanum. Eftir Gunnlaug Árnason Stykkishólmur | Fjórar katólskar systur, sr. Elíse, sr. Mirjam, sr. Petra og sr. Renée, hafa yfirgefið landið eftir áratuga starf við sjúkrahúsið í Stykkishólmi. Af því tilefni var haldið kveðjuhóf í St. Franciskusspítalanum. Í hófið mætti fjölmenni sem vildi sýna þeim þakklæti fyrir sitt fórnfúsa starf fyrir sjúkrahúsið og ekki síður fyrir samfélagið. Allar eru þær systur orðnar full- orðnar og hafa helgað stærsta hluta starfsævi sinnar þjónustu í Stykkis- hólmi. Sr. Renée er frá Belgíu og kom til Stykkishólms haustið 1952. Hún hefur verið hér í yfir 50 ár. Hún starfaði á sjúkrahúsinu við hjúkrun. Hún var í tvígang prior- inna og byggingastjóri sjúkrahúss- ins. Hún hafði mikil samskipti við iðnaðarmenn og tæknimenn bæði í Stykkishólmi og í Reykjavík og ávann sér mikla virðingu allra sem samskipti þurftu að eiga við hana. Sr. Petra er hollensk og kom hingað 1961 til að vinna í prent- smiðjunni. Hún starfaði við prent- verk allan þann tíma sem Katólska kirkjan rak prenstmiðju í Stykk- ishólmi. Hún kynntist hinni miklu byltingu í sinni grein, byrjaði í handsetningu og kynntist því þegar tölvur héldu innreið sína. Hún var dugleg að fara söluferðir um landið og selja bækur sem katólski söfn- uðurinn gaf út. Hún starfaði einnig í tvígang sem priorinna. Hún var mikill talnaspekingur og góður prófarkalesari. Sr. Elíse er frá Belgíu. Hún kom til starfa árið 1967 og starfaði til ársins 2000 eða í um 33 ár. Hún sá um þvottahúsið alla tíð og þar var oft mikið álag, sérstaklega er syst- urnar ráku sumardvalarheimili fyr- ir börn frá höfuðborginni. Hún er mikil hannyrðakona og hefur saum- að mikið fyrir sjúkrahúsið og systrahúsið. Sr. Mirjam er frá Hol- landi og kom hingað til starfa árið 1970. Hún hefur séð um röntgen- myndatökur. Hún lét af störfum í júní 2006. Ein besta himnasendingin Í samtali við fréttaritara sögðu þær að þeim hefði liðið vel að starfa á Íslandi. Það voru mikil viðbrigði að koma til Íslands á þeim tíma. En þær náðu fljótt að aðlagast og það gekk mun betur vegna þess hve bæjarbúar voru þeim hjálplegir og eins auðveldaði allt þeirra barna- starf þeim að læra og tala íslensk- una. Þær gengust undir það heit að hlýða er þær tóku þá ákvörðun að ganga í St. Franciskusregluna. Því loforði munu þær fylgja um ókomin ár. Þegar þær fengu þær fregnir að þær ættu að flytja sig til fyrri heimkynna var ekkert um annað að ræða en að hlýða. „Það var gaman að koma til Stykkishólms, en alls ekki að fara,“ sögðu þær systur ein- um rómi. Þær vildu gjarnan dvelja hér lengur, en það er annarra að taka ákvörðun. Þær hafa verið hér hluti af sam- félaginu og fundist þær tilheyra þessari stóru fjölskyldu. Þær kveðja mjög sáttar og eiga góðar minningar frá dvöl sinni á Íslandi. Þakklæti er þeim efst í huga á þessum tímamótum til allra sem hafa sýnt þeim vináttu og hlýju. Þegar einn af eldri borgurum Stykkishólms kvaddi þær systur sagði hann að það hefði verið ein mesta himnasending sem Hólmarar hafa fengið að fá þær til starfa hér í bæ og fyrir þeirra æskulýðsstarf. Undir þessi orð geta aðrir Hólm- arar tekið. Systurnar fara hver til síns heimalands. Við brottför þeirra fækkar mjög nunnunum í Stykk- ishólmi, en þær eru ekki allar farn- ar því eftir eru fjórar nunnur sem bæði starfa á sjúkrahúsinu og sinna öðrum störfum. Það var gaman að koma en alls ekki að fara Í HNOTSKURN »St. Franciskusspítalinn tóktil starfa í Stykkishólmi árið 1935 og hefur allan þann tíma veitt íbúum Snæfellsness góða þjónustu. »St. Franciskusreglan sá umrekstur spítalans í fjölda ára. Ríkið tók alfarið við rekstri hans fyrir nokkrum árum með sama heiti. Fjórar nunnur kveðja St. Franciskus- sjúkrahúsið eftir áratugastarf Reykjanesbær | Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar hélt í vikunni íbúafund með Pólverjum sem búsettir eru í bænum. Alls mættu um 60 manns á fundinn en Pólverjar eru um 8% íbúa bæjarins. Á fundinum voru kynntar helstu áherslur Reykjanesbæjar í mennta- málum, atvinnumálum og umhverf- ismálum en að auki var kynnt verk- efnið Interculture Reykjanes. Interculture Reykjanes hófst sl. haust og voru ráðnir til þess tveir pólskir verkefnastjórar, Katarzyna Kraciuk og Sylwia Kryszewska. Markmið verkefnisins er að auð- velda aðlögun pólskra innflytjenda í samfélaginu. Einnig hefur Reykja- nesbær ráðið kennsluráðgjafa fyrir börn innflytjenda í grunnskólum Reykjanesbæjar og mun hann m.a. samræma móttöku þessara barna og aðlögun að skólastarfi. Katar- zyna kynnti helstu verkefni sem nú eru í vinnslu á vegum Interculture Reykjanes og sagði hún á fundinum það vilja bæjaryfirvalda að skapa traust í samskiptum milli íbúa Reykjaness og innflytjenda frá ólík- um menningarheimum. Unnið er að gerð upplýsingakerfis um Reykja- nes og líf í nýju samfélagi, frétta- bréf er gefið út mánaðarlega og unnið er að þýðingu á vefsíðu bæj- arins. Einnig er unnið að ýmsum verkefnum í samstarfi við t.d. Mið- stöð símenntunar á Suðurnesjum, stéttarfélög, bókasafn, skóla, 88 húsið og lögreglu. Árni tók í lok fundarins við ábendingum frá fundarmönnum um það sem betur mætti færa, líkt og gert er á árlegum íbúafundum hans sem haldnir eru í maí. Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Íbúafundur Fjölmenni var á íbúafundi Árna Sigfússonar bæjarstjóra með pólskum íbúum Reykjanesbæjar. Fundað var í Bíósal Duushúa. Vinna að aðlögun pólskra íbúa að samfélaginu SUÐURNES Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur undanfarna áratugi verið einn ötulasti talsmaður fyrir lífsviðhorfum frjálshuga manna á Íslandi. Hann hefur í óþökk forsjárhyggjuafla og sameignarsinna nýtt sér málfrelsi sitt í baráttu fyrir frelsinu. Við eigum honum öll mikið að þakka fyrir að hafa verið óþreytandi við að mæta þeim öflum sem vilja tamkarka einstaklingsfrelsi á Íslandi. Nú er að honum sótt Hann er bara venjulegur launamaður og hefur ekki mikil fjárráð til að mæta árásum þeirra sem vilja takmarka málfrelsi hans, meðal annars með háum fjárkröfum fyrir dómstólum. Íslenskur auðmaður sækir að honum erlendis og reynir að brjóta hann niður fjárhagslega. Nú síðast dæmdi Hæstiréttur Íslands hann til hárra fjárútgjalda fyrir að hafa skrifað bók sem hann mátti víst ekki skrifa. Hann var dæmdur til að bæta fjártjón sem allir vita að ekkert var. Styðjum Hannes Nokkrir vinir hans hafa opnað bankareikning í Landsbanka Íslands: 0101 – 05 – 271201 kt. 131083-4089 Þeir sem vilja leggja þessum ötula baráttumanni lið eru beðnir að leggja fé inn á reikninginn. Við þurfum að safna 3,1 milljón til að geta greitt fyrir hann skuldina sem Hæstiréttur úthlutaði honum. Sendum þeim sem að Hannesi sækja skýr skilaboð um að þeim muni ekki takast að þagga niður í honum með árásum á fjárhagslega afkomu hans. STYÐJUM HANNES Þessi auglýsing er kostuð af vinum Hannesar Stjórnarkjör Eining-Iðja auglýsir hér með eftir listum eða tillögum um menn í stjórnarsæti vegna kjörs stjórnar og trúnaðarráðs fyrir starfsárið 2008-2009 að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu. Ber samkvæmt því að skila lista skipuðum 100 manns í trúnaðar- ráð, tveimur skoðunarmönnum reikninga og einum til vara til eins árs. Einnig er hægt að bjóða fram bara gegn varaformanni sem kosinn er til tveggja ára. Hverjum framboðslista eða tillögu skulu fylgja meðmæli minnst 80 fullgildra félagsmanna. Listum eða tillögum ber að skila á skrifstofu félagsins Skipagötu 14 Akureyri eigi síðar en kl. 1200 á hádegi mánudagsins 7. apríl 2008. Akureyri 28. mars 2008 Stjórn Einingar-Iðju

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.