Morgunblaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 27
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
GEISLAFRÆÐI er BSc.-nám sem
kennt hefur verið við Tækniháskóla
Íslands sem nú hefur sameinast
Háskólanum í Reykjavík. Háskóli
Íslands hefur tekið yfir námsbraut-
ina og útskrifast fyrstu geislafræð-
ingarnir þaðan vorið 2009.
Á myndgreiningardeildum Land-
spítala – háskólasjúkrahúss starfa
nálægt 50 geislafræðingar, sem
sinna öllum almennum röntgen-
rannsóknum, svo og ýmsum sér-
hæfðari rannsóknum, sem þar eru
gerðar.
Röntgenrannsóknir eru bæði al-
mennar, en einnig sérhæfðari rann-
sóknir á líkamanum, þar sem verið
er að skoða hin ýmsu líffærakerfi,
svo sem bein og stoðkerfi, þvag- og
meltingarfæri, hjarta og æðakerfi,
lungu, heila og taugakerfi. Rann-
sóknirnar eru m.a. framkvæmdar
með almennum röntgentækjum,
tölvusneiðmyndatækjum og seg-
ulómtækjum.
Röntgenrannsóknir sem gerðar
eru á röntgendeildum spítalans eru
stór þáttur í sjúkdómsgreiningu
hvers sjúklings, bæði fyrstu grein-
ingu og svo í áframhaldandi eft-
irliti. Einnig eru röntgen-
rannsóknirnar stór þáttur í mati á
meðferðarúrræðum ýmissa sjúk-
dóma, t.d. krabbameins.
Nýtt vaktafyrirkomulag í and-
stöðu við starfsfólk
Geislafræðingar sem starfa á
Landspítalanum eru dagvinnufólk,
sem tekur gæsluvaktir. Sú breyting
sem nú á að þvinga fram á vakta-
fyrirkomulagi geislafræðinga, veld-
ur því að vinnutími lengist og
vinnuskyldan færist meira yfir á
helgar. Frítími með fjölskyldu
verður þar af leiðandi styttri og of-
an í kaupið valda þessar breytingar
töluverðri skerðingu á launum
geislafræðinga. Geislafræðingar
una ekki þessum breytingum og
munu láta af störfum frá og með 1.
maí. nk.
Lausn á þessu vandamáli er
óbreytt vinnufyrirkomulag. Geisla-
fræðingar vilja vera dagvinnufólk
sem tekur gæsluvaktir. Flestar
rannsóknir eru gerðar á dagvinnu-
tíma og þarf því mestan mannafla á
þær vaktir. Þar sem myndgreining-
ardeild er ekki legudeild heldur
þjónustudeild er þetta eðlilegasta
fyrirkomulagið. Ef hins vegar er
litið til mönnunarþarfa fyrir nýtt
vinnufyrirkomulag eru einfaldlega
ekki nógu margir geislafræðingar í
vinnu til þess að kerfið gangi upp,
allavega ekki fyrr en nýr spítali er
kominn í gagnið. Yfirvöld heilbrigð-
ismála verða að horfa raunhæft á
þessar staðreyndir og vinna með
starfsfólki á viðkomandi sviði, en
ekki í andstöðu við það. Enn er tími
til að afstýra því slysi að þessi
starfsemi hrynji til grunna, en þá
verða stjórnendur Landspítalans
og yfirvöld heilbrigðismála líka að
breyta um vinnubrögð.
F.h. geislafræðinga á
Landspítala
SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR.
Hvers vegna segja geislafræðingar
Landspítala upp störfum?
Frá geislafræðingum á Landspítala
ÍSLENSKT MÁL
Jón G. Friðjónsson
125. þáttur.
Fallstjórn
Eiður Guðnason fylgistvel með málnotkun ífjölmiðlum. Hann send-ir þættinum eftirfar-
andi dæmi: Segist vonast til þess
að sá [þ.e. þeim] sem bar ábyrgð-
ina á birtingunni verði refsað
(21.12.07); Talsmaður Hvíta Húss-
ins segir að sprengjuárásin [þ.e.
–árásinni] í Pakistan í dag svipi
mjög til þeirra aðferða sem al-
Quaeda hryðjuverkasamtökin beiti
(27.12.07); Viðræður [þ.e. við-
ræðum] stéttarfélaga og stjórnar
BAA, sem rekur stærstu flugvelli
Bretlands, lauk í kvöld án þess að
samkomulag næðist (27.12.07) og
Þrjár vélar [þ.e. þremur vélum],
sem áttu að koma frá Bandaríkj-
unum í morgun, seinkaði um 7 til 8
tíma (31.12.07). Umsjónarmaður
þakkar Eiði kærlega fyrir send-
inguna en satt best að segja er
honum orðs vant yfir þessi ósköp.
Verst er að dæmi af þessum toga
eru auðfundin í flestum fjöl-
miðlum. Um-
sjónarmaður
telur að þetta
fyrirbæri sé
tiltölulega
nýtt af nálinni.
Kulna eða
kólna?
Talsverður
merking-
armunur er á
sögnunum kulna ‘dvína; deyja út’
og kólna ‘verða kaldari’ og þeim
má ekki rugla saman. Það mun
ekki vera í samræmi við málvenju
að tala um að eldur eða glæður
kólni og því er eftirfarandi dæmi
óvenjulegt: Bygging nýs álvers
gæti haft mikil áhrif og blásið lífi í
þær glæður sem nú virðast vera að
kólna [þ.e. kulna] hratt í íslensku
atvinnulífi (5.3.08).
Eiga ekki orð
Mikill munur er á orðasambönd-
unum eiga ekki orð yfir eitthvað
‘eiga ekki til orð um eitthvað, til að
lýsa einhverju, ekki orð sem nær
yfir eitthvað’ og eiga ekki yfir ein-
hverju (spilamál) ‘ráða ekki við
eitthvað, geta ekki trompað eitt-
hvað’. Sér til nokkurrar furðu hef-
ur umsjónarmaður rekist á all-
mörg dæmi um bastarðinn eiga
ekki orð yfir einhverju, t.d.: mað-
ur átti ekki orð yfir þeirri fram-
göngu [skrif Mbl. um Pétur Kr.
Hafstein] (13.1.08); Ég á ekki orð
yfir Oddi Eysteini Friðrikssyni,
umsjónarmanni þáttarins (5.4.07);
hann átti ekki til orð yfir þessu
bandi [hljómsveit] (8.6.06) og Ég á
ekki til orð yfir þessari niðurstöðu
(13.1.06). Í framangreindum dæm-
um virðist umsjónarmanni merk-
ingin vera ‘eiga ekki orð til að lýsa
því sem rætt er um’ og því væri
eðlilegt að nota myndina eiga ekki
orð yfir eitthvað.
Ekki á saman
líkt og ólíkt
Það er mjög algengt að tveimur
orðatiltækjum eða orðasam-
böndum slái saman svo að úr verð-
ur bastarður. Í flestum tilvikum er
um að ræða einstök dæmi sem
ekki ná að skjóta rótum, stund-
arblóm á akri tungunnar. Eftirfar-
andi dæmi eru af þeim toga: upp-
lýsti … að allir flokkar hefðu verið
að bera í víurnar hver við annan
(31.12.07), sbr. bera víurnar í ein-
hvern og stíga í vænginn við ein-
hvern; NN hélt fast við sinn keip
(20.2.08), sbr. sitja fast við sinn
keip og halda sig við eitthvað (efn-
ið/staðreyndir) og Öll kurl eru tínd
til grafar (17.2.08), sbr. Þegar öll
kurl koma til grafar og allt er tínt
til.
Fé – til fjár
Samkvæmt málvenju beygist
nafnorðið fé svo (í eintölu): fé, fé,
fé, fjár. Beyging þess er að ýmsu
leyti alveg einstök og því bregður
óreglulegum myndum alloft fyrir.
Hér skal litið á tvö nýleg dæmi:
Hann [Obama] hefur verið að afla
miklu fé [þ.e. mikils fjár] (5.2.08)
og vaxtagreiðslur vegna lánsfés
[þ.e. lánsfjár] til að fjármagna
stríðsreksturinn (14.11.07). Í fyrra
dæminu er ugglaust réttara að tala
um ranga fallstjórn en ranga beyg-
ingu því að þar er notað þágufall
(miklu fé) í stað eignarfalls (mikils
fjár) og trúlega gætir þar áhrifa
frá sögninni safna. Í síðara dæm-
inu er hins vegar um ranga beyg-
ingu að ræða, eignarfallsmyndin
fés er notuð til samræmis við ef.-
myndir flestallra hvorugkynsnafn-
orða.
Úr handraðanum
Í Fyrstu Mósebók segir frá því
er Kain drap bróður sinn Abel og
til þeirrar frásagnar vísar orða-
sambandið e-ð er himinhrópandi,
sbr.: Blóð Abels, bróður þíns,
hrópar til mín af jörðinni (1. Mós 4,
10 (2007)). Því tölum við t.d. um
himinhrópandi ranglæti og meist-
ari Jón Vídalín segir: lygar og róg-
ur ganga fjöllunum hærra og
hrópa í himininn. Umsjónarmaður
hélt satt best að segja að hið síð-
arnefnda væri dautt orðfæri en svo
er ekki því að í Silfri Egils var
sagt: Andvaraleysi stjórnvalda [í
efnahagsmálum] hrópar auðvitað í
himininn (13.1.08).
Það er mjög
algengt að
tveimur orða-
tiltækjum eða
orðasam-
böndum slái
saman svo að
úr verður
bastarður
jonf@rhi.hi.is
MNOPQRSTUSQ VWX Y ZRVQT[W\X]S ^_
`Nab c__ defe Y ggghRbOPQRSTUSQhb[
Laxveiði
Skógræktarfélag Árnesinga óskar eftir tilboðum í laxveiði á
Snæfoksstöðum í Grímsnesi.
Um aldir hefur laxveiði verið stunduð á Snæfoksstöðum í Hvítá. Um ána fer allur göngulax á leið í
uppsveitir Árnessýslu. Þar er fengsæll veiðistaður, sem gefur Snæfoksstöðum verðmæt hlunnindi.
Á síðari árum hefur verið veitt þar á stöng. Nú er allt opið.
Óskum eftir tilboðum í veiðina frá einstaklingum, félögum eða fyrirtækjum til eins árs eða fleiri.
Veiðihús er á staðnum.
Tilboð óskast send til framkvæmdastjóra félagsins Böðvars Guðmundssonar, Sigtúnum 9,
800 SELFOSS fyrir 5. apríl n.k. merkt laxveiði. Hann veitir allar nánari upplýsingar í síma 864 1106.
Tilboðin verða opnuð 8. apríl.
Áskiljum okkur rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Selfossi 29. mars 2008
F.h. stjórnar Skógræktarfélags Árnesinga
Óskar Þór Sigurðsson
formaður.
FRÉTTAVEFURINN Vísir
hafði samband við Finn Ingólfsson
sjálfskipaðan fulltrúa í fulltrúaráði
Eignarhaldsfélags Samvinnutrygg-
inga eftir að Morgunblaðið birti
grein mína um málefni félagsins á
þriðjudaginn var.
Finnur upplýsti á
Vísi að hann hefði ekki
lesið grein mína; bætti
svo við að hann léti sér
í léttu rúmi liggja skrif
mín. Það er ekki bara
Finnur sem lætur at-
hugasemdir mínar um
meðferð eigna Sam-
vinnutrygginga sem
vind um eyru þjóta.
Hið sama gerir öll
stjórn félagsins. Hún
hefur enn ekki svarað
efnislega bréfi, sem ég
beindi til Sam-
vinnutrygginga fyrir einn skjólstæð-
inga minna þann 22. júní 2007.
Á Vísi biður Finnur mig að líta í
eigin barm; ég sé ekki hótinu betri
en hann þegar komi að heimild-
arlausum viðskiptum. Nefnir Finnur
í því sambandi Sparisjóð Hafn-
arfjarðar, SPH. Finnur er þarna að
vísa til viðskipta með stofnfjárhluti í
sparisjóðnum í kjölfar aðalfundar
20. apríl 2005. Finnur reynir hér
hina alkunnu smjörklípuaðferð sjó-
aðs stjórnmálamanns. Með því að
gera mig tortryggilegan telur Finn-
ur að hann komist hjá að svara op-
inberlega fyrir gerðir sínar og ann-
arra í stjórn og fulltrúaráði
Samvinnutrygginga. Svo Finnur
noti ekki málefni SPH frekar sem
skálkaskjól skal upplýst, að fyrir að-
alfund í SPH árið 2005 ákvað hópur
stofnfjáreigenda undir forystu Páls
Pálssonar að bjóða fram til stjórnar;
fara gegn Matthíasi Á. Mathiesen
og félögum sem höfðu um árabil
stýrt SPH og ráðið því hverjir
fengju að eignast stofnfé í sjóðnum.
Fjármálaeftirlitið hafði aldrei
áhyggjur af virkum eignarhluta í
SPH í valdatíð Matthísar og félaga.
Páll lofaði stofnfjáreigendum sem
vildu styðja lista hans að ekki yrði
staðið í vegi viðskipta með stofnfjár-
hluti í SPH næði hann kjöri. Stofn-
fjáreigendur voru upplýstir um að
kaupendur væru að stofnfjárhlutum
þeirra; samið var við nokkurn fjölda
um sölu á hlutum fyrir kr. 25 millj-
ónir á hlut. Samningar þessir voru
háðir því skilyrði að kaup meirihluta
stofnfjár tækjust.
Listi Páls náði kjöri. Stofnfjáreig-
endur knúðu strax á um efndir
kosningaloforðs nýrrar
stjórnar SPH. Í maí
2005 var mér og öðrum
lögmanni falið að
tryggja réttar efndir
samninga sem gerðir
höfðu verið um kaup á
stofnfjárhlutum. Gerð-
um við það gegn
greiðslu þóknunar frá
þeim aðila sem lagði
fram allt fé til kaup-
anna. Til hans sóttum
við umboð okkar. Við
tókum við stofnfjár-
hlutum framseldum
eyðuframsali og varðveittum þá þar
til meirihluta stofnfjár var náð;
greiddum seljendum þá umsamið
verð; framseldum stofnbréfin til
þeirra aðila sem umbjóðandi okkar
upplýsti að væru kaupendur þeirra;
tókum við greiðslum frá kaupendum
og skiluðum þeim til umbjóðanda
okkar. Allir virtust sælir með sitt,
þar til Fjámálaeftirlitið fór að rann-
saka viðskipti þessi, m.a. með tilliti
til þess hvort virkur eignarhluti
hefði myndast í SPH. Sú rannsókn
endaði með kæru Fjármálaeftirlits-
ins til embættis ríkislögreglustjóra
þann 16. desember 2005. Kæran
beindist að stjórn SPH, fyrrum
stofnfjáreigendum sem stutt höfðu
stjórnina og selt stofnfjárhluti. Með
bréfi Fjármálaeftirlitsins til rík-
islögreglustjóra þann 13. mars 2006
var mér svo bætt í hóp meintra sak-
borninga; talinn hafa brotið lög um
verðbréfaviðskipti. Við yfirheyrslur
í byrjun janúar 2006 höfðu stjórn-
armennirnir og stofnfjáreigendurnir
stöðu sakborninga. Í mars 2006 var
réttarstöðu fyrrum stofnfjáreigenda
breytt í stöðu vitna og þeir hvattir
til að leggja fram kæru um um-
boðssvik. Ríkislögreglustjóri boðaði
mig til yfirheyrslu þann 3 maí 2006,
þar sem ég gaf skýrslu sem sak-
borningur. Við skýrslugjöf óskaði ég
eftir því að vera samprófaður með
fyrrum stofnfjáreigendum sem kært
höfðu mig og áskildi mér rétt til að
leggja fram kæru um rangar sak-
argiftir á hendur þeim. Aldrei
fékkst samprófun og fyrrum stofn-
fjáreigendur drógu kærur sínar til
baka. Síðan hef ég ekki verið yf-
irheyrður í máli þessu. Veit ég því
ekki enn hvort ég hef gerst sekur
um umboðssvik eða ekki. Hef ég þó
oftar en einu sinni skrifað rík-
issaksóknara til að fá upplýsingar
um mál þetta og afdrif þess.
Kannski veit Finnur eitthvað um
mál mín, sem ég ekki veit.
Nú þegar ég hef gert hreint fyrir
mínum dyrum skora ég á Finn að
líta í eigin barm og segja fyrrum
viðskiptavinum Samvinnutrygginga
sannleikann um Eignarhaldsfélag
Samvinnutrygginga, eignir þess og
skuldir, eftirlaunasamninga, stofnun
dótturfélaga og viðskipti full-
trúaráðsmanna við þau, Langflug,
hvert fulltrúaráðsmenn sækja um-
boð sitt, laun þeirra, stjórnar og for-
stjóra.
Svo sakaði auðvitað ekki að Finn-
ur og Valgerður, sem nú sitja bæði
sjálfskipuð í fulltrúaráði Eign-
arhaldsfélags Samvinnutrygginga,
segðu þjóðinni sannleikann um kaup
S-hópsins á 45,8% hlut ríkisins í
Búnaðarbanka Íslands hf., þann 17.
janúar 2003 fyrir kr. 11,9 milljarða.
Mættu þá fylgja upplýsingar um á
hvers vegum Peter Gatti frá einka-
bankanum Hauk und Aufhauser var
þegar frá kaupum var gengið.
Litið í eigin barm
Sigurður G. Guðjónsson » skora ég á Finn að
líta í eigin barm og
segja fyrrum viðskipta-
vinum Samvinnutrygg-
inga sannleikann um
Eignarhaldsfélag Sam-
vinnutrygginga, eignir
þess og skuldir …
Sigurður G. Guðjónsson
sjálfstætt starfandi hæstarétt-
arlögmaður, sem gætir m.a. nú um
stundir hagsmuna nokkurra fyrrum
tryggjenda hjá Samvinnutryggingum
gt. og Andvöku gt.