Morgunblaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 51 allar sem ein fullkomlega tilgangs- lausar. Myndin er stílæfing í hringl- andahætti, Ólafur gerir á köflum stólpagrín að mannverum sem eru ekki einu sinni færar um að ræna gamalmenni og virðast af fréttum eiga talsverða rót í raunveruleik- anum. Hið vísvitandi festuleysi er bæði kostur og galli, þegar það virkar er myndin absurd-fyndin, krydduð smellnum tilsvörum og yndislegur kæruleysisblær svífur yfir Esjunni. Ólafur kann að koma á óvart og velta upp þekktum flötum á nýjan og ferskan hátt. Menn eiga ekki að vera að rembast við að vera eitthvað annað en þeir eru. Hann á eftir að gera margar og betri myndir. Gallinn við Stóra planið er sá að margumræddur hringlandi verður einsleitur þegar líða tekur á mynd- ina, sem slær varla feilpúst fram að hléi. Myndin flýtur þá á mögnuðum leikhópi þar sem er að finna marga af okkar bestu gamanleikurum í stórum hlutverkum sem smáum. Með Pétur Jóhann í toppformi í að- alhlutverkinu í bland við bráð- skemmtilega toppleikara og svo furðufugla, eins og hinn Peter Stormare-lega Schaefer, á Stóra planið sína góðu spretti sem eiga að afla henni vinsælda. Eini leikarinn sem ég var ekki sáttur við var sá frægasti, Imperioli (The Sopranos), sem small ekki alveg inn í hið ís- lenska jaðargrín. Sæbjörn Valdimarsson SÖNGKONAN Madonna hefur lýst því yfir að hún muni ekki syngja lag sitt „Like a Virgin“ aftur nema henni verði boðin himinhá peninga- upphæð í staðinn. „Ég er ekki viss um að ég geti sungið „Holiday“ eða „Like a Virgin“ aftur, ekki nema einhver rússneskur auðjöfur sé til í að borga mér 30 milljónir dala fyrir að taka þessi lög í brúðkaupinu sínu. En annars ekki.“ Madonna upplýsti einnig í sama viðtali að hún spili allt- af nýjustu plötu Britney Spears Blackout þegar hún geri æfingarnar sínar. „Mér finnst nýja platan henn- ar frábær. Ég hlusta iðulega á plöt- una þegar ég geri Pilates- og eró- bikk-æfingarnar mínar.“ Þá viðurkenndi söngkonan að hún hefði gefið Justin vítamínsprautu í rass- kinn þegar söngvarinn vann með henni að laginu „4 Minutes“ en það hafi hún alls ekki gert til þess eins að berja þjóhnappa hjartaknúsarans augum. „Fyrir það fyrsta hef ég séð fullnóg af rössum um ævina. Ástæð- an fyrir því að ég sprautaði hann með B-12 vítamíni var sú að hann hafði kvartað undan kvefi og ég ætl- aði ekki að veita honum þá afsökun að hann gæti ekki komið til vinnu vegna veikinda. Það hefur ekkert með rassinn hans að gera og ég hefði vel getað fengið hann úr bux- unum án þess að sprautunnar hefði notið við.“ Madonna vildi heldur ekki staðfesta orðróm um að hjóna- band hennar og leikstjórans Guy Ritchie stæði á brauðfótum en sagði þó að þau hjónin ynnu í sínum mál- um eins og öll hjón. „Við þurfum enn að koma til móts við hvort annað. Og það er ekki auðveldur leikur.“ Kollegar Madonna er hörð í horn að taka eins og Timberlake veit nú. Sprautaði Justin Timberlake í rassinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.