Morgunblaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ROP! GRETTIR!
ÞAÐ ERU
BARA MYLSNUR
HÉRNA
EN
SKRÍTIÐ
EN SKRÍTIÐ... „SPARKARINN“
SNÝR AFTUR!
Í GÆRKVÖLDI SKILDI ÉG
BOLTANN MINN EFTIR
HINUM MEGIN VIÐ
GIRÐINGUNA...
KÓLIBRÍFUGLINN, KALVIN,
FLÝGUR UM Á ÓGNARHRAÐA
ÞRÁTT FYRIR ÞAÐ HVAÐ
HANN ER LÍTILL EYÐIR HANN
ÓTRÚLEGU MAGNI AF ORKU Í
AÐ BLAKA VÆNGJUNUM Á
ÞESSUM MIKLA HRAÐA
TIL ÞESS AÐ FÁ ÞESSA
ORKU DREKKUR FUGLINN
HÁLFA ÞYNGD SÍNA AF
SYKURVATNI Á DAG
...HELST
LÍKA MEÐ
KOFFÍNI
HEYRÐU! ERTU
AÐ FÁ ÞÉR
MEIRA GOS?!?
HVAÐ ER
ÞETTA?
KARTÖFLU-
SÚPA
AF HVERJU ER BARA
EIN, ÓSKRÆLD KARTAFLA
Í SÚPUNNI?
ÉG VAR AÐ
DRÍFA MIG!
ÞESSAR
FLÆR ERU
AÐ GERA MIG
BRJÁLAÐANN
GRÍMUR, ERTU AÐ
FÁ ÞÉR AÐ BORÐA
Í MIÐJUM TÍMA?
VILTU EKKI
DEILA ÞVÍ MEÐ
BEKKNUM?
ALLT Í
LAGI
ÞÚ HLÝTUR AÐ VERA
ÁNÆGÐ MEÐ ÞAÐ
HVAÐ FRAMBJÓÐAND-
INN SEM ÞÚ STYÐUR
STENDUR SIG VEL
JÁ, HANN
HEFUR STAÐIÐ
SIG MJÖG VEL
Í KOSNINGA-
BARÁTTUNNI
MIKIÐ ER
ÞETTA SÆTT.
HANN ER
FAÐMANDI
SMÁBÖRN OG
HVOLPA Á
ÖLLUM MYNDUM
ÞAÐ ER
ERFIÐARA AÐ
LÁTA SÉR LÍKA
VEL VIÐ
ANDSTÆÐING
HANS
JÁ, ÞAÐ EINA SEM
MAÐUR SÉR HANN
FAÐMA Á MYNDUM ER
NÝJA SKATTALAGA-
FRUMVARPIÐ
HANN ER
ÞÓ EKKI AÐ
SLÁ RYKI Í
AUGUN Á
FÓLKI
ÞÚ ERT MARÍA
LOPEZ. ÉG HEF
SÉÐ ÞÁTTINN
ÞINN
OG HVER
ERT ÞÚ?
ÉG ER RITSTJÓRI „DAILY
BUGLE“ Í NEW YORK
NÚNA
VILL HÚN
VIÐTAL
HVERNIG FINNST ÞÉR AÐ
BERJAST VIÐ GLÆPAMENN Í L.A.?
dagbók|velvakandi
Gullhringur
GULLHRINGUR fannst fyrir utan
Leifsstöð 26. mars. Upplýsingar er
hægt að nálgast í síma 862 0664.
Tommi er týndur
Tommi hvarf úr
gæslu í Árbænum
í Reykjavík. Hann
er grár og hvítur
högni, með
merkta hálsól og
eyrnamerktur
06G178. Hans er
sárt saknað. Ef
einhver hefur séð
hann er viðkomandi beðinn um að
hringja í síma 867 6790
Tumi er týndur
Tumi býr í
Hamravík í Graf-
arvogi og sást síð-
ast heima 18.
mars. Hann er
þriggja ára grár
fress með hvíta
stjörnu á enninu.
Hann er stór og
afar blíður. Tumi
er bæði eyrnamerktur og með ör-
gjörva. Hann er afar gjarn á að
stökkva upp í bíla og kíkja í heim-
sóknir til fólks, hann gæti t.d. hafa
lokast inni í geymslu, bílskúr eða
íbúð einhverra ferðalanga yfir
páskana.
Hans er afar sárt saknað og vonast
systkinin á heimilinu til að fá hann
Tuma heim. Ef einhver hefur orðið
hans var er sá beðinn að hringja í
Berglindi í síma 844 4931.
Kristín
Mjólkurverðið
Nú hefur mjólkin verið hækkuð í 100
krónur á hvern lítra, þ.e. útsöluverð
út úr búð. Ríkissjóður greiðir tugi
milljarða í beingreiðslur til kúa-
bænda árlega og ef þær eru teknar
með í reikninginn kostar hver lítri
neytendur talsvert meira en hundrað
krónur. Gaman væri að einhver tal-
naglöggur maður deildi mannfjöld-
anum á Íslandi upp í þessar bein-
greiðslur. Þá kæmi í ljós hver beinn
kostnaður hvers íbúa er við þessa at-
vinnugrein.
Neytandi
Myndavélar leitað
Annan í páskum glataðist myndavél,
líklega á planinu hjá Hálend-
ismiðstöð Hrauneyjar eða við af-
leggjarann að Búrfellsvirkjun. Þetta
er myndavél af gerðinni Olympus
U300, silfurlituð með hálsól og úlnlið-
sól. Ef einhver hefur fundið hana er
hann vinsamlegast beðinn um að hafa
samband við Hildi í síma 898 3246.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
ÞAÐ er til þæginda, öryggis og skrauts þegar ýmis mannvirki og umhverfi
þeirra er lýst upp. Græni sparkvöllurinn er flottur svona flóðlýstur í
myrkrinu og gefur lífinu vissulega lit.
Flóðlýstur fótbolti
Fyrir sjötíu árum
gekk Axel Andrésson
formaður Víkings nið-
ur Vesturgötu og sá
fagurlimaðan dreng á
götunni. Hann tók
drenginn tali og þetta
var Bjössi, sem þar
með var skráður í Vík-
ing. Björn varð góður
leikmaður í yngri
flokkum félagsins og
aðeins 15 ára spilaði
hann í meistaraflokki
með góðum árangri.
Handbolta spilaði
Björn með Víkingi og
muna margir hans þrumuskot.
Björn gerðist síðan dómari í hand-
bolta, við góðan orðstír og dæmdi
mikið bæði hér heima og erlendis.
Björn lauk Verslunarskóla á met-
tíma og hóf verslun í Norðurmýri og
þar var mikið verslað enda laginn
verslunarmaður við borðið. Þarna
var oft gaman að vera, Björn kátur
og ekki lengi að henda þessum and-
skotum frá ríkinu út sem þóttust
eiga að athuga vogir og löggilda
þær, svo að ekki sé nú talað um
þessa G-menn sem voru að leita að
söluskatti, svoleiðis
menn fengu ekki að-
gang.
Nú fór Björn að
stunda lífið á Sögu og
var hann einn af betri
dansherrum og oft
jafnað við Kristján
Gullteit. Þegar árin
færðust yfir Björn hóf
hann golfspil á Nesinu
og lengi logar í göml-
um íþróttaglæðum og
auðvitað varð Björn
strax liðtækur. Hann
hafði sérstakan stíl og
má enn sjá þessa
sveiflu hjá lærisveinum hans. Á nes-
inu er kuldi og trekkur og þess
vegna flutti Björn sig til Thailands
og spilar þar í sex mánuði á ári. Þeir
sem hitta Björn þarna syðra, þeim
er borgið. Hann getur vísað manni á
rétta klæðskera, tannlækna og bara
nefndu það. Nuddið er í sjöttu götu
eða bara heimsent.
Farðu nú að koma þér heim
Björn, svo við sem hættir erum að
hugsa um nudd fáum okkar kæfu og
rúllupylsu.
Vinir úr Vesturbæ.
Björn Kristjánsson
AFMÆLI