Morgunblaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 53 ROSEN METHOD BODYWORK INTRODUCTORY WORKSHOP Reykjavik 25.4-27.4.2008 To register please: Email maija@rosen.fi Call +358505140965 For more details: www.rosen.fi TÓNLEIKAMYNDIN um Hönnu Montana er miðuð við væg- ast sagt þröngan áhorfendahóp, þ.e. aðdáendur samnefndra sjónvarpsþátta þar sem Miley Cyrus fer með titilhlutverkið. Myndin sem hér er á ferðinni er í hæsta máta ófrumleg og tón- listin innantómt fjöldaframleiðslupopp. Stundum er litið bak- sviðs og fylgst með æfingaferlinu en lítið á sér í raun stað þegar ekki er verið að renna í gegnum lagalistann. Þó má segja að framvinda myndarinnar nái eins konar hápunkti þegar dans- ararnir kasta Miley lauflétt upp í loft en mistekst að grípa hana á leiðinni niður. Eftirköstin af þessu áfalli eru sýnd þegar reynt er að æfa atriðið upp á nýtt að sýningu lokinni en þetta er eina gáran á annars sléttu og felldu yfirborði myndarinnar. Að sumu leyti er kannski áhugavert að velta fyrir sér þeirri staðreynd að um er að ræða tónleika skáldaðrar persónu, en Miley Cyrus (dóttir Billy Ray, sem flutti kántrýsmellinn Achy Breaky Heart á sínum tíma) syngur framan af í hlutverki Hönnu en í seinni hlutanum kemur hún fram sem „hún sjálf“. Hannah Montana er sem sagt dálítið eins og Silvía Nótt, uppdiktuð söngkona sem þó kemur fram í raunveruleikanum, en án allrar íróníu þó. Það að myndin sé sýnd í þrívídd er síðan hálfskondið. Sviðsmynd, krafturinn í flutningnum og hæfileikar aðalsöngkonunnar standa engan veginn undir þessum tæknilega íburði en á sama tíma er þrívíddarheimurinn kannski það eina sem tímabundið heldur athygli áhorfenda sem komnir eru yfir unglingsaldurinn. Popp í þrívídd KVIKMYND Sambíóin Álfabakka og Kringlunni Leikstjórn: Bruce Hendricks. Aðalhlutverk: Miley Ray Cyrus, Billy Ray Cyrus, Joe Jonas, Nick Jonas. 74 mín. Bandaríkin, 2007. Hannah Montana/Miley Cyrus: Það besta úr tveimur heimum (Hannah Montana/Miley Cyrus: Best of Both Worlds) bmnnn Uppdiktuð „Hannah Montana er sem sagt dá- lítið eins og Silvía Nótt, [...].“Heiða Jóhannsdóttir SEAN Penn er mikið í mun að vinna aftur hylli fyrrverandi eiginkonu sinnar, Robin Wright Penn, en þau skildu í desember sl. eftir 11 ára samband. Sagt hefur verið að hann hringi stanslaust í hana, á öllum tím- um sólarhrings, en hún skelli jafn- harðan á hann. Penn hefur treyst á góðan vin sinn, Emilio Estevez, til að veita sér stuðn- ing. „Emilio hefur sýnt Sean mikinn stuðning en það er fátt sem kætir hann núna,“ er haft eftir heimild- armanni. Penn mætti nýverið til fjáröflunarsam- komu Eltons Johns í fylgd fyrirsætunnar Petru Nemcovu. Aðspurð sögðust þau þó einungis vera góðir vinir. Penn vill kon- una sína aftur Sean Penn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.