Morgunblaðið - 29.03.2008, Side 28
28 LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
VERÐBÓLGA VERÐUR STÓR-
LEGUR SKAÐVALDUR
Sjálfsagt finnst mörgum aðmyndin sem Davíð Oddsson,formaður bankastjórnar Seðla-
banka Íslands, dró upp í ræðu sinni á
ársfundi Seðlabankans í gær hafi ver-
ið ærið dökk. Það má vel vera, en lík-
ast til er formaður bankastjórnar að
leggja raunsætt mat á stöðuna, eins
og hún blasir við.
Davíð sagði í upphafi máls síns að
eitt helsta lögboðna hlutverk seðla-
bankans væri að fylgjast með verð-
bólgu, þróun hennar og hegðan.
„Margföld reynsla er fyrir því,
bæði hér á landi og nánast hvarvetna,
að verðbólga er til óþæginda ef hún
hverfur úr hóflegu fari. Hún verður
vandamál, ef það frávik stendur um
nokkurn tíma, og verðbólgan verður
stórlegur skaðvaldur ef hún vex enn
og ekki tekst á nokkrum misserum að
hemja hana með hefðbundnum úr-
ræðum Seðlabankans,“ sagði Davíð
Oddsson orðrétt í ræðu sinni.
Í þessum efnum hefur formaður
bankastjórnar Seðlabankans lög að
mæla. Bankanum hefur verið falið
það hlutverk, eins og Davíð orðaði
það, að standa verðbólguvaktina sér-
staklega fyrir hönd almennings og al-
mannavaldsins, og bankanum ber að
beita tækjum sínum „hvort sem
mönnum líkar betur eða verr“.
Hér á landi hafa vaxið úr grasi kyn-
slóðir sem fram á síðustu ár, og eink-
um síðustu misserin, hafa vart kynnst
verðbólgu að nokkru ráði. Það hefur
verið þeirra lán og Seðlabankanum,
stjórnvöldum og þeim sem mestu ráða
um þróun fjármála- og efnahagslífs í
landinu, ber skylda til þess að leggj-
ast í sameiningu á árarnar og kveða
með samstilltu átaki niður verðbólgu-
drauginn, eða í öllu falli, að draga úr
honum mestan mátt, öllum almenn-
ingi og atvinnulífinu til hagsbóta.
Það verður ekki gert nema með
samstilltu átaki og að skammtíma
hagsmunir og sjónarmið verði sett til
hliðar.
Seðlabankastjóri fjallaði einnig um
veikingu krónunnar upp á síðkastið
og sagði, að sú atlaga, sem þessa dag-
ana væri gerð að íslenskum bönkum
og íslenska ríkinu lyktaði óþægilega
af því að óprúttnir miðlarar hefðu
ákveðið að gera úrslitatilraun til að
brjóta niður íslenska fjármálakerfið.
„Þeim mun ekki takast það. En til
álita hlýtur að koma að gera alþjóð-
lega opinbera rannsókn á slíku tilræði
við heilbrigð fjármálakerfi,“ sagði
Davíð og vísaði einnig til þess að síð-
ustu mánuði hefði borið á vafasamri
hegðun á alþjóðlegum mörkuðum.
Nýlegt dæmi væri rógsherferð gegn
breska HBOS-bankanum sem skaðaði
hann mikið, þótt tímabundið væri, en
það mál væri nú í rannsókn. Þá benti
hann á dæmi frá Írlandi í sömu átt.
Skilaboð Seðlabankans eru afdrátt-
arlaus og skýr: Það er lögbundið
verkefni Seðlabankans að standa vörð
um efnahagslegan stöðugleika og þar
með að tryggja að verðbólga sé hér
innan eðlilegra marka.
HVÍTMÁLAÐIR VEGGIR
Mörg hús í miðborg Reykjavíkureru úbíuð í veggjakroti og hef-
ur reynst erfitt að fá veggjakrotara
til að láta af iðju sinni. Í vikunni var
hins vegar málað á veggi undir nýjum
formerkjum. Hópur ungmenna gekk
á milli húsa í skjóli myrkurs með
hvíta málningu og pensla og málaði
yfir veggjakrot á nokkrum húsum við
Laugaveginn. Þarna voru á ferð Góð-
verkasamtökin betri bær, sem hyggj-
ast bæta almennt geð borgarbúa.
Í Morgunblaðinu í gær er talað við
verslunarmenn við Laugaveginn,
sem komu að nýmáluðum húsum, og
lýsa þeir allir ánægju sinni með fram-
takið. „Mér finnst þetta bara stór-
kostlegt hjá krökkunum,“ sagði Carl
A. Bergmann úrsmiður. Heiða Agn-
arsdóttir, verslunarstjóri hjá GK
Reykjavík, sagði uppátækið frábært
og María Guðmundsdóttir, starfs-
maður Hjá Berthu, sagði að ung-
mennin ættu heiður skilinn.
Gísli Marteinn Baldursson borgar-
fulltrúi hefur talað um að borgin láti
mála yfir veggjakrot og sendi húseig-
endum reikninginn. Einnig mætti
láta veggjakrotara, sem nást, í frek-
ari málningarvinnu. Hin nýju samtök
gefa í skyn að þau muni aftur fara á
stjá og er það vel. Framtak þeirra er
til fyrirmyndar og það ætti að verða
hvati til nýs átaks gegn veggjakroti.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
EINSTAKT FÉLAG
Félagið Einstök börn var stofnaðfyrir tíu árum af foreldrum
barna með sjaldgæfa, alvarlega sjúk-
dóma. Á þessum stutta tíma hefur fé-
lagið unnið mikið gagn og hjálpað
fólki og stutt í gegnum erfiðleika og
veitt ljósi inn í líf barnanna. Félagið
hjálpar foreldrum veikra barna að
mynda tengsl við foreldra barna, sem
eru með sömu eða svipaða sjúkdóma.
Í viðtali í Morgunblaðinu í gær lýs-
ir Gyða Þórdís Þórarinsdóttir, sem
sat í ritstjórn veglegs afmælisrits
Einstakra barna, mikilvægi félags-
ins: „Lífið og tilveran hrynur auðvit-
að þegar þú færð í hendurnar svona
stórt og mikið verkefni. Og þá er fé-
lag eins og Einstök börn gríðarlega
mikilvægt bæði fyrir foreldrana og
fjölskylduna. Það er einfaldlega hald-
reipi fyrstu árin hjá mörgum foreldr-
um.“
En félagið er einnig gleðigjafi og
þar er líka leitast við að draga fram
kraft og elju barnanna og afrek
þeirra og draga úr fordómum. Gyða
segir að sonur sinn, Ragnar Þór, sem
er með ólæknandi hrörnunarsjúk-
dóm, sé í raun hetjan í lífi fjölskyld-
unnar. Afrek Einstakra barna er ef
til vill einkum að hjálpa þessum
hetjum að fást við veikindi og fötlun.
Það er einn af þessum sól-heitu ítölsku dögum.Gömlu húsin í Rómaborgbaða sig í dýrð Guðs. Við
hjónin sem erum ferðalangar með
skoðanaglýju í augum skjótumst
milli skugganna af Pantheon og Far-
nesehöllinni eða teygjum úr okkur á
gangstéttarkaffihúsum á Campo di
Fiori og Piazza Navona. Og svo böð-
um við okkur í svala glæsikirknanna.
Þarna er San Andrea della Valle,
þar sem þeim elskendunum í Toscu,
Floriu og Cavaradossi er ætlað hafa
átt sinn ástarfund. Þangað varð ég
að fara, því að ég átti einmitt að fara
að leikstýra þeirri óperu. En kirkjan
sú segir frá fleiru og þar eru fágæt-
lega falleg veggmálverk eftir Dome-
nichino. Þarna er Santa Maria sopra
Minerva sem heitir svo af því hún er
reist yfir gömlu viskuhofi og sjálf
sögð frá því á 13. öld, elst gotneskra
kirkna í flórenskum stíl
þar um slóðir. Þar get-
ur að líta upprisinn
Krist Michelangelos,
eitt af dýrðarverkum
heimslistarinnar; frels-
arinn var áður nakinn
en fyrir velsæmis sakir
var hann síðar færður í
lendaklæði. Þarna er
San Luigi in Francese
og nú er það annar
meistari pensilsins sem
leiðir okkur inn í nýja
reynslu, Caravaggio.
Og svo ber okkur að
kirkju sem helguð er heilögum Igna-
tiusi, þeim sem stofnaði jesúítaregl-
una hans Nonna. Á kirkjudyrum er
auglýsing sem auðvitað vekur for-
vitni okkar. Og hvað stendur þar?!
Associazione Musicale Romana
in collaborazione con il Ministero
della Cultura di Reykjavík (Islanda)
J. S. BACH
Messa in si minore – H Moll
Coro Polifonico Islandese
Orchestra da Camera di Reykja-
vík
Og þessir tónleikar eru auglýstir
þann sama dag, venerdi 5 luglio 1985
í Chiesa San Ignazio ( Piazza San
Ignazio) ore 20.30 precise.
Mikil var okkar hissa. Það var
sem sagt Polýfónkórinn okkar sem
þarna var á ferð undir stjórn Ingólfs
Guðbrandssonar og Kammersveit
Reykjavíkur undir forystu Rutar
Ingólfsdóttur og ætluðu að flytja
með úrvalseinsöngvurum, Jacquel-
ine Fugelle, Hilke Helling, Jóni Þor-
steinssyni og Peter Christoph
Runge eitt af helstu verkum allra
tónmennta heimsins í einni af höf-
uðkirkjum Rómaborgar. Og það í
kvöld! Og við hér! Við biðum ekki
boðanna að verða okk-
ur út um aðgöngumiða
og kom í ljós að ekki
var seinna vænna,
kirkjan myndi troð-
fyllast.
Síðar urðum við
þess vís, að tónleik-
arnir voru hinir fyrstu
í röð; næst skyldi
sungið í krosskirkj-
unni í Flórens og loks í
sjálfri Markúsarkirkj-
unni í Feneyjum.
Og nú rifjuðust upp
ótal ánægjustundir á
tónleikum kórsins allt frá því hann
hafði verið stofnaður 1958. Frum-
herjastarf Ingólfs var auðvitað al-
þekkt á Íslandi, frumflutningur
kórsins á ótal verkum tónmennt-
anna, frá gömlu meisturunum til ný-
saminna verka, en allt í einu sá mað-
ur skýrar en áður, hversu
mikilvægar utanlandsferðir kórsins
höfðu einnig verið. Við fórum að rifja
upp: Hvar hafði kórinn ekki sungið: í
Jóhannesarkapellu í Cambridge á
Englandi og hjá Sankti Páli í Lund-
únum, í menningarhöllum í Belgíu, í
Dómkirkjunni í Graz í Austurríki, í
Edinborg, í Kaupmannahöfn, í Aqui-
leia og Siena og víðar á Ítalíu og svo
um allan Spán... seinna komumst við
að því að þessum ferðum öllum og
ótal merkilegum hljómleikum á Ís-
landi eru gerð hin ágætustu skil í
bók sem kom út um starf kórsins
1987. Og fleiri ferðir voru reyndar í
vændum og ekki ætlun mín
rekja allt það starf.
Og þó gerir maður sér sen
ekki grein fyrir því öllu nem
að sé við og litið um öxl. Mót
ummæli blaða tala sínu máli
vitnisburður er sá, að allmar
hljómupptökur hafa varðvei
enn má undrast og gleðjast.
þetta leiðir hugann að mönn
og John Eliot Gardiner og N
Harnancourt sem unnið haf
afrek úti í hinum stóra heim
alls mannjafnaðar sem sjald
hefur mikla stoð fer maður a
leiða hvort við höfum gert o
grein fyrir, hvernig Ingólfur
brandsson hefur plægt og s
sem tökum afrek Harðar Ás
sonar í Hallgrímskirkju eða
starf Jóns Stefánssonar í La
kirkju sem sjálfsagðan hlut.
þannig hefur jarðvegurinn e
af verið. Sá sem hér skrifar
þegar Júdas Macchabeus ef
Händel var fluttur undir stj
Urbancic, hvílíkur viðburðu
var, hvernig manni fannst m
að gægjast inn fyrir Gullna
fyrsta skipti. Ingólfur hefur
okkur mörg slík hlið með sín
merka kór, hann er landnem
gróðursetur hjá okkur mörg
tré mannsandans.
Við komum snemma um k
Ein af þessum
ógleymanlegu stund
Eftir Svein Einarsson
» Ingólfur hefur
að okkur mör
hlið með sínum m
kór, hann er landn
inn sem gróðurse
hjá okkur mörg b
tré mannsandans
Sveinn Einarsson
Á hljómleikum í San Ignazio, Róm 1985.
Án tónlistar, ekkert líf,“var einhvern tíma yf-irskrift tónleika, semPólýfónkórinn hélt
fyrr á árum en um þessar mund-
ir minnist áhugafólk um söng
þess, að liðin eru 50 ár frá stofn-
un kórsins. Þessi sérstæði kór
spratt upp úr gras-
rótarstarfi Ingólfs
Guðbrandssonar,
sem tónmenntakenn-
ara við grunnskól-
ann í Laugarnesi.
Ingólfur vann merki-
legt starf sem frum-
kvöðull í tónmennta-
kennslu, sem var
beint framhald af
starfi Barnamús-
íkskólans undir
stjórn Heinz Edel-
stein. Framlag Ing-
ólfs til þeirrar þró-
unar var sérlega hreinn og
samvirkur kórsöngur og er börn-
unum óx fiskur um hrygg, urðu
viðfangsefnin flóknari og má
segja að Pólýfónkórinn hafi orð-
ið til, þá Ingólfi hugkvæmdist að
að fá til liðs við sig nokkra karl-
söngvara. Þar með var mörkuð
sú þróun, er fólst í sífellt stærri
og erfiðari viðfangsefnum, er
náðu hámarki í stórverkum eins
Messiasi eftir Handel og H-moll
messunni eftir Bach.
Því hefur verið haldið fram, að
góður kór verði aðeins til í hönd-
um góðs stjórnanda og til slíkra
manna safnist gjarnan besta
fólkið, enda þar von
í þeirri gleði, er góð
og vel flutt tónlist
vekur bæði flytj-
endum og áheyr-
endum og yljar unn-
endum góðrar
tónlistar um hjarta-
ræturnar.
Hljómfagur og
hreinn söngstíll
Pólýfónkórsins
markaði frá upphafi
nýja stefnu í söng
blandaðra kóra hér
á landi en þó er enn
ógetið þess mikilvægasta í fram-
lagi kórsins en það varðar við-
fangsefnin sem um margt var
hrein nýlunda hér á landi. Fyrst
skal nefna „madrigala og cansó-
nettur“ frá 16. öld, eftir Thomas
Morley, Josquin des Prés
lando di Lasso, Giovanni
Orazio Vecchi og Thomas
kes, svo nokkrir séu nefn
Af trúarlegum tónsmíð
rétt að geta mikilfengleg
trúarverka eftir J.S. Bac
rich Buxtehude, G.Fr. H
G.P. Palestrina, Heinrich
Schutz, Gioacchino Rossi
Verdi og Antonio Vivaldi
tímahöfundar koma þarn
við sögu, snillingar eins o
Bartók, með frábærum r
setningum á þjóðlögum f
an, Hugo Distler, en þar
hæst Totentanz. Eftir Fr
Poulenc, var flutt Gloria
Michael Tippet, A Child
Sine Musica Nulla Vita
Eftir Jón Ásgeirsson
Jón Ásgeirsson
» Við Íslendingar
um enn að fram
þeirra, sem hlýddu
Ingólfs Guðbrands
og þó nú sé hljótt í
má enn greina mild
enduróman af fögr
og tignarlegum sön