Morgunblaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Í dag, laug-ardaginn 29. mars koma vinir dr. Carol Pazandak, prófessors við sál- fræðideild Háskól- ans í Minnesota, saman í kapellu Há- skóla Íslands til að heiðra minningu hennar en Carol lést á síðasta ári 84 ára að aldri. Carol var frumkvöðull og ötull talsmaður nemenda- og kenn- araskipta milli Háskóla Íslands og Háskólans í Minnesota. Hún var mikilvægur og öflugur fag- legur bakhjarl í uppbyggingu og þróun námsráðgjafar á Íslandi. Hún var hvatamaður að stofnun og mótun náms í náms- og starfs- ráðgjöf við Háskóla Íslands og ráðgjafi um þróun umfangsmestu námsráðgjafar á Ís- landi sem er Náms- ráðgjöf Háskóla Ís- lands. Í desember 2006 var Carol gerð að heiðursfélaga Fé- lags náms- og starfsráðgjafa. Áð- ur hafði hún verið sæmd hinni ís- lensku fálkaorðu auk heiðurs- verðlauna sem kennd eru við Charles E. Cobb Jr., fyrrverandi sendiherra, fyrir framlag sitt til samskipta Íslands og Bandaríkjanna á sviði menntamála. Athöfnin hefst kl 15 og er opin öllum vinum og velunnurum dr. Carol Pazandak. Carol Pazandak var fyrst og fremst baráttukona sem lét flest mannlegt til sín taka. Hún ólst upp í fjölmennum systkinahópi í Minne- sota, átti foreldra af norrænum upp- runa og föður sem var háttsettur stjórnandi í bandaríska hernum. Áhrif uppvaxtar þar sem agi og ein- urð réðu ríkjum leyndu sér ekki í fari hennar. Hún var kona áskorana en að sama skapi var umgengnin við hana stöðug áskorun fyrir þá sem nutu samskipta við hana. Því olli ekki síst hin óvenjulega blanda eiginleika mannvinar og hörkutóls. Eftir að hafa alið í heiminn 6 börn tók hún upp þráðinn og lauk dokt- orsprófi í sálarfræði og skömmu síð- ar tók Carol við prófessorsstöðu. Sérstæðir eiginleikar hennar og styrkur í stjórnun og innsæi gerðu hana eftirsótta til ýmissa ábyrgðar- starfa og var hún fengin til að gegna stöðu aðstoðarmanns rektors Minnesota-háskóla. Það var í því hlutverki sem ævintýrið hófst. Hún kom til Íslands sem staðgengill rekt- ors í þeim erindagjörðum að koma á fót formlegu skiptisambandi á milli Háskóla Íslands og Minnesota-há- skóla. Sá samningur var fyrsti al- þjóðlegi samningurinn sem Háskóli Íslands kom að. Á þessum merku tímamótum var ég þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast þessari óvenju- legu konu. Carol beitti sér fram til síðasta dags fyrir málefnum sem henni voru hugleikin. Þar bar hæst sambandið á milli háskólanna tveggja og vöxtur og viðgangur námsráðgjafar á Ís- landi. Það var ekki aðeins hin mál- efnalega barátta á breiðum vett- vangi sem hún lét sig varða heldur líka þátttakan í lífi allra þeirra ein- staklinga sem höfðu numið og kennt í báðum háskólunum fyrir tilstuðlan þess formlega sambands sem hún átti hvað stærstan hlut í. Ég var einn þessara einstaklinga sem hún gætti sem ströng unga- mamma með faglegri uppörvun í öllu því sem tengdist náms- og starfsráð- gjöf. Á sama tíma lét hún sig varða allt það sem lífið lagði á mínar per- sónulegu herðar, kom þar að með hlýju, innsæi og festu. Carol var til staðar sama hvað á bjátaði, tilbúin til að rétta fram hjálparhönd með hárréttri blöndu hjartahlýju og innspýtingu af bar- áttuvilja. Í öllu okkar samstarfi lofaði ég henni að ég skyldi leggja mig fram við að bera fána hugsjóna hennar og metnaðar í þágu framþróunar í námsráðgjöf á Íslandi. Þegar hún síðan fylgdist með nýsköpunarverk- efnum mínum var hún fljót að sjá framhaldið á víðari vettvangi. Breytt heimsmynd, alþjóðavæðing og ver- aldarvefur væri sá vettvangur sem ég skyldi næst beina kröftum mínum að. Í sömu viku og hún kvaddi þennan heim, þá 84 ára að aldri, tísti hún sigri hrósandi yfir einhverri ánægju- legri viðbót sem mér hafði tekist að fella í okkar sameiginlegu mósaík- mynd og draumsýn um náms- og starfsráðgjöf framtíðarinnar. Þótt ég njóti ekki lengur samvistanna og símtalanna sem hafa reynst mér ómetanlegur vegvísir í lífi og starfi lifir leiðsögn hennar og vinátta ávallt innra með mér. Með ástríkum kveðjum frá Val- geiri og börnum okkar. Ásta Kristrún Ragnarsdóttir. Ég minnist Carol Pazandak með virðingu og hlýju, hún var í senn vin- kona mín, samstarfsmaður og men- tor. Við hittumst fyrst vorið 1984 þegar Carol varði rannsóknarleyfi sínu við Háskóla Íslands og kenndi þar námskeið í náms- og starfsráð- gjöf. Við undirbúning nemenda- skipta milli H.Í. og Háskólans í Minnesota sá hún að hér skorti á að nemendum væri tryggð námsráð- gjöf. Hún taldi forsendu slíkrar þjón- ustu að hér væri í boði nám fyrir náms- og starfsráðgjafa. Ég var að- stoðarmaður hennar þetta vor, en á haustmisserinu hafði ég kennt inn- gangsnámskeið í námsráðgjöf. Þetta varð í raun grunnurinn að námi í náms- og starfsráðgjöf sem síðar varð sjálfstæð námsbraut. Carol lagði sitt af mörkum til að koma náminu á og saman unnum við Carol og Ásta Kr. Ragnarsdóttir fyrstu til- lögur að námsbrautinni. Það var mikið lærdómsferli fyrir okkur Ástu. Við vorum stöðugt að læra af Carol. Hún sagði að við yrðum að koma upp gögnum fyrir náms- og starfsráð- gjafa og hafði frumkvæði að þýðingu áhugasviðsprófa og kom mér af stað með gerð starfslýsinga til nota við ráðgjöf sem síðan varð margra ára verk. Carol kenndi fjölda námskeiða fyrir náms- og starfsráðgjafa, gjarn- an á vegum félags þeirra, enda bar hún hag þess ætíð mjög fyrir brjósti. Carol hafði þannig afgerandi áhrif á þróun námsráðgjafar á Íslandi með margvíslegum hætti. Ánægjulegt var þegar félagið gerði hana að heið- ursfélaga á síðastliðnu ári sem þakk- lætisvott fyrir allt hennar framlag. Það var gaman að vinna með Carol. Atorka hennar og hugmyndaauðgi blés manni fítonsanda í brjóst. Í hennar augum var allt gerlegt. Carol tók ástfóstri við Ísland. Hér líkaði henni vel að lifa lífinu í bland við Minnesota og Hawaii, á tveimur eldfjallaeyjum í austri og vestri, ým- ist í miðju úthafi eða miðju megin- landi. Eins og farfuglarnir birtust þau Carol og Joe á vorin með ferska vinda og nýjar hugmyndir og vinirn- ir flykktust á Austurströnd 2. Carol fylgdist alla tíð vel með því sem ég tók mér fyrir hendur og var tilbúin að ræða mál sem lágu mér á hjarta, var óþreytandi að velta við steinum og kanna mögulegar leiðir. Það var gott að eiga hana að. Þau Joe ferð- uðust mikið um landið. Eftir að Joe lést þróaðist sú hefð að við fórum saman í nokkurra daga ferð hvert sumar í einhvern tiltekinn lands- hluta. Síðasta ferð okkar var í nátt- úruparadísina Mjóafjörð fyrir botni Ísafjarðardjúps. Sem fyrr var Carol einstaklega áhugasöm um lífið við Djúp og fólkið sem þar bjó, vílaði ekki fyrir sér að klifra mjóan stiga ofan í bát til að sigla út í eyju og fara ótroðnar slóðir þótt kraftarnir væru farnir að dvína. Það var ekki síður gefandi að heimsækja Carol til Minnesota, vitja hennar í háskólann og hitta samstarfsfólkið eða njóta gestrisni á hlýlegu heimili þeirra hjóna. Tengslin við Minnesota styrktust þegar dóttir mín fór þang- að til náms. Þá var ekki síður gaman Carol Pazandak ✝ HjörtfríðurHjartardóttir fæddist í Stykk- ishólmi 8. ágúst 1926. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness sunnudaginn 16. mars. Foreldrar henn- ar voru hjónin Kristrún Zak- aríasdóttir, f. 11.5. 1894, d. 20.1. 1961, og Hjörtur Guð- mundsson, kaup- maður í Stykk- ishólmi, f. 13.4. 1901, d. 2.6. 1987. Hjörtfríður átti tvo bræður. Þeir eru Zakarías Hólm, fyrrver- andi tollvörður, f. 12.5. 1924, og Gunnar Helgi, fyrrverandi skóla- stjóri, f. 16.12. 1932. 1945 giftist Hjörtfríður Jóni Steini Halldórssyni, skipstjóra og útgerðarmanni í Ólafsvík, og eignuðust þau fimm börn. Þau eru: Hjördís Emílía, f. 23.9. 1947. Hennar maki er Guðlaugur Wí- um Hansson og eiga þau þrjár dætur: Katrínu, Hjörtfríði Stein- unni og Hjördísi Hörpu. Matthildur Björg, f. 31.8. 1950. Maki er Þorvaldur Héðinn Ein- arsson og eiga þau þrjár dætur: Ólínu Rakel, Svönu Sigríði og Stein- unni Dröfn. Krist- rún, f. 13.6. 1953. Hennar maki er Vilhelm Þór Árna- son og eiga þau þrjá syni, Árna Þór, Jón Stein og Hjört. Dröfn, f. 3.7. 1955. Hennar maki er Elías Há- konarson og eiga þau tvö börn: Rannveigu og Jón Stein. Halldór Friðgeir, f. 9.6. 1957. Hans maki var Hólmfríður Gylfadóttir og eiga þau tvær dætur: Guðrúnu Ylfu og Maríu Rún. Ömmubörn- in eru alls þrettán, níu stúlkur og fjórir drengir. Langömmubörnin eru 10. Fimm stúlkur og fimm drengir. Hjörtfríður ólst upp í for- eldrahúsum í Stykkishólmi og starfaði við ýmiskonar störf meðal amars fiskvinnslu og verslunarstörf. Eftir að Hjörtfríður giftist Jóni Steini fluttist hún til Ólafs- víkur og bjó þar alla sína tíð. Hjörtfríður verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku mamma, okkur langar oð minnast þín með þessum orðum: Manstu þegar mig fyrst þú sást, sú minning lifir sterk og góð, ég endurgoldið ekki hef öll þín lög – öll þín Ijóð. Þú hefur gefið mér svo margt sem móðir aðeins kann á skil, ég lærði af þér að lesa á blað, ljós þitt veitti birtu og yl. Já, ég veit að þú manst miklu meira en ég, en ég man það svo vel hvað þú varst dásamleg og það sem ég er er ég vegna þín ó, mamma – já manstu. já, ég veit að þú veist veist það betur en ég að við varðveitum það allt – mamma. (Valgeir Guðjónsson.) Við munum ávallt sakna þín. Hvíl í friði. Elsku pabbi, megi Guð styrkja þig í þinni sorg Hjördís, Matthildur, Kristrún, Dröfn og Halldór. Mig langar til að minnast þín, Fríða mín, með nokkrum orðum. Við lát kærkomins hrannast alltaf upp góðu minningarnar en þær slæmu gleymast. Ég hef nú engar slæmar minningar til að gleyma, svo ég er bara með þær góðu. Ég var oft undrandi á því hvað þú gast verið umburðarlynd og þolin- móð. Á árunum þegar netavertíðir voru í hámarki, mikið fiskaðist og Jón Steinn reri á fullu og þú hugs- aðir um heimilið, börnin og mig þeg- ar ég dvaldi í þínu húsi á fyrstu mánuðum fyrsta ömmubarnsins þíns. Þú sýndir okkur öllum mikla þolinmæði og umburðarlyndi, hvað sem gekk á. Í landlegum tókst þú á móti Halldóri, tengdapabba þínum, bræðrunum, mágum þínum, öllum skipstjórum á bátum Halldórs og fleirum í eldhúsinu, skenktir kaffi og kökur eins og hver gat í sig látið á meðan rætt var um fiskiríið, sjó- inn og gæftirnar. Mikið var skeggrætt og oft há- værar umræður. Lögðu allir sem til þín þekktu leið sína í Efstabæ til að ræða málin. Oft var fullt út úr dyr- um. Aldrei kom orð frá þér um að þér líkaði ekki félagsskapurinn sem ég held nú að þér hafi líkað svona inni við beinið. Alltaf ánægð með þitt hlutskipti. Svo þegar við unnum saman í skúrunum við netin. Þú að prjóna á pípur og ég að skera af eða fella net. Diddi og Pálína, Hjördís og stundum ömmubörn. Þetta var flott- ur félagsskapur. Oft var grínast og hlegið. Ég man eftir þegar það kom fyrir að ég var að bulla eitthvað í gríni þá hlóst þú við og þá kom þessi setning: „Laugi, af hverju talarðu svona maður?“ Þú gættir stundum orða minna. Ekki gerði ég það. Þú varst alltaf glöð í bragði, þótt þú hafir ekki sagt mikið. Eftir að þú hættir vinnu út á við komu vinir og vandamenn áfram í auknum mæli í Efstabæ, til að fá kaffi og kökur og skeggræða málin. Sunnudagarnir voru ansi mikið uppteknir hjá þér. Það eitt sagði ýmislegt um persónuleika þinn. Góð og hlý manneskja á alla lund. Með þessum fáu orðum kveð ég þig og votta Jóni Steini, börnum, barnabörnum og barnabörnum sam- úð mína. Megi minning þín lifa. Þinn tengdasonur, Guðlaugur Wíum Hansson. Elsku amma Fríða, þá er komið að kveðjustund. Mikið eigum við eft- ir að sakna þín, sakna þess að hitta þig ekki þegar við komum til Ólafs- víkur og sakna þess að heyra ekki í þér í símanum. Þú varst einstök kona, minningarnar um þig hlaðast upp þegar kominn er tími til að kveðja. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar afa í Efstabæinn, þar var alveg sérstakt andrúmsloft sem erfitt er að lýsa í orðum. Þú varst alltaf á fullu í eldhúsinu og afi eitt- hvað að stússast í sjónvarpinu með fjarstýringarnar í höndunum. Við munum varla eftir þér öðruvísi en í eldhúsinu að elda mat og baka fyrir okkur. Þessi síðustu ár hafa ekki alltaf verið þér auðveld en þú kvartaðir aldrei. Þú varst frekar fámál og lít- illát kona sem hugsaðir fyrst og fremst um aðra og síðast um sjálfa þig. Þegar komið var að því að kveðja voru öll börnin þín og nánast öll barnabörnin þín hjá þér. Erum við þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá þér á þessari stundu og við fundum að það var mikill friður yfir þér. Elsku afi, þú hefur misst mikið og vottum við þér innilega samúð. Elsku amma, við kveðjum þig með þessu litla ljóði: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig.Jónsson frá Presthólum.) Hvíldu í friði. Þín ömmubörn, Katrín, Fríða og Hjördís Harpa. Elsku amma, nú kveðjum við þig í hinsta sinn með miklum söknuði. Þú munt alltaf eiga stóran hlut í hjarta okkar. Það verður skrítið að koma í Efstabæ og ekki hægt að smella kossi á kinnina þína, sitja við eld- húsborðið og spjalla. Við vitum að nú líður þér vel og þá líður okkur einnig vel. Þig, sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur, og fagrar vonir tengdir líf mitt við, minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá. Heyrirðu ei, hvern hjartað kallar á. Heyrirðu storminn kveðju mína ber. Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymi meðan lífs ég er. (Cesar - Karl Ó. Runólfsson.) Takk fyrir allt, elsku amma. Ástar- og saknaðarkveðjur, Svana Sigríður og Steinunn Dröfn. Elsku amma Fríða. Ég trúi því varla að þú sért farin. Tilhugsunin um að hitta þig ekki aftur er svo tómleg en ég veit að nú líður þér miklu betur. Það var alltaf svo gott að koma til Ólafsvíkur til þín og afa. Húsið ykk- ar er á svo fallegum stað í bænum að mér fannst ég oft vera komin í ævintýraheim þegar ég var þar. Þú varst auðvitað hin fullkomna amma, stóðst í eldhúsinu og reiddir fram hinar ýmsu kræsingar handa okkur eins og þér einni var lagið. Mamma sagði mér oft frá því að þegar ég var lítil hefði ég setið spennt á eldhús- bekknum hjá þér og sungið á meðan þú bjóst til hafragraut á morgnana. Þú varst bara svo mikil húsmóðir í þér, alltaf með svuntuna eða ryk- suguna í hendinni enda hef ég oft hlegið að því þegar ég kaupi ákveðna hreingerningarsápu, þá minnir lyktin mig alltaf á þig. Þér var alltaf svo annt um okkur barnabörnin og reyndir ávallt að vara okkur við þeim hættum sem að okkur steðjuðu í lífinu en áttir þar oft á tíðum í stökustu vandræðum því flest okkar eru ansi ákveðinn þjóðflokkur. En flest okkar eru nú vaxin úr grasi og söknum við þín sáran því það er engin amma eins og amma Fríða. Elsku amma, megi góður guð blessa og varðveita minningu þína. Rannveig. Hún Fríða amma er farin og hennar verður sárt saknað. Við það er ákveðnum kafla lokið í mínu lífi sem ég vonaði að myndi ekki taka enda alveg strax, en ég má ekki vera eigingjörn, einhvern Hjörtfríður Hjartardóttir Elsku besta langamma eða bara amma Fríða eins og við kölluðum þig alltaf, okkur langar að kveðja þig með þessum texta sem við sömd- um: Elsku besta amma mín, mjúk var alltaf höndin þín. Guð mun alltaf geyma þig, við munum alltaf sakna þín. Þínar langömmustelpur, Birna Rós og Snædís Mjöll. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.