Morgunblaðið - 29.03.2008, Síða 24

Morgunblaðið - 29.03.2008, Síða 24
Eftir Fríðu Björnsdóttur fridabjornsdottir@gmail.com Ég var alltaf með það í hugaað koma aftur til Ís-lands,“ segir BirgittaJónsdóttir Klasen, sem nú býr í Keflavík en er reyndar fædd í Lübeck í Þýskalandi. Móðir hennar sem er látin var þýsk og fað- irinn er íslenskur. „Ég kom hingað fyrst þegar ég var innan við tvítugt og var hér í tvö ár, 1968 til 1970. Þó ég færi aftur til Þýskalands langaði mig alltaf að búa hér og á endanum kom ég aftur árið 2000 og settist hér að.“ Það mætti ætla að ekki væri auð- velt fyrir konu á fimmtugsaldri að taka sig upp og flytjast til annars lands jafnvel þótt það sé hennar föð- urland í þess orðs fyllstu merkingu. En Birgitta segist ekki hafa átt gott líf í Þýskalandi, a.m.k. ekki sem barn og unglingur. Þess vegna var breytingin henni auðveldari en ann- ars hefði verið. Námskeið í heim– sendingarþjónustu Annað sem gerði flutninginn líka einfaldari var að Birgitta hafði lært og stundað náttúrulækningar í Þýskalandi, sem og sálfræði- og fé- lagsráðgjöf fyrir konur. Hún er eins með kennsluréttindi og hefur að auki kennt svæðameðferð og önd- unarmeðferð við háskóla í Þýska- landi. Vegna þekkingar sinnar hefur henni tekist að skapa sér atvinnu- möguleika hér á landi. Hún stundar svæðanudd á Flughótelinu í Kefla- vík og auk þess hefur hún haldið margvísleg námskeið fyrir börn, unglinga, fullorðna og einnig eldri borgara. Nú er hún að fara af stað með nýj- ung í námskeiðshaldi, sem kalla mætti heimsendingarþjónustu nám- skeiða og fyrirlestra. Þessi heim- sendingarþjónusta felst í því að hafi fólk ekki sjálft tíma til að sækja námskeið býðst Birgitta til að koma heim og fræða fólkið innan veggja heimilisins. Á þessum námskeiðum ræðir hún m.a. um næringu og heilsu og leiðir til að gera hlutina rétt. Að fyrirlestri loknum svarar hún spurningum sem geta vaknað um mikilvægi góðrar heilsu. Hún býður líka fjölskylduráðgjöf sem ætti að koma foreldrum vel sem berjast við hraðann í þjóðfélaginu og hvernig þau eigi að geta sinnt börn- um sínum eins og best verður á kostið. Sótti sér burðarkarla út á krá „Það tók mig tvö ár að ákveða endanlega að flytjast til Íslands. Ég var með eigin rekstur og kenndi við háskólann í Cuxhafen. Ég hugsaði með sjálfri mér: Hvað er ég að gera að hætta við allt þetta og er ég nógu sterk til þess? Þetta var erfitt og ég var ein míns liðs, en ég er sterk og þar fyrir utan hrútur! Það tók mig fimm mánuði að pakka eigum mín- um í gám fyrir flutninginn,“ segir Birgitta. Ekki var öllu auðfyrirkomið í gámnum. Sem dæmi nefnir hún marmarasófaborðið sem er 120 kg á þyngd og auðvitað ekki hægt fyrir konu að pakka því inn og bera það út í gám. Birgitta dó ekki ráðalaus í þetta skipti og gerir það áreiðanlega heldur ekki við önnur tækifæri. Hún brá sér út á krá, nærri heimili sínu. „Ég náði mér í tvo karla og bað þá að koma heim og hjálpa mér með borðið. Þegar þeir voru búnir að koma því fyrir í gámnum sagði ég að þeir mættu fara aftur á krána!“ Birgitta og hundurinn hennar, Je- rome, búa í tveggja hæða húsi í Keflavík og þar líður þeim vel innan um alla hlutina sem Birgitta kom með frá Þýskalandi. Þeir hefðu þó getað verið fleiri en þeir eru. Eftir að gámurinn kom til Íslands var hann í töluverðan tíma í geymslu og þá tókst ekki betur til en svo að ýmsu, sem var Birgittu dýrmætt, var stolið úr honum og hefur hún ekki séð það síðan. Húsgögn, úr og ljósakrónan góða Í ljós kemur að Birgitta hefur lengi haft áhuga á gömlum hús- gögnum og segir hún að sér hafi aldrei fundist neitt fallegt nema það gamla, allt frá því hún byrjaði að kaupa húsgögn. Hún hafi orðið að spara fyrir hverjum hlut og því glaðst og verið stolt þegar hún gat keypt hann. „Mér líður vel að eiga þessa hluti.“ Gömlu húsgögnin vekja líka áhuga gestsins. „Þegar ég keypti þessi húsgögn voru þau dýr en mig langaði að eiga þau og ég hef aldrei hugsað mér að vera mikið að skipta um húsgögn.“ Í einu horni stofunnar stendur dömuskrifborð frá 1890, vönduð smíð og úr góðum viði. Þarna er líka fallegur glerskápur fullur af alls kyns gersemum sem húsmóðirin hefur safnað um ævina. Og annar skápur, en nýrri, en í hon- um leynist úrasafn eitt mikið. „Ég byrjaði að safna úrum 1975 og nú eru þau milli 30 og 40 talsins. Sum eru mjög vönduð en önnur síður en þá eru þau athyglisverð af öðrum Margt að sjá Stofan hennar Birgittu er hlýleg. Marmaraborðið níðþunga er við hvítu sófana og í horninu er gamla dömuskrifborðið. Með sál Skrifpúltið gamla hefur sennilega þjónað mörgum. Safngripir Lítill dúkkuvagn, leikfangahjól og læknistaska. Líður vel innan veggja heimilisins Morgunblaðið/Valdís Thor Góð saman Birgitta og Jerome sem er uppáhaldið hennar enda bæði fallegur og skemmtilegur. Úrin Sum dýrmæt, önnur sérstök. Þetta var erfitt og ég var ein míns liðs, en ég er sterk og þar fyrir utan hrútur! lifun 24 LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.