Morgunblaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 39
✝ Ársæll Ásgeirs-son vélstjóri
fæddist á Þórarins-
staðaeyrum (Stef-
ánshúsi) við Seyð-
isfjörð 24. desember
1925. Hann lést á
Sjúkrahúsi Seyð-
isfjarðar 12. mars
síðastliðinn. Hann
var sonur hjónanna
Ásgeirs Guðmunds-
sonar, útvegsbónda
á Landamótum, f. 9.
september 1887, d.
28. desember 1958,
og Jónu Björnsdóttur húsfreyju, f.
24. mars 1887, d. 26. maí 1974.
Systkini Ársæls voru: Björn, f. 2.
janúar 1909, d. 2. desember 1995,
Guðbjörg Valgerður, f. 1. apríl
1913, d. 24. júní 1914, Ásdís, f. 30.
ágúst 1914, d. 2. febrúar 1915,
Kristbjörg, f. 23. desember 1915, d.
16. ágúst 2003, Ólafur, f. 27. apríl
1917, d. 28. maí 1939, Valgerður, f.
27. maí 1920, d. 24. desember 1995
og Ágústa, f. 24. ágúst 1928 og lifir
hún systkin sín.
Ársæll kvæntist 31. desember
1953 Guðrúnu Karlsdóttur ljós-
móður, f. 25. janúar 1925. For-
eldrar Guðrúnar voru Karl Jó-
hannsson Hjemgaard útgerðar-
maður, f. 24. mars 1885, d. 14. maí
1968, og Margrét Sigurðardóttir
húsfreyja, f. 1. september 1888, d.
18. júlí 1963. Guðrún var alin upp
hjá móður sinni og fóstra sínum,
Önundi Sigurbjarnarsyni bónda á
Rima í Mjóafirði, f.
10. maí 1885, d. 15.
september 1972. Son-
ur þeirra Ársæls og
Guðrúnar er Jón
Bergmann bakari, f.
30. janúar 1953, sam-
býliskona Saga Vals-
dóttir, börn þeirra
eru Ása Guðrún
Bergmann, f. 7. jan-
úar 1988, og Örn
Bergmann, f. 4. ágúst
1990. Fyrir átti Saga
dótturina Auði Maríu
Agnarsdóttur, f. 20.
janúar 1985, sambýlismaður Jó-
hann Már Sigurbjörnsson, f. 23.
desember 1974. Dóttir Auðar er
Anna Lovísa Ágústsdóttir, f. 1. des-
ember 2003. Sonur Jóns Bergmann
og Sylvie Primel, f. 20. desember
1957, er Ganaelle Primel, f. 14. des-
ember 1979, dóttir hennar er Ca-
milla Mist Primel, f. 23. ágúst 2004.
Ársæll lauk barnaskóla í Seyð-
isfjarðarhreppi 1939 og stundaði
eftir það sjómennsku og verka-
mannastörf uns hann tók hið minna
mótorvélstjórapróf á Seyðisfirði
1955. Hann var vélgæslumaður í
frystihúsi SBS 1956–61, verkstjóri í
SR 1961–67, afgreiðslumaður í
Verslun Haralds Johansen 1967–82
og hjá Fálkanum hf. í Reykjavík
1982–89, verkamaður hjá Fisk-
vinnslunni Dvergasteini 1990–92.
Útför Ársæls verður gerð frá
Seyðisfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Elsku pabbi og tengdapabbi, við
trúum því varla að þú sért farinn frá
okkur eftir stutta sjúkrahúslegu. Við
söknum þín svo sárt. Þú varst alltaf
svo heilsuhraustur, þess vegna er svo
erfitt að sætta sig við að þú komir
aldrei aftur. Við vitum að þér líður
svo vel hjá guði. Þú hafðir svo
skemmtilegan húmor og gast séð
spaugilega hluti úr öllu. Alltaf gat
maður hlegið með þér. Samband ykk-
ar Ödda var svo sérstakt, þið hrein-
lega dýrkuðuð hvor annan. Minningin
þín lifir. Þú varst svo sérstakur mað-
ur og alveg frábær afi. Alltaf gátu
barnabörnin treyst á þig. Nú er kom-
ið að kveðjustund. Við elskum þig.
Jón og Saga.
Elsku afi minn, mikið sakna ég þín.
Mér finnst svo skrýtið að hafa þig
ekki lengur hjá okkur. Ég bíð alltaf
eftir því að þú opnir útidyrahurðina
og komir inn brosandi og kátur eins
og þú varst alltaf en ég verð að sætta
mig við það að svo verður ekki. Þú
varst með þeim yndislegustu mönn-
um sem ég hef kynnst og öllum líkaði
vel við þig, þú varst svo hress og mik-
ill húmoristi og alltaf var svo gott að
vera í kringum þig. Þegar ég var lítil
fannst mér fátt skemmtilegra en að
koma til ömmu og afa í Karfavoginn,
þar brölluðum við svo margt saman,
þar kenndirðu mér að hjóla og þú
fórst oft með mig hjá Menntaskólan-
um við Sund til að kenna mér að hjóla.
Svo varstu ansi duglegur að fara með
mig í Liverpool-búðina á Laugaveg-
inum, sú búð var í miklu uppáhaldi
hjá okkur báðum.
Ekki voru nú fá skiptin sem ég fór
með þér að sækja ömmu í vinnuna og
alltaf fannst mér jafn fyndið að fela
mig aftur í bílnum þínum og bað ég
þig alltaf að segja ekki ömmu frá því
að ég væri með og þú auðvitað tókst
þátt í gríninu með mér og ég hélt að
ömmu grunaði ekkert og lá ég þarna
aftur í að springa úr hlátri og þetta
gerði ég aftur og aftur. Árið 1989
fluttust þið svo aftur austur á Seyð-
isfjörð og hrikalega fannst mér erfitt
að missa ykkur en alltaf var svo gam-
an að koma austur í heimsókn til ykk-
ar og ég hefði viljað geta komið til þín
oftar en við vorum nú oft í símasam-
bandi og alltaf fannst mér jafn vænt
um að heyra þig segja „er þetta hún
Ganný mín,“ ég veit líka að þú hefðir
viljað sjá hana Camillu mína oftar og
það var svo gaman að sjá hvað þú
dýrkaðir hana mikið enda var hún
mjög hrifin af afa á Seyðisfirði eins og
hun kallaði þig alltaf, við sátum við
tölvuna um daginn og skoðuðum
myndir af þér og ég sagði henni að þú
værir dáinn og þá tók hún utan um
mig og grét, því miður fenguð þið allt
of lítið að hittast en ég mun segja
henni frá þér og passa upp á það að
hún gleymi þér ekki.
Elsku afi, takk fyrir allar þær frá-
bæru stundir sem við áttum saman,
nú kveð ég þig með miklum söknuði
og trúi því að þú sért kominn á góðan
stað þar sem þér líður vel.
Elska þig, afi minn.
Ganaelle.
Elsku afi Sæli,
mér finnst erfitt að trúa því að þú
ert farinn frá okkur, en ég veit að þér
líður vel núna og það skiptir máli.
Seinasta sumar á Seyðifirði var
frábært. Það var yndilegt að geta ver-
ið með þér, ömmu, Krumma og Leó í
Bröttuhlíðinni. Krummi og Leó áttu
góðar stundir saman þegar þeir voru
ekki að fljúgast á. Ég get ekki séð eft-
ir því að hafa eytt seinasta sumrinu
þínu með þér.
Ekki má gleyma góðu stundunum
heima hjá afa og ömmu í Bröttuhlíð-
inni. Það var gaman hjá mér og Ödda
þegar við fengum rauðu töskuna og
vorum að matreiða þykjustunni-kaffi
fyrir þig og ömmu, þér fannst það
skemmtilegt. Þegar hjólið mitt bilaði
gat ég alltaf leitað til afa Sæla.
Mín fyrsta minning um þig, afi
minn, er þegar ég var rúmlega fjög-
urra ára gömul, þegar þið fenguð
Patta, við sátum öll í bókaherberginu,
herberginu sem var hvíldarstaðurinn
þinn, að skoða nýja fjölskyldumeð-
liminn.
Man þegar þú sagðir alltaf þegar
þú keyrðir framhjá sýsluskrifstof-
unni eftir sumarið að það vantaði allt-
af græna bílinn fyrir utan. Fimmtu-
dagskvöldin í sumar voru skemmtileg
hjá okkur þegar við horfðum alltaf
saman á Aðþrengdar eiginkonur og
þér fannst þær alltaf svo spaugilegar.
Seinasta sumar þegar við vorum að
vaska upp eftir matinn sagðirðu alltaf
,,nú vantar bara aðaluppvaskarann“.
Ég sakna þess að heyra þig ekki
segja það. Ég á eftir að sakna þín, afi
minn, en ég hef góðu minningarnar
sem ég geymi með mér alltaf. Ég
gleymi þér aldrei, afi. Ég mun alltaf
muna hlátur þinn, hann var svo
ánægulegur. Ég er svo þakklát fyrir
að hafa átt þig fyrir afa, ég á eftir að
sakna þín sárt. Ég ætla að enda þetta
bréf til þín, afi minn, eins og seinustu
orð mín til þín: Bless afi og ég elska
þig.
Þín
Ása Guðrún.
Ársæll Ásgeirssondugnaðurinn voru afar skýrir hjáGuðna og fyrir vikið var hann hvers
manns hugljúfi og átti góða og far-
sæla starfsævi jafnt á sjó sem landi.
Guðni var ávallt mikill hestamaður
og átti margan góðan gæðinginn,
sem hann naut þess að temja, ríða út
og sýsla við. Hann lét og félagsmál til
sín taka, var einn af stofnendum
hestamannfélagsins Háfeta og fyrsti
formaður eldri borgara í Þorláks-
höfn.
Guðni átti langa og góða ævi en
síðustu ár voru nokkuð erfið og því
trúi ég að hann hafi verið hvíldinni
feginn.
Ég sendi þeim Guðrúnu, Helgu,
Steina og Katrínu og fjölskyldum
þeirra mínar dýpstu samúðarkveðj-
ur. Blessuð sé minning Guðna Karls-
sonar.
Þorsteinn Garðarsson.
Það er svo margs að minnast þeg-
ar maður hugsar aftur um þær
stundir sem maður átti með Guðna
afa. Hann var ávallt hress og kátur
og vinsæll meðal vina. Á gamals aldri
tók afi upp á því að fara að ferðast
bæði innan lands og erlendis. Hann
keypti sér húsbíl og ferðaðist mikið á
honum og flaug svo af og til yfir haf-
ið. Hann fór allar þessar ferðir í
góðra vina hópi.
Á haustin fór afi alltaf út að Hlíð-
arenda til að tína bláber. Við mæðg-
urnar vorum ekki lengi að koma okk-
ur yfir á Egilsbrautina til afa þegar
við fréttum að við gætum hámað í
okkur gómsæt bláber með miklum
rjóma og sykri.
Okkar dagur er gamlársdagur. Sú
hefð hefur myndast að stórfjölskyld-
an safnast saman það kvöld. Við
borðum góðan mat, horfum á Skaup-
ið og syngjum og tröllum langt fram
undir nýársdagsmorgun. Afi var nú
oftar en ekki manna hressastur og
söng hátt og snjallt og ekki fannst
honum verra að fá sér smá-koníaks-
tár á milli laga.
Á síðasta ári skipti afi um hár-
snyrti, sagði mömmu upp starfinu og
réð mig til starfa. Við spjölluðum um
heima og geima á meðan á klippingu
stóð. Hann sagði mér hvernig hann
og Helga amma kynntust og ég lærði
margt um hann afa minn sem ég vissi
ekki áður og hefði ekki vitað án þess-
ara stunda með honum. Allar þessar
stundir verða mér ætíð afar kærar.
Elsku besti afi minn, ég á eftir að
sakna þín svo. Ég á svo margar
minningar um þig og mun geyma
þær í hjarta mínu. Það er rosalega
erfitt að horfa á eftir þér, en eins og
það er erfitt að segja það, þá er ég
samt svo glöð fyrir þína hönd að vera
kominn til Helgu ömmu. Ég er svo
stolt að vera afkomandi svo mikils
manns. Þú varst, ert og verður alltaf
mín allra besta fyrirmynd um það
hvernig maður á að lifa lífinu. Ég
elska þig af öllu mínu hjarta, elsku
besti afi minn.
Ég bið Guð að styrkja fjölskylduna
okkar í sorg og söknuði og blessa
minningu Guðna afa sem við elskuð-
um öll svo heitt og hefur nú fengið
hvíld í faðmi drottins.
Undir háu hamra belti
höfði drúpir lítil rós.
Þráir lífsins vængja víddir
vorsins yl og sólarljós.
Ég held ég skynji hug þinn allan
hjartasláttinn, rósin mín,
er kristalstærir daggardropar
drúpa milt á blöðin þín.
Æsku minnar leiðir lágu
lengi vel um þennan stað,
krjúpa niður, kyssa blómið
hversu dýrðlegt fannst mér það.
Finna hjá þér ást og unað,
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist
aldrei, það er minning þín.
(Guðmundur Halldórsson.)
Þín dótturdóttir,
Anna Linda
Ég kynntist Guðna Karlssyni fyrst
á þingi Landssambands eldri borg-
ara vorið 1995.
Við vorum sessunautar og náðum
vel saman. Hann var þá formaður
Félags eldri borgara í Þorlákshöfn,
en ég var formaður Félags eldri
borgara á Selfossi. Skömmu áður
hafði ég verið á Góugleði á Eyrar-
bakka og tekið eftir snyrtilegum
manni með þverslaufu og á hvítri
skyrtu sem dansaði hvern dans.
Þetta var Guðni, orðinn ekkjumaður
eins og ég og hafði gaman af að dansa
eins og ég. Um þetta leyti var ég að
undirbúa ferð eldri borgara til Beni-
dorm og stakk upp á því við Guðna að
hann kæmi í ferðina og yrði herberg-
isfélagi minn. Guðni tók þvert fyrir
það og kvaðst aldrei hafa farið í sól-
arlandaferð, en ég hélt áfram að
nudda í Guðna og saman fórum við til
Benidorm í 58 manna hópi um haust-
ið. Þetta var fjögurra vikna ferð og
við Guðni nutum okkar vel í góðum
félagsskap. Skemmst er að segja að
með okkur tókst mikil vinátta og
samskipti gegnum árin. Saman fór-
um við í margar sólarferðir með eldri
borgurum og gaman að geta þess, að
þegar við komum næst til Benidorm
fjórum árum seinna, var okkur vel
fagnað á tveimur veitingastöðum þar
sem við höfðum farið með hópinn. En
nú bættust við ferðalög innanlands.
Ég átti stóran rússajeppa, sem hægt
var að sofa í, og Guðni ferðaðist á
Lapplander og þegar hann varð svo
gæfusamur að fá Guðrúnu Sæ-
mundsdóttur sem vin og ferðafélaga,
var kominn kvartett eins og bestur
gat orðið. Farkosturinn þróaðist í al-
vöru húsbíla og í mörg ár var farið í
ótal ferðir um vegi og vegleysur. Það
var sælutími. Hin síðustu ár tók svo
fyrir þessar ferðir vegna heilsu-
brests Guðna, en vinátta óbilug.
Guðni hafði mikið yndi af söng og oft
var tekið lagið í þessum ferðum. Í all-
mörg ár var hann með okkur í kór
eldri borgara á Selfossi, Hörpukórn-
um, og naut sín vel í þeim ágæta fé-
lagsskap. Það er margs að minnast
frá þessum árum og bjart yfir þeim
minningum, en hér skal látið staðar
numið. Við Adda sendum ástvinum
Guðna innilegar samúðarkveðjur og
biðjum Guð að blessa góðan dreng.
Böðvar Stefánsson.
hún Ebba var alla tíð. Sérstaklega
fannst mér gula hárið hennar fallegt –
svona vildi ég verða þegar ég yrði
stór. Netta, síkvika Ebba, létt á fæti
og létt í lund. Hún var mér alltaf góð
og ég minnist hennar með hlýju og
þakklæti fyrir góðar bernskuminn-
ingar.
Innilegar samúðaróskir mínar og
fjölskyldu minnar til systkinanna og
annarra aðstandenda.
Erna Hrefna.
Þar kom kallið páskahelgina sjálfa,
auðvitað svo mikið að gera hjá öllum
og þetta var eina fríið sem var í nánd.
Þér fannst fólk gefa sjálfu sér og fjöl-
skyldunni allt of lítinn tíma fyrir sam-
verustundir. Þess vegna var kannski
ein af síðustu setningunum sem þú
lést falla þegar við reyktum saman
síðustu sígarettuna: „Soffía mín, hef-
ur þú ekki tíma fyrir mig?“ Þetta
stakk mig vegna þess að ég er ein af
þessum sem eru alltaf að vinna. En
elsku Ebba mín, nú hverfur þessi
kyrrð og mikli tími sem þú hafðir fyrir
okkur. Aldrei stress, bara borða góð-
an heimilismat og pönnsur, ekki má
gleyma þeim.
Þegar ég lít til baka þá eru minn-
ingarnar allt of margar til að rifja upp
hér. En mín fyrstu kynni voru þegar
þú passaðir okkur systurnar í ein-
hvern tíma og við máttum vera í
dúkkulísuleik um allt hús, líka í stig-
anum á Gamla pósthúsinu. Og svo öll
spilakvöldin. Þú hefur alltaf verið
hluti af minni fjölskyldu. Þegar ég
byrjaði að búa var svo gott að koma í
heimsókn, ég tala nú ekki um þegar
ég eignaðist Kristínu. Þú varst svo
mikil barnakerling og hafðir svo gam-
an af að leyfa þeim litlu að lesa eða lita
í bók. Ég held að þú eigir ennþá í
búrinu þínu allar þær teikningar sem
gerðar voru á heimilinu. Þegar svo
Kristín eignaðist allt í einu þrjú systk-
ini þá var gott að eiga athvarf hjá ykk-
ur Halla. Fá að vera í ró og næði, það
var það sem þið áttuð nóg af. Árið
1991 flytjum við á Ólafsfjörð og alltaf
þegar við komum í heimsókn var ekki
við annað komandi en gista hjá ykkur.
Ári seinna veiktist svo Halli og kvaddi
með stuttum fyrirvara. Þetta ár var
erfitt að skilja þig eina eftir. En þú
varst svo dugleg, aldrei kvartað, alltaf
allt í lagi.
Við reyndum að stoppa alltaf í
hverri ferð og alltaf jafnsárt að
kveðja. Þú sagðir alltaf að þú værir
ekki einmana, þú hefðir nóg að lesa og
það var þitt áhugamál. Þú sagðir svo
oft við mig að það væri gott að lesa,
það fylgdi því bæði ró og meiri viska.
Þú varst svolítið bitur yfir því hvað þú
fékkst litla kennslu sem barn og þess
vegna varstu alltaf að miðla þinni
reynslu til barnanna. Fyrir u.þ.b. 3
árum varstu svo óheppin að lær-
brotna. Þá var spurning hvort þú
fengir ekki herbergi á ellideildinni
meðan þú næðir þér. Þú tókst nokkuð
vel í þetta og sagðir að það væri gott
að vita af fólki svo nálægt þér. Þú vild-
ir ekkert gera úr þessu en í samein-
ingu gerðum við þetta pínu heimilis-
legt og mér fannst þú bara nokkuð
ánægð þarna og hafðir orð á að þetta
væri bara eins og á hóteli. En þú varst
alltaf með hugann við að fara heim
aftur. En því miður tókst það ekki.
Stuttu áður en þú kvaddir varstu búin
að segja mér að þú værir alveg tilbú-
in. Já, ég vissi alveg hvað þú varst að
tala um, 16 ár er langur tími að vera
aðskilin frá ástvini. Nú þegar ég veit
að þú hefur hitt hann Halla þá veit ég
að þið eruð aftur orðin eitt. Ég sé eftir
að hafa ekki átt kannski nokkrar mín-
útur í viðbót til að gefa þér miðað við
allan þann tíma sem þú hafðir fyrir
mig og mína fjölskyldu. Elsku Ebba
mín, þín verður sárt saknað og ég bið
Guð að geyma þig.
Þín vinkona,
Soffía.
Ástkær Ebba mín hefur kvatt.
Sorgin er mikil og minningarnar
streyma fram. Ég eins og svo mörg
önnur börn átti athvarf heima hjá
Ebbu og Halla. Mínar fyrstu minn-
ingar eru úr skógræktinni þar sem ég
sit á þúfu umkringd bláklukkum með
Ebbu og Halla að drekka Sinalco. Ég
man líka ferðirnar okkar í Selvíkina
að taka upp kartöflur og að tína steina
í fjörunni. Þegar ég var barn kenndi
Ebba mér að prjóna, hekla og að spila
svartapétur. Hún hefði fussað yfir
þessum línum enda fannst henni
svona hversdagslegir hlutir ekki eiga
heima í minningargreinum. „Hvaða
ömmur baka ekki pönnukökur?“ átti
hún til að segja þegar hún renndi yfir
blaðsíður Moggans. Ég vil samt taka
það fram hér að amma Ebba bakaði
bestu pönnukökur í heimi.
Halli lést árið 1992 og ég var orðin
unglingur. Langar samræður um lífið
og tilveruna leystu nú svartapétur af
hólmi. Ebba sagði mér frá lífinu þeg-
ar hún var vinnukona á Akureyri og
þegar hún vann á símstöðinni á Borð-
eyri. Ég man ekki til að hún hafi
nokkurn tíma látið slæmt orð falla um
nokkurn mann. Reyndar sýndi hún
áhuga á fólki sem í daglegu lífi hefði
verið kallað „skrítið“. Hún las alveg
ógrynni af bókum og var áskrifandi
að Hjemmet þar sem við fylgdumst
saman með danska kóngafólkinu og
hún þýddi fyrir mig teiknimyndasög-
urnar af Gissuri Gullrassi. Bæði Ebbu
og Halla þótti ákaflega vænt um nátt-
úruna og störfuðu lengi fyrir skóg-
ræktarfélagið. Einnig ferðuðust þau
um allt land á bláum Saab með tjald
og útilegubúnað.
Ebba bjó áfram í húsinu þeirra
Halla á brekkunni þar til fyrir tveim-
ur árum þegar hún fluttist á Heil-
brigðisstofnun Blönduóss þar sem
mjög vel var hugsað um hana. Alla tíð
voru opnar dyr að öðru heimili fyrir
mig og mína fjölskyldu hjá Ebbu. Ég
mun sakna þess.
Moldin er þín.
Moldin er trygg við börnin sín,
Sefar allan söknuð og harm
og svæfir þig við sinn móðurbarm.
Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð
á leiðinu þínu. Moldin er hljóð
og hvíldin er góð …
(Davíð Stefánsson.)
Guð geymi þig, ástkæra vinkona og
amma,
Kristín Húnfjörð
og fjölskylda.