Morgunblaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Rannsóknum vegna ákæru á hendur græn- lenska stjórn- málamanninum Jonathan Motz- feldt var hætt í gær að því er kom fram í dag- blaðinu Berl- ingske tidende. Grænlensk kona er starfaði á skrifstofu grænlenska landsþingsins kærði Motzfeldt fyrir kynferðislega áreitni sem að sögn konunnar átti sér stað er hún var gestur á heimili Motzfeldts. Rannsókn lögreglu þótti ekki sýna fram á að umrætt afbrot hefði átt sér stað „kæran hefur verið felld niður meðal annars vegna þess að ákærandi gat ekki gert grein fyr- ir því í hverju brotið hefði falist,“ sagði Steen Silberg Thomsen, lög- reglustjóri á Grænlandi. Motzfeldt hætti störfum sem for- maður grænlenska landsþingsins fyrr á árinu og þótti sú ákvörðun tengjast ákærunni. Hann hefur setið áfram á grænlenska landsþinginu og haldið öðrum stöðum sínum. Motz- feldt, sem er 69 ára, hefur verið í forystusveit grænlenskra stjórn- málamanna frá því á áttunda áratug síðustu aldar. Ákæra á hendur Jonathan Motzfeldt var felld niður Jonathan Motzfeldt Havana. AP. | YFIRVÖLD á Kúbu til- kynntu í gær að landsmönnum yrði heimilt að eignast farsíma, nokkuð sem hingað til var aðeins mögulegt lykilmönnum ríkisins eða starfs- mönnum erlendra fyrirtækja. Hingað til hafa Kúbumenn þurft að beita klækjabrögðum og fengið þjónustusamninga í gegnum þriðja aðila. Símarnir verða þó líklega of dýr- ir fyrir almenna borgara, en rík- issímafyrirtækið ETECSA hyggst bjóða almenningi fyrirframgreidda samninga sem jafnast á við 24-föld laun kúbverskra launþega. Farsímaeign heimiluð á Kúbu Nýr forseti Vonir standa til að Raúl Castro muni aflétta fleiri bönnum. LÖNGUNIN í kökur, ís eða súkkulaði hefur samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn ekkert með skynjun bragðlaukanna að gera. Vísindamenn við Duke-háskóla segja það heilann sem skynji að slíkur matur sé hitaein- ingaríkur. Við neyslu vilji heilinn „verðlauna“ fólk með því að senda út hormón er geri það hamingjusamt. Þessi vitneskja gæti hjálpað til í baráttu við offitu ef unnt verður að skrúfa fyrir hamingjuna sem fylgir sætum mat. Heilinn skynjar sætabrauðið STUTT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is RÍKISFJÖLMIÐLARNIR í Sim- babve spáðu því í gær að Robert Mugabe yrði endurkjörinn forseti landsins í kosningum sem fram fara í dag. Tveir keppinautar hans sök- uðu stjórnvöld í Harare um stórfelld kosningasvik til að tryggja að Mu- gabe héldi völdunum. Dagblaðið Herald, málgagn stjórnarinnar, sagði skoðanakann- anir Simbabve-háskóla benda til þess að 56-57% myndu kjósa Mug- abe, 26-27% Morgan Tsvangirai, leiðtoga Lýðræðishreyfingarinnar (MDC), og aðeins 13-14% Simba Makoni, óháðan frambjóðanda og fyrrverandi fjármálaráðherra. Nokkrar skoðanakannanir voru gerðar í aðdraganda kosninganna en erfitt er að meta trúverðugleika þeirra vegna þess að margir kjós- endanna vildu ekki segja frá því hvern þeir hygðust kjósa. Fái enginn rúm 50% atkvæðanna þarf að kjósa á milli tveggja efstu frambjóðendanna innan þriggja vikna og nokkrir stjórnmálaskýr- endur sögðu að ekki væri víst að Mugabe fengi svo mikið fylgi. „Flest bendir til þess að enginn pólitísku keppinautanna þriggja fái hreinan meirihluta atkvæða,“ sagði Eldred Masungure, lektor í stjórnmálafræði við Simbabve-háskóla í Harare. „Simbabvemenn ættu að búa sig undir aðra lotu.“ Framliðnir kjósendur Stjórnarandstæðingar í Simbabve segja ráðamennina beita ýmsum brögðum til að tryggja Mugabe sig- ur. Þeir hafi til að mynda látið prenta alltof marga kjörseðla og á kjörskránum séu tugir þúsunda nafna sem ekki eigi að vera þar, svo sem fólk sem er löngu látið eða hef- ur aldrei verið til. Margir stuðnings- manna Mugabe eru sagðir vera skráðir í fleiri en einu kjördæmi, þannig að þeir geti kosið hann oftar en einu sinni. Stjórnarandstaðan sakar einnig ráðamennina um að veita aðeins stuðningsmönnum stjórnarflokksins matvælaaðstoð og hindra að keppi- nautar forsetans fái sanngjarnan að- gang að ríkisfjölmiðlunum. Stjórnmálaskýrendur segja að óeining stjórnarandstöðunnar sé vatn á myllu forsetans. „Líkurnar á að stjórnarandstöðunni tækist að sigra Mugabe væru miklu meiri ef hún hefði náð samkomulagi um einn framjóðanda,“ sagði Steven Gruzd, fræðimaður við suður-afrísku al- þjóðamálastofnunina í Jóhannesar- borg. Um 80% atvinnuleysi Mugabe er orðinn 84 ára, er elsti þjóðhöfðingi Afríku og hefur verið við völd í 28 ár, eða frá því að Sim- babve fékk sjálfstæði. Simbabve var þá lýst sem matar- kistu Afríku vegna mjög blómlegs landbúnaðar en nú er svo komið að helmingur landsmanna þjáist af van- næringu þrátt fyrir matvælaaðstoð hjálparstofnana Sameinuðu þjóð- anna. Er þetta einkum rakið til þeirrar ákvörðunar Mugabes á síð- asta áratug að taka búgarða hvítra bænda eignarnámi. Flestum bú- jarðanna var úthlutað til stuðnings- manna forsetans sem höfðu enga þekkingu á landbúnaði, þannig að framleiðslan snarminnkaði. Verðbólgan í Simbabve er rúm 100.000% samkvæmt síðustu hagtöl- um, miklu meiri en í Weimar-lýð- veldinu þegar Þjóðverjar fylltu hjól- börur af peningaseðlum til að geta keypt í matinn. Um 70 milljónir Sim- babve-dollara (ZWD) fást nú fyrir einn Bandaríkjadollar, ekki 0,68 ZWD eins og þegar gjaldmiðillinn var tekinn upp árið 1980. Margir Afríkubúar líta á Mugabe sem frelsishetju og dást að honum fyrir að bjóða gömlu nýlenduveld- unum birginn. Hann gat lengi stært sig af umbótum í heilbrigðis- og menntamálum en félagslegri þjón- ustu ríkisins hefur hnignað síðustu árin og heilbrigðiskerfið er hrunið. Áætlað er að um fimmtungur allra fullorðinna íbúa landsins hafi smit- ast af alnæmisveirunni og lífslíkur landsmanna eru nú aðeins 37 ár í stað nær 60 ára á níunda áratugn- um. Um 80% vinnufærra landsmanna eru án atvinnu. Áætlað er að allt að 70% Simbabvemanna á aldrinum 18- 60 ára hafi flúið land og hefur land- flóttanum verið líkt við straum írskra innflytjenda til Bandaríkj- anna vegna hungursneyðarinnar á Írlandi á árunu 1845-1852. Flestir læknar og hjúkrunarfræðingar Sim- babve hafa flust þaðan til landa á borð við Bretland og skortur er á nánast öllu í sjúkrahúsunum, jafnvel sáraumbúðum og verkjalyfjum.                          !"  #$$%&           ! " #$ %&#'         !"#  () $  % * $(  $+%$$* ,- +%. %$   $  .  /.*%  /  0$/ $   & 0$ 0 0 12,34$    5..%  % 6    & %     &  %((((%(( '  ($)*+ ($% ((((%(((% ) 13367,3 *  886919 *  169,1 *  72,+:7 ( :+3 (( -9+1 );<=>?$@    + ,  -./*0 1 "   1 13 133 9  6A 23 3 3      :3  6A 129-,4 56 !73  8 5 .+ ,9   77 ,4:  7 1271,;5  5< = 5$ ,> :  77 , 7 1281,+  5 . ?  @ A B CD -.AD0 128B,3  + .AD35: '>55 5 7. ?  @5  D -.D0 128-,$5  1 B: 5   5    E3 8   3   12:-,F 157 <   35: '>55  133 7BB 8 7 + 5 .D 12:8,G  53 .D   5.AD3< +  5 :   7 .D,A= 12,3,F  9  7 5 > 58 3 !73 +   85  >  12,:,H E    5  7 E  ((((3 (<CD EC 122,, 3 BB  5 : 37  57 3+  5E +  I 9 37   157 ! 3J+3   1222,FI 8  1 3 -!*K05 77  157J+3   9333,=  7 !73  3   ' 3  37  7 7   3+  6    87 !73  5: 7'>55  > 58  >557  E377  3I + 5  83E37'>  3 '7: E3 3 9331,5 :   '1 5    I 1 75  3 > 3 3'+ " 5 587 5 7   5 + 7 857 >< E 7  9339,!73  3  J+3     37  5 5 E 771 +E 7   3+   + + < "   +  7 933B, ' :3   1  :7  : 37  +  + <  :7 + 33      7  + 3  3<  +  7 933:,J+3   '1 5  3   5  1 5 '>55  :5 8 3E37 1 +E  E 7 L &L L L Óeining andstæðinga vatn á myllu Mugabes Stjórnarandstaðan sakar ráðamennina um kosningasvik Í HNOTSKURN » Morgan Tsvangirai hefurverið helsti leiðtogi stjórn- arandstöðunnar frá 1999 og sætt gagnrýni í flokki sínum fyrir að vera of ráðríkur. Sú ákvörðun hans að sniðganga þingkosn- ingar árið 2005 varð til þess að hann missti stuðning helmings þingmanna flokksins. » Simba Makoni, annað for-setaefni, sagði af sér embætti fjármálaráðherra árið 2002 eftir að Mugabe forseti hafnaði tillögu hans um gengisfellingu. Kynning á n‡ju vorvörunum frá Oroblu í Lyfjum og heilsu, Kringlunni laugardaginn 29. mars kl. 13-17. Kaupauki fylgir vöru frá Oroblu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.