Morgunblaðið - 29.03.2008, Page 10

Morgunblaðið - 29.03.2008, Page 10
10 LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Keisarinn lét það boð út ganga að allir þegnar ríkisins skyldu gefa blóð: Næsti gjörið svo vel. VEÐUR Í stórfróðlegu erindi á málþingi ís-lenskrar málnefndar og Alþjóða- húss í gær sagði Tatjana Latinovic, formaður Samtaka kvenna af er- lendum uppruna á Íslandi, að ís- lenskan hefði þróast og breyst mik- ið á þeim 13 árum sem liðin væru síðan hún flutti til landsins.     Eftir því sem ís-lenskan yrði fjölbreytilegri stækkaði hring- urinn um „eitt land, eina þjóð, eina tungu“. Áð- ur hefði hún ekki litið á sig sem hluta af því mengi, en nú væri það breytt. Það kallaði ekki á „íslensku með afslætti“, heldur að fólk talaði tungumálið á sinn hátt. Og því fleiri sem töluðu með hreim, þeim mun sjálfsagðara yrði að aðrir fylgdu í kjölfarið.     Það sýnir breyttan tíðaranda aðþarna talaði Tatjana, sem er frá Serbíu, á málþingi um íslensk- una í Alþjóðahúsinu og í salnum voru margir sem töluðu íslensku með hreim – en án afsláttar. Ef fólk af erlendum uppruna leggur það á sig að læra og tala íslensku – hvern- ig getur verið afsláttur af því?     Umræðurnar voru líflegar oglýsti Jóhanna V. Schalkwyk, sem situr í bæjarstjórn Grund- arfjarðar, því að hún hefði tekið mestum framförum í íslensku er hún lærði að meta saltfisk vegna þess að hún hafði góðan kennara.     Við erum öll íslenskukennarar,“klykkti Guðrún Ögmundsdóttir út með. „Það er á okkar ábyrgð að fólk tileinki sér tungumálið. Skipt- um ekki alltaf yfir í ensku og minnkum hrokann gagnvart ís- lensku sem öðru máli.“     Erum við góðir íslenskukennarar? STAKSTEINAR Tatjana Latinovic Þjóðin, kennslan og íslenskan SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                  *(!  + ,- .  & / 0    + -                                 12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                            :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? !     !!   !!  ! !  !! !      !                           *$BC                               !                 " *! $$ B *! "# $%  # %&   '% ( ' <2 <! <2 <! <2 " %$  )  * +,- ' .  CD                  6 2   # $ %"  &  $"  '   B      ((   )   %           %  ' *  *(    $   +(                !               # " /0 '11 '% 2&' -')  * Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Anna Karen | 28. mars 2008 Í makaleit … hef ég nú ákveðið að taka af skarið og hefja makaleit. Og það sem meira er, þið, mínir ást- kæru bloggvinir og aðrir bloggneytendur, fáið að eiga risastórt hlutverk í að ákveða hvar og hvernig ég leita að hinum fyrirheitna maka. Ef ykkur þykir vænt um mig þá takiði þetta verkefni sem ég fel ykkur mjög alvarlega. … Og hvað segiði, er ekki bara best að byrja að leita strax? Það er engin ástæða að tefja. Meira: halkatla.blog.is Sveinn Ingi Lýðsson | 28. mars 2008 Vanhugsað Ótrúlega vanhugsað. Það eru ekki íslensk stjórnvöld sem hafa staðið að hækkunum á eldsneyti. ... Þessir fjár- munir, þ.e. olíugjald fer óskert til vegafram- kvæmda. Vilja þessir bílstjórar minnka framlagið til þeirra? Hvar ætli þeir mótmæli þá? Hvernig væri að skoða þessi mál í heild, þessir menn hættu að velja sér bíla eftir hestaflafjölda heldur orku- eyðslu per flutt tonn/km. Meira: sveinni.blog.is Einar Sveinbjörnsson | 28. mars 2008 Hitabakslagið í lok mars Ég hef tekið eftir því að svo virðist vera að um og upp úr jafndægri á vori, eða um 21. mars er eins og það verði mjög ákveðið bakslag í hitastiginu hér á landi, a.m.k. sum árin. … Tók mig til og gerði dálitla athugun. … Hið merkilega kemur í ljós að áður en hitastigið fer markvisst hækkandi að jafnaði er eins og það falli dálítið dagana eftir 20. mars. Meira: esv.blog.is Jakob Björnsson | 24. mars 2008 Áliðnaðurinn á Íslandi eftir Kyoto Hvaða tillögur eiga ís- lensk stjórnvöld að gera um meðferð áliðnaðar- ins í því samkomulagi sem við tekur eftir að Kyoto-bókunin rennur út árið 2012? Að mínu mati ættu íslensk stjórn- völd að leita eftir samvinnu við ríki þar sem áliðnaðurinn fær orku sína að mestu eða öllu leyti úr öðrum orku- lindum en eldsneyti, um þá tillögu að áliðnaðurinn sjálfur, þ.e. framleiðsla áls í álverum, sé algerlega utan los- unarbókhaldsins á koltvísýringi og öðrum gróðurhúslofttegundum. Rökin fyrir því eru eftirfarandi: Framleiðslu á hverju kg áls í ný- tískuálverum fylgir losun á um 1,7 kg af gróðurhúsalofttegundum að CO2- ígildi. Hvert kg af áli sem notað er í bíla í stað þyngri málma sparar á hinn bóginn losun á 20 kg af CO2 yfir end- ingartíma hans, sem er stuttur í sam- anburði við meðaldvalartíma koltvísýr- ings í andrúmsloftinu. Þetta þýðir að ef 8,5% eða meira af hráálinu er not- að í bílasmíði nægir það til að vega upp losunina frá framleiðslu alls áls- ins. Í reynd fer nú þegar miklu stærra hlutfall hráálsins í bílasmíði og það hlutfall fer vaxandi. Af þessu leiðir að álframleiðsla er starfsemi sem dregur úr losun gróð- urhúsalofttegunda í heiminum. Og það er heimslosunin ein sem skiptir máli fyrir loftslagsbreytingar. Slík framleiðsla á því ekkert erindi í það sem tekur við af Kyoto-bókuninni eftir 2012. Um raforkuna til álvinnslunnar gegnir öðru máli. Hún er aðkeyptur framleiðsluþáttur í álvinnslu eins og önnur aðföng. Losun vegna fram- leiðslu hennar á því heima í arftaka Kyoto með sama hætti og losun vegna framleiðslu á öðrum aðföngum álvinnslu. Ef raforkan er framleidd úr endurnýjanlegum orkulindum eins og vatnsorku, jarðhita, vindorku o.s.frv., eða úr kjarnorku, fylgir vinnslu hennar að heita má engin losun gróðurhúsa- lofttegunda. Ef hún er framleidd úr eldsneyti á losun vegna framleiðslu rafmagnsins að teljast með í los- unarbókhaldinu. En sanngjarnt sýnist að við mat á þeirri losun sé tekið tillit til þess að notkun á hluta álsins í far- artæki gerir betur en að vega upp los- unina sem fylgdi framleiðslu þess alls í álverinu. … Meira: jakobbjornsson.blog.is BLOG.IS AÐ undanförnu hefur talsvert verið fjallað um hækkun á verði á ýmsum tegundum af vöru og þjónustu og í fréttatilkynningu Samkeppniseftir- litsins kemur fram að af þessu til- efni vilji það árétta að umfjöllun og upplýsingaskipti milli keppinauta um verð, væntingar um verðlag eða fyrirætlanir um breytingar á verði geta raskað samkeppni og skaðað hagsmuni neytenda. „Hið sama getur átt við um um- fjöllun á opinberum vettvangi ef fyrirsvarsmenn fyrirtækja gefa t.d. nákvæmar upplýsingar um fyrir- hugaðar verðhækkanir eða lýsa yfir vilja til verðhækkana. Þannig getur slík umfjöllun verið til þess fallin að hvetja keppinauta á markaði til verðhækkana og stuðlað að ólög- mætu samráði. Sömuleiðis getur umfjöllun af þessu tagi á vettvangi samtaka fyr- irtækja varðað við samkeppnislög, sem banna samtökum fyrirtækja að ákveða samkeppnishömlur eða hvetja til hindrana sem bannaðar eru samkvæmt lögunum. Í banni samkeppnislaga við samráði felst að fyrirtæki ákveði að öllu leyti sjálfstætt hvernig þau hegði sér á markaði og hvernig þau verðleggi vörur sínar og þjónustu. Mega samtök fyrirtækja með engu móti vinna gegn þessu sjálfstæði fé- lagsmanna sinna með því t.d. að hvetja til eða réttlæta verðhækk- anir. Í þessu ljósi telur Samkeppnis- eftirlitið afar mikilvægt að for- svarsmenn fyrirtækja og samtaka fyrirtækja gæti þess sérstaklega að opinber umfjöllun af þeirra hálfu feli ekki í sér beina eða óbeina hvatningu til verðhækkana á mark- aði. Slík háttsemi er til þess fallin að valda neytendum og atvinnulíf- inu tjóni.“ Kemur fram að Samkeppniseft- irlitið muni fylgjast náið með op- inberri umfjöllun fyrirtækja og samtaka fyrirtækja um hækkun á vöruverði. Bent er á að fyrirtæki og einstaklingar geti komið ábending- um um þetta á framfæri í gegnum heimasíðu Samkeppniseftirlitsins. Fylgist náið með umræðu um hækk- un á vöruverði Samkeppniseftirlitið varar fyrirtæki við FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.