Morgunblaðið - 10.04.2008, Side 1

Morgunblaðið - 10.04.2008, Side 1
STOFNAÐ 1913 97. TBL. 96. ÁRG. FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is MISSA SOLEMNIS VLADIMIR ASHKENAZY VÆNTIR MIKILS AF NÝJA TÓNLISTARHÚSINU Í REYKJAVÍK >> 15 FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÞÓTT Ólympíuleikarnir séu fyrst og fremst íþróttamót hafa þeir pólitíska þýðingu, sér- staklega þegar þeir eru haldnir af einræð- isríki eins og Kína. Í þessu tilliti er opn- unarhátíðin sérlega mik- ilvæg því á henni tjaldar gestgjafinn öllu því besta sem til er og leggur iðu- lega mikla áherslu á menningu og sögu þjóð- arinnar. Það vakti því töluverða athygli þegar Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, tilkynnti að hún myndi ekki mæta á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Bejing, jafnvel þótt talsmaður Merkel hefði strax bætt við að ekki væri um að ræða mótmæli gegn aðgerðum Kínverja í Tíbet. Í kjölfarið sagði Nicholas Sarkozy, forseti Frakk- lands, að ekki væri útilokað að hann myndi hunsa opnunarhátíðina. Forsetinn skuldbindur ekki forsetann Forseti Kína, Hu Jintao, bauð forseta Ís- lands á opnunarhátíðina þegar þeir hittust í Kínaheimsókn Ólafs Ragnars í fyrrahaust og Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur boðið menntamálaráðherra á opn- unarhátíðina. Mæta þau? Þetta svar fékkst hjá Örnólfi Thorssyni forsetaritara: „Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur mótað þá stefnu, í ljósi þess að forsetakosningar verða í sum- ar, að ekki sé unnt að taka bindandi afstöðu til þátttöku forseta í atburðum á næsta kjörtímabili, sem hefst hinn 1. ágúst 2008, hvorki innanlands né utan, fyrr en ljóst verður hver gegnir þá embættinu. Eina undantekningin frá þessu er að ákveðið var í samráði íslenskra stjórnvalda fyrir tæpu ári að þiggja boð forseta Þýskalands um að forseti Íslands færi þangað í opinbera heimsókn í síðari hluta október 2008, hver svo sem þá gegndi forsetaembættinu.“ Þegar spurt var hvort Ólafur Ragnar færi á hátíðina, yrði hann enn forseti í haust, var vísað í þetta sama svar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ætlar að taka þátt í opnunarhátíðinni í Beijing. Að mæta eða mæta ekki Íslenskir ráðamenn ætla á opnunarhátíð Keppni Hraðar, hærra, sterkar. Gítarleikararnir >> 37 Allir í leikhús Leikhúsin í landinu ELDUR varð laus í hliðarbygg- ingu stóra turnsins við Smáratorg, hæstu byggingar landsins, í gær- kvöldi. Slökkvistarfi lauk um mið- nætti. Þorgeir Elíesersson, vettvangs- stjóri lögreglunnar, sagði að til- kynning hefði borist um eld á 2. hæð hliðarbyggingarinnar kl. 21.25. Þá var allt tiltækt lið slökkvi- liðs og lögreglu á höfuðborgar- svæðinu kallað út. Turninn var rýmdur til öryggis en fólk var m.a. á veitingastaðnum Veisluturninum á 20. hæð og í líkamsræktarstöð á 15. hæð. Fenginn var strætisvagn til að veita þeim skjól sem komu úr turninum. Fljótlega var fólki hleypt aftur upp í turninn. Að sögn lögreglu mun eldurinn hafa komið upp í rými sem enn er í byggingu. Mikill reykur myndaðist og vann slökkviliðið við að kæfa eldinn og reykræsa húsið. Sigurður F. Gíslason, fram- kvæmdastjóri og matreiðslumeist- ari Veisluturnsins á 19. og 20. hæð, sagði lögregluna hafa hringt og til- kynnt að brunaboð hefði borist. Síðan gáfu þeir boð um að rýma húsið. Verið var að halda tvær veislur í Veisluturninum og um 50 gestir á staðnum auk starfsfólks. Sigurður sagði að allir hefðu verið komnir út innan tveggja mínútna og það án alls óðagots. „Við höfum haldið brunaæfingar og hér eru einu eldvarnarlyftur á landinu auk tveggja stórra stiga niður,“ sagði Sigurður. Morgunblaðið/Ómar Eldsvoði Talsverðan reyk lagði út úr hliðarbyggingu stóra turnsins við Smáratorg. Þar kviknaði í rými sem mun enn vera í byggingu. Eldur í hæsta húsi landsins Komnir út Reykkafarar fóru inn í húsið og slökktu eldinn. Mikill viðbúnaður vegna útkallsins GERT er ráð fyrir að setja tvö hús upp á þak bygginga við Vegamótastíg 7-9 samkvæmt samþykktum skipulagsráðs Reykjavíkur í gær. Skipulagsráð hefur samþykkt m.a. að setja í auglýsingu breytingartillögu fyrir Vegamóta- stíg 7-9, sem felur í sér að byggt verði á lóð- unum nokkurn veginn í samræmi við fyrra deiliskipulag. Aftur á móti verður á þaki bygg- ingarinnar endurreistur lítill steinbær, „Her- dísarbær“, sem áður stóð á Vegamótastíg 7 og var rifinn seint á sjöunda áratug síðustu aldar og sömuleiðis verður gamla timburhúsið á Vegamótastíg 9 flutt upp á þak. „Skipulagsráð var einróma í afstöðu sinni til húsaflutninganna upp á þak og við teljum að það sé fullt svigrúm til að leika sér aðeins innan ramma deiliskipu- lagsins,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs. „Stundum er talað um að borgarskipulag sé alveg laust við glettni en í þessu tilviki má segja að farnar séu óhefð- bundnar leiðir.“ Deiliskipulagsbreyting vegna Pósthússtrætisreits fer líka í auglýsingu og er markmið skipulagsins að sýna byggingararf- inum þann sóma sem honum ber en laga húsin jafnframt að nútímaþörfum eins og hægt er. Miðað er við að gömlu húsin verði færð til eldra horfs eða lagfærð. Þá er gert ráð fyrir því að Nýja bíó verði endurreist við sinn gamla stað. Glettni í deiliskipulaginu Í HNOTSKURN »Í kjölfar Lækjargötubrunans á síðastaári var farið í hugmyndaleit vegna skipu- lags fyrir svæðið, sem skipulagsráð flokkar til mikilvægra svæða. »Náðist góð samstaða um vinningstillög-una, sem nú hefur verið færð í deiliskipu- lagstillögu. Hún tekur mið af verndun sögu- frægra bygginga og uppbyggingu til eflingar fyrir Kvosina. Borgaryfirvöld stefna að því að endurvekja Landfógetagarðinn og gera hann aðgengilegan fyrir almenning.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.