Morgunblaðið - 10.04.2008, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
LANDSBANKINN hefur styrkt
landssöfnun Lionshreyfingarinnar
á Íslandi, Rauðu fjöðrina, um eina
milljón kr. Í landssöfnuninni í ár
var markmiðið að safna fé til að
kaupa og þjálfa leiðsöguhunda
fyrir blinda. Allt söfnunarfé renn-
ur beint til málefnisins.
Landssöfnun Lionshreyfing-
arinnar stóð yfir dagana 3.-6.
apríl um land allt. Þetta er í ní-
unda sinn sem Lionshreyfingin
stendur fyrir landssöfnun með því
að selja rauða fjöður. Fyrsta
landssöfnunin fór fram árið 1972
en þá rann allt söfnunarfé til
stofnunar augnlækningadeildar
Landakots. Í síðustu söfnun árið
2004 var safnað fyrir langveik
börn undir kjörorðinu: „Léttum
þeim lífið.“
Viggó Ásgeirsson færir Guðmundi
Rafnari Valtýssyni framlagið.
Landsbankinn
styrkir Lions
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
ÁRIÐ 2012 munu öll börn yfir 12
mánaða aldri í Reykjavík eiga kost
á annaðhvort leikskólaplássi eða
vistun hjá dagforeldrum. Fram að
þeim tíma verða byggðir fleiri leik-
skólar, opnaðar nýjar deildir við
eldri leikskóla, dagforeldrum fjölg-
að sem og valkostum.
Þetta er á meðal markmiða fjög-
urra ára aðgerðaáætlunar sem
borgaryfirvöld kynntu í gær, undir
yfirskriftinni Borgarbörn.
Ólafur F. Magnússon borgar-
stjóri segir áætlunina fela í sér
stóraukin framlög til leikskólamála,
eða sem nemur 14% aukningu á ár-
unum 2008 til 2011, úr 8.215 millj-
ónum króna 2008 í 9.318 milljónir
króna árið 2011, aukning sem nemi
rúmlega 1,1 milljarði miðað við fast
verðlag.
„Aukin framlög til þessa mála-
flokks nema 14% aukningu frá síð-
ustu þriggja ára áætlun, sem er
mesta aukning milli ára í þriggja
ára áætlun hjá nokkrum málaflokki
núna,“ segir Ólafur.
„Við erum bæði að auka framlög
meira þarna en til annarra mála-
flokka og koma með ný úrræði sem
ekki hafa verið í boði áður. Fyrir
utan það að við ætlum að reyna að
bjóða upp á fleiri úrræði, eins og til
dæmis ungbarnadeildir.
Greiðir fyrir nýjungum
Við ætlum líka að koma með
þessa þjónustutryggingu þannig að
það sé hægt að greiða ýmsum nýj-
um þjónustuaðilum þessar 35.000
krónur á mánuði sem niðurgreiðslu
til jafns við dagforeldrakerfið og að
foreldrar geti nýtt þetta til að
stytta biðina eftir þjónustu sem nú
er alltof löng. Við ætlum þannig að
hjálpa foreldrum að koma börnum
sínum að hjá þjónustuaðilum, en ef
ekki þá er það réttur foreldra að fá
þessa greiðslu.
Þetta er miðað við jafna nýtingu
beggja foreldra, með valfrjálsum
hluta eins og í fæðingarorlofskerf-
inu. Aðalatriðið er þetta: Þau börn
sem ekki hafa fengið þjónustu og
þær fjölskyldur sem þrátt fyrir
enga þjónustu hafa ekki fengið
neinn fjárhagslegan styrk frá borg-
aryfirvöldum, þeim verður núna
tryggt meira jafnrétti en hingað til
í þessu.“
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, for-
maður leikskólaráðs Reykjavíkur,
segir eitt markmið áætlunarinnar
að gera þjónustutrygginguna úrelta
með því að tryggja öllum börnum
tólf mánaða og eldri vist hjá dag-
foreldrum eða í leikskólum.
„Við ætlum að loka þessu gati
sem er þessi óvissa foreldra um
vistun eftir fæðingarorlof, með því
að byggja upp nýjar deildir við
gamla leikskóla, með því að bjóða
nýjan ungbarnaleikskóla, með því
að búa til ný úrræði í formi dagfor-
eldra og nýjar tegundir leikskóla.
Með þessu náum við, miðað við
mannfjöldaspár og þá forsendu að
lenging fæðingarorlofsins hefjist ár-
ið 2010, að bjóða öllum úrræði. Við
gerum ekki einu sinni ráð fyrir
fjölgun dagforeldra inni í þessu. Ég
vonast til að þeim fjölgi í kjölfar
hækkunar á niðurgreiðslum.“
Áætlun um fjölgun fagfólks í leik-
skólunum muni halda áfram sam-
hliða þessu, sem felist meðal annars
í því að senda fólk til náms.
Borgaryfirvöld kynna aðgerðaáætlun
í leikskólamálum Álögur ekki auknar
Verði eitt af
„flaggskipum“
meirihlutans
Morgunblaðið/Golli
Aðgerðaáætlun Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður leikskólaráðs, og
Ólafur F. Magnússon borgarstjóri kynna áætlunina á Laufásborg í gær.
Í HNOTSKURN
»Útgjöld borgarinnar til mála-flokksins munu aukast í
nokkrum þrepum, úr 8.215 millj-
ónum 2008, í 8.584 milljónir
2009, í 9.068 milljónir 2010 og
9.318 milljónir árið 2011.
»Auknum útgjöldum verðurekki mætt með auknum álög-
um á borgarbúa, að sögn Ólafs F.
Magnússonar borgarstjóra.
»Að sögn Ólafs er tilgang-urinn m.a. að laða ungt fjöl-
skyldufólk til borgarinnar.
HÓPUR Vestmannaeyinga undir
forystu Magnúsar Kristinssonar
útgerðarmanns hefur skipulagt
undirskriftasöfnun á netinu gegn
byggingu ferjulægis í Bakka-
fjöru.
Í tilkynningu frá hópnum eru
yfirvöld hvött til að leysa þann
vanda, sem samgöngur milli
lands og Eyja eru í, með því að
byggja hraðskreiða ferju sem
gengi á milli Þorlákshafnar og
Vestmannaeyja.
Hópurinn segist hafna al-
gjörlega hugmyndum sem uppi
eru um að byggja ferjulægi í
Bakkafjöru vegna þess að sú út-
færsla muni ekki stytta ferðatíma
milli Reykjavíkur og Vest-
mannaeyja sem nokkru nemi.
Einnig muni stóraukin umferð á
Suðurlandsvegi skapa hættu og
fleiri ferðir munu falla niður
vegna veðurs.
Undirskriftasöfnunin fer fram
á síðunni www.strondumekki.is
Mótmæla
Bakka-
fjöruhöfn
STUTT
„MARKMIÐIÐ er
mjög skýrt: Við er-
um að reyna að ýta
undir alls kyns þró-
unarstarf í leik-
skólum borgarinnar
með þessum styrk-
veitingum til að
stuðla að þróun og
nýbreytni í leik-
skólastarfi. Það er
alveg einstaklega
gaman að vita af því
hvað það er mikil
fjölbreytni í verkefn-
unum í ár,“ segir
Þorbjörg Helga Vig-
fúsdóttir, formaður leikskólaráðs,
um styrkveitingar ráðsins til þró-
unarverkefna í ár.
Alls námu styrkirnir sextán millj-
ónum króna í ár og skiptust á milli
tuttugu og eins verkefnis. Hæsti
styrkurinn, um 3,5 milljónir króna,
rennur til þriggja leikskóla í Vest-
urbænum og Myndlistaskóla
Reykjavíkur, sem eiga í samstarfi
um sjónmennt.
Innt eftir athygl-
isverðum styrkþeg-
um nefnir Þorbjörg
rannsóknarverk-
efnið „Raddir
barna“ á vegum
RannUng, Rann-
sóknarstofu í mennt-
unarfræðum ungra
barna við Kenn-
araháskóla Íslands,
sem fái tvær millj-
ónir í styrk til að efla
rannsóknir á mennt-
un og uppeldi ungra
barna. Tilgangurinn
sé að fá „sjónarmið
barna inn í þennan heim sem við
fullorðnir höfum skapað“.
„Nú fáum við gleggri rannsókn-
arvinnu sem hefur ekki verið mikið
um, varðandi það hvernig þessir
krakkar eru að læra. Almennt er-
um við að ýta undir að hægt sé að
búa til ný verkefni, nýja starfsemi
eða nýja tegund þróunarkennslu-
fræði og viljum þannig styðja við
hið góða, faglega starf í skólunum.“
Efla þróunarstarfið
INNTUR eftir því hvort auknum
útgjöldum til þessa málaflokks
verði mætt með auknum álögum
segir Ólafur F. Magnússon borg-
arstjóri svo ekki munu verða.
Framundan séu óvissutímar í
efnahagslífinu og ljóst að tekjur
borgarinnar verði minni en áætl-
að var. Áherslan verði á að auka
þjónustu en leikskólar í nýjum
hverfum fylgi íbúafjölgun.
„Það er bara hagfræði sem
gengur ekki upp samkvæmt ráð-
leggingum okkar fjármálastjóra
og borgarhagfræðings að taka lán
til að stórauka framkvæmdir á
tímum versnandi efnahagsástands.
Það gengur ekki upp. Lánin
núna eru mjög dýr og það getur
verið dýrt spaug að taka lán og
fara síðan að reka borgarsjóð
með miklum halla. Það yrði alltof
dýrt fyrir borgina til lengri tíma
litið.
Við fáum klára ráðgjöf um að-
hald og vandaða fjármálastjórn,“
segir Ólafur.
Aðhald í framkvæmdum