Morgunblaðið - 10.04.2008, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Er umhverfisstefna Samfylkingarinnar að fara í álsvelginn?
VEÐUR
Nýverið var sögð saga af því íStaksteinum þegar Eyjólfur
Einarsson myndlistarmaður hjó eft-
ir því að vextirnir sem auglýstir
voru á húsi Verzlunarbankans höfðu
náð styrkleika brennivíns.
Þórólfur Árnason, forstjóri Skýrr,sendi bréf á ritstjórnina með
meðfylgjandi mynd úr Bankastræti í
byrjun níunda áratugarins, þar sem
sést að vextirnir eru 46% og yfir-
skriftin á veggnum er: „Góðar frétt-
ir fyrir þig!“ Og undir vaxtatölunni
46% stendur: „Hæstu innlánsvext-
irnir í dag!“
Og bréfið er svohljóðandi: „„Saganvar góð,“ er stundum sagt. Get-
ur verið hrós um góðan sögumann
en stundum felst í því broddur. Þá
telja menn að sannleikurinn sé nú
ekki jafnan hafður í heiðri. Þó kem-
ur stundum fyrir að söguefnið sjálft
er lygilegra en frásögnin.
Sendi hér mynd, líklega tekin sum-arið 1980, úr Bankastræti. Þar
sannast að ekki aðeins voru vextir
hærri en prósentan í brennivíni
heldur voru þeir málaðir á vegginn.
(Ekki á ljósaskildi, eins og sögu-
mann minnti að Eyjólfur Einarsson
hefði séð á sínum tíma.)“
Og víst er að á þeim tíma hafa jafn-vel 46% vextir verið neikvæðir
og verðbólgan étið upp spariféð.
Þeir sem muna verðbólguna áþessum árum óska þess að þurfa
aldrei að upplifa slíka tíma aftur.
STAKSTEINAR
Góðar fréttir!
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
"
"
"
"
"
#
#
#
#
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
$
$ %$ $
$
$
$
$ $
$
$
$
$
$ %$
*$BC
! " # $ $
%
*!
$$B *!
&'( ' #)*)
<2
<! <2
<! <2
&#( + !, - ) .
$
B
"2
& '$ %( % )# " ! *
& '$ %( % )# " ! <7
$)
*
$
"
# + $
*$
$
%
$ %
/0 )11
) 2)) + !
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Hjörtur J. Guðmundsson | 9. apríl
Hvers vegna bauð
Ólafur Ragnar Al Gore
til landsins?
... Er ástæðan sú að vís-
indamennirnir í nefnd-
inni hafa ekki treyst sér
til að taka nærri eins
djúpt í árinni og varafor-
setinn fyrrverandi gerir í
dómsdagsspám sínum?
Eða var Ólafur bara að nota aðstöðu
sína til að bjóða gömlum félaga sínum
og skoðanabróður til landsins í nafni
forsetaembættisins ...
Meira: sveiflan.blog.is
Ingólfur H. Þorleifsson | 9. apríl
Hvert er hlutverk
Vegagerðarinnar!
Ég hélt í einfeldni minni
lengi vel að Vegagerðin
væri hugsuð til að þjón-
usta vegfarendur. Það er
að verða skýrara með ár-
unum að ég hef rangt fyr-
ir mér. Þau svör sem fólk
virðist fá frá þessari ríkisstofnun eru
oft og tíðum til háborinnar skammar.
Þessi seinagangur á Reykjanesbraut
skrifast alfarið á vegagerðina og yf-
irmenn hennar sem eru samgöngu-
ráðherra og vegamálastjóri. ...
Meira: golli.blog.is
Björgvin Guðmundsson | 9. apríl
Sömu laun fyrir
sömu vinnu
Ein aðalkrafan af hendi
Stéttarfélags í al-
mannaþjónustu (SFR) í
komandi kjarasamn-
ingum við ríkið er að
greidd verði sömu laun
fyrir sambærileg störf
hjá ríki og á almennum markaði. Að
sögn Árna Stefáns Jónssonar, for-
manns SFR, er hér um nýmæli að
ræða. Spurður um ástæðu kröfunnar
segir Árni Stefán sameiginlega launa-
könnun SFR og VR sem gerð var ...
Meira: gudmundsson.blog.is
Salvör | 9. apríl
Þotuliðið, forsetinn,
fjórða valdið, löggur
og líkamsrækt
Það geta verið ein-
hverjar stjórnmálalegar
eða peningalegar skýr-
ingar á því að íslenskir
ráðherrar leigi þotur til
að komast beint á
áfangastað. Ég held að
fyrir hafi komið að vél flugmálastofn-
unar hafi verið notuð til að ferja ráð-
herra á milli staða þar sem ekki voru
aðrir kostir í boði. Ég þekki auk þess
ekki til annars en að Ingibjörg Sólrún
og Geir Haarde fari vel með fé almenn-
ings, þau hafa ekki tengst bruðli eða
flottræfilshætti.
En mér finnst þessi nýja lína að
ferðast með einkaþotum ekki vera það
sem ég vil sjá í íslenskri stjórnsýslu.
Það sem ég vil sjá er að forustumenn
okkar deili kjörum með alþýðunni en
loki sig ekki af og taki þátt í að skapa
umhverfi þar sem fólki er mismunað.
Það er rík tilhneiging til slíkrar þróunar,
það má m.a. nefna að til stóð að koma
upp sérstakri hraðafgreiðslu og þar
með sérmeðferð í löggæslu fyrir þá
sem ferðast á Saga Class. Þetta er af-
ar viðsjárverð þróun. Það er líka óvið-
felldið að forseti Íslands ferðist í
einkaþotu í boði fyrirtækja eins og
komið hefur fyrir.
Það væri reyndar sniðugt og gott for-
dæmi hjá ríkisstjórninni að fara fram á
það að opinberir embættismenn sem
eru í embættiserindum og borga ekki
flugfarið úr eigin vasa sitji ekki á Saga
Class heldur í almennu farrými. Ég
held reyndar að það sé stefna hjá Rík-
isútvarpinu, það var alla vega stefnan
þar á sínum tíma, það er áhugavert
hvort það hefur breyst með HF-
væðingu þeirrar stofnunar.
Það hefur ekkert komið fram í frétt-
um sem sannfærir mig um að þessi
þotuleiga hafi verið skynsamleg og
réttlætanleg og að svona ferðamáti sé
það sem íslenskir ráðherrar eigi að
nota í framtíðinni. Mér finnst mik-
ilvægt að íslenskir ráðamenn minni
sjálfa sig á að íslensk þjóð er ekki
nema rúmlega 300 þúsund manns og
þeir hegði sér eftir því og api ekki upp
siði sem tíðkast hjá einhverjum hundr-
að milljónaþjóðum þar sem fjarlægðin
er óralöng milli ráðherra og almenn-
ings. Í röksemdum er sagt: „Þá spör-
uðust um 5 vinnudagar alls sem
reikna megi á u.þ.b. 200 þúsund ...
Meira: salvor.blog.is
BLOG.IS
FRÉTTIR
ELSA B. Frið-
finnsdóttir, for-
maður Félags ís-
lenskra hjúkrun-
arfræðinga og
varaformaður
BHM, segir það
ekki rétt, sem
fram kom í frétt
Morgunblaðsins í
gær, að Félag ís-
lenskra hjúkrun-
arfræðinga hafi lengi knúið á um
lækkun gjalda til BHM. Ákveðið
var fresta frekari atkvæðagreiðslu
á aðalfundi BHM sl. föstudag til að
veita aðildarfélögum tækifæri til að
taka afstöðu til mögulegra áhrifa
sem tillaga sem samþykkt var um
lækkun samningsgjalda felur í sér.
Elsa bendir á að tillagan hafi
komið frá Útgarði – félagi háskóla-
manna og formaður BHM eigi sæti í
stjórn þess félags. Bragi Skúlason,
formaður Útgarðs, hafi sent tillög-
una til stjórnar með viku fyrirvara.
Hann hafi svo mælt fyrir henni á að-
alfundinum og formaður Félags ís-
lenskra náttúrufræðinga hafi einnig
hvatt fundarmmenn til að greiða
henni atkvæði. „Ég sagði ekki eitt
einasta orð um þessa tillögu og það
er rangt að Félag íslenskra hjúkr-
unarfræðinga hafi lengi knúið á um
lækkun gjalda,“ segir Elsa.
46 með, 13 á móti
Fram hefur komið að óánægja sé
innan BHM vegna tillögunnar en
Elsa bendir á að á fundinum hafi 46
greitt atkvæði með samþykkt henn-
ar en 13 voru á móti. ,,Því miður var
mjög léleg mæting á þennan fund
því þarna átti að taka fyrir mikil-
væg mál eins og stefnuna til fram-
tíðar. En það eru þarna félög sem
mönnuðu ekki þau pláss sem þau
áttu. Það kann vel að vera að þessi
félög séu óánægð með þessa af-
greiðslu en það er lítið við því að
gera ef fólk mætir ekki á fundi þar
sem ákvarðanir eru teknar,“ segir
Elsa.
Aðildargjöldin ekki eini
tekjustofn bandalagsins
Hún bendir einnig á að tekjur
BHM koma ekki allar frá aðildar-
gjöldum því bandalagið hafi líka
tekjur af seldri þjónustu til sjóða fé-
laganna. Aðildargjöldin séu u.þ.b. ¾
af tekjum bandalagsins. Ekki sé því
rétt að tekjur BHM lækki um 25%
við lækkun gjaldanna.
Útgarður lagði
til lækkunina
Elsa B.
Friðfinnsdóttir