Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ AUSTURLAND Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is MARKAÐSVIRÐI notaðs TBM- risabors eins og þess sem í gær lauk heilborun aðrennslisganga Kára- hnjúkavirkjunar gæti verið um 3 milljónir evra. Sveitarfélögin á Aust- urlandi bíða nú úttektar sem verið er að ljúka um fýsileika heilborunar vegganga í Austfjarðafjöllum. Til að bora veggöng með TBM2, sem nú stendur í Jökulsárgöngum Kárahnjúkavirkjunar og er í eigu Impregilo, þyrfti að breyta þvermáli krónunnar úr 7,2 m í 8,6 m. Viðbót- arkostnaður við að breyta bornum og gera upp gæti numið um 3 millj- ónum evra. Impregilo bauð sem und- irverktaki hjá Arnarfelli í gerð Héð- insfjarðarganga og reiknaði þá með að heilbora göng sem yrðu 9,2 m í þvermál. Þversnið vegganga fer eftir kröfum Vegagerðarinnar. „Þetta er það öflugur bor að vel er hægt að stækka krónuna,“ segir Jó- hann Kröyer, sem hefur fyrir hönd Landsvirkjunar haldið utan um heil- borun Impregilo við Kárahnjúka- virkjun frá upphafi. „Hann væri vel nothæfur í að bora veggöng á Ís- landi. Slíkt er þó spurning um for- gangsröðum og pólitík. Til að svona borar séu samkeppnishæfir þurfa göngin að vera 4–6 km löng eða meira og taka þyrfti í samfellu nokk- ur göng í einu, þar sem hægt væri að keyra borinn á spori frá einu fjalli til annars. Svona tæki lætur maður ekki standa á lager og bíða í nokkur ár, þá fer þetta strax að ryðga.“ Það tekur ca. 1 ár að smíða risabor samkvæmt pöntun. Þá tekur ein- hverja mánuði að flytja hann til landsins og um fjóra mánuði að setja saman og stilla upp. Borarnir ganga á sporum og brautin þarf að vera til- tölulega bein og breið, því þeir geta ekki borað í miklum halla né tekið krappar beygjur. Heilborun veg- ganga möguleg Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Stopp! Gianni Porta, sem stjórnað hefur verkefnum Impregilo á Íslandi, skipar borstjóra TBM2 að stöðva borinn eftir gegnumbrot í gær. Egilsstaðir | Lárus Bjarnason, sýslumaður á Seyðisfirði, veitti í vik- unni tíkinni Codie viðtöku frá emb- ætti ríkislögreglustjóra en hún er fíkniefnaleitarhundur af Border Col- lie-kyni. Steinar Gunnarsson, yfirhunda- þjálfari ríkislögreglustjóra og lög- regluvarðstjóri, þjálfaði tíkina og fór sú þjálfun að mestu fram á Austur- landi. Steinar segir Codie afbragðs- góðan fíkniefnaleitarhund, hún hafi undirgengist mjög stranga og viða- mikla þjálfun og sé vandlega valin úr fjölda hvolpa á Englandi vegna skapgerðar sinnar og eiginleika. Þegar Steinar afhenti Lárusi sýslu- manni tíkina á lögreglustöðinni á Egilsstöðum í vikunni, lét hann reyna á afbragðsgott þefskyn henn- ar og þjálfun með því að koma fyrir fíkniefnasmituðum ögnum á lög- reglubifreið embættisins. Það tók Codie aðeins örskotsstund að finna þær eftir að hafa þefað af bílnum í krók og kring. Að launum fékk hún boltann sinn í kjaftinn. Kaupin á Codie voru fjármögnuð með gjafafé og komu m.a. Frímúr- arar, Lions, Landsvirkjun, Fljóts- dalshérað og opinberir aðilar að því. Hún mun tilheyra tollgæslunni á Seyðisfirði en verður notuð til fíkni- efnaleitar jafnt fyrir lögreglu og toll, m.a. á Egilsstaðaflugvelli og við Norrönu á Seyðisfirði. Lárus segir tollvörð verða fenginn austur til að annast tíkina og þarf sá að undir- gangast fjögurra mánaða þjálfun og próf. Fíkniefnaleitarhundur er einn- ig staðsettur í Fjarðabyggð og þjón- ar lögreglu á Austurlandi öllu. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Snögg Steinar Gunnarson lögregluvarðstjóri og yfirþjálfari fíkniefnahunda Ríkislögreglustjóra og Tollgæslu af- henti Sýslumannsembættinu á Seyðisfirði nýjan fíkniefnahund í vikunni. Hér sýnir Codie listir sínar við leit. Liðsauki gegn fíkniefnum Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Mér finnst þetta frábært framtak hjá foreldrafélög- unum í leikskólum Reykjanesbæj- ar og mig langar til að þakka þeim fyrir þetta ótrúlega átak. Þetta er sannarlega til eftirbreytni fyrir önnur bæjarfélög á landinu,“ sagði Sigríður Björnsdóttir, annar stofn- enda forvarnasamtakanna Blátt áfram, á fræðslufundi með foreldr- um leikskólabarna í Reykjanesbæ í vikunni. Í leikskólunum er hafið fræðsluátak um kynferðislegt of- beldi gagnvart börnum. Foreldra- félög leikskólanna níu í Reykja- nesbæ hafa tekið sig saman um að færa öllum leikskólabörnum að gjöf bókina „Þetta eru mínir einka- staðir“ sem kennir barninu að þekkja líkama sinn og hvað sé við- eigandi snerting og hvað ekki. Um 600 bækur voru afhentar í leikskól- um bæjarins á miðvikudag en kvöldið áður höfðu foreldrar setið fræðslufund samtakanna Blátt áfram. Fjölmörg fyrirtæki hafa lagt verkefninu lið. Sigríður Björnsdóttir tengdi fræðslufundinn við sína eigin reynslu af kynferðislegu ofbeldi og gat því miðlað til foreldra hvaða einkenni geta verið merki um kyn- ferðislegt ofbeldi. Hún sagði mjög nauðsynlegt fyrir alla foreldra að vera vel vakandi yfir einkennum, ekki bara hjá sínum eigin börnum, heldur öllum börnum sem viðkom- andi umgengst. „Það eru lög í land- inu sem segja að við berum ábyrgð á öllum börnum og það er mjög mikilvægt að við stígum fram ef ákveðin hegðum vekur grunsemd eða grunur leikur á kynferðislegu ofbeldi. Ég vildi að einhver hefði gert það í mínu tilfelli,“ sagði Sig- ríður. Hátt hlutfall barna sætir ofbeldi Forvarnaverkefnið í leikskólum Reykjanesbæjar miðar að því kenna börnum að virða mörk sín og segja nei. „Forvarnir snúast um fræðslu og með því að fræða börnin um hvað sé eðlileg snerting og hvað ekki er líklegra að þau sporni við því sem þeim finnst óþægilegt. Með átaki sem þessu má minnka kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum,“ sagði Sigríður. Sigríður nefndi að rannsóknir hefðu sýnt að 1 af hverjum 5 stúlkum yrði fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur og 1 af hverjum 10 drengjum. Þetta er um 17% barna og miðað við fjölda barna undir 18 ára aldri í Reykjanesbæ í dag gæti verið að í kringum 500 börn hefðu sætt kyn- ferðislegu ofbeldi í bæjarfélaginu. Þetta fannst fundarmönnum slá- andi tölur. Góð fyrirmynd fyrir aðra Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Lestur Inga Jódís Kristjánsdóttir nemandi á leikskólanum skoðar hér muninn á strák og stelpu í sínu eintaki af „Þetta eru mínir einkastaðir“ Í HNOTSKURN »Um 600 leikskólabörn íReykjanesbæ fengu í gær afhenta bókina „Þetta eru mín- ir einkastaðir“ . »Bókinni er ætlað að hjálpaöllum sem bera ábyrgð á börnum að vernda þau fyrir kynferðislegu ofbeldi. »Reykjanesbær er fyrstabæjarfélagið til að hrinda slíku átaki í framkvæmd. Fyrir því standa foreldrafélög leik- skólanna í bæjarfélaginu. Fræðsluátak gegn kynferðislegu of- beldi hafið í leik- skólum Reykja- nesbæjar Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | Sunnudagaskólabörn í Reykjanesbæ fjölmenntu í Keflavík- urkirkju síðastliðinn sunnudag til þess að horfa á leiksýninguna „Við Guð erum vin- ir.“ Hitaveita Suðurnesja bauð upp á leik- sýninguna en með henni hófst sunnudaga- skólinn að nýju í Keflavíkurkirkju eftir hlé vegna ferminga og páska. Það var Eggert Kaaber frá Stopp- leikhópnum sem flutti leikritið og börnin voru alveg með boðskapinn á hreinu, „þeir sem hugsa bara um sjálfa sig getur ekki liðið vel“. Aðalpersónan Óskar gerðist nokkuð gráðugur þegar hann fékk tíu ósk- ir í skiptum fyrir töfrasprota sem hann fann og var í eigu dvergs nokkurs. Hann óskaði sér alls kyns munaðar en gleymdi þeim sem minna máttu sín eða áttu bágt. Hann tapaði því öllum óskunum en iðr- aðist og baðst fyrirgefningar á framferði sínu. Sýningin er byggð á sögu úr bókinni „Við Guð erum vinir“ eftir Kari Vinje. Hugsaði bara um sjálfan sig Morgunblaðið/Svanhildur Leiklist Sunnudagaskólabörnin voru mjög áhugasöm á leiksýningunni og fylgdust vel með, enda höfðu þau boðskapinn á hreinu SUÐURNES

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.