Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2008 25 MINNINGAR ✝ Soffía Thor-arensen fæddist á Akureyri 26. ágúst 1942. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspítalans við Hringbraut 2. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Valdimar Thorarensen, f. 26. september 1910, d. 9. október 1974, og Lára Hallgríms- dóttir, f. 28. desem- ber 1917, d. 24. janúar 1973. Systkini Soffíu eru Jakob Valdimar, f. 1937, Guðrún Ólína, f. 1938, Júlíus, f. 1940, Valdimar, f. 1944, Leifur, f. 1945, Miriam, f. 1950, Lára, f. 1952, Margrét, f. 1953 og Halla, f. 1958. úr fyrra sambandi eru Marta Sólrún, Tinna Dögg og Sólveig Huld. 2) Ármann, tollvörður, f. 22. febrúar 1970, maki Klara E. Finnbogadóttir, grunnskólakenn- ari, börn þeirra Andri Hrafn og Ísak Már. 3) Lára Guðleif, leið- beinandi á leikskóla, f. 14. janúar 1973, maki Gunnar Magnússon, starfsmaður hjá Vífilfelli, börn þeirra Soffía Rún og Róbert Atli. Soffía ólst upp í foreldrahúsum á Akureyri. Hún og Kjartan hófu búskap á Akureyri og bjuggu þar meirihluta ævi Soffíu. Þau bjuggu um tíma í Vestmanna- eyjum. Haustið 1996 fluttu þau til Reykjavíkur og hafa búið þar síðan. Lengst af starfaði Soffía hjá ullarverksmiðjunni Gefjun en vegna veikinda hætti hún störf- um sumarið 1996. Barnabörnin voru hennar líf og yndi. Soffía verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Soffía giftist 11. nóvember 1967 Kjartani Tómassyni múrara, f. í Vest- mannaeyjum 28. júní 1945. Foreldrar hans eru Elísabet Sigurðardóttir, f. 3. júlí 1925 og Tómas Oddsson, f. 22. des- ember 1925, fóst- urfaðir Kjartans var Sigurður Ármann Höskuldsson, f. 19. júní 1923, d. 8. sept- ember 2005. Börn Soffíu og Kjartans eru: 1) El- ísabet (Bettý), leikskólakennari, f. 19. október 1968, sambýlis- maður Jón Örn Pálsson, sjáv- arútvegsfræðingur, börn þeirra Eva Mist Guðmundsdóttir og Rakel Rán Jónsdóttir. Börn Jóns Elsku mamma! Með þessu ljóði kveð ég þig. Sem ungu barni þú ruggaðir mér í svefninn, með söng á vörum þér. Svaf ég þá vel og svaf ég fast því ég vissi, alla þína ást mér gafst. Er erfitt ég átti þú studdir mig kenndir mér hvernig á að virða sjálfan sig. Vera góð og heiðarleg muna það, virða hvar sem ég dvel. Ólst mig upp með von í hjarta mér til handa um framtíð bjarta. Hamingjusöm ég á að vera elskuleg móðir sem allt vill gera. Með þessum orðum vil ég þakka þér alla þá ást og umhyggju sem gafst þú mér. Ég elska þig mamma og mun ávallt gera vil ég þú vitir það hvar sem ég mun vera. (Höf. ók.) Far þú í friði. Þín dóttir Elísabet (Bettý). Í dag kveðjum við yndislega konu á besta aldri. Ég kynntist Soffíu fyrir u.þ.b. 19 árum þegar ég fór að vera með Ármanni syni hennar og rúm- lega 1½ ári síðar flutti ég inn á heim- ili þeirra Kjartans að Gránufélags- götu 27. Þar var mér tekið opnum örmum og fann ég aldrei annað en að ég tilheyrði fjölskyldunni. Ég hef alltaf dáðst að viljastyrk Soffíu og þrautseigju. Þrátt fyrir mikil veik- indi í gegnum árin kvartaði hún aldr- ei eða barmaði sér. Soffía hjálpaði okkur oft þegar sonur okkar, Andri Hrafn, var lítill og var stöðugt lasinn. Hún var alltaf tilbúin að passa og honum leið vel hjá henni. Enda ekki annað hægt þar sem Soffía hafði mjög góða nærveru. Henni var mjög umhugað um sína nánustu og ekki síst barnabörnin og tók ævinlega upp hanskann fyrir þau. Soffía var ákveð- in og hafði skoðanir á hlutunum sem hún var óhrædd að láta í ljós enda fengum við stundum að heyra það þegar henni fannst líða of langur tími á milli þess sem við hefðum samband eða létum sjá okkur. Elsku Soffía, við munum öll sakna þín en við reynum að hugga okkur við að nú líður þér vel og ert laus við allar þrautir. Eftir stendur minning um góða konu sem mun fylgja okkur alla tíð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem.) Þín tengdadóttir, Klara. Lífið er svo skrýtið. Einn daginn fer maður til ömmu sinnar og fær páskaegg en þann næsta er hún dáin. Amma var alveg yndisleg og alltaf svo góð við okkur. Hún gerði allt fyr- ir okkur, steikti til dæmis pönnukök- ur og bakaði vöfflur ef við báðum hana um og svo átti hún alltaf ísblóm í frystinum. Elsku amma við munum aldrei gleyma þér. Takk fyrir að vera svona hlý og góð. Við áttum hér saman yndisleg ár af þeim geislarnir skína. Nú falla að lokum fjölmörg tár á fallegu kistuna þína. (D.Þ.) Þínir ömmustrákar, Andri Hrafn og Ísak Már. Elsku systir! Nú er komið að kveðjustund, þar sem þú ert farin þangað sem okkur öllum er ætlað að fara. Langar mig að minnast þín með þessum orðum. Ég mun alltaf minn- ast þín sem sterks persónuleika. Ég leit alltaf upp til þín. Það mátti svo margt af þér læra. Ég man er ég var lítil stelpa og þú hjálpaðir mér að æfa mig í að lesa upphátt. Ég átti að lesa: einu sinni voru tófa og refur í greni, en ég las: einu sinni voru tófa og ref- ur í gæru. Ég man þú hlóst svo mikið að tárin streymdu niður kinnarnar og ég man að ég hló svo mikið sjálf. Það kenndi mér að það má alveg hlæja að mistökunum. Svo er eitt sem ég mun alltaf muna. Ég þurfti að leggjast inn á sjúkrahús er ég var lítil og var kannski ekki alveg sátt við það. Þú áttir svo fallega dúkku sem þú keypt- ir í Danmörku, ég man þú gafst mér hana og sagðir: Hafðu hana með þér. Það var mér svo mikil huggun. Þessu mun ég aldrei gleyma. Þú komst alla leið vestur þegar ég giftist honum Sævari mínum. Líka þegar Eva Soffía átti merkisafmæli og þegar Ásta mín fermdist. Samt varst þú ekki alltaf vel frísk. Þú tókst veik- indum þínum með miklu æðruleysi. Ég dáðist alltaf að því hvað heimilið ykkar var hlýlegt og hve vel þú ann- aðist börnin þín þrjú. Takk fyrir allar stundirnar er ég heimsótti þig. Það var alltaf svo notalegt. Þú bakaðir bestu vöfflur í heimi. Ég veit þú varst mjög trúuð. Við gátum rætt um það oft og lengi. Ég veit að þú ert komin á góðan stað, það hefur verið tekið vel á móti þér. Elsku systir, takk enn og aftur fyrir allt. Megir þú hvíla í friði og Guð geymi þig. Þín systir, Halla. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Soffía systir. Nú að leiðar- lokum langar mig að kveðja þig með örfáum minningarorðum og þakka þér allar okkar góðu samverustund- ir. Þú varst í mínum huga stóra góða systirin en samt svo smágerð og brothætt. Ég minnist þess sem lítil stelpa hvað ég hafði gaman af því að horfa á þig punta þig fyrir böll og skemmt- anir, hárið uppsett og vel greitt, kom- in á háu hælana og tilbúin í fjörið. Ég man vel þegar við fórum saman í bæ- inn og þú gafst mér bláa fallega pilsið sem ég valdi sjálf, einnig man ég sér- staklega eftir dúkkunni stóru sem þú gafst mér í afmælisgjöf gegn því skil- yrði að ég næði henni niður af skápn- um. Það tókst ekki átakalaust en hafðist að lokum með þinni hjálp. Lífið lék ekki alltaf við þig, þú þurftir ung að fara úr landi í mikla hjartaaðgerð og dvaldist lengi á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. Biðin eftir heimkomu þinni var löng en þegar von var á þér í desember sagði mamma að heimkoma þín og bætt heilsa væri stærsta og besta jólagjöf- in okkar allra. Snemma kynntist þú Kjartani þín- um og þið hófuð búskap í litlu snyrti- legu íbúðinni ykkar í Gránufélags- götunni á Akureyri. Þangað var gott að koma og þiggja hjá þér góð ráð og fylgjast með tveimur elstu börnunum ykkar sem fæddust þar. Um tíma bjugguð þið í Vestmanna- eyjum þar sem þriðja barnið bættist í hópinn ykkar. Eftir gosið í Eyjum fluttuð þið til Akureyrar og bjugguð þar til ársins 1996 er þið fluttust til Reykjavíkur. Þinn góði maður Kjartan var fest- an í þínu lífi og var vakinn og sofinn yfir velferð þinni alla tíð, sérstaklega reyndi á þetta síðustu árin þegar veikindi þín ágerðust og reyndist Kjartan þá eins og alltaf frábær eig- inmaður og félagi. Gæfan í ykkar lífi var að eignast elskulegu börnin ykk- ar, Bettý, Ármann og Láru. Öll hafa þau, ásamt tengdabörnunum, reynst ykkur mjög vel og ekki má gleyma gullmolunum þínum, barnabörnun- um sex, sem þú varst svo stolt af og veittu þér mikla ánægju og gleði. Nú við leiðarlok þakka ég okkar samverustundir og þakka þinn stuðning við mig og mína fjölskyldu alla tíð. Ég er þakklát fyrir að hafa getað kvatt þig og verið hjá þér síð- ustu stundirnar. Ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér í nýjum heimkynnum og óska þér Guðs bless- unar með hjartans þökk fyrir allt og allt. Elsku Kjartan, börnin ykkar, tengdabörn og aðrir aðstandendur, fjölskylda mín sendir ykkur bestu samúðarkveðjur og við biðjum um styrk ykkur til handa. Sameiginlega geymum við allar góðu minningarnar um Soffíu og varðveitum þær vel í hjörtum okkar. Margrét systir í Þorlákshöfn. Soffía ThorarensenBréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is LISTADAGAR barna og ungmenna í Garðabæ verða haldnir í þriðja sinn dagana 9.-12. apríl. Að þessu sinni er þema hátíð- arinnar Náttúran – Umhverfið. Allir skólar í Garðabæ taka þátt í listadög- um, þ.e. leik- skólar, grunn- skólar, Tónlistarskóli Garðabæjar og Fjölbrautaskól- inn í Garðabæ. Dagskrá lista- daga er mjög fjöl- breytt og hefur unga fólkið unnið hörðum höndum síðustu mánuði við undirbúning hátíðarinnar. Dag- skráin fer fram víðs vegar um bæinn, m.a. í skólunum, í sundlaug Garða- bæjar, í Jónshúsi, í Vídalínskirkju, á Bókasafni Garðabæjar, í Hönn- unarsafni Íslands og ýmsum fyr- irtækjum í bænum. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á menning- argöngu á milli útilistaverka bæj- arins sem farin verður nk. laugardag kl. 13. Tilgangurinn með listadögunum er að vekja athygli á því listræna starfi sem fer fram í skólum bæjarins og að gefa börnum og ungmennum færi á að koma verkum sínum á framfæri. Í Garðabæ er lögð áhersla á fram- sækið og metnaðarfullt menningar- starf í þágu barna og ungmenna og að bærinn sé í fremstu röð á því sviði. Unnið er markvisst að því að styrkja listnámsgreinar á öllum skólastigum. Með tilkomu Hönnunarsafns Íslands í Garðabæ hefur ennfremur verið lögð áhersla á að auka þátt hönnunar og frumkvöðlastarfs í skólastarfi og um leið að efla samvinnu bók- og list- námsgreina. Ráðinn hefur verið kynningarfulltrúi iðnhönnunar sem vinnur í samstafi við skóla að aukn- um áherslum á hönnun og listsköpun. Í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er sérstök listnámsbraut þar sem unnið er gífurlega metnaðarfullt starf og lagður grunnur að frekara listnámi í sérskólum. Með listadögum eflist samstarf milli stofnana og skóla sem og milli ólíkra listgreina. Skólar hafa einnig myndað tengsl við fyrirtæki í bænum og á listadög- um verða haldnar sýningar á verkum nemenda í fyrirtækjum og stofn- unum. Bæjarbúar eru hvattir til að taka þátt í Listadögum barna og ung- menna og kynna sér það mikla og metnaðarfulla starf sem unnið er í skólum í Garðabæ á sviði lista. Þeir eru velkomnir á alla viðburði lista- daganna. Nánari upplýsingar um dagskrá má finna á vef Garðabæjar: www.gardabaer.is. JÓNA SÆMUNDSDÓTTIR, formaður menningar- og safna- nefndar Garðabæjar. Listadagar barna og ungmenna í Garðabæ Frá Jónu Sæmundsdóttur Jóna Sæmundsdóttir GESTUR Gunnarsson segir í pistli í Morgunblaðinu 31. mars að heyrst hafi raddir um að hiti sé 2-4°C lægri á Hólmsheiði en í Vatns- mýri. Ef Gestur er þarna að vísa til greinar minnar í Morgunblaðinu 23. mars hefur hann misskilið hana. Ég giskaði þar á að sá hitamunur væri 2 stig í vetrarmánuðunum nóvember-mars. Beinn sam- anburður mælinga er ekki ennþá til, en á Hólmi sunnan Hólmsheiðar var 1,2 stigum kaldara en í Vatns- mýri í nóvember-mars áratuginn 1964-1973. Hæðarmunur Hólms og Vatnsmýrar er 74 metrar. Hólms- heiði er svo 43 metrum hærri en Hólmur, svo að eftir grófum hlut- fallsreikningi ætti að vera þar 1,9 stigum kaldara en í Vatnsmýri. Þetta þýðir að hvenær sem hiti í Vatnsmýri er 2-4 gráður að vetr- arlagi þegar lægð er að nálgast er þar gjarnan rigning og lending- arfært, en snjókoma og slæmt skyggni í 0-2ja stiga hita á Hólms- heiði á sama tíma. Hugleiðingar Gests um að með- alskýjahæð á Hólmsheiði sé 450 metrar eru hæpnar og segja auk þess ósköp lítið um hversu oft sé þar lendingarfært fyrir flugvélar. En sé sama skýjahæð yfir sjó á báðum stöðum liggja skýin auðvit- að 117 metrum lægra yfir Hólms- heiði en Vatnsmýri. Það veldur verulegum mun á þessum tveimur valkostum þar sem 65 metra (200 feta) skýjahæð yfir flugvelli nægir til lendingar. PÁLL BERGÞÓRSSON, fv. veðurstofustjóri. Meira um hita á Hólmsheiði Frá Páli Bergþórssyni ÉG skora á landsmenn að safna til að kaupa stóra borinn af Ítölunum, þann síðasta sem er að klára við Kára- hnúka. Það eru svo margar stór- framkvæmdir sem þjóðin þarf að framkvæma næstu árin, þær gíf- urlegu framfarir sem eru. Ef ég byrj- aði nú þar sem næst mér er þá dettur mér fyrst í hug Sundabraut alla leið upp á Kjalarnes, Öskjuhlíðin í staðinn fyrir götuna sem ætlað er að komi sunnan við kirkjugarðinn í Fossvog- inn. Úr Örfirisey undir höfnina að Sæbraut. Undir Hellisheiði frá Geit- hálsi að Hveragerði, Fróðárheiði, Brattabrekka, nær öll fjöllin á Vest- fjörðum, Holtavörðuheiði, Vatns- skarð, Vaðlaheiði, Hellisheiði eystri, flest fjöll á Austfjörðum, Öxi eða Axl- arfjall í Lón, Lónsheiði, Reynisfjall í Mýrdal. Þetta eru svo miklar framhvæmdir að nægja mun langt fram á öldina. Kannski finnst mörgum þetta fjar- stæðukennt, en höfum þá í huga að þetta má gerast á svo mörgum árum að þjóðin fyndi minna fyrir því. Svo eru alls konar punktar sem koma sem tekjur á móti: Styttri leiðir með til- heyrandi orkusparnaði; millj- arðasparnaður í öðrum vegafram- kvæmdum fyrir vegagerðina; minni vandræði á vetrum vegna snjóruðn- ings og örugglega björgun margra mannslífa vegna öruggari ferðamáta. Þetta yrði örugglega ein besta fjár- festingin sem þjóðin hefði lagt í. KARL JÓHANN ORMSSON, fv. deildarfulltrúi. Reynum að kaupa stóra borinn Frá Karli Jóhanni Ormssyni Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.