Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÞETTA er í samræmi við það sem fram kom
nýlega á fundi fulltrúa íbúa með formanni
skipulagsráðs,“ segir Gunnar Finnsson, tals-
maður íbúa í nágrenni Keilugranda 1. Borgin
hefur haft uppi áform um að breyta að-
alskipulagi á reitnum og gera þar svonefndan
þéttingarreit. Í tillögu sem auglýst var í fyrra-
sumar var gert ráð fyrir að á reitnum yrðu u
reist fjölbýlishús sem hæst yrðuu níu hæðir
með allt að 130 íbúðum. Síðar var tillögunni
breytt og þá gert ráð fyrir að nýju húsin yrðu
hæst 8 hæðir og íbúðir ekki fleiri en 103 talsins.
Á fundi skipulagsráðs á miðvikudag var tillög-
unni synjað. Skipulagsstjóra hefur verið falið
að vinna með lóðarhöfum að nýrri tillögu sem
geri ráð fyrir færri íbúðum en í áður auglýstri
tillögu, að því er segir í fundargerð skipulags-
ráðs.
Gunnar segir að íbúar haldi enn í þá kröfu
sem þeir hafi sett fram upphaflega. Þeir vilja að
borgin haldi sig við aðalskipulagið fyrir 2001-
frá jörðu. Það er byrjað að telja frá upp-
hækkun, sem er 1,5 metri. Fimm hæða hús á
þessum reit er því nær sex hæðum,“ segir
hann.
Gunnar segir jafnframt að sérfræðingar hafi
bent borginni á að mikil jarðsig séu á svæðinu
og að einmitt á þessari stundu sé verið að ljúka
við að grafa upp og gera við brot vegna jarðsiga
á 10 til 15 metra löngum kafla á frárennslislögn
húsanna við hlið Keilugranda 1 reitsins. Því
skjóti þau áform að gera djúpan tveggja hæða
bílakjallara og reisa mörg háhýsi þar ofan á á
reitnum skökku við.
Miðað við fyrri reynslu íbúanna þar sem
borgaryfirvöld þ.e. kjörnir fulltrúar, stóðu ekki
við gefin loforð um samráð við íbúana er hann
ekki sérlega bjartsýnn á að tekið verði mikið
tillit til sjónarmiða íbúanna í framtíðinni heldur
ráði vilji lóðarhafa og verktaka enn einu sinni.
„En það verður barist af hörku fyrir þessu. Ef
fyrri hugmyndir ná fram að ganga fela þær í
sér skerðingu á lífsgæðum og lækkun á virði
eigna okkar nágrannanna,“ segir hann. Það sé
sjálfsagður réttur lóðarhafa að byggja á lóð-
inni. Íbúar vilji hins vegar að byggðin verði í
samræmi við þá byggð sem fyrir er og að borg-
in virði þær reglur, sem hún hefur sjálf sett.
2024. Þar er gert ráð fyrir að ekki verði byggð-
ar fleiri en 50 íbúðir á reitnum. Eins er það
krafa íbúanna að húsin verði ekki hærri en
fimm hæðir enda er það hámarkið, sem borgin
sjálf setti á hæð húsa byggð við hlið Keilugr-
anda 1. „Við höldum fast við að reiturinn verði
ekki gerður að þéttingarreit,“ segir Gunnar.
Ljóst sé að sigur hafi ekki enn unnist.
„Það er enn verið að tala um meira en fimm
hæðir. Hafa verður í huga þegar talað er um
fjölda hæða á reitnum að hæðin er ekki mæld
Auglýst að nýju á Keilugranda
Íbúar ekki bjartsýnir
á að byggingamagn
verði minnkað að ráði
Hús Tillögur hafa verið um að breyta aðal-
skipulagi við Keilugranda og byggja hærra.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
BRESKIR vísindamenn stefna að
því að hefja samstarf um þróun öldu-
og sjávarfallaorku á Íslandi þegar á
næstu tólf mánuðum, jafnframt því
sem til stendur að stórefla samstarf
þjóðanna á þessu sviði.
Þetta segir Sue Whitbread,
stjórnandi breska ráðgjafafyrirtæk-
isins PWX Limited, sem kynnti
áhuga Breta á samstarfinu á fjöl-
sóttu þingi um endurnýjanlega orku
í fundarsal Orkuveitunnar í gær.
Whitbread er hagfræðingur að
mennt og setti hina nýju orkukosti í
samhengi við hin miklu efnahags-
legu tækifæri sem fælust í vinnslu
endurnýjanlegrar orku í heiminum.
Innt eftir því hvers vegna Bretar
sýni þessari tækni áhuga nú segir
Whitbread að bresk stjórnvöld leggi
nú mikla áherslu á að tryggja öryggi
í orkuframboðinu, á tímum þegar
Evrópa sé háð innfluttum orkugjöf-
um, einkum eldsneyti og gasi. Fjöl-
breyttara orkuframboð vegi upp á
móti sveiflum í orkuverðinu.
Aðstæður á Íslandi til tilrauna
áhuga á að gera tilraunir í Breiða-
firðinum með tækni sem notuð hefur
verið við evrópsku sjávarorkumið-
stöðina (EMEC) í Orkneyjum á
Bretlandi síðustu ár, þar sem sé einn
helsti tilraunastaður slíkrar tækni.
Tæknin sem um ræði byggi á
beislun orkunnar sem er fólgin í
flutningi hafmassans við flóð og
fjöru. Breiðafjörðurinn sé talinn eina
heppilega svæðið fyrir orkubeislun
af þessu tagi hér, en þar streymi um
hundraðfalt rennsli Ölfusárinnar á
stórstreymi að meðaltali.
Þá séu mikil sóknarfæri í beislun
ölduorkunnar, tækni sem sæki orku í
hreyfingu öldunnar og bjóði upp á
mun meira svigrúm til orkuvinnslu
en sjávarfallaorkuver hér. Séu
möguleikar beggja orkukostanna
lagðir saman sé talið fræðilega
mögulegt að sækja jafnmikla orku í
sjávarföllin og öldurnar og sem nem-
ur vatnsaflinu í dag. Geir játar að á
þessu stigi sé ölduorkan dýrari en
orka úr vatnsafli og jarðvarma. Al-
mennt sé þó heppilegt að tryggja
sem mesta fjölbreytni í orkufram-
boðinu, auk þess sem þessi valkostur
sé fullkomlega afturkræfur.
artekna hins opinbera á Íslandi 2007
(1.480.000.000.000.000 krónur). Þar
af sé hlutur endurnýjanlegrar orku
um tíu af hundraði, hlutfall sem geti
hækkað með áherslu á græna orku.
Mikil orka fólgin í öldunum
Aðspurður um aðdraganda þess
að Bretar sýni Íslandi nú áhuga sem
heppilegum tilraunavettvangi segir
Geir Guðmundsson, verkefnisstjóri
hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands,
breska sendiráðið hafa óskað eftir
því að komið yrði á samvinnu við ís-
lenska vísindamenn á þessu sviði.
Bretarnir séu mjög opnir fyrir
samstarfi og hafi meðal annars sýnt
færi til auka hlut endurnýjanlegrar
orku í Bretlandi með því að reisa inn-
viði slíkrar orkuvinnslu í staðinn.
Hún segir áætlað að heimseftir-
spurnin eftir raforku muni tvöfald-
ast fram til ársins 2030 og að ráðgert
sé að á sama tíma muni fjárfestingin
í orkuiðnaðinum nema 20 billjónum
Bandaríkjadala (20.000.000.000.000
dölum), ígildi um 2.400-faldra heild-
með slíka tækni séu afar heppilegar
og áhugi á að þróa hana frekar í sam-
vinnu við íslenska vísindamenn.
Fræðilega segir Whitbread talið
mögulegt að anna 10-15 af hundraði
raforkuþarfar Breta með slíkri
tækni á næstu tíu árum og allt að
fjórðungi raforkuþarfar Evrópu.
Tæknin sé hins vegar á sama stigi og
vindorkan var á níunda áratugnum
og því of snemmt að álykta endan-
lega um möguleika þessa orkukosts.
Gífurleg fjárfesting framundan
Whitbread bendir jafnframt á að
hluti innviða kola- og gasorkuvera
muni í náinni framtíð þarfnast end-
urnýjunar og því sé fyrir hendi tæki-
Bretar hafa mikinn áhuga á að gera tilraunir með öldu- og sjávarfallavirkjanir á Íslandi Stefnt á að
hefja samstarf innan tólf mánaða Gæti fræðilega skilað jafnmikilli orku á Íslandi og vatnsaflið í dag
Vilja samstarf um orkubeislun í sjó
Sue
Whitbread
Geir
Guðmundsson
Í HNOTSKURN
»Ölduvirkjanir sækja orku íhreyfingu öldunnar til og frá
og fljóta algengustu útfærsl-
urnar á sjónum, þar sem þær eru
festar með til dæmis vírum.
»Sjávarfallavirkjanir nýtasjávarstrauma, þegar sjórinn
flæðir fram og til baka við sjáv-
arföll, eins og til dæmis sé fyr-
irhugað í Breiðafirðinum.
Ný leið Ein af hugmyndum um
hvernig beisla má sjávarstrauma.
SVEITARFÉLAGIÐ Skagafjörður,
Kaupfélag Skagfirðinga og Gasfélagið
ehf. hafa ákveðið að stofna undirbún-
ingsfélag um að reisa koltrefjaverk-
smiðju á Sauðárkróki og var sam-
komulag þar að lútandi undirritað í
gær.
Guðmundur Guðlaugsson sveit-
arstjóri, Þórólfur Gíslason kaupfélags-
stjóri og Bjarni Ármannsson, stjórn-
arformaður Gasfélagsins ehf.,
undirrituðu samninginn. Forgöngu um
stofnun félagsins hefur Sveitarfélagið
Skagafjörður haft og unnið í nánum
tengslum við Hátæknisetur Íslands og
fleiri aðila.
Gert er ráð fyrir tuttugu og fimm
milljónum til félagsins, og leggja Kaup-
félag Skagfirðinga og Gasfélagið ehf. til
tíu milljónir hvort en Sveitarfélagið
Skagafjörður fimm milljónir.
Koltrefjar í stað áls?
Gunnar Bragi Sveinsson, formaður
Byggðaráðs sveitarfélagsins, sagði af
tilefninu að fyrir fimm árum hefði Þor-
steinn Tómas Broddason, núverandi for-
stöðumaður Hátækniseturs Íslands á
Sauðárkróki, vakið athygli sveit-
arstjórnarmanna á hinum miklu mögu-
leikum sem tengdust koltrefjaefnum og
því að koltrefjar mundu væntanlega
leysa, a.m.k. að hluta til, ál af hólmi, í
öllum iðnaði þar sem áhersla væri lögð
á léttleika og styrk efnis. Sagði Gunnar
að frá þessum tíma hefði Þorsteinn ver-
ið sá aðili sem fór fyrir í undirbúnings-
vinnu sveitarfélagsins um þessi mál.
Síðan hefði sveitarfélagið leitað eftir
samvinnu við Kaupfélag Skagfirðinga
og síðan kom Gasfélagið ehf. að verk-
efninu, sem nú leiðir til stofnunar und-
irbúningsfélagsins, sem hlotið hefur
nafnið UP koltrefjar.
Bjarni Ármannsson, sem stýrði fundi,
sagði byggingu koltrefjaverksmiðju
spennandi og krefjandi verkefni, en
vonandi væri að hér næðist að sameina
arðsamt verkefni þeirri sýn að unnt
væri að nýta tækniframfarir til að
minnka útblástur gróðurhúsaloftteg-
unda með því að framleiða efni sem
hefði sama eða meiri styrk og gæti
komið í stað mun þyngri málma.
Eftir að samningurinn var undirrit-
aður og vottaður af Össuri Skarphéð-
inssyni iðnaðarráðherra og Þorsteini
Inga Sigfússyni, forstöðumanni Nýsköp-
unarmiðstöðvar Íslands, fluttu stutt
ávörp Snorri Styrkársson og Þorsteinn
Ingi Sigfússon um efnið koltrefjar.
Sauðkræking-
ar fá koltrefja-
verksmiðju
STÆRSTI hópur stúlkna sem sendur hefur
verið á erlent skákmót fyrir Íslands hönd hélt
utan í gær til Osló þar sem fram fer Norð-
urlandamót stúlkna í skák. Í hópnum eru níu
keppendur á aldrinum átta til 18 ára.
stilli Íslands innan Skáksambands Norð-
urlanda.
Fyrsta skákin verður tefld í dag, föstudag,
og verður teflt alla helgina uns mótinu lýkur
mánudaginn 21. apríl.
Fararstjórar og þjálfarar eru Helgi Ólafs-
son, stórmeistari í skák, og Ómar Salami og er
keppnisleiðangurinn styrktur af Kaupþingi.
Þetta er í annað sinn sem Norðurlandaskák-
mót stúlkna er haldið en það komst á fyrir til-
Íslenskar stúlkur keppa á Norðurlandamótinu í skák
Stærsti hópurinn hingað til
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson