Morgunblaðið - 18.04.2008, Side 15

Morgunblaðið - 18.04.2008, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 15 ERLENT LÖGREGLAN á Norður-Sjálandi í Danmörku frelsaði í gær fimm ára dreng, Oliver Chaanhing, í Virum, úr höndum ræningja en honum var rænt við leikskóla í Virum, norður af Kaupmannahöfn, í fyrradag. „Drengurinn hefur það gott miðað við aðstæður en nú fer hann heim og til foreldra sinna,“ sagði Uffe Stormly aðstoðarlög- reglustjóri. Lögreglan veitti ekki miklar upplýsingar um málið en ljóst er að drengnum var rænt til að kúga fé út úr fjölskyldu hans. Um var að ræða mikla aðgerð af hálfu lög- reglunnar í hverfinu Hvidovre, að sögn Jyllands- posten. Voru tveir menn af kínverskum upp- runa handteknir. Er nú verið að yfirheyra þá. Mennirnir voru handteknir rétt eftir sjö í gærkvöldi að dönskum tíma og var sagt að búist væri við fleiri handtökum. Margir geta sér til um að kínverska mafí- an hafi rænt drengnum. Foreldrar Olivers eru frá Kína en hafa verið nokkuð um- svifamiklir í veitingahúsarekstri í Danmörku í 30 ár. Fyrir áratug lagði hópur manna á ráðin um að ræna öðru barni þeirra, 12 ára dreng, en þær áætlanir þeirra fóru út um þúfur. Danska lögreglan frelsaði Oliver úr höndum ræningjanna Oliver Chaanhing Tveir menn af kínverskum uppruna eru í haldi RÆÐA George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, í tilefni af ráð- stefnu þeirra ríkja, sem mest menga, olli miklum vonbrigðum og hefur hann víða verið harðlega gagnrýndur. Inntak hennar var, að Bandaríkin stefndu að því að stöðva árlega aukningu í útblæstri gróð- urhúsalofttegunda árið 2025 og eft- ir það yrði reynt að minnka hann „svo fremi tæknin leyfði“. Ræðu Bush í fyrrakvöld var beð- ið með eftirvæntingu en í gær hófst tveggja daga ráðstefna í París með fulltrúum þeirra 16 ríkja, sem bera ábyrgð á 80% losunarinnar. Bush sagði að stefna Bandaríkjanna byggði á raunsæi enda útilokað að verða við kröfum um tafarlausan samdrátt í losun koldíoxíðs og ann- arra gróðurhúsalofttegunda. Fulltrúar Evrópusambandsins lýstu miklum vonbrigðum með yf- irlýsingu Bush og einnig ýmsir tals- menn þróunarríkjanna. Einna harðorðastur var þó Sigmar Gabr- iel, umhverfisráðherra Þýskalands, sem talaði um „Neandertalsræðu Bush“ og sagði hana ekki hafa end- urspeglað „forystu, heldur flótta“. Sagði Gabriel, að sem betur fer væru þó önnur viðhorf líka uppi í Bandaríkjunum. Allir forseta- frambjóðendurnir þrír sem ljóst þykir að eigi möguleika á að sigra í haust, repúblikaninn John McCain og demókratarnir Hillary Clinton og Barack Obama, hafa lýst stuðn- ingi við hertar aðgerðir til að stemma stigu við kolíoxíðlosun. Vonbrigði með ræðu Bush um samdrátt í koldíoxíðlosun VITAÐ er að minnst 52 létu lífið í sjálfsvígsárás í þorpi súnníta við útför í borginni Baquba í Diyala-héraði í norðurhluta Íraks í gær. Fólkið var að fylgja til grafar tveimur heimamönnum, sem börðust gegn al-Qaeda. Segja stjórnvöld í Írak að hryðjuverka- menn hafi sennilega flutt sig til svæðisins vegna aukinna örygg- isráðstafana í Anbar-héraði, vestur af Bagdad. Enn eru átök í Sadr-hverfi í Bagdad milli sjítahópa og stjórn- arhermanna sem njóta stuðnings Bandaríkjamanna. Tilræði í Írak Reuters Árás Íbúar í Sadr-hverfi í Bagdad við brunnið bílflak eftir loftárás. STUTT UM 16 þúsund lögreglumenn og sérsveitarmenn lokuðu miðborg Nýju Delhí í Indlandi í gær þegar þar var hlaupið með ólympíukyndil- inn, að sögn fréttavefjar BBC. Minnst hundrað manns úr röðum mótmælenda sem gagnrýndu mannréttindabrot Kínverja í Tíbet voru handteknir. Yfir 100 þúsund útlægir Tíbetar búa í Indlandi og Dalai Lama, and- legur og pólitískur leiðtogi Tíbeta, býr í útlegð í Norður-Indlandi og þar hefur stjórn hans aðsetur. Ótt- uðust indversk stjórnvöld mjög að til átaka kæmi og sögðu indverskir fjölmiðlar að líkja mætti höfuð- staðnum við virki. En mótmælin voru friðsamlegri en víða annars staðar þar sem hlaupið hefur verið með kyndilinn. Hlaupið sjálft var stytt um tvo þriðju og tók aðeins um 30 mínútur, engin truflun varð á því. Þrautþjálfaðir, kínverskir ör- yggisverðir, sem víða hafa verið fordæmdir fyrir harkalega fram- göngu, stýrðu boðhlaupinu og hlaupararnir 70 fengu að hlaupa nokkra metra hver en almenningi var ekki hleypt nálægt. Klakklaust um Delhí Almenningi var meinað að koma nálægt ólympíukyndlinum Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hf. (SPRON), kt. 540502-2770, hefur birt lýsingu vegna töku víxla félagsins til viðskipta í OMX Nordic Exchange Iceland hf. og gert aðgengilega almenningi frá og með 18. apríl 2008. Eftirfarandi flokkur víxla hefur verið gefinn út: SPR 08 0421 Seldir víxlar að fjárhæð kr. 3.650.000.000 verða teknir til viðskip- ta þann 18. apríl 2008 en víxlaflokkurinn SPR 08 0421 getur að hámarki orðið 4.000.000.000 (kr. fjórirmilljarðar.-). Víxlarnir eru í 5.000.000 kr. einingum. Víxlarnir eru óverðtryggðir og bera ekki vexti . Höfuðstóll víxlan- na skal greiðast allur í einu lagi á gjalddaga 21. apríl 2008. Útgefandalýsingu er hægt að nálgast hjá útgefanda, SPRON, Ármúla 13a, 108 Reykjavík og á vefsetri útgefanda http:\\www.spron.is Útgefandalýsingu og verðbréfalýsingu má nálgast á prentuðu formi hjá SPRON, Ármúla 13a, 108 Reykjavík innan 12 mánaða frá dagsetningu tilkynningar þessarar. Umsjón: SPRON Verðbréf hf. 18. apríl 2008 M b l 9 95 40 4 SPRON Verðbréf hf. BORGARSTJÓRINN í Prag, Pavel Bem, horfir lotningarfullur á kór- ónu frá 1346 sem kennd er við heil- agan Vaclav, þjóðardýrling Tékka, áður en hún var flutt úr dómkirkju heilags Vitusar í gær. Kórónan var gerð fyrir Karl fjórða, konung Bæ- heims og er til sýnis fyrir almenn- ing í kirkjunni fimmta hvert ár. Reuters Kóróna konungsins í Bæheimi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.