Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Árni Ágústssonflugumferðar- stjóri fæddist á Hell- issandi á Snæfells- nesi 3. apríl 1922. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- vangi í Hafnarfirði 6. apríl síðastliðinn. Foreldrar Árna voru Ágúst Illugi Pálsson járnsmiður, f. í Ferjukoti í Borg- arhreppi 14. júlí 1874, d. í Hafn- arfirði 10. ágúst 1965, og Ingveldur Jónína Lár- usdóttir húsfreyja, f. í Flateyj- arbúð í Fróðárhreppi á Snæfells- fellsnesi 4. maí 1880, d. í Hafnarfirði 22. júní 1966. Árni var yngstur tíu systkina og eru þau nú öll látin. Árni flutti fjögurra ára gamall ásamt fjölskyldu sinni til Hafnar- fjarðar og bjó lengst af á Reykja- víkurvegi 32, en síðustu árin bjó hann á Hrafnistu í Hafnarfirði og síðar á Sólvangi. Eftir að Árni lauk prófi frá Verzlunarskóla Íslands starfaði hann um tíma hjá Eimskipafélagi Íslands. Samhliða því skrifaði hann íþróttafréttir fyrir Morg- unblaðið og fleiri blöð ásamt því að sjá um knattspyrnuþátt fyrir Ríkisútvarpið. Árni lærði flugumsjón og starf- aði sem flugumferðarstjóri á Keflavíkurflugvelli og síðar á John F. Kennedy flugvellinum í New York. Hann starfaði seinna hjá Stefáni Thor- arensen í Laugaveg- sapóteki, hjá Heild- verslun Alberts Guðmundssonar, Rarik, Inn- kaupastofnun rík- isins og síðast hjá Ríkisendurskoðun. Knattspyrnu- hreyfingin naut krafta Árna um ára- bil. Hann var fyrsti formaður knatt- spyrnunefndar FH og síðar formaður knattspyrnudeildar FH í mörg ár og formaður fulltrúaráðsins í 20 ár. Hann var framkvæmdastjóri KSÍ í formannstíð Alberts Guð- mundssonar og formaður ung- linganefndar KSÍ til fjölda ára þar sem hann vann mikið frum- kvöðlastarf. Árni sat í fulltrúaráði Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði, var kosningastjóri og sinnti auk þess ýmsum öðrum nefndar- og trún- aðarstörfum fyrir flokkinn. Hann var gerður að heiðursfélaga FH árið 1979 og hlaut gullmerki KSÍ, ÍSÍ og ÍBH. Árni var ókvæntur og barnlaus en bróðurdóttir hans, Brynja Kol- brún Lárusdóttir, f. 5. nóvember 1942, og synir hennar, Róbert Ró- bertsson, f. 14. mars 1968 og Auð- ólfur Þorsteinsson, f. 9. desember 1971, ólust upp á heimili Árna. Útför Árna fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Árni Ágústsson var einn helsti frumkvöðull knattspyrnunnar í Hafn- arfirði. Þeir eru ófáir drengirnir sem eiga þessum mikla frumkvöðli að þakka sína knattspyrnuiðkun. Árni varð fyrsti formaður knattspyrnudeildar FH og var hann alla sína tíð mikill áhugamaður um framgang deildar- innar. Árni var brautryðjandinn sem öll félög óska sér. Hann hafði óbilandi trú á því að hægt væri að byggja upp knattspyrnudeild hjá FH sem ætti eftir að jafnast á við allt það besta sem byðist hér heima sem og í þeim löndum er við berum okkur saman við. Mörgum okkar er það í fersku minni þegar við FH-ingar vorum að byrja að leggja gras á Kaplakrikavöll er Árni lýsti því fyrir okkur hve mik- ilfenglegt það yrði þegar stórlið frá Evrópu kæmu til þess að etja kappi við okkur í Evrópukeppnum. Þarna fannst mörgum ef ekki öllum Árni vera full-bjartsýnn en hvað hefur ekki komið á daginn? Árni var duglegur við að stofna til sambanda við erlend félög og forystu- menn þeirra og viðhalda þeim. Þessi sambönd hans urðu til þess að yngri flokkar FH fóru að fara erlendis til æfinga og var þetta fyrir marga þessa drengi þeirra fyrsta upplifun af út- löndum. Þessar ferðir ungu knatt- spyrnumannanna úr FH undir leið- sögn Árna eru og verða tilefni í góðar sögur og vekja jafnan upp ljúfar minningar hjá öllum þeim sem tóku þátt. Knattspyrnudeild FH byggir á þeim góða grunni sem lagður var af upphafsmönnum hennar og er á eng- an hallað þegar sagt er að Árni okkar Ágústsson hafi þar verið fremstur í flokki. Við knattspyrnumenn í FH minn- umst Árna fyrst og fremst fyrir óeig- ingjörn störf í okkar þágu. Fyrir það verðum við ævinlega þakklátir. Fjölskyldu Árna sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. F.h. Knattspyrnudeildar FH, Jón Rúnar Halldórsson. Kveðja frá aðalstjórn FH Árni Ágústsson fæddist á Hellis- sandi á Snæfellsnesi 3. apríl 1922 en fluttist fjögurra ára til Hafnarfjarðar og átti heima þar síðan. Við minn- umst hans fyrir störf hans að knatt- spyrnunni í FH. Hann varð fyrsti for- maður knattspyrnudeildar FH árið 1964 og það kom því í hans hlut að ryðja brautina fyrir fótboltann í FH. Árni hafði sýn brautryðjandans og markaði þá stefnu sem enn er í há- vegum höfð í FH. Yngri flokka starf knattspyrnudeildar FH hefur skilað miklum árangri og þar byrjaði Árni á fyrstu árum deildarinnar. Það er lærdómsríkt að hugsa til þess hvernig Árni vann og hugsaði. Þegar fimmti flokkur FH lék til úr- slita í Íslandsmótinu í fótbolta árið 1966 hafði stefnan verið mörkuð. Og Árni fylgdi því eftir. Meistaraflokkur FH fór upp í fyrstu deild árið 1974 og þá var Kaplakrikinn að rísa sem framtíðarsvæði FH. Árni lét ekki sitja við orðin tóm. Hann útskýrði markmiðin um Íslandsmeistaratitl- ana í framtíðinni og þá glæstu daga þegar stórliðin kæmu til að leika í Evrópukeppninni á leikvangi í Kapla- krika sem stæðist alþjóðlegar kröfur. Mörgum fannst nóg um spádómana. Það lýsir hins vegar Árna best að þetta hefur gengið eftir og FH státar af gríðarlega öflugri knattspyrnu- deild. Það voru ekki bara FH ingar sem nutu krafta Árna. Hann var fram- kvæmdastjóri KSÍ í formannstíð Al- berts Guðmundssonar á árunum 1968-1973. Einnig var hann formaður unglinganefndar sambandsins og þar komu hæfileikar hans í ljós og það er varla ofmælt að Árni breytti þar al- gjörlega um aðferðir við þjálfun ungra leikmanna sem KSÍ naut síðar í ríkum mæli. Frægt er þegar Árni fór með Faxaflóaúrvalið, sem var úr- valslið drengja á aldrinum 16 – 18 ára, til Skotlands árið 1971 og liðið sigraði þar í sterku alþjóðlegu móti. Fyrir störf sín var Árni gerður að heiðurs- félaga í FH árið 1979 og hann sat í fulltrúaráði félagsins til dauðadags. Hann var einnig sæmdur gullmerki ÍBH, KSÍ og ÍSÍ. Við FH-ingar fáum seint fullþakk- að störf Árna Ágústssonar. Hann er að öðrum ólöstuðum „faðir“ fótbolt- ans í FH. Mörgum varð hugsað til hans þegar Íslandsbikarinn fór á loft í Krikanum í fyrsta skipti í september 2004. Hjá Árna var það aldrei spurn- ing um hvort, heldur hvenær. Árni var fjölmenntaður heimsborgari, les- inn í pólitík og sögu en umfram allt á undan sinni samtíð í fótboltanum. Tengslanet hans var alþjóðlegt og hann var fróðleiksbrunnur um fót- boltann í hinum stóra heimi. Hann var þeirrar skoðunar fyrir fjörutíu ár- um að með réttri þjálfun ungra knatt- spyrnumanna hér heima gætum við staðið okkur vel á alþjóðavettvangi. Sagan hefur sýnt okkur að Árni hafði rétt fyrir sér. Það er söknuður og tregi í Krik- anum. Árni Ágústsson var ekki tals- maður meðalmennsku. Hann var sá eldhugi sem þurfti þegar FH-ingar áttu þann draum að eignast fótbolta- lið í fremstu röð. Það tók áratugi en Árni bilaði aldrei heldur hafði þá sýn sem þurfti. Við sendum aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur. Minn- ingin um Árna Ágústsson mun lifa. Leifur Helgason. Árni var Hafnfirðingur. Meira að segja FH-ingur. Það þóttu nú ekki meðmæli í fótboltanum á miðri síð- ustu öld. Hafnfirðingar og FH-ingar voru frægastir fyrir frammistöðu sína í handbolta en hlutur þeirra var rýr ef nokkur þegar kom að knattspyrn- unni. En svo kom að því að Albert Guð- mundsson kom heim og var lokkaður í þjálfun og leik hjá Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar. Einhvern veginn er ég þeirrar skoðunar að á bak við þá ákvörðun hafi þeir staðið Axel Krist- jánsson í Rafha og Árni Ágústsson. Alla vega voru þeir hans dyggustu stuðningsmenn og aðdáendur en hvað sem því líður má fullyrða að þau spor sem þá voru tekin, í lok sjötta áratugar síðustu aldar, hafi ráðið því að Hafnfirðingar og FH-ingar hafa náð fótfestu í þessari vinsælustu íþrótt landsmanna. Með öðrum orð- um: lagt grunninn að því fótboltaveldi sem nú um mundir ríkir í Kaplakrika og allt um kring. Nú er Árni vinur minn fallinn í val- inn og með honum kempa og kapps- fullur áhrifamaður í knattspyrnusögu Íslendinga. Ég man fyrst eftir Árna sem krítiker hjá Morgunblaðinu, næmur og velskrifandi, jákvæður og áhugasamur. Þegar Albert tók við formennsku í KSÍ var Árni Ágústs- son hans hægri hönd og raunar fram- kvæmdastjóri KSÍ, alt-muligmand, meðan það tímabil gekk yfir. Ég tók við af Albert sem formaður KSÍ og naut starfskrafta hans í ýmsum og ólíkum störfum innan sambandsins. Einkum var Árni áhugasamur um ungviðið og var hann gerður ábyrgur fyrir unglingalandsliðunum. Hann var alls staðar virkur, natinn og metnaðarfullur fyrir hönd sinna liða. Hann var hafsjór af fróðleik um sögu knattspyrnunnar og um tíma tók hann að sér að skrifa sögu Knatt- spyrnusambands Íslands, handrit sem aldrei var notað en vonandi ein- hvers staðar til. Við Árni áttum ágætt samstarf á þessum árum. Hann var skemmtileg- ur persónuleiki, óspar á sjálfan sig, sögumaður góður og húmoristi, sem gaman var að umgangast. Hann var jafnan vel til fara, háttvís og snyrti- legur, kurteis en skrafhreifinn. Á síð- ari árum, eftir að við báðir hurfum til annarra starfa, urðu samskiptin minni, en hann hringdi stundum óvænt og þá brá fyrir glettni og gam- ansögum, eins og honum var einum lagið. Ég tek mér það bessaleyfi, sem heiðursforseti KSÍ, að þakka Árna Ágústssyni fyrir einlægan áhuga um framgang knattspyrnunnar á Íslandi. Hann var persónuleiki sem styrkti stöðu knattspyrnunnar og KSÍ um langt árabil. Blessuð sé minning þessa góða drengs. Ellert B. Schram. „Strákar. Sá dagur mun renna upp að FH verður stórveldi í fótboltanum eins og handboltanum. Og þið getið sjálfir orðið hluti af því ævintýri, ef þið leggið hart að ykkur, æfið vel og hafið trú á ykkur sjálfum, félögum ykkar og auðvitað FH.“ Sá sem þetta mælti fyrir meira en fjörutíu árum var þá að leggja okkur lífsreglurnar, stráklingunum sem æfðu fótbolta með yngri flokkunum í FH. Árni var þá í forystu í fótboltanum hjá FH, en sú íþróttagrein hafði sumpart átt á brattann að sækja, m.a. vegna þess að hún stóð skugga glæsilegs árangurs handboltamanna í félaginu. Árni Ágústsson var forystumaður sem kom að öllu í fótboltanum hjá FH um langt árabil. Lengi vel var hann sam- tímis formaður knattspyrnudeildar- innar, í forystu barna- og unglinga- starfs, var við þjálfun og mætti nánast á hvern einasta leik sem FH lék í knattspyrnunni um áratuga- skeið. Árni Ágústsson og knattspyrn- an í FH voru í raun eitt og hið sama. Og nú hefur þessi frumkvöðull og eldhugi kvatt þessa jarðvist, 86 ára gamall. Saddur lífdaga. Ég var einn af þessum strákum semstunduðu fótboltann stíft undir leiðsögn Árna og hans samstarfs- manna. Mörg eftirminnileg atvik koma upp í hugann frá þeim árum og síðar. Árni hafði til að mynda áhyggj- ur af því að við myndum velja hand- boltann fremur en fótboltann þegar fram liðu stundir og vissi sem var að Hallsteinn Hinriksson, faðir hand- boltans á Íslandi, sem kenndi okkur leikfimi, hafði einnig mikil áhrif á okkur strákana. Þannig var að lengi fram eftir aldri stunduðu ungmenni í Hafnarfirðinum handbolta og fót- bolta jöfnum höndum. Um 17 eða 18 ára aldurinn þurftu menn gjarnan að velja á milli vegna aukins æfingaá- lags. Sá sem þetta ritar valdi þá hand- boltann en fjölmargir strákanna sem voru á svipuðu reki og ég völdu hins vegar fótboltann og það var næsta nýtt í handboltabænum Hafnarfirði. Örlög höguðu því svo til að ég tók að mér forystustörf í knattspyrnunni í Hafnarfirði áratugum síðar. Það var árið 1999. Árni hafði þá að mestu látið af formlegum störfum fyrir knatt- spyrnudeildina, en fylgdist afar vel með og togaði í spotta bak við tjöldin. Og hann náði að lifa draum sinn um FH sem stórveldi í fótboltanum, því fyrsti Íslandsmeistaratitillinn í efstu deild kom í Kaplakrikann haustið 2004 og FH ingar héldu þeim bikar næstu þrjú árin. Og sækja hann aftur næsta sumar! Ég man hvað Árni gladdist einlæglega yfir þessu þess- um árangri og þessum tímamótum í sögu knattspyrnunnar í FH, enda þótt hann væri þá kominn á efri ár og farinn að gefa eftir. Árni Ágústsson var ekki maður sem hrópaði á torgum. Ævinlega spariklæddur í virðulegum frakka, fylgdist vel með öllu og var vakinn og sofinn yfir hagsmunum félagsins. Hann þrýsti á yfirvöld, ýtti á rétta takka og gaf ekki þumlung eftir þeg- ar velferð FH átti í annars vegar – hvort sem það var innan vallar eða ut- an. Ég þakka fyrir það að hafa átt Árna Ágústsson að vini og velgjörð- armanni um áratugaskeið. Allir FH-ingar lúta höfði í þakklæti og virðingu gagnvart ötulum forystu- manni sem fallinn er frá. Nafn Árna Ágústssonar verður skrifað gullnu letri í sögu knattspyrnunnar í FH um ókomna tíð. Guðmundur Árni Stefánsson. Árin líða hratt, Árni Ágústsson fallinn frá. Kannski má segja að Árni hafi kvatt okkur í FH kringum alda- mótin en síðast kom hann til að vígja Risann 2005 og enn var reisn yfir honum þó minnið væri farið að gefa sig. Það er að mörgu leyti táknrænt með Árna að síðasta formlega verkið fyrir FH var vígsla Risans sem í mín- um huga er merkasta íþróttamann- virki sem reist hefur verið á Íslandi og eitt af þeim mannvirkjum sem munu gera Kaplakrika að besta keppnis- og æfingasvæði á Íslandi. Þetta var einn af draumum Árna og framtíðarsýn hans. Árni var einstakur maður, helgaði líf sitt fótboltanum og þá að mestu fótboltanum í FH, var flinkur leik- maður, en hans er aðallega minnst fyrir frábært uppbyggingarstarf hjá félaginu sínu, FH. Hann var í forystu þegar fótboltinn var endurvakinn í fé- laginu og var vakandi yfir því starfi dag og nótt. Ég var einn af þeim ungu drengjum sem sóttu æfingar hjá fé- laginu og fyrir tilstuðlan Árna mynd- aðist frábær hópur, góð lið sem fljót- lega sómdu sér vel á landsvísu og tekið var eftir. Upp úr 1970 var þessi hópur farinn að spila fyrir meistara- flokk félagsins og standa sig gegn bestu liðum landsins, leiðin lá í efstu deild, en það markmið náðist 1974. „Strákarnir hans Árna“ komnir í 1. deild. Árni var langt á undan sinni samtíð varðandi fótboltann, sótti sér þekk- ingu til vina sinna erlendis og var áskrifandi að mörgum ritum og bók- um varðandi þjálfun. Það var ekki nóg bara að æfa, það þurfti góða menntaða þjálfara, góða aðstöðu og það þurfti að öðlast reynslu í keppni við erlend lið. Öllu þessu barðist Árni fyrir, oft fyrir daufum eyrum, en hann hélt áfram og kom þessu flestu í gegn. FH spilaði skemmtilegan fót- bolta, farið var í keppnisferðir til út- landa og hægt og sígandi batnaði að- staðan í Kaplakrika. Þar sá hann fyrir sér alvöru „stadium“ og FH spila við Rangers í Evrópukeppninni. Það varð nú ekki, en fyrsti Evrópuleikur FH var við samlanda þeirra í Dundee United og var gaman að fylgjast með Árna kringum þá leiki, bæði hér heima og ekki síður í ferðinni til Skot- lands, en að sjálfsögðu var Árna boðið með í þá ferð. Samstarf og vinátta okkar Árna var langt og ánægjulegt. Fyrst var hann leiðbeinandinn og þjálfarinn en á seinni árum vorum við samstarfs- menn varðandi stjórnun og uppbygg- ingu félagsins, alltaf var gott að leita til Árna, hann var alltaf boðinn og bú- inn, gefandi góð ráð og heilræði. Oft kom ég við á heimili hans að Reykja- víkurvegi 32 í Hafnarfirði en þar bjó Árni við sérstakar aðstæður með þremur systrum sínum, bróðurdóttur og sonum hennar. Vegna sérstakra aðstæðna bróðurdótturinnar kom það í hlut þeirra systkina að ala upp hina ungu drengi Róbert og Auðólf. Þetta fórst þeim systkinum frábærlega úr hendi, en eins og áður var Árna um- hugað um að búa vel að þeim og koma þeim til mennta og þjálfunar. Að leiðarlokum vil ég þakka Árna árin sem við áttum saman, hans ötula og mikla frumkvöðlastarf í FH og sendi fjölskyldu Árna þeim Kolbrúnu Brynju, Róbert og Auðólfi mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Viðar Halldórsson. Það voru forréttindi að alast að miklu leyti upp á knattspyrnuvöllum Hafnarfjarðar á 7. áratugnum, jafn- vel þó að aðstaða til knattiðkunar hafi ekki verið til fyrirmyndar, eingöngu malarvellir, þó að stöku túnbleðlar hafi verið herteknir undir hinn göf- uga leik. En ánægjan, leikgleðin og keppnisandinn sem sveif yfir vötnum var ekta. Og menn tókust á og mikill rígur myndaðist milli aðalkeppinaut- anna, FH og Hauka. Á þessum árum var knattspyrnuiðkun undir merkj- um FH að stíga sín fyrstu spor undir styrkri handleiðslu merkra frum- kvöðla. Þar verður á fáa hallað þó full- yrt sé að Árni Ágústsson hafi þar far- ið fremstur meðal jafningja. Hans óeigingjarna elja, dugnaður og ósér- hlífni var með hreinum eindæmum, enda fór varla svo fram leikur í Hafn- arfirði og þó víðar væri, að Árni væri ekki á hliðarlínunni að hvetja sína menn til dáða. Og hann fylgdist með öllum flokkum, ekki síst þeim yngri, til að finna hvar hæfileikar leyndust sem unnt yrði að þróa og koma til nokkurs þroska. – Og árangurinn fór að koma smám saman í ljós og fljót- lega fór liðið að taka af alvöru þátt í keppni meðal sterkustu knattspyrnu- liða landsins. Árið 1989 er mörgum FH-ingnum minnisstætt, en þá blasti fyrsti Ís- landsmeistaratitillinn við, sem þó átti ekki að verða í það skiptið. Hins veg- ar vann liðið sér þátttökurétt í Evr- ópukeppni í fyrsta sinni. Og til að undirbúa þann viðburð sem best stofnaði Þórir Jónsson, formaður knattspyrnudeildar, Evrópunefnd sem Árni Ágústsson leiddi ásamt Gísla Á. Gunnlaugssyni og undirrit- uðum. Það var mikið ævintýri að vinna með þessum heiðursmönnum, sem allir eru nú fallnir frá, og leiða liðið á vit nýrra afreka og aukins þroska. Og eftirleikinn þekkja allir. Íslandsmeistaratitlar og bikarmeist- aratitill eru komnir í hús og liðið hef- ur sannað sig sem eitt af sterkustu knattspyrnuliðum landsins. Þennan árangur og uppgang allan má að miklu leyti þakka markvissu upp- byggingarstarfi Árna Ágústssonar. – Blessuð sé minning hans. Ársæll Guðmundsson. Árni Ágústsson  Fleiri minningargreinar um Árna Ágústsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.