Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 8
SÝNINGIN Verk og vit 2008 var opnuð síðdegis í gær í Laugardals- höllinni. Kristján L. Möller sam- gönguráðherra klippti á borða og leiddi gesti inn á sýningarsvæði þar sem um 100 sýnendur sem tengjast byggingariðnaði, mannvirkjagerð og skipulagsmálum munu næstu daga kynna vörur sínar og þjónustu. Verk og vit verður opin fram á sunnudag. Sýnendur eru af fjöl- mörgum sviðum atvinnulífsins og hefur erlendum sýnendum fjölgað frá sýningunni Verk og vit 2006. Nýbygging Háskólans í Reykja- vík, fyrirhugað háskólasjúkrahús, nýjungar í vetnisvæðingu og risa- borvagn frá Ístaki eru meðal þess sem fyrir augu ber á sýningunni. Nýtt nafn sameinaðs skóla Iðn- skólans í Reykjavík og Fjöltækni- skóla Íslands, Tækniskólinn – skóli atvinnulífsins, var kynnt á sýning- unni í gær. Á milli skólameistaranna Jóns B. Stefánssonar og Baldurs Gíslasonar standa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem afhjúpaði nafnið, og hugmyndasmiður nafns- ins, Gunnar Helgi Birgisson. 100 sýnendur kynna sig og vörur sínar Morgunblaðið/Frikki Sýningin Verk og vit 2008 opnuð með pomp og prakt í Laugardalshöllinni 8 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR UTANRÍKISRÁÐHERRA hefur auglýst embætti forstjóra Varn- armálastofnunar laust til umsókn- ar. Skipað verður í embættið frá og með 1. júní 2008 til fimm ára. Varnarmálastofnun fer með verkefni á sviði varnarmála í sam- ræmi við ákvæði 7. gr. varn- armálalaga sem samþykkt voru á Alþingi 16. apríl 2008. Stofnunin verður með aðsetur á öryggissvæð- inu á Keflavíkurflugvelli. Forstjóri Varnarmálastofnunar skal hafa lokið háskólaprófi og hafa þekkingu á verksviði stofnunar- innar. Við val á forstjóra verður lit- ið til reynslu af mannaforráðum, stjórnun og rekstri, leiðtogahæfi- leika, hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku a.m.k., hæfni til upplýsingamiðlunar, sam- skiptahæfni, frumkvæðis og metn- aðar, segir í auglýsingu ráðuneyt- isins. Umsóknarfrestur er til 2. maí næstkomandi. Forstjórastaða til umsóknar FUGLAVERND stendur fyrir ráð- stefnu um fugla laugardaginn 19. apríl kl. 13–16:30 í Öskju, Háskóla Íslands. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Líffræðistofnun Háskólans og Náttúrufræðistofnun. Þórunn Sveinbjarnardóttir um- hverfisráðherra setur ráðstefnuna. Fundarstjórar verða Þorsteinn Sæ- mundsson, forstöðumaður Nátt- úrustofu Norðvesturlands, og Ásta Þorleifsdóttir jarðfræð- ingur. Fjölmargir sérfræðingar munu halda fyrirlestra um fugla og um- hverfi þeirra. Á milli fyrirlestra verða stuttar umræður. Ráðstefna um fugla í Öskju Á MORGUN, laugardag, kl. 13 stendur ÁTAK, félag fólks með þroskahömlun, að uppákomu við Alþingishúsið. Hugmyndin er að fólk taki höndum saman og myndi þannig mannlegan hring í kringum húsið. Alþingishúsið verður fyrir valinu sem tákn lýðræðis og sam- einingar. Með þessum atburði vill félagið að fólk sýni samstöðu og undirstrika mikilvægi jafnræðis allra í samfélaginu. Gjörningurinn felur ekki í sér mótmæli að neinu tagi. Öllum er velkomið að mæta og taka höndum saman með Átaki. Eftir gjörninginn verður kynning á starfi Fjölmenntar, fullorð- insfræðslu fatlaðra, Borgartúni 22. Staða við Alþingi NÝ stjórn Kven- réttindafélags Ís- lands var kosin á aðalfundi félags- ins á þriðjudag- inn sl. Tvær stjórnarkonur viku úr stjórn fé- lagsins, þær Þor- björg I. Jóns- dóttir formaður og Svandís Ingi- mundardóttir meðstjórnandi. Við formennsku tók varaformaður KRFÍ Margrét Sverrisdóttir og nýj- ar í stjórn eru Bryndís Bjarnarson og Ragnheiður Bóasdóttir. Framkvæmdastjórn KRFÍ skipa nú Margrét Sverrisdóttir formaður, Helga Guðrún Jónasdóttir varafor- maður, Sólborg A. Pétursdóttir rit- ari, Margrét Steinarsdóttir, gjald- keri og meðstjórnendurnir Bryndís Bjarnarson, Hildur Helga Gísla- dóttir, Ragnheiður Bóasdóttir og Ragnhildur G. Guðmundsdóttir. Auk framkvæmdastjórnar eiga fulltrúar stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi sæti í aðalstjórn félagsins. Ný stjórn KRFÍ Margrét Sverrisdóttir STUTT GLEÐI í skóla- starfi er yfir- skrift ráðstefnu sem Samtök sjálfstæðra skóla efna til á morg- un. Með henni er ætlunin að beina athyglinni að mikilvægi þess að nemendur og starfsfólk skóla finni fyrir vellíðan, vináttu, já- kvæðu viðmóti og efli með sér gleði í samskiptum. „Skólastarf stendur og fellur með því að gleði og hamingja sé ríkjandi. Fólk á að leyfa sér að vera glatt í vinnunni, bæði nem- endur og kennarar,“ sagði Edda Huld Sigurðardóttir, varaformaður Samtaka sjálfstæðra skóla og skólastjóri Ísaksskóla. Hún segir gildi gleðinnar í skólastarfi oft vanmetið. Til að gleði ríki þurfi bæði starfsfólki og nemendum að líða vel í skólanum. Fólk eigi að gleðjast yfir því smáa og vekja at- hygli á því sem gleður. Ráðstefnan sé haldin til að minna á gleðina og góðar leiðir til að vekja hana og viðhalda. Ráðstefnan verður haldin á Hót- el Selfossi 19. apríl, kl. 13-19. Þrír fyrirlesarar taka þátt. Þeir eru dr. Fanny Jónsdóttir, sem starfar í Bandaríkjunum. Hún hefur m.a. rannsakað félagatengsl og vináttu barna. Edda Björgvinsdóttir leik- ari ræðir um jákvæði, húmor og hlýlegt viðmót og Bjarni Ármanns- son, fyrrverandi skóladrengur og núverandi faðir, verður með hug- leiðinguna „Í skólanum, í skól- anum …“ Þá munu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra, Margrét María Sigurð- ardóttir, umboðsmaður barna, og Margrét Pála Ólafsdóttir, formað- ur Samtaka sjálfstæðra skóla, ávarpa ráðstefnuna. Loks mun Val- gerður Jónsdóttir, skólastjóri og hláturjógi, kalla fram bros hjá ráð- stefnugestum. Samtök sjálfstæðra skóla hafa eflst þrátt fyrir erfiðan rekstur. Edda Huld sagði að sjálf- stæðu skólarnir þurfi að skila topp- vinnu til að laða að nemendur. Hún sagði það hafa verið afar mik- ilvægt skref þegar farið var að gera ráð fyrir sjálfstæðum skólum í grunnskólalögum. Frá ársbyrjun 2007 er lágmarksframlag til sjálf- stæðra skóla með allt að 200 nem- endum 75% af meðalkostnaði allra grunnskóla landsins. Forráðamenn nemenda hafa brúað það sem á vantar með skólagjöldum. Edda Huld benti á að þetta fólk greiði engu að síður sömu útsvör og hinir sem ekkert þurfa að borga fyrir skólavist barna sinna í grunn- skólum hins opinbera. Þennan mun verði að jafna. „Skólastarf stendur og fellur með því að gleði og hamingja sé ríkjandi“ Edda Huld Sigurðardóttir Í HNOTSKURN »Samtök sjálfstæðra skólavoru stofnuð í mars 2005. Í samtökunum eru 49 grunn- og leikskólar sem reknir eru af ein- staklingum, foreldrum, fyr- irtækjum, félagasamtökum eða stofnunum. »Í sjálfstæðum skólum eru um3.300 nemendur, um 800 starfsmenn og foreldrahópurinn telur á sjöunda þúsund. samráðsvettvangi milli skipulagsyfir- valda í Reykjavík og byggingaraðila, samkvæmt tillögu sem lögð verður fram á næsta fundi skipulagsráðs. „Við viljum með þessu treysta sam- skiptin milli byggingaraðila og borg- arinnar,“ sagði Hanna Birna. „Þetta verður gert með reglulegum fundum til að tryggja að þeirra skilaboð um hvernig bæta megi þjónustuna kom- ist hratt og örugglega áleiðis og sömuleiðis að okkar sýn og skipulags- áætlanir komist sömuleiðis vel til skila.“ Hanna Birna sagði ekkert nýtt að kannanir sýndu að byggingaraðilum þætti hægt ganga í skipulagsmálum í Reykjavík. „Það er staðreynd sem við höfum staðið frammi fyrir mjög lengi og ég er hrædd um að svo verði áfram.“ Sagði hún að taka ætti nið- urstöður könnunarinnar alvarlega og gera allt sem mögulegt væri að til að bæta boðleiðir og tryggja skýrt ferli og betri þjónustu. „Það er hins vegar þannig að hraði í skipulagsmálum segir ekki endilega til um gæði,“ sagði Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ÞAÐ VAR þung brúnin á ráðstefnu- gestum á ráðstefnunni Skipulag eða stjórnleysi? sem haldin var í Laug- ardalshöll í gær í tengslum við ráð- stefnuna Verk og vit. Þar voru saman komnir fulltrúar fjölmargra fram- kvæmdaaðila sem mörgum þykir, samkvæmt nýrri könnun Gallup, sveitarfélögin sinna skipulagsmálum illa. Kölluðu ráðstefnugestir eftir auknu samráði milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, m.a. hvað varðar samgöngur. Gallupkönnunin gaf Reykjavíkur- borg falleinkunn. 85% aðspurðra, sem voru forsvarsmenn 77 fyrirtækja, sögðu afgreiðslu verkefna sinna ganga frekar hægt eða mjög hægt hjá Reykjavíkurborg en tæplega 60% töldu afgreiðsluna ganga frekar hratt eða mjög hratt hjá Kópavogsbæ. Hanna Birna Kristjánsdóttir, for- maður skipulagsráðs Reykjavíkur, tilkynnti að koma ætti á fót föstum hún. „Þetta er höfuðborg og eftirsótt- asta svæðið er miðborgin þar sem hlutirnir ganga hægar fyrir sig en annars staðar. Það er vegna þess að við þurfum að eiga langt, strangt, erf- itt, lögboðið og eðlilegt samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila.“ Þá minnti hún á að heildarsýn skipulagsyfirvalda kæmi fram í aðal- skipulagi. „Sú heildarsýn er nokkuð skýr,“ sagði hún. Ásdís Halla Bragadóttir ráðstefnu- stjóri spurði Hönnu Birnu í lokin hvað hún gæti gert til að lyfta brúninni á fundargestum. „Ég held að ég gæti helst gert það með því að segja að þið fáið allar þær lóðir og það bygging- armagn sem þið viljið, hratt og örugg- lega,“ sagði Hanna Birna. „En ég get ekki boðið það. Sú er staðan. Það er miklu heiðarlegra að segja að menn verði að búast við því þegar þeir eru að byggja í sveitarfélagi, sérstaklega í höfuðborginni, að það taki ákveðinn tíma, við gerum skýrar kröfur um metnað og gæði og ég mun aldrei sveigja af þeim fyrir hraða.“ Hraði segir ekki endilega til um gæði GUNNAR I. Birgisson, bæj- arstjóri í Kópavogi, sagði á ráð- stefnunni Skipulag eða stjórnleysi í Laugardalshöllinni í gær, að sá einfaldleiki sem áður hefði ráðið ríkjum í skipulagsmálum væri horfinn. „Nú hafa forsjárhyggju- öflin og valdboðið náð yfirhend- inni.“ Sagði hann valdið hafa færst yfir til stofnana ríkisins og ráð- herra. Gunnar nefndi sem dæmi að fyrrverandi umhverfisráðherra hefði fullyrt við sig að Kópavogs- bær væri búinn að byggja nóg af verslunar- og þjónustuhúsnæði. „Og nú rennir nýi ráðherrann sér skriðtæklingu fyrir fæturna á okk- ur.“ Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, sagði sveitarfélögin sem stæðu að svæðisskipulagi höf- uðborgarsvæðisins hafa mismun- andi sýn á skipulagið. Sagði hann núverandi skipulag næstum ónýtt, í það minnsta standa á brauðfót- um. Taldi hann koma til greina að gera nýtt skipulag sem næði að- eins til ákveðinna þátta, t.d. sam- gangna og umhverfismála. Valdboðið náð yfir- hendinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.