Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 43 Úrslit Skólahreysti fóru fram í Laugardalshöll í gær-kvöld og fóru keppendur Hagaskóla með sigur afhólmi, hlutu flest stig samanlagt. Í Skólahreystireyna menn á með sér í ýmsum þrautum, fjórir úr hverjum skóla, tvær stelpur og tveir strákar. Þau Juan Ramón, Anna Jia, Tinna Óðinsdóttir og Jón Sigurður Gunnarsson reyndust á endanum hraustust. Varamaður var Jón Reynir Reynisson. Blaðamaður ræddi stuttlega við Jón Sigurð að lokinni keppni og innti hann eftir því hver lykillinn að hreystinni væri. Í ljós kom að bæði hann og Tinna æfa fimleika og var Jón ekki í efa um að sú ágæta íþrótt skilaði mönnum mestri hreysti. „Við erum með mjög gott íþróttafólk og erum fjölmennur skóli,“ sagði Jón Sigurður. Hjálmar Kr. Aðalsteinsson, íþrótta- kennari Hagaskóla, studdi rækilega sína menn og var himinlif- andi yfir hreysti Hagskælinganna. Keppnin fer þannig fram að annar strákurinn úr liðinu keppir í upphífingum og dýfum og hinn í hraðaþraut. Önnur stelpan keppir í armbeygjum og hreystigripi (að hanga eins lengi á slá og mögulegt er) og hin í hraðaþraut með öðrum stráknum. Skólahreysti var haldin í fjórða sinn í vetur og hófst 27. janúar í ár. Gríðarlega vinsælt Hjónin Andrés Guðmundsson og Lára Berglind Helgadóttir eiga keppnina og halda. Andrés segir 424 krakka hafa tekið þátt í ár, úr 106 skólum. „Það voru 2.000 áhorfendur í kvöld og það gera 12.000 áhorfendur yfir tímabilið,“ segir Andrés. Skólahreystin hafi skilað sér inn í skólastarfið, undirstrikað mikilvægi þess að hreyfa sig, „gamla, góða Tarzan-leikinn,“ segir Andrés, sjálfur mikill kraftajötunn. Hann segir leikfimikennara jákvæða í garð keppninnar, þeir hafi orðið varir við vaxandi íþróttaanda hjá nemendum og það hafi auðveldað þeim kennsluna. Andrés segir framhalds- skólana mikið hafa beðið um hreystikeppni og þá myndi sú keppni heita Framhaldshreysti. Hún yrði þó að einhverju leyti öðruvísi en Skólahreysti. Skólarnir sem kepptu í úrslitum í gær voru, auk Hagaskóla: Foldaskóli, Lindaskóli, Heiðarskóli, Hvolsskóli, Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar, Grunnskóli Siglu- fjarðar, Giljaskóli, Grundaskóli og Grunnskóli Ísafjarðar. Hagaskóli vann Skólahreysti Eins og vindurinn Juan Ramón úr Hagaskóla í hraðaþraut. Á fullri ferð Keppt í hraðaþraut, skotist á leifturhraða undir net. Keppendur hvattir Súpermann lét það vera að keppa enda þurfti hann á kröftunum að halda í klappliðinu. Skyldi hann komast? Fylgst með kaðalklifri úr bíl. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Sigurvegarar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra afhendir liði Hagaskóla bikarinn. Skýr skilaboð Mamma er auðvitað best. Alex er líka góður. Gott grip Það er eins gott að hafa hraðar hendur. Áfram! Það voru ekki bara skólakrakkar sem hvöttu sína menn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.