Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG ER ANDSETINN HAMBORGARI Æ, NEI! ÉG PANTAÐI FRANSKAR MEÐ ANDSETNA HAMBORGARANUM MÍNUM! ÞAÐ ER AÐ KOMA NÝTT ÁR ÉG ER MEÐ TILLÖGU... MÉR ER ALLT Í EINU ORÐIÐ KALT ÞAÐ ER LANG BEST AÐ LOSA SIG VIÐ SLÆMA SIÐI UM ÁRAMÓTIN! ER EKKI SLÆMUR SIÐUR AÐ VERA ALLTAF MEÐ ÞETTA TEPPI? HA? ER ÞAÐ SATT? ÞAÐ ER SATT! ÞAÐ ER LAUGARDAGUR! KLUKKAN ER BARA SJÖ... ÞAÐ ER LAUGARDAGUR ÉG ÆTLA AÐ FARA Í VINNUNA AÐ LEGGJA MIG ENGINN SKÓLI! ENGINN HEIMALÆRDÓMUR! BARA TEIKNIMYNDIR Í ALLAN DAG! KVEIKTU Á SJÓNVARPINU! ÞAÐ ER... LAUGAR- DAGUR!H ÚRRA! ERTU BÚINN AÐ ÞVO ÞÉR UM HENDURNAR? ÉG ÆTLA AÐ FARA LANGT ÚT Í NÁTTÚRUNA OG SOFA ÞAR Í NÓTT! AÐ MINNSTA KOSTI JAFN LANGT OG SNÚRAN Á ÞESSU HITATEPPI NÆR LALLI, ÞÚ EYÐIR ALLT OF MIKLUM TÍMA Í VINNUNNI JÁ... ÞAÐ HEFUR VERIÐ MIKIÐ AÐ GERA UNDANFARIÐ EN ÞAÐ SKIPTIR SAMT MIKLU MÁLI AÐ VERA MEÐ FJÖLSKYLD- UNNI SINNI ÉG VEIT... EN VINNAN ER ÞAÐ SEM SKIPTIR MIG MESTU MÁLI MESTU MÁLI FYRIR UTAN YKKUR AUÐVITAÐ! FARÐU BARA Í VINNUNA! ...ÞAÐ ER KOMINN TÍMI FYRIR SLÚÐUR ÉG VEIT AÐ KÓNGULÓARMAÐUR- INN ER Í L.A. EN AF HVERJU ? FÓLK HEFUR VELT ÞVÍ FYRIR SÉR HVER TENGINGIN ER... MILLI KÓNGULÓAR- MANNSINS OG M.J. PARKER HMMM! MJÖG ÁHUGAVERT! dagbók|velvakandi Pósturinn ÞAR sem margir hafa verið að kvarta vegna póstþjónustunnar ætla ég að bæta einni kvörtun við. Það hefur verið afar slæmur útburður hjá póstþjónustunni í hverfinu mínu þar sem ég bý í Grafarvogi. Sífellt hafa borist vitlaus bréf þar sem þeim er hent inn um lúguna óflokkuðum. Svo höfum við nágrannarnir verið á hlaupum við að flokka póstinn sjálf. Þetta er óviðunandi þjónusta. Ég hef borið fram kvörtun og það var lofað að bæta þetta og laga en það hefur ekki gerst. Pósturinn þarf að vakna til lífsins og fara að taka mark á kvörtunum okkar. Einnig hefur komið fyrir að bréfin einfaldlega týnist og rati aldrei í réttar hendur. Guðmundur. Næla týndist FYRIR nokkru síðan eða í kringum 20. febrúar tapaðist barmskraut í líki blóms. Það hefur líklega verið á leið frá Oddfellowhúsinu að Kaffi París við Austurvöll. Þetta eru þrír brúnir skinnhnoðrar sem mynda blóm á legg og næla á bakhlið. Næla þessi hefur mikið tilfinningagildi fyrir eigandann og er finnandi vin- samlegast beðinn að hafa samband við Sólveigu s: 565-6224/662-4742 Mannaveiðar VARÐANDI stutta grein Mar- grétar Ásgeirsdóttur um sjónvarps- þáttinn Mannaveiðar í Morg- unblaðinu 17. apríl sl. langar mig að varpa fram spurningu á móti til hennar. Hún talar um að þátturinn hafi verið mjög góður en hún segir að þættirnir hafi verið gjöreyðilagðir í flutningi og spyr af hverju það voru ekki fengnir „al- vöru“ leikarar? Hvað eru alvöru leikarar? Má ég benda þér á að þetta eru allt leikarar sem eru í hlut- verkum þarna. Hverja viltu fá? Hverjir eru alvöru og hverjir eru ekki alvöru? Gaman væri að fá svar við því. Þessir leikarar skiluðu allir sínum hlutverkum frábærlega og þó ég ætli ekki að halla á neinn þá vil ég taka það fram að hann Ólafur Darri var gersamlega frábær í sínu hlut- verki. Þessi maður er svo laus við alla tilgerð og svo frábær í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Það er alltaf gaman að horfa á þætti sem eru vel leiknir og eru ekki eins og oft vill brenna við, að leikararnir eru svo mikið að leika að það verður ýkt og tilgerðarlegt. Leikararnir í þessum þætti voru allir afslappaðir og skil- uðu sínu frábærlega. Ég vil þakka fyrir þáttinn Manna- veiðar og ég tala eflaust fyrir munn margra þegar ég segi að það væri frábært að fá meira íslenskt efni í sjónvarpið. Bryndís H. Jónsdóttir. Barnaarmband fannst ARMBANDIÐ fannst í Intersport á Bíldshöfða. Það er gyllt með litlu hjarta og merkispjaldi, á því stend- ur: E.M.S. og á bakhlið er dagsetn- ingin 01.03.06. Eigandinn getur haft samband við Steinunni: 690-0535. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is HUNDAR taka ekki síður en við þátt í að fylgjast með mannlífinu fyrir ut- an hjá sér. Þessi íbúi á Njálsgötu sem gægist hér út um gluggann er líkast til að leita að leikfélögum eða kannski er hann bara að gá til veðurs. Morgunblaðið/Valdís Thor Hvað er á seyði FRÉTTIR TÓN- og myndlistarmaðurinn Guðni Agnar Hermannsson, heitinn, í Vest- mannaeyjum hefði orðið áttræður í dag, föstudag. Á þeim tímamótum verður hans minnst, á hans heima- velli – Vestmannaeyjum, með mynd- arlegum hætti nú í apríl. Minningu Guðna hefur verið hald- ið á lofti með reglubundnum hætti frá árinu 1992 er Dagar lita og tóna voru fyrst haldnir í Vestmanna- eyjum um hvítasunnu og þá fyrst og fremst til að heiðra minningu Guðna Hermansen. Haldnir verða veglegir djass- tónleikar í kvöld í Akóges-húsinu þar sem Kvartettinn Q kemur fram, ásamt söngkonunni Ragnheiði Grön- dal, og leikur m.a. tónlist eftir meist- ara tenórsaxófónsins – Sonny Roll- ins. Kvartettinn skipa þau Sunna Gunnlaugsdóttir, píanó, Eyjólfur Þorleifsson, saxófón, Scott Mcle- more, trommur, og Ólafur Stolzen- wald, kontrabassa. Þá verður haldin yfirlitssýning með verkum Guðna í Akóges og verður hún opnuð sama dag og djasstónleikarnir fara fram. Sýn- ingin verður opin fram til sunnu- dagsins 27. apríl. Í tengslum við djasstónleika og myndlistarsýningu verður einnig gefin út myndarleg sýningarskrá til heiðurs Guðna ásamt því að heimasíða verður opn- uð. Tónleikar til heiðurs Guðna KÓPAVOGSDEILD Rauða krossins heldur fatamarkað föstudaginn 18. apríl kl. 14-18 og laugardaginn 19. apríl kl. 11-17 í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð. Nemendur MK í áfanga um sjálfboðið Rauða kross starf sjá um markaðinn og rennur allur ágóði til að styrkja ungmenni í Mósambík til mennta. Seld verða notuð föt á konur, karla, ungmenni og börn ásamt alls kyns varningi og er verð á bilinu 300-1.500 kr. Markmið áfangans er að nemendur kynnist sjálfboðnu starfi hjá Rauða krossi Íslands. Nemendur vinna sjálfboðið starf yfir önnina í samráði við kennara og Kópavogsdeild Rauða krossins. Meðal verkefna í boði eru að- stoð við aldraða og einmana, störf í Dvöl, athvarfi fyrir geðfatlaða, og fé- lagsstarf með ungum innflytjendum. Nemendur fá fræðslu um hugsjónir og störf Rauða kross hreyfingarinnar og sækja námskeið fyrir sjálf- boðaliða, segir í fréttatilkynningu. Fatamarkaður til styrktar ungmennum í Mósambík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.