Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 45 KVIKMYNDIN Tuttugu og einn er byggð á sannsögulegri bók eftir Ben Mezrich sem lýsir því hvernig nokkrir nemendur í stærðfræði við MIT-háskólann í Bandaríkjunum fundu upp kerfi til að fara ávallt með sigur af hólmi í fjárhættuspilinu 21 eða Svarta Pétri í Las Vegas. Athæf- ið er löglegt í sjálfu sér, en áður en upp komst og nemendurnir voru settir í ævilangt bann hjá spilavít- unum höfðu þeir þénað tæplega 300 milljónir króna. Þetta er að mörgu leyti æv- intýraleg saga en hún skilar sér ekki nægilega vel á hvíta tjaldið. Fram- ferði hinna svokölluðu snillinga með- an á svindlferðunum stendur virðist fremur kjánalegt í framsetningu myndarinnar. Þau nota augljóst merkjakerfi sín á milli, halda sig jafnan í þéttum hópi þrátt fyrir þá ætlun sína að virðast ekki þekkja hvert annað og dulargervin sem þau nota eru allt að því hlægileg. Þá er myndin í heild fremur fyrirsjáanleg en þar er not- ast við gamalreyndar klisjur í frá- sagnaraðferð og formgerð. Stærsta vandamálið er þó að myndina skortir verulega drama- tískan þunga, þar sem spilasvindlið gengur fremur átakalaust fyrir sig og hættan sem að steðjar virðist í lágmarki. Söguhetjan, sem er einkar litlaus í meðförum Jims Sturgess, hefur ekki efni á læknaskólanum í Harvard og virðist ekki ætla að fá styrkinn sem hann þarf til að hefja þar nám. Frásagnarhvatinn er með öðrum orðum sá að einstaklingur í einum fínasta háskóla í heimi þarfn- ast peninga til að geta gengið í allra fínasta háskóla í heimi. Hættan sem að honum steðjar meðan hann sópar til sín seðlum er helst undirbyggð með því að sýna öryggisvörðinn Cole (Laurence Fishburne) dangla í uppvísan svindl- ara og henda honum síðan út. Tutt- ugu og einn er langdregin og mátt- laus mynd sem tekst nokkurn veginn að draga allan kraft úr ann- ars athyglisverðu umfjöllunarefni. 21 Söguhetjan er einkar litlaus í meðförum Jims Sturgess sem sést fyrir miðju myndar. Auðfengið fé KVIKMYND Smárabíó, Háskólabíó, Sam- bíóin Akureyri Leikstjórn: Robert Luketic. Aðalhlutverk: Jim Sturgess, Kevin Spacey, Kate Bos- worth, Laurence Fishburne, Aron Yoo. 123 mín. Bandaríkin, 2008. Tuttugu og einn (21) bbnnn Heiða Jóhannsdóttir mbl.is smáauglýsingar LAUGARDAGUR 19. APRÍL KL. 16 SÖNGTÓNLEIKAR TÓNÓ RVÍK. RANNVEIG KÁRADÓTTIR SÓPRAN. HVERS VIRÐI ER ÉG? NÝR GAMANLEIKUR ÚR SMIÐJU BJARNA HAUKS ÞÓRSSONAR. UPPSELT Á FYRSTU FJÓRAR SÝNINGAR. LAUSIR MIÐAR LAUG. 19. APRÍL KL. 21. SUNNUDAGUR 20. APRÍL KL. 16 TÓNSMÍÐATÓNLEIKAR LHÍ ÓTTAR SÆMUNDSSEN OG VALENTINA KAY. MÁNUDAGUR 21. APRÍL KL. 20 SELLÓTÓNLEIKAR LHÍ ÞORGERÐUR EDDA HALL. MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL KL. 20 TÓNSNILLINGAR MORGUNDAGSINS HELGA ÞÓRA BJÖRGVINSD. OG KRISTINN ÖRN KRISTINSSON. Hárbeitt verk í hrárri sýningu Engisprettur e. Biljana Srbljanovic sýn. fös. 18/4 uppselt Vígaguðinn e. Yasminu Reza sýn. lau. 20/4 örfá sæti laus Baðstofan e. Hugleik Dagsson sýn. fös. 18/4 örfá sæti laus síðasta sýning Sá ljóti e. Marius von Mayenburg sýn. lau. 19/4 örfá sæti laus Sólarferð e. Guðmund Steinsson tvær sýningar lau.19/4. sýn. sun. 20/4 örfá sæti laus „Þau eru frábær, öll fjögur… Þetta er hörkugóð sýning...!“ Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is Einstök leikhúsupplifun PBB FBL , 29/3 „Þetta er vel unnin sýning, skemmtileg og óvenju skýrt hugsuð.” MA, MBL 8/4 Bráðfyndið og ágengt gamanleikrit Þjóðleikhúsið Á öllum sviðum lífsins Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Minnum á seiðandi síðdegissýningar Leikhús tilboð vor á m inni sviðunu m Leikhús tilboð vor á m inni sviðunu m Leikhús tilboð vor á m inni sviðunu m ■ Á morgun kl. 14.00 Bíófjör - Tónsprotatónleikar Öll fjölskyldan skemmtir sér konunglega á þessum tónleikum þar sem tónlist úr kvikmyndum á borð við Stjörnustríð, Harry Potter, Mary Poppins og Simpsons hljómar. Trúðurinn Barbara kynnir tónlistina á sinn einstaka hátt. ■ Fim 9. maí kl. 19.30 PPP áttræður Íslenskt tónlistarlíf og ekki síst Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur í þakkarskuld við Pál Pampichler Pálsson og heiðrar hann áttræðan með þessum tónleikum þar sem flutt verður fimmta sinfónía Mahlers, sellókonsert Schumanns auk verks eftir afmælisbarnið. ■ Fim. 15. maí kl. 19.30 Swingle Singers - frá Bach til Bítlanna Hinn heimsþekkti sönghópur Swingle Singers mætir með efnisskrá sem spannar allt sviðið. Tónleikar sem söngunnendur vilja ekki missa af. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is NÝ OG FÁRÁNLEGA SKEMMTILEG SÝNING UM FJÁRMÁL ÍSLENDINGA! D Y N A M O R EY K JA V IK Sýnt í Salnum Kópavogi Miðasala hjá Salnum í síma 5700 400, á salurinn.is og midi.is. Miðaverð 2000 kr. 50% afsláttur er fyrir viðskiptavini Byrs (allt að 5 miðar) ef keypt er í miða- sölunni í Salnum. ATH! Takmarkaður sýningafjöldi. D Y N A M O R EY K JA V IK Þri 15/4 kl. 20 Mið 16/4 kl. 20 Fös 18/4 kl. 21 Lau 19/4 kl. 19 Lau 19/4 kl. 21 Fös 2/5 kl. 19 Fös 2/5 kl. 21 Lau 3/5 kl. 20 Lau 3/5 kl. 22 Fös 16/5 kl. 19 Fös 16/5 kl. 21 Lau 17/5 kl. 19 Lau 17/5 kl. 21 Forsýning - uppselt Forsýning - uppselt Frumsýning - uppselt Uppselt S Ý N I N G A R Fyrst var það Hellisbúinn, síðan Pabbinn og nú er það HVERS VIRÐI ER ÉG? Óborganlega fyndin sýning Bjarna Hauks Þórssonar um fjármál Íslendinga. Frábær sýning í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.