Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 31 ✝ Vilhelmína Jó-hanna Sig- urborg Arngríms- dóttir fæddist á Búlandshöfða í Eyr- arsveit á Snæfells- nesi 22. júní 1909. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 8. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Anna Sigurbjörg Kristjánsdóttir, f. 5. júlí 1875 og Arn- grímur Magnússon, f. 1. ágúst 1869. Systkini Vilhelmínu voru sex; Magnús Jón, f. 19. maí 1897, d. 1964, Kristensa Guðrún Anna, f. 26. júní 1898, d. 1972, Óskar Guð- bjartur Júlíus, f. 22. júní 1902, d. 1974, Óli Jóhann, f. 27. janúar 1908, d. 1986, Kristján Sigurður, f. 30. ágúst 1910, d. 1995, og Anton Ing- ólfur, f. 22. desember 1913, d. 1968. Vilhelmína giftist 13. janúar 1929 Erlendi Indr- iðasyni frá Brimnes- gerði Fáskrúðsfirði, f. 11. október 1898, d. 25. desember 1990, þau bjuggu lengst af á Skúlaskeiði 18 í Hafnarfirði. Þau eignuðust sjö börn, þau eru Sig- urfljóð, f. 11. júní 1931, Anna Guð- björg, f. 8. ágúst 1932, Davíð Valdi- mar, f. 15. október 1934, Jón Vignir, f. 13. september 1938, Arngrímur Indriði, f. 27. júní 1940, Steinar Rafn, f. 16. september 1941, og Erla María, f. 13. desember 1947. Barnabörnin eru fimmtán, barna- barnabörnin eru tuttugu og sex og barnabarnabarnabörnin eru sjö. Vilhelmína verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku hjartans mamma mín er lát- in. Þegar ég hugsa um lífshlaup hennar og reyni að tjá mig og lýsa ævi hennar verður það varla hægt í fáum orðum. Líf hennar var stórbrotið og bar- áttan oft mikil við erfiðleika og mót- læti en hún tókst á við allt með ótrú- legum kjarki, dugnaði, bjartsýni og trú á sigur. Virðing hennar og þakklæti til fólksins á Hrafnistu sem annaðist hana og hjálpaði meðan hún dvaldi þar var henni alltaf efst í huga. Hún elskaði og fórnaði sér af sannri ást og gleði fyrir okkur börnin sín og barnabörnin. Það var hennar aðals- merki og gjöf til okkar allra. Tár, söknuður og þakklæti til elsku mömmu fylla hug og hjarta. Guð blessi verkin þín. Ég er ein – alla daga ein. Börnin eiga sín heimili og börn og annast þau. Aldurinn færist yfir markar sín spor – þróttur og vilji þverra. Bakið bognar – sjónin dofnar. Ég get ekki lengur sinnt hinum daglegu störfum – eins og gengur. Mér er þungt um hjarta. Heyrnin lamast smátt og smátt, hárið verður grátt. En að baki þessa alls leynast minningar, minningar um bernskuárin – æskuna, gleði og sorgir, sambúð – heimili – hrundar borgir. En erfiðast er – að sætta sig við hve allt er hverfult í heimi hér. Hvað sérðu systir? Erfiða, þreytta gamla konu. Viltu einu sinni enn beina sjónum til liðinna ára? Horfðu betur – horfðu hvort þú sérð ekki barn – brúði – eiginkonu – móður? Horfðu á mig sem leynist hér innst inni. Það er ég sem ég trúi að þú sjáir og finnir. (Höfundur óþekktur.) Þín dóttir, Anna. Elsku mamma mín. Ég kveð þig með söknuð í hjarta og líka svo miklu þakklæti fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Þú varst stolt og falleg kona og alveg ótrúlega seig í þinni lífsbaráttu í gegnum tíðina. Þú varst svo blíð og góð við okkur en líka ákveðin þegar á þurfti að halda. Og við börnin þín gengum alltaf fyrir í öllu hjá þér og þó oft væri ekki til miklir peningar þá vantaði ekki ástina og hlýjuna á heimilinu okkar. Og þú skilur eftir þig svo mikil ógrynni af yndislegum minningum sem við munum geyma í hjörtum okkar og taka fram eins og þær væru gull og gersemar á góðum stundum. Þegar ég var barn þá lærði ég þetta ljóð og mér fannst það alltaf vera um þig. Elskulega mamma mín, mjúk er alltaf höndin þín. Tárin þorna sérhvert sinn sem þú strýkur vanga minn. Þegar stór ég orðin er allt það skal ég gefa þér. (Höf. Sig. Júl. Jóhannesson.) Guð geymi þig elsku mamma. Þín dóttir, Erla. Í dag er til moldar borin í Hafn- arfirði elskuleg móðuramma mín Vil- helmína Jóhanna Sigurborg Arn- grímsdóttir. Löng ævi virðist svo stutt þegar maður hugsar til baka. Ég telst vera elsta barnabarnið þitt og átti ég magar góðar stundir hjá þér. Þér varð margra barna auðið og oft var mannmargt hjá þér á tyllidögum. Ég minnist ánægjulegra aðfangadags- og gamlárskvölda frá því ég var ung- ur þar sem þú stjórnaðir öllu af mikl- um myndarskap. Afi minn var þá alltaf með einhverjar tilfæringar varðandi flugeldana þegar börnin þín og barnabörnin komu full eftir- væntingar. Svo bakaðir þú jólakökur og annað góðgæti með kaffinu þegar við heimsóttum þig en það gerði ég alltof sjaldan. Ég var ungur þegar ég heimsótti þig á netaverkstæðið þar sem þú vannst hörðum höndum, ég man það eins og það hafi gerst í gær. Það var svo líka mikill hamagangur í öskj- unni þegar þú varst að undirbúa vinnuferðir á síld til Siglufjarðar eða Raufarhafnar. Það kom fyrir að þú varst hæst á planinu. Það er ekki langt síðan þú sagðist myndu fara á síld ef þú værir bara ekki í þessum hjólastól. Ég hugsa til þess með þakklæti hvað vel fór um þig á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þú varst svo þakklát fyrir þá góðu hjúkrun sem þú fékkst þar. Þér létti þegar þú fluttist þang- að og sagðir að það væri eins og að vera á hóteli. Þú varst alltaf svo fín og falleg þegar litið var inn til þín, í kjól og með perlufesti. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Ég hef átt þig að í sextíu ár og ég þakka þér og kveð þig með söknuði. Ívar Magnússon. Elskulega amma mín. Það er svo sárt til þess að hugsa að nú fáum við ekki lengur notið yndislegrar nær- veru þinnar. En við getum huggað okkur við að eftir situr fjöldi góðra minninga sem yljar okkur um hjartarætur. Þó að þú sért horfin úr þessum heimi veit ég að þú fylgist með okkur og ég vona að þér líði vel. Þótt ég hafi verið ung að árum þegar þjú bjóst ennþá á Skúlaskeið- inu þá man ég heldur betur eftir þinni víðfrægu formköku eins og örugglega flestir þeir sem nutu þeirra forréttinda að kynnast þér. Ég held að ég geti með nokkurri vissu fullyrt að hún verði aldrei leik- in eftir. Það var svo gaman að koma í heimsókn til þín með mömmu, fá eitthvert gotterí og leika mér síðan í Hellisgerði þegar vel viðraði. Og áð- ur en við fórum þá fékk ég alltaf þéttasta faðmlag sem hugsast getur og fallegt bros í kveðjugjöf. Það sem kemur þó fyrst upp í hug- ann þegar ég minnist þín er þessi glæsilega kona sem þú varst. Þú varst alltaf svo vel tilhöfð, með óað- finnanlega lakkaðar neglur og barst fallegt skart. Það sem ég mat þó mest í fari þínu er hvað þú varst stolt, ákveðin og góð kona. Þessir eiginleikar þínir blása mér kjark í brjóst til að láta alla mína drauma rætast og það er svo gott að vita að þú munt ávallt fylgja mér og hvetja mig til dáða í því sem ég tek mér fyr- ir hendur. Ég vil að þú vitir að ég er svo óendanlega stolt af því að bera nafnið þitt amma mín. Ég mun ávallt sakna þín. Þín Vilhelmína. Elsku amma mín. Ég vil einfald- lega byrja á að þakka þér fyrir að vera þú. Það var erfitt að heyra að komið væri að kveðjustund verandi svona langt í burtu frá þér. Ég er guði afar þakklátur fyrir að hafa get- að verið þér við hlið þínar hinstu stundir. Ég á svo margar góðar minningar um þig amma mín. Mér þótti svo vænt um að þú leyfðir mér að hafa kisuna mína, Prinsessu, heima á Skúlaskeiðinu. Hún var svo sannar- lega í himnaríki hjá þér, enda fékk hún fisk í næstum öll mál og hafði Hellisgerði sem leikgarð. Takk fyrir að leyfa mér að búa allan þennan tíma í kjallaranum hjá þér og að styðja svo ötullega við bakið á mér á erfiðum stundum. Nýbakaðar súkkulaðiformkökur og mjólk í hverri viku í heil sjö ár. Það var alltaf yndislegt að enda daginn á því að horfa á ellefufréttir með þér og við höfðum alltaf gaman af Matlock og Derrik. Það fyrirfinnast ekki betri rjómakökur en þínar og svo er mér plokkfiskurinn þinn ávallt minnis- stæður. Mér leið alltaf vel í nærveru þinni, það var eitthvað svo afslapp- andi að vera í kringum þig. Það út- skýrir kannski hvers vegna ég svaf alltaf svo vel á sófanum inni í stofu hjá þér. En það sem mér er minnis- stæðast er brosið þitt. Þú gast látið öllum líða vel einungis með því að brosa. Mér fannst ég alltaf svo mikils verður þegar þú brostir til mín. Þrátt fyrir að þú sjálf hafir átt erf- iðar stundir þá hafðirðu lag á því að huga fyrst að þörfum annarra. Vegna þessa verðskuldar þú alla mína virðingu. Amma, í mínum aug- um ertu fyrirmynd hinnar fullkomnu ömmu, elskuleg, réttlát, ákveðin, stolt og ávallt til staðar þegar þörf var á. Ég hefði ekki getað beðið um betri ömmu. Ég elska þig og mun ávallt sakna þín. Þitt barnabarn, Erlendur. Elsku amma mín lést 8. apríl á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hún var búin að dvelja síðustu 10 árin. Þegar við fjölskyldan sátum sam- an hjá ömmu síðustu dagana sem hún lifði rifjuðum við upp margar dásamlegar samverustundir sem við áttum með þessari yndislegu góðu konu sem vildi allt gera fyrir fjöl- skylduna og alla aðra. Amma átti stundum erfiða ævi, bæði sem barn og fullorðin, en hún missti móður sína mjög ung. Hún eignaðist 7 börn og hafði eignast 15 barnabörn, 25 barna- barnabörn og barnabarnabarna- börnin eru orðin 7, en því miður ent- ist henni ekki ævin til að sjá það áttunda sem koma mun í heiminn í júní. Amma lærði mjög ung vel til verka og vann alla sína ævi, sem best sást á hennar yndisleg heimili á Skúlaskeiðinu í Hafnarfirðinum þar sem ég var svo lánsöm að fæðast. Ekkert okkar gleymir formkökun- um og heitu súkkulaðinu sem alltaf var á jólunum. Margar góðar minn- ingar tengdust þessum stað þannig að það var mikill söknuður þegar amma varð að flytja og fara á Hrafn- istu. Ég flutti til Bandaríkjanna þegar ég var sjö ára og flutti svo heim aftur þegar ég var tvítug og bjó þá fyrst hjá ömmu. Eins og hennar var von og vísa gerði hún allt til þess að hjálpa mér og létta mér lífið. Aðstoð- aði mig til að fá vinnu og var alltaf til staðar. Eitt skiptið var ég svolítið óánægð með sjálfa mig og sagði við ömmu að ég þyrfti að fara í megrun og sagði sem svo að ég hefði greini- lega erft fitugenið frá henni, (þetta var nú meint í góðu). Í staðinn fyrir að vorkenna mér sagði hún: ,,Hérna elskan, fáðu þér skyr og svolítinn rjóma út á.“ Þessi orð gleymdust aldrei og það er ekki langt síðan amma mín var að rifja þetta upp og stríða mér. Hún var alltaf glöð þegar ég kom að hitta hana og núna síðast á páskunum með barnabarnið mitt, við tókum nokkrar skemmtilegar myndir af þeim saman, amma var eitt bros. Þrátt að það væri erfitt fyrir hana og okkur að sætta okkur við að hún yrði að flytjast af Skúlaskeiðinu á Hrafnistu var það samt dásamlegt fyrir hana að kynnast nýju og ynd- islegu fólki. Hún upplifði margt skemmtilegt þar, fór í bingó, vann einu sinni sérríflösku og ég gleymi ekki hvað hún var hreykin af því og naut þess að geta boðið okkur upp á sérríglas. Hún tók miklu ástfóstri við kóngabrjóstsykurinn, hún var þekkt fyrir að bjóða öllum mola: ,,Komdu nú og fáðu þér mola elskan.“ Þegar ég heimsótti ömmu á Hrafnistu tók ég ekki eftir og fylgd- ist ekki beint með fólkinu sem þar vinnur. En þegar amma veiktist átt- aði ég mig á hvað margt af góðu fólki vinnur þarna ómetanleg störf, hversu nærgætið það var og talaði fallega um þessa yndislegu og já- kvæðu litlu konu. Foreldrar mínir og við systurnar munum sakna hennar mikið því hún var stór hluti af lífi okkar, betri mömmu og ömmu gátum við ekki átt. Elsku amma mín, ég get ekki þakkað þér nógsamlega fyrir hvað þú varst mér alltaf góð. Guð blessi þig, nú ert þú komin til afa, Krissa bróður, Kristófers og Kidda sem örugglega hafa tekið vel á móti þér. Hvíl þú í friði, elsku amma mín. Karen. Vilhelmína Jóhanna Sigurborg Arngrímsdóttir ætla ekki að kveðja þig en í staðinn segi ég ,,farðu í friði“ elsku litli vin og megi englarnir passa þig þar sem þú ert. Kannski ertu nálægt okkur hver veit … eða lítur til okkar. Vonandi hittumst við aftur í annarri vídd eða öðruvísi lífi en þangað til … Einnig sendum við Óli, aðstand- endum Sigurjóns okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Þín vinkona, Stefanía Anna Árnadóttir (Stebbi litli.) Elsku Sjonni okkar. Það eru mikil forréttindi að hafa þekkt þig og elskað. Góðmennska þín hjálpaði okkur svo mikið og viðvera þín fékk mann alltaf til að brosa og líða vel. Við eigum margar góðar minning- ar saman sem ég mun aldrei gleyma og vildi óska að okkur hefði verið gef- inn meiri tími saman. Angrið sækir okkur tíðum heim sem erum fávís börn í þessum heim. Við skynjum fátt en skilja viljum þó að skaparinn oss eilíft líf til bjó. Að upprisan er öllum sálum vís og endurfundir vina í paradís (Guðrún Jóhannsdóttir) Þín er sárt saknað elsku vinur. Vegni þér vel á nýjum slóðum og hvíldu í friði hjartað okkar. Við vottum ykkur, elsku Viktoría Von, foreldrar, systkini og aðrir að- standendur, okkar dýpstu samúð, guð veri með ykkur. Kristín Eva og Daníel Berent. Kæri félagi svo ungur þegar kallið kemur. Þökkum þér fyrir þær stund- ir er þú gafst okkur með nærveru þinni. Heiðarleiki þinn og dugnaður er okkur til fyrirmyndar. Við sem sjáum á eftir þér hugsum til þín, hve opinn þú varst og talaðir um líf þitt af einlægni. Þín náðin, Drottinn, nóg mér er, því nýja veröld gafstu mér, í þinni birtu’ hún brosir öll, í bláma sé ég lífsins fjöll. Ég veit, að þú ert þar og hér, hjá þjóðum himins, fast hjá mér, ég veit þitt ómar ástarmál og innst í minni veiku sál. Ef gleðibros er gefið mér, sú gjöf er, Drottinn, öll frá þér, og verði’ af sorgum vot mín kinn, ég veit, að þú ert faðir minn. Þín náðin, Drottinn, nóg mér er, því nýja veröld gafstu mér. Þótt jarðnesk gæfa glatist öll, ég glaður horfi’ á lífsins fjöll. (Einar H. Kvaran/C. Ballex) Við sendum dóttur þinni Viktoríu Von og fjölskyldu samúð. Þínir fyrrverandi samstarfs- félagar BYKO Breidd. Ungur maður er skyndilega hrif- inn burt frá ástvinum sínum, eftir standa ættingjar og vinir álútir og spyrja sig af hverju hann hafi þurft að lenda í þessu ótímabæra slysi. Við minnumst Sigurjóns sem ljúf- lings frá fyrstu tíð eða frá því við kynntumst honum, sem var í leik- skólanum Jöklaseli í Seljahverfi. Þar var hann þriggja ára pjakkur að byrja í leikskólanum ásamt syni okk- ar Hinriki Erni, og skapaðist strax mikil vinátta milli þeirra. Þessi góða vinátta þeirra hélst alla tíð fram á framhaldsskólastig, en eins og oft vill verða liggja vegir í allar áttir eftir það. Sigurjón var mikið inni á okkar heimili sem barn og kom ósjaldan með okkur í sumarbústaðarferðalög um helgar á þessum árum. Óhætt er að segja að þar kynntumst við drengnum Sigurjóni vel og hans ljúfu persónu. Það var yndislegt að fá tækifæri til að fylgjast með Sigurjóni vaxa úr barni í ungling og fylgjast með þeim félögum brasa ýmislegt saman í gegnum árin. Fyrir þær stundir viljum við nú þakka í dag. Nú er komið að óvæntum leiðar- lokum og þeim slysalegri en tárum taki. Kvaddur er hann með söknuði og aðstandendunum sendar þær samúðarkveðjur sem orð fá tjáð. Hinrik og Ásta Edda. REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.