Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurjón DaðiÓskarsson fæddist í Vest- mannaeyjum 11. maí 1986. Hann lést af slysförum 8. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans eru hjónin Óskar Ey- berg Aðalsteinsson, f. í Vestmanna- eyjum 13. desember 1961, og Margrét Árdís Sigvaldadótt- ir, f. í Þykkvabæ 1. maí 1961. Systur Sigurjóns eru Þórða Berg, f. 8. september 1982, unnusti hennar er Gunnar Örn Arnarson, f. 24. september 1984; og Ásta Kristín, f. 3. janúar 1997. Dóttir Sigurjóns og Helenu Drafnar Stefánsdóttur, f. 4. júní 1986, er Vikt- oría Von, f. 18. októ- ber 2005. Sigurjón ólst upp fyrstu þrjú árin í Vestmannaeyjum. Þá fluttist hann með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og átti heimili í Seljahverfi til dauðadags. Hann vann við ýmis störf, flest tengd bílum. Útför Sigurjóns fer fram frá Seljakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. Elsku Sigurjón, takk fyrir allt. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Minning þín er ljós í lífi okkar. Ástarkveðja, mamma, pabbi, Ásta Kristín, Þórða og Gunnar Örn. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku Magga, Óskar, Ásta, Þórða, Gunni og Viktoría, innilegar samúð- arkveðjur. Guðni, Sigrún, Katrín, Tryggvi, Arnar, María og fjölskylda. Ástkær frændi minn og góðvinur, Sigurjón Daði, lést 8. apríl sl., tæp- lega 22 ára að aldri, alltof langt fyrir aldur fram.Við Sigurjón urðum vinir þegar við vorum lítil, en hann og fjöl- skyldan komu oft í heimsókn í Þykkvabæinn.Vinskapurinn óx og varð sterkari með hverju árinu. Minningarnar og myndir sem ég á um okkur eru margar og þær mun ég varðveita að eilífu. Eins og þegar við fórum saman í Galtalæk um verslun- armannahelgar með vinum mínum sem líka urðu þínir vinir, en sá vin- skapur varði. Allar stundirnar sem við áttum með krökkunum á Ægis- íðu, tjaldpartíin, rúntarnir og svo góða spjallið okkar, mér fannst ég geta sagt þér allt og ég var handviss um að það færi ekki lengra. Þannig varst þú traustur og trúr og ávallt með hjartað á réttum stað. Þegar við pössuðum hjá Guðfinnu frænku varst þú svo laginn við stelpurnar, sérstak- lega barngóður og þolinmóður. Ásta Kristín var heppin að eiga þig sem stóra bróður, ég man hvað þú varst spenntur að fá hana í heiminn og Þórða var heppin að eiga þennan litla og sæta bróður. Seinna varðstu svo að fallegum ungum manni og að stolt- asta pabba í heiminum og það sást langar leiðir. Þú ljómaðir allur þegar þú varst með hana Viktoríu þína. Missir Viktoríu er mikill, en hún á góða mömmu og svo veit ég fyrir víst að mamma þín og pabbi munu halda áfram að hugsa svo vel um hana, eins og þau hafa gert hingað til. Þó svo að við höfum ekki verið eins náin núna síðustu árin, þá varstu alltaf til staðar og alltaf gátum við tekið upp þráðinn þar sem við skildum við hann eins og ekkert hefði í skorist. Ég vildi að það væri hægt núna, ég vildi að ég myndi vakna af þessari hræðilegu martröð. Ég er enn dofin og næ því ekki að Sigurjón frændi minn, sem var svo fallegur að innan sem utan, sé farinn. Ég veit það fyrir víst að þín hefur beðið eitthvert merkilegt starf hjá skaparanum, fyrst hann náði svona snemma í þig. Þetta er svo erfitt, það er svo margt sem kemur upp í hug- ann, margs að minnast, en ekki svo auðvelt að koma því á blað. Ég er ennþá slegin og verð það sjálfsagt lengi. Ég mun sakna þín svo sárt, aðal- gæjans í fjölskylduni með gelið í hárinu, alltaf svo vel til fara og alltaf kátur, það var aldrei langt í flissið og fallega brosið þitt. Ég skal svo vera eins dugleg og ég get að segja Viktor- íu allt um þig. Seinna verður tími líka til að segja mömmu þinni og pabba, Þórðu og Ástu allt sem við brölluðum saman hér í sveitinni. Hvíl í friði minn kæri frændi, ég elska þig. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni, veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei skal ég þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni, svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Elsku Viktoría, Magga, Óskar, Þórða, Ásta Kristín, Gunni og allir sem eiga um sárt að binda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið al- góðan guð um styrk á erfiðum tímum. Kristín Björk. Sú harmafregn barst mér að kvöldi 8. apríl að Sigurjón Daði væri dáinn. Mig langar í örfáum orðum að minn- ast míns elskulega, fallega og góða frænda. Þú varst strax mjög skýr og dug- legur strákur, á fyrstu myndinni sem var tekin af þér má lesa út úr andlit- inu þínu „ég er tilbúinn að fara að tæta“, enda byrjaðir þú ansi snemma á því að tína upp úr skúffum og út úr skápum og láta mömmu þína og pabba hafa fyrir þér. Þær voru ófáar sögurnar af dugnaði þínum við að skoða heiminn og koma þér áfram sem mamma þín sagði mér. Þú varst afskaplega kraftmikill krakki, þú varst lítið sjarmatröll og með aldr- inum minnkaði sjarminn ekki því þú varst svo vel af guði gerður. Þú hugs- aðir vel um útlitið, varst alltaf snyrti- legur og sætur en þegar þú varst lítill fannst þér vont að vera í fínum eða betri fötum og krafðist að fá að fara í „druslur“. Það þýddi mjúkur og víður jogginggalli svo að þér gengi betur að leika þér og hendast út um allt. Þú lést ekki smáskrámur hindra þig við að leika þér, varst harður af þér og máttir ekki vera að því að stoppa þó að þú hefðir stórslasað þig einu sinni á þríhjólinu. Þá varst þú svo bólginn á enninu og andlitinu að þú gast varla séð, en samt gastu hlegið og leikið þér, gleymdir þessu strax, lyftir bara andlitinu upp svo þú sæir út fyrir bólgunni og hélst áfram. Þú varst mikil barnagæla, ég fékk að kynnast því þegar þú passaðir dætur mínar aðeins 13 ára gamall um tíma eitt sumarið. Þú stóðst þig eins og hetja, passaðir stelpurnar og þeg- ar ég kom heim úr vinnunni varstu iðulega búinn að taka til og vaska upp, mér fannst þetta sérstakt af þér, þá bara unglingsstrákur. Þú sýndir líka litlu systur þinni mikla alúð og ást þegar hún fæddist. Undir töffara- lega yfirbragðinu leyndist mjúkur og hlýr strákur sem elskaði börn og dýr og laðaði að sér enda kallaði mamma þín þig oft „litla kútinn“ sinn. Fyrir rúmum tveimur árum eign- aðist þú yndislega dóttur sem þú ann- aðist strax af mikilli natni og kær- leika. Það var gaman að heyra þig tala um hana og sjá hversu vel þú hugsaðir um hana. Við hittumst síð- ast fyrir tilviljun í húsdýragarðinum en þá voruð þið Viktoría búin að vera þar allan daginn að skemmta ykkur. Ég kveð þig, kæri frændi, með þessum orðum og bið góðan guð að blessa og hugga elsku Möggu, Óskar, Þórð og Gunna, Ástu Kristínu, og Viktoríu Von. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Minning þín er ljós í lífi okkar. Guðfinna og fjölskylda. Elsku Sigurjón okkar. Það er erfitt að hugsa til þess að í blóma lífsins þegar allt gekk þér í haginn skulir þú vera tekinn frá okkur. Við erum harmi slegnar eftir að hafa fengið fréttir um fráfall þitt. Þú varst alltof ungur og áttir allt of margt ógert til að kveðja þessa jarðvist svo fljótt. En minningin um góðan dreng mun ylja okkur um ókomna tíð. Þú varst alltaf svo bóngóður og hjálpsamur, alltaf tilbúinn að rétta fram hjálparhönd þegar á þurfti að halda. Það var sama hvernig á stóð við gátum alltaf treyst á þig. Það er okkur í fersku minni hversu góður faðir þú varst og hversu mikið þú naust þess að eyða tímanum með litla englinum þínum. Við munum varðveita í hjarta okk- ar minningu um góðan dreng og allar þær stundir sem við áttum með þér. Við munum ávallt elska þig og getum ekki annað en brosað í gegnum tárin við tilhugsunina um hvað þú varst yndislegur og góður vinur. Farðu í friði vinur minn kær. Faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma Svo vöknum við með sól að morgni. Svo vöknum við með sól að morgni. ( Bubbi Morthens.) Við sendum öllum aðstandendum þínum innilegar samúðarkveðjur. Vertu sæll og hvíldu í friði, okkar ástkæri vinur. Þínar vinkonur, Lára, Harpa, Karen, Hrefna, Hafdís, Zonia, Ólöf, Rakel Rut, Halldóra, Berglind og Anna. Mig langar til að minnast vinar míns. Sigurjón heitir hann. Hann var yndisleg mannvera, traustur, dugleg- ur, klár og góður pabbi. Hann vildi hafa allt í röð og reglu og var dugleg- ur í tiltekt, sérstaklega á verkstæði mannsins míns en þar eyddi hann mörgum stundum. Við hlógum mikið saman, ég, Óli, Sigurjón og Alvar (Elvar). Allir að fíflast og hafa gaman af lífinu. En nú hefur Sigurjón vinur minn kvatt þennan heim, langt fyrir aldur fram af einhverri gjörsamlega óskiljanlegri ástæðu, sem ég bara skil ekki og fæ aldrei að skilja. En þetta sýnir okkur kannski hvað lífið er gjörsamlega óútreiknanlegt. Við erum skilin eftir … reið, sár, leið og döpur en svo kemur líka þakk- lætið fyrir að hafa fengið að kynnast þér, yndislegi vinur. Alltaf gat ég hringt í þig og alltaf gast þú gefið mér eitthvað jákvætt þegar mér leið illa. Ég er svo þakklát fyrir tímann sem við áttum saman í fyrrasumar í tiltekt (vitanlega), þegar þú gekkst í það verk sjálfur og ég kom svo inn í þá til- tekt og gat hjálpað til. Ég gleymi þér aldrei, þú ert alltaf í hjartanu mínu. Ég loka augunum og sé brosið þitt og þína hlýju nærveru og þá kemur minning eða minningar um margar skemmtilegar stundir. Það er dýrmætt að eiga minningar og þær tekur enginn frá mér og þótt þú sért ekki hér og ég sé þig ekki þá ertu alltaf í hjartanu mínu. Ég kveiki á kertum fyrir þig og hugsa um þig. Ég Sigurjón Daði Óskarsson ✝ Einarína Sigríð-ur Magnúsdóttir fæddist 28. júlí 1922 á Geirlandi í Sand- gerði. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði fimmtudaginn 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Kr. Sigurðsson, sjómað- ur og fiskmats- maður, f. 15.8. 1891, d. 12.1. 1968, og Rósa Einarsdóttir húsmóðir og ráðs- kona, f. 10.1. 1900, d. 13.11. 1993. Einarína var næstyngst fjögurra Þórðarsyni. Þau eiga þrjú börn, Hildi, Einar Þór og Selmu. 2) Björn, f. 29.10. 1944, kvæntur Svanhildi Gunnarsdóttur, þau eiga Kamillu Rún. Björn á tvo syni frá fyrri sam- böndum, Samúel og Svein. 3) Rósa, f. 12.8. 1948, hún á tvær dætur, Guðnýju Ingunni og Helenu Ínu. Langömmubörn Einarínu eru 28. Einarína og Samúel bjuggu fyrst á Fróni og síðar á Suðurgötu 14 í Sandgerði og fluttust 1971 að Blikabraut 3 í Keflavík. Einarína starfaði lengst af sem húsmóðir og síðar sem matráðskona í Sparisjóði Keflavíkur. Útför Einarínu fer fram frá Hvalsneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. systkina, Rósu, Guð- jóns og Sigurðar, sem öll eru látin. Árið 1942 giftist Einarína Samúel Björnssyni, sjómanni frá Tjarnakoti í Sand- gerði, f. 28.7. 1920. Foreldrar hans voru Björn Samúelsson út- vegsbóndi, f. 22.6. 1881, d. 3.9. 1969, og Guðbjörg Sigríður Guðjónsdóttir hús- móðir, f. 30.10. 1893, d. 30.6. 1931. Ein- arína og Samúel eign- uðust þrjú börn: 1) Guðbjörg Sig- ríður, f. 11.11. 1940, gift Kristjáni Ég man hana mömmu svo vel. Mildar hendur, blíðastar fel. Hlý eins og sumarsól, eins og rósin rjóð. Ég man hana mömmu svo vel. Mynd hennar í huga mér fel er bænir mér bað ég svaf eins og lítið ljóð. Drauma átti hún en aðrir þá fengu, engum sýndi hún tárin sín. Vonir átti hún sem urðu að engu, alltaf brosti hún samt til mín. Ef ég vaki í myrkri um miðja nótt milda röddin hennar sagði hljótt, ég vaki, hér hjá þér, ég vaki. Hún og hennar mildasta mál æ mun lifa í minni sál. Ég man hana mömmu, ég man hana vel, svo vel. (Friðrik Erlingsson) Þínar dætur Guðbjörg og Rósa. Amma Ína var einstök kona. Hún var viljasterk og hörð af sér eins og hún sýndi í glímunni við Alzheimer. Það var ótrúlegt hvað hún hristi af sér hver veikindin á fætur öðrum. Stundum var eins og hún ætti mörg líf. Hún amma Ína kvaddi okkur að vísu fyrir all- mörgum árum. Við höfum geymt minninguna um hana eins og hún var áður en hún veiktist og mun- um gera það áfram. Hún var ein- staklega snyrtileg og hugsaði vel um útlit sitt og var ávallt vel til höfð. Amma umvafði okkur hlýju og kærleika. Fasið hennar ömmu og létta lundin hafði ákveðið að- dráttarafl fyrir okkur barnabörnin sem virkaði þannig að við sóttum í að vera í návist hennar og okkur leið vel hjá henni. Hún tók alltaf vel á móti okkur og ef vinir voru með í för fagnaði hún þeim einnig og leysti okkur út með kandís eða einhverju bakkelsi sem hún hafði bakað. Henni var umhugað um að aldrei færi maður svangur frá henni. Hún kom til að mynda heim í hádeginu í nokkur ár til þess eins að gefa Einari að borða þegar hann stundaði nám í framhalds- skólanum. Þegar Hildur gisti hjá henni og var á leið með rútunni í bæinn vaknaði hún með henni og spjallaði áður en hún lagði af stað. Þegar Selma bað hana að kenna sér að hekla sýndi hún mikla þol- inmæði. Hún var góð heim að sækja, veitti okkur athygli, hlust- aði á okkur og talaði við okkur, hún var vinkona okkar. Minning- arnar eru ótal margar en minn- isstæðar eru ferðirnar í kálgarðinn í Sandgerði þar sem mikið var spjallað og unnið sem og farið í berjamó. Hún var fjölskyldurækin og dugleg að heimsækja fólkið sitt í Sandgerði. Oft tóku hún og afi okkur með í heimsókn sem varð til þess að við kynntumst skyldmenn- um okkar. Hún var þungamiðja fjölskyldunnar okkar. Hannyrðir komu mikið við sögu hjá ömmu og var hún vandvirk og kenndi okkur margt í þeim efnum. Bóngóð var hún með eindæmum og skipti ekki máli hvort beðið var um dúkkuföt, styttingu buxna eða annað í þeim efnum, þá gerði hún það. Hún amma okkar var okkur mikið og kenndi okkur margt í lífinu, meðal annars fallegar bænir og með einni slíkri viljum við kveðja elsku ömmu okkar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku afi, mamma, pabbi, Böddi, Svana og Rósa og fjölskyldur, minningarnar geymum við og varðveitum. Hildur, Einar Þór og Selma. Einarína Sigríður Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.